Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 27/1 – 2/2 ERLENT INNLENT  RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karlmann um fertugt fyrir manndráp af gáleysi, en hann er sak- aður um að hafa hrist níu mánaða gamlan dreng svo harkalega að drengurinn hlaut áverka sem drógu hann til dauða. Dreng- urinn var þá í dagvistun sem maðurinn rak ásamt konu sinni. Þau eru bæði ákærð fyrir að hafa tekið fleiri börn til gæslu en þeim var heimilt frá jan- úar til maí 2001. Hinn ákærði neitaði fyrir dómi að hann hefði gert neitt á hlut barnsins sem hefði getað valdið því áverkum. Í kjölfar þessa máls var sérstakur starfskraftur ráðinn tímabundið til fé- lagsmálaráðuneytisins til að gera athugun meðal dagmæðra í stærri sveit- arfélögum.  ÞAÐ hefur engum dul- ist að íslenska karlalands- liðið í handbolta hefur verið að standa sig með eindæmum vel á Evr- ópumótinu sem fram fer nú í Svíþjóð. Áhugi lands- manna er gríðarlegur og þegar beinar útsendingar frá leikjum íslenska liðsins hafa verið í Ríkissjónvarp- inu hafa fáir verið á stjái og umferð með minna móti. Allir Íslendingar virðast vera orðnir harðir handboltaáhugamenn og safnast fólk víða saman til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið varð efst að stigum í undanriðli og milliriðli mótsins. Bjórverksmiðja seld á 41 milljarð ÍSLENDINGARNIR þrír sem stofn- uðu bjórverksmiðjuna Bravo í Péturs- borg í Rússlandi árið 1998 hafa gert bindandi samkomulag við fyrirtækið Heineken um að selja því verksmiðjuna í Pétursborg. Verðmæti sölunnar er jafnvirði 41 milljarðs króna. Rauða strikið heldur tæpast SEÐLABANKINN gerir ekki ráð fyr- ir að verðlagsmarkmið kjarasamkomu- lags ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um „rauða strikið“ svokallaða í maí náist. „Frávikið verður þó lítið og markmiðið gæti náðst ef gengi krónunnar styrkist frekar og/eða átak til lækkunar verð- lags skilar marktækum árangri,“ sagði seðlabankastjóri á föstudag. Bankinn ætlar ekki að lækka stýrivexti við nú- verandi efnahagsástand. Byggt við Hringbraut FRAMTÍÐARSTARFSEMI Land- spítala – háskólasjúkrahúss verður byggð upp við Hringbraut og gert er ráð fyrir í niðurstöðum starfsnefndar um framtíðaruppbyggingu LSH, að forgangsverkefni verði bygging göngu- og dagdeilda og nýrrar bráðamóttöku. Vítisenglar úr landi MEÐLIMIR í samtökum Vítisengla eða Hell’s Angels í Danmörku voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli af lög- reglu á fimmtudag. Talið er að tilgang- ur ferðar þeirra hingað hafi verið að færa starfsemi samtakanna til Íslands, en Vítisenglar eru taldir með alræmd- ustu glæpasamtökum í Danmörku. Lögreglan hafði um nokkurt skeið fylgst með hópum Vítisengla og fengið ábendingar um áhuga þeirra á að hefja starfsemi hér á landi. Iðrast þess að hafa ekki upprætt Arafat ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, kveðst iðrast þess að hafa ekki látið myrða Yasser Arafat fyrir tutt- ugu árum í stríðinu í Líbanon. Ísr- aelska blaðið Maariv hafði þetta eftir Sharon á fimmtudag. Sagði forsætis- ráðherrann að hann hefði átt að gefa fyrirmæli um „upprætingu“ Arafats þegar Ísraelar réðust inn í Líbanon ár- ið 1982 til þess að hrekja á brott þaðan Frelsissamtök Palestínu (PLO). „Í Líbanon var samkomulag sem kvað á um að ekki mætti uppræta hann, og eftir á að hyggja iðrast ég þess,“ hafði Maariv eftir Sharon. Hann var varn- armálaráðherra þegar Ísraelar létu til sín taka í borgarastríðinu í Líbanon. Arafat, forseti PLO, hafði bækistöðvar í Beirút. Palestínski ráðherrann Saed Erekat sagði að orð Sharons merktu að Sharon væri „enn þeirrar hyggju að drepa Arafat, og er til marks um hug- arfar mafíósa og skæruliða fremur en forsætisráðherra“. Sagði Erekat að Palestínumenn fordæmdu yfirlýsingu Sharons og bæðu Bandaríkjamenn þess lengstra orða að „stöðva Sharon