Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 14
S AMHLIÐA frábær- um árangri íslenska liðsins á EM í Svíþjóð hefur framganga Ólafs svo sannarlega vakið athygli og laðað að áhorfendur. Allir vilja sjá þennan snilling handknattleiksins leika listir sínar. „Sjáðu Stefánsson, vááá, þvílíkt skot,“ sagði starfsmaður í íþróttahús- inu í Skövde þegar viðureign Íslands og Slóveníu stóð sem hæst. Og það fór kliður um salinn. Þegar erindið var borið upp við Costantini, birti yfir honum, hann ljómaði sem sólin sjálf. „Ég skal með glöðu geði tala um Ólaf Stefánsson. Þar er á ferð snillingur sem hefur ekki náð hátindi ferils síns. Ólafur er 28 ára gamall og ég tel að hann eigi enn eftir að taka framförum,“ sagði Costantini sem hætti þjálfun franska landsliðsins fyrir ári þegar hann leiddi það til sigurs í annað sinn á heimsmeistaramóti, fyrra skiptið var á Íslandi 1995. Vottar ekki fyrir hroka eða yfirlæti Hvað gerir Ólaf að svo góðum handknattleiksmanni? „Ólafur er fyrir það fyrsta frábær skytta, í öðru lagi hefur hann einstak- lega gott auga fyrir samleik auk þess sem hann er að verða úrvals varn- armaður. Á því sviði hefur honum far- ið einna mest fram á síðustu misser- um. Síðast en ekki síst, þá er hann drengur góður, það vottar ekki fyrir hroka eða yfirlæti. Hann umgengst samherja sína sem meðherja af virð- ingu, er sannur heiðursmaður. Það vottar ekki fyrir hroka sem stundum kemur upp hjá þeim stjörnum sem skína hvað hæst hverju sinni,“ sagði Costantini. „Ólafur er hjarta íslenska liðsins á Evrópumótinu. Hann hefur öðlast gríðarlega reynslu á síðustu árum með félagsliði sínu í Þýskalandi, varð meistari með því síðasta vor og einnig hefur Magdeburg í tvígang orðið Evrópumeistari með Ólaf innan- borðs. Magdeburg og íslenska lands- liðið geta þakkað Ólafi Stefánssyni að nokkrum hluta fyrir velgengnina. Hann er leikmaður sem þjálfarar allra félagsliða jafnt sem landsliða vilja hafa inna sinna raða, hreint út sagt stórkostlegur handknattleiks- maður,“ sagði Costantini og sparaði síst lofsyrðin. Alfreð er rétti maðurinn fyrir Ólaf „Ólafur á enn eftir að taka fram- förum,“ sagði Costantini er hann var spurður að því hvort Ólafur væri nú á hátindi ferils síns. „Það er tvær ástæður fyrir því að ég tel að Ólafur geti tekið frekari framförum, þær eru; hann leikur með framúrskarandi liði þar sem krafa um árangur er gerð og síðan er það þjálfari hans, Alfreð Gíslason. Alfreð er rétti maðurinn fyrir Ólaf, honum tekst að laða það besta fram í handknattleiksmannin- um, veit hvað gera þarf enda var Al- freð frábær handknattleiksmaður á sinni tíð.“ Einstakur leikskilningur „Er einhver möguleiki á því að Ólafur sæki um spænskt ríkisfang?“ spurði Cesar Argiles Blasco lands- liðsþjálfari glettinn á svip þegar hann var spurður um Ólaf. „Ég vildi svo gjarnan hafa Ólaf í mínu liði,“ sagði Blasco ennfremur og bætti við: „Mál- ið er ekkert flókið. Ólafur er besti handknattleiksmaður Evrópumóts- ins, á því leikur enginn vafi. Um leið er hann einn allra besti handknatt- leiksmaður heims um þessar mundir. Og ástæðan er einföld. Ólafur er ein- staklega góður skotmaður, en fyrst og fremst er leikskilningur hans frá- bær, það gerir hann að yfirburða- manni,“ sagði Blasco. Ólafur er markahæsti leikmaður Evrópukeppninnar þegar þessi grein er skrifuð að lokinni milliriðlakeppn- inni. Þegar skoðaður er listi yfir markaskorara og stoðsendingar sem skilað hafa mörkum koma yfirburðir Ólafs enn frekar í ljós. Hann átti þátt í 12 mörkum að meðaltali í sex fyrstu leikjum keppninnar, semsagt skoraði 46 mörk og átti 26 stoðsendingar. Næstur á þessum lista er Svisslend- ingurinn Robert Kostadinovic með 11,3 mörk og stoðsendingar í leik og Svíinn Stefan Lövgren er næstur með 10,3 mörk og stoðsendingar í leik. Ólafur tekinn fram yfir Svíana Kirsten Lindgren, þjálfari hand- knattleiksliðsins í Västerås, var spurður að því á fimmtudaginn í stað- arblaðinu Vestmanlands Läns Tidn- ing hvaða handknattleiksmann af EM hann vildi helst hafa í liði sínu ef hann gæti valið einn. Svarið var stutt og laggott; Ólafur Stefánsson. Þrátt fyr- ir að Svíar láti mikið með sína frá- bæru handknattleiksmenn þá kom Ólafur fyrst upp í huga Lindgrens. Hann var spurður af hverju hann myndi velja Ólaf, þá var svarið; „Ólaf- ur er frábær skytta, hefur gríðarlega gott auga fyrir samleik um leið og hann er úrvals varnarmaður. Auk þess hef ég heyrt að kringum hann sé einstaklega góður andi og hann eigi mjög gott með að smita samherja sína af honum. Slíkt er ekki hvað sísti kosturinn við góðan íþróttamann.“ Á miðvikudaginn sagði ofangreint blað í umfjöllun sinni um leikinn að „stjarna hefur skinið skært í góðu ís- lensku landsliði. Stjarnan er Ólafur Stefánsson“. Síðan hefur enn meira vatn runnið til sjávar. Aftonbladet sagði í vangaveltum sínum um síðustu umferðina; „Ólafur Stefánsson og íslenska landsliðið verða að ná a.m.k. einu stigi í leiknum við Þjóðverja til þess að komast í und- anúrslitin.“ Og eftir leikinn sagði það; „Í íslenska liðinu eru tvær stjörnur, Sigfús Sigurðsson og Patrekur Jó- hannesson. Stórstjarna er hins vegar Ólafur Stefánsson.“ Daniel Costantini, fyrrverandi þjálfari heimsmeistara Frakka, segir sitt álit á Ólafi Morgunblaðið/Golli Á ferð snillingur sem hefur ekki náð hátindi ferils síns Undanfarin tvö til þrjú ár hef- ur Ólafur Stefánsson verið besti örvhenti leikmaðurinn sem er til í heimi handknatt- leiksins og í mínum huga ber hann af öðrum leik- mönnum á Evrópumeistaramótinu, Ólafur stend- ur upp úr. Hann er einfaldlega sá allra besti og skyggir á alla aðra, sagði Daniel Costantini, fyrr- verandi landsliðsþjálfari Frakka í handknattleik, þegar Ívar Benediktsson ræddi við hann í Västerås á föstudaginn og kannaði álit hans á Ólafi, sem hefur komið, séð og sigrað á EM. ÍÞRÓTTIR 14 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.