Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 17 ÞAÐ er farið að skyggja, þóttklukkan sé rétt að verðafimm, þegar ég kem aðHeilsustofnun Náttúrulækn- ingafélagsins. Erindið er að hitta frú Marie Lysnes, sem þar hefur dvalið frá því um miðjan desember. Þessi 95 ára gamla kona hefur fjölmörgu áorkað þá tæpu öld sem hún hefur lif- að. Ég kem við á hjúkrunarvaktinni og spyr um Marie, mér er sagt að hún sé á herbergi 33 og þangað fylgir mér Steinunn sjúkraliði. Ég vissi í raun ekki við hverju ég átti að búast, því að 95 ár er hár aldur, en þegar ég kem inn til Marie sé ég að elli kerling hef- ur farið mildum höndum um hana. Á móti mér tekur hún brosandi og býður mér að setjast hjá sér við borð- ið. Það fyrsta sem ég rek augun í á borðinu hennar er farsími, það er því greinilegt að hún er alltaf í sambandi. Þegar ég nefni símann segir Marie að hún þurfi að hafa síma, það sé nauð- synlegt, einnig segir hún að hér noti hún eingöngu blað og penna, því að tölvuna gat hún ekki tekið með sér að heiman. Heima í Noregi notar hún alltaf tölvuna og finnst það þægilegt verkfæri. En hver er Marie Lysnes? Marie er fædd í Tromsö í Noregi 12. októ- ber árið 1906. Hún er hjúkrunar- fræðingur og rithöfundur og hefur allan sinn aldur unnið við hjúkrun víðs vegar um heiminn og auk þess skrifað um hana grein og stýrt Stat- ens spesialskole í geðhjúkrunarfræði árin 1958–1976. Þegar ég bið Marie að segja mér svolítið frá ævi sinni segir hún mér að ævin sé orðin svo löng að það yrði allt of langt mál. Hún vill fá að segja mér frá því sem hjarta hennar liggur næst, þ.e. faginu sínu, hjúkruninni, sem hefur átt hug henn- ar allan. „Ef ég ætti að lifa lífi mínu aftur myndi ég gera það nákvæmlega eins og ég hef gert, gera allt sem ég get til að hjálpa fólki sem er veikt og þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Marie. Orður, titlar og heiðursveitingar Marie hefur unnið marga sigra og verið heiðruð fyrir afrek sín. Hún fékk orðu fyrir að taka þátt í að hjúkra særðum í seinni heimsstyrj- öldinni, gullorðu konungsins norska árið 1975 fyrir þjónustu sína og Flor- ence Nightingale-orðuna 1977. Hún er heiðursfélagi í norska hjúkrunar- félaginu, heiðursfélagi í Hjúkrunar- félagi Íslands, heiðursfélagi í Lands- félagi geðhjúkrunarfræðinga, heiðursfélagi í Landsfélagi hjúkrun- arfræðikennara og heiðursfélagi í Sigma Theta Tau International. Doktorsgráðuna „Honor society of nursing“ hlaut hún 23. apríl árið 2000. Tvö ár á Íslandi Marie verður tíðrætt um nöfnu sína Maríu Pétursdóttur. Hún segir að þær hafi í áraraðir haft sama áhugamálið og höfðu verið að vinna hvor í sínu landi áður en þær loksins hittust. María Pétursdóttir skrifaði bókina Saga hjúkrunar á Íslandi. Þetta ku vera eina bók sinnar teg- undar á Íslandi og gaf María Péturs- dóttir bókina út á eigin kostnað. Þær nöfnur kynntust í gegnum norrænt samstarf hjúkrunarfræðinga og hafa þær unnið mikið saman og styrkt hvor aðra í gegnum árin. María Pét- ursdóttir fékk Marie Lysnes til að koma og aðstoða þegar geðhjúkrun- arfræðinám hófst hér árið 1978. Mar- ie segir mér að í upphafi hafi staðið til að hún aðstoðaði í nokkra mánuði, en raunin var sú að hér var hún í tvö ár. Nýja bókin hennar Marie Lysnes sem kemur út á næstunni fjallar um hjúkrunarfræðinga við mismunandi