áður en það verður of seint“. Erekat sagði ennfremur að Bandaríkjastjórn yrði að hætta að koma fram við stjórn Sharons og Ísrael eins og ríki sem væri hafið yfir lög og rétt. Hörð viðbrögð við stefnuræðu Bush ÝMIS ríki og samtök brugðust hart við ummælum George W. Bush Bandaríkjaforseta í stefnuræðu hans á þriðjudagskvöldið, þar á meðal Írak og Íran, sem forsetinn hafði ásamt Norð- ur-Kóreu nefnt „öxul hins illa“. Sagði Mohammad Khatami, forseti Írans, m.a. að Bush hefði verið „herskár og móðgandi“ í garð írönsku þjóðarinnar og Taha Yassin Ramadan, varaforseti Íraks, sagði ummæli Bush „heimsku- leg og ósæmileg“.  SKRIFSTOFA alrík- isendurskoðanda Banda- ríkjanna tilkynnti í gær að hún hygðist höfða mál á hendur Hvíta húsinu í því augnamiði að fá upp- lýsingar um hvernig nefnd sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkj- anna, veitti forystu vann orkuáætlun sína. Sagði í yfirlýsingu stofnunar- innar að þetta væri í fyrsta skipti sem ríkisend- urskoðunin færi með mál fyrir dómstóla í því skyni að fá aðgang að gögnum stjórnvalda. Þær upplýs- ingar sem endurskoðunin leitar að varða m.a. sam- skipti nefndarinnar við orkufyrirtæki, þ.á m. En- ron, sem hefur síðan orkuáætlunin var sett fram orðið gjaldþrota.  LJÓST er að meira en 600 manns létu lífið í Lag- os í Nígeríu eftir að mikl- ar sprengingar urðu í vopnabúri í borginni um síðustu helgi. Mikil skelf- ing greip um sig þegar hamfarirnar hófust og er talið að meirihluti fólks- ins hafi drukknað í skurði vegna troðnings sem varð er menn reyndu að forða sér burt.  ASTRID Lindgren lést á heimili sínu í Stokk- hólmi sl. mánudag. Lést hún í svefni eftir nokkur veikindi síðustu daga. Líklega var hún frægust fyrir söguna um „Línu langsokk“ en eftir hana liggja meira en 100 verk af ýmsum toga, skáldsög- ur, smásögur, leikrit, söngvasöfn og ljóð. Í NÆSTU sumaráætlun Flugleiða verður ferðum til áfangastaða í Ameríku fækkað um 7 í viku miðað við síðustu sum- aráætlun og verða þær þá 24 í viku. Lögð verð- ur meiri áhersla á að fjölga far- þegum til og frá Íslandi. Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, segir þá stefnu hafa verið mark- aða að minnka vægi sætaframboðs milli Evrópu og Ameríku í leiða- kerfi fyrirtækisins úr 50% niður í 37-40% á þessu ári. Það þýði mögu- leika á meira sætaframboði milli Ís- lands og Evrópu og gangi markaðs- starfið erlendis nú út á þessa nýju stefnu. Forráðamenn Flugleiða gripu til margháttaðra aðgerða til hagræð- ingar í kjölfar úttektar með erlend- um ráðgjöfum og nýrrar stefnu- mörkunar. Voru þær aðgerðir kynntar í nóvember á síðasta ári. „Það var rekstrartap árið 2000 og við sáum fram á tap á síðasta ári strax um vorið,“ segir Sigurður. „Ástæðurnar voru verðhækkanir á eldsneyti, óhagstæð gengisþróun, ekki síst milli evru og Bandaríkja- dollara, og launahækkanir hérlend- is sem voru mun meiri en í sam- keppnislöndum okkar. Þetta var að setja samkeppnisstöðu okkar ákveðnar skorður en tekjur af millilandafluginu eru um 60% af tekjum Flugleiðasamstæðunnar.“ Góð lausafjárstaða bjargaði Sigurður segir undirbúning þess- ara aðgerða hafa staðið sem hæst þegar atburðirnir urðu í Bandaríkj- unum 11. september og afleiðingar þeirra bættust ofan á aðra erfið- leika. Hann sagði það ekki síst hafa bjargað félaginu hversu góð lausa- fjárstaða þess hafi verið í lok sept- ember, kringum 4 milljarðar króna, því markaðurinn hafi hreinlega hrunið í kjölfar hryðjuverkanna. „Við höfðum reiknað með kringum eins milljarðs króna tapi á árinu og vegna 11. september gerum við ráð fyrir að tapa öðrum milljarði.“ Sigurður segir meginniðurstöðu úttektarinnar á stöðu félagsins hafa verið þá að það væri of háð Norður-Atlantshafsmarkaðnum. „Við erum eitt af þremur félögum sem eru einna mest háð flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Um helmingur af farþegum okkar er að fara milli Evrópu og Bandaríkj- anna og 33% ferða okkar frá Ís- landi eru þangað. Veikleikarnir í leiðaneti okkar eru sem sagt að þessir farþegar eru of stór hluti af heildinni miðað við þær forsendur sem höfðu breyst. Annað hefur líka komið æ betur í ljós, að árstíða- sveiflan í flutningunum var orðin okkur of erfið vegna þessara ytri aðstæðna og áframhaldandi lækk- unar á fargjöldum. Við höfum hald- ið uppi of miklu framboði yfir vetr- artímann með versnandi arðsemi, færri farþegum og lægri fargjöld- um. Niðurstaðan úr þessari úttekt var sú að stefna að því að minnka vægi Norður-Atlantshafsfarþega í heildarkerfinu og draga úr vetrar- fluginu almennt og ekki síst vegna Norður-Atlantshafsflugsins.“ Forstjórinn segir að í samræmi við þetta hafi verið dregið úr sæta- framboðinu í Evrópu til Ameríku og það gefi færi á að fjölga farþeg- um til Íslands. Bókanir farþega frá mörgum áfangastöðum Flugleiða til Íslands næsta sumar eru orðnar um 10% meiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður segir það einkum eiga við um farþega frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð og í minna mæli frá Bretlandi og nokkrum áfanga- stöðum á meginlandinu. Sigurður þakkar þetta markaðs- og auglýsingastarfi Flugleiða í þessum löndum. Hann segir félagið nú í fyrsta sinn auglýsa í sjónvarpi á Norðurlöndum og í London og París hafi verið auglýsingaherferð á lestarstöðvum sem skilað hafi ár- angri. „Við höfum meðal annars fengið fyrirspurnir frá aðilum í Bretlandi sem ekki hafa átt við- skipti við okkur áður,“ segir Sig- urður. Þá vekur forstjórinn athygli á því að frá Íslandi eru mjög margar ferðir til Bandaríkjanna miðað við hin Norðurlöndin. Þannig er ekkert beint flug frá Noregi til Bandaríkj- anna, 28 ferðir á viku frá Dan- mörku til borga vestra, 14 frá Sví- þjóð og 7 frá Finnlandi. Flugleiðir fljúga eins og áður segir 24 ferðir í viku til áfangastaða sinna sem eru New York, Baltimore, Boston, Min- neapolis og Orlando. Tíu þotur í farþegaflugi Þá má nefna að ný þota kemur inn í rekstur Flugleiða í næsta mánuði, B757-300, sem tekur 227 farþega en B757-200 þoturnar taka 189 farþega. Segir Sigurður þessa nýju gerð einkum verða notaða til Kaupmannahafnarferða sem sé lið- ur í að auka sætaframboð þaðan. Hann segir ákvörðun Go flug- félagsins um að hætta við flug til Íslands ekki hafa ráðið ákvörðun um aukið sætaframboð milli Ís- lands og Evrópu en Flugleiðamenn vilji engu að síður vera vissir um að hafa nóg sætaframboð. Næsta sum- ar verða Flugleiðir með átta B757 þotur í áætlunarfluginu og tvær til viðbótar verða í leiguflugsverkefn- um út frá Bretlandi og Danmörku auk þess sem þær sinna leiguflugi frá Íslandi. Ellefta vélin er síðan í fraktflugi. Sigurður segir aukin verkefni í leiguflugi hafa vegið upp samdrátt og ný verkefni þar þýði að betri nýting fáist á flugflotann og af- kastagetu félagsins. Eins og fyrr segir var gripið til aðgerða seint á liðnu hausti og m.a. fækkað um 280 stöðugildi. Sigurður segir ekki frekari uppsagnir fyr- irhugaðar. Einnig var rætt við stéttarfélög um launafrystingu en því hafa félög flugmanna, flug- freyja og flugumsjónarmanna hafn- að. Flugvirkjar hafa ekki svarað og standa nú yfir viðræður við þá um hagræðingu vegna svonefndra C- skoðana á þotum félagsins. „Þetta eru stærstu skoðanirnar sem fram fara á flugflotanum og nú er ástandið þannig í flugheiminum að mörg fyrirtæki sem sinna viðhaldi bjóða þessar skoðanir á 10 til 20% lægra verði en þær kosta hjá okk- ur. Þess vegna leitum við nú leiða til að lækka þennan kostnað og ef það reynist unnt þarf ekki að segja upp fleiri flugvirkjum.“ Um rekstur Flugfélags Íslands sagði Sigurður að ljóst væri að tap síðasta árs væri um 400 milljónir króna. Með samdráttaraðgerðum, sem gripið var til um mitt síðasta ár, fækkun áfