Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 27 Borgarleikhúsið „Vinna með Ib- sen“ nefnist fyrirlestur sem norski leikstjórinn Terje Mærli heldur kl. 16. Eftir fyr- irlesturinn verða pallborðs- umræður um efn- ið og þar munu þau Sveinn Ein- arsson, Stefán Baldursson og María Kristjáns- dóttir sitja fyrir svörum, ásamt fyrirlesaranum. Norski leikstjórinn Terje Mærli á rómaðan feril fyrir uppsetningar sínar á leikritum Hen- riks Ibsen, jafnt í Noregi sem ann- ars staðar á Norðurlöndunum. Hann hefur einnig unnið margar leiksýn- ingar uppúr skáldverkum og jafn- framt skapað sér sérstöðu fyrir leik- stjórn nýrra norskra leikrita. Terje Mærli er hingað kominn til að sjá uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Fjandmanni fólksins eftir Ibsen í leikstjórn Maríu Kristjánsdóttur. Aðgangur er ókeypis. Grófarhús, Tryggvagötu 15 Kynn- ing verður á Borgarbókasafni kl. 15.Einnig verður sagt frá starfsemi Borgarskjalasafns og Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Bíósalur MÍR, Vatansstíg 10 Rússneska kvikmyndin Kreutzersó- natan verður sýnd kl. 15. Myndin er frá árinu 1987, byggð á samnefndri skáldsögu Lév Tolstoj. Leikstjórar eru Mikhaíl Schweitzer og Sofía Milkína. Meðal leikenda eru Oleg Jankovskíj, Alexander Trofimov, Alla Demidova og Alexander Kaljag- ín. Skýringatal á ensku er með mynd- inni. Aðgangur er ókeypis. MÍR hefur opnað heimasíðu á slóð- inni http://notendur.mi.is/felmir. Í DAG Henrik Ibsen TÓNLISTARLÍF í Hafnarfirði stendur í blóma um þessar mund- ir. Í haust var stofnaður þar nýr tónlistarskóli, Kórskóli Hafn- arfjarðar, en stofnendur hans eru hjónin Kjartan Ólafsson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Kjartan og Elín eru bæði söngkennarar og söngv- arar hafa langa reynslu af starfi með kórum. Að sögn Elínar Óskar er skól- inn eingöngu ætlaður kórfólki. „Það hefur greinilega verið heil- mikil þörf fyrir svona skóla, við fórum af stað með þetta í haust og aðsóknin hefur verið gríð- arlega góð. Þó erum við ekkert farin að auglýsa hann að ráði. Markmið okkar er að byggja upp gott kórfólk.“ Elín Ósk segir að þau Kjartan hafi fengið aðstoð frá Hafn- arfjarðarbæ til að koma skólanum á stofn, en hann er til húsa í Bröt- tukinn 13 í Hafnarfirði. Elín Ósk segir að stofnun skólans sé lang- þráður draumur. „Við höfum bæði langa reynslu af kórstarfi, bæði úti á landi og hér á höf- uðborgarsvæðinu. Við höfum ver- ið að raddþjálfa kórfólk í leiðinni og sáum að þetta var eitthvað sem kórfólk þyrfti á að halda. Þess vegna vildum við koma til móts við þessa þörf og bjóða kór- fólki upp á þjálfun hvort sem er yfir allan veturinn eða styttri tíma í einu.“ Elín Ósk segir að skólinn sé einnig opinn því fólki sem hefur ekki sungið í kórum, en langar að læra grundvallaratriði raddbeit- ingar áður en það finnur sér kór til að starfa með. „Það er margt fólk sem hefur jafnvel ekki þorað að fara í kór en hefur löngun til þess og hér getur það fengið þá þjálfun sem það þarf. Kórfólk vill líka geta átt kost á framhalds- þjálfun og það á við um fólk jafnt í átthagakórum og áhuga- mannakórum sem atvinnu- mannakórum. Við Kjartan höfum bæði þá menntun sem þarf til að geta raddþjálfað byrjendur sem lengra komna. Við kennum söng, en líka tónfræði og tónheyrn, þannig að fólk viti að minnsta kosti hvernig nóturnar eiga að snúa.“ Það segir sig sjálft að skóli sem haslar sér völl á nýju sviði gengur ekki að tilbúinni náms- skrá þegar farið er af stað, og segir Elín Ósk að þau hafi byggt námsskrá skólans upp sjálf. „Við erum ekki með hefðbundinn söng- skóla og förum ekki eftir því kerfi sem söngskólarnir í landinu styðjast við og okkar nemendur eru ekki með prófskyldu. Það er heldur ekki víst að allir þeir sem hafa gaman af því að syngja í kórum vilji takast á við hefð- bundið söngnám með öllu því sem því fylgir. Við viljum hins vegar hafa þetta létt og skemmtilegt og að fólk geti fengið þessa þjálfun án þess að þurfa að taka próf. Tímarnir byggjast á einstaklings- kennslu en nemar fá kennslu í tónfræðigreinum með. Við Kjart- an höfum oft fengið fyrirspurnir um það hvort við hygðumst taka að okkur kennslu á þessum nótum hér í Hafnarfirði og það er mjög gaman að hafa getað stofnsett skólann hér. Hér í bænum er fjöldinn allur af kórum, og ég vona að söngfólk sem þar starfar geti nýtt sér þennan nýja skóla sem og aðrir kórar á höfuðborg- arsvæðinu.“ Morgunblaðið/Þorkell Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson, stofnendur Kórskóla Hafnarfjarðar. Kórskóli í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.