kringumstæður. Þetta er í raun sam- félagssaga, samtíðarsaga og saga trúar, þar sem allt fléttast saman í eina heild, frá heimsstyrjöldinni seinni til okkar tíma. Tók bókina úr höndum útgefenda Bókin átti að koma út í byrjun des- ember síðastliðinn, en þegar bókin var orðin tilbúin til prentunar sá Marie að ýmsu hafði verið breytt, bæði textanum og myndum. Þetta sætti Marie sig ekki við, því að þetta var bókin hennar og hún ætlaði að ráða því sjálf hvað kæmi fram í henni. Hún ákvað því að taka bókina úr höndum útgefendanna og ætlar að fá sér annan útgefanda. „Þetta er mín bók og verður gefin út eins og ég vil hafa hana,“ segir þessi skelegga og duglega kona. Furðulegt að troða fólki inn á stofnanir og láta bíða dauða síns Þegar við ræðum um ellina og það hvað verður um okkur þegar við eld- umst og getum ekki séð um okkur sjálf verður Marie klökk og segir mér að þetta sé alveg furðulegt. Nú sé stefnan sú að troða fólki í hópum inn á þar til gerðar stofnanir og láta það bíða dauða síns. Þarna á fólkið helst að sitja allan daginn og horfa út í loft- ið. Það fær ekki einu sinni að vera með tölvurnar sínar. Marie þekkir mörg dæmi þess að þegar fólk er komið inn á þessi elliheimili missi það allan lífsvilja, veslist upp á stuttum tíma og deyi. Þessu hefur Marie sjálf barist gegn og hún er ákveðin í að fá að búa í íbúðinni sinni í miðri Osló, með útsýni út á Oslófjörðinn, ólýs- anlegt sólsetur og tölvuna sína þar sem hún getur unnið í friði. Hvernig ætli það hafi komið til að Marie kom hingað í Hveragerði á Heilsustofnun Náttúrulækninga- félagsins? „Þetta er í fjórða skipti sem ég kem hingað,“ segir Marie. Hvergi annars staðar get ég fengið þá meðferð og þjálfun sem hér er boðið upp á. Ég hef farið í marga upp- skurði, en nú er ég hætt því og læt ekki oftar skera mig upp. Ég var orð- in ansi slöpp þegar ég kom hingað fyrir tæpum mánuði en nú er ég öll að braggast og verð orðin enn betri þeg- ar ég fer aftur heim til Noregs í lok janúar. Ísland er land tækifæranna á sviði endurhæfingar og meðferðar, hér vantar bara að nýta tækifærin ennþá betur en nú er gert.“ Marie kemur hingað á eigin vegum og segir að sjúkrasamlagið taki ekki þátt í kostnaðinum við dvöl hennar hér. Það er kominn tími til að kveðja, maturinn verður brátt borinn fram. Konurnar á hjúkrunarvaktinni eru komnar til að fylgja Marie í matinn. Í lokin tek ég nokkrar myndir af Marie á stafræna myndavél og sýni henni. „Þetta eru ágætar myndir,“ segir Marie, „en það sést svolítið í undir- hökuna,“ segir hún kímin, og bætir svo við: „Það er kannski allt í lagi þegar maður er orðinn 95 ára.“ Myndi lifa lífinu eins Marie Lysnes hefur notað tímann í Hveragerði til að vinna að bók um hjúkrunar- fræðinga. Hún átti að koma út í byrjun desember, en Marie var ekki sátt við breytingar sem á henni voru gerðar. Hún tók hana því úr höndum útgefendanna. „Þetta er mín bók og verður gefin út eins og ég vil hafa hana,“ segir Marie. Marie Lysnes lætur háan aldur ekki aftra sér frá rit- störfum. Þessi fyrrverandi hjúkrunarkona á að baki ævintýralega ævi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. Margrét Ís- aksdóttir hitti Marie er hún dvaldist á Heilsustofn- un Náttúrulækningafélags- ins fyrir skemmstu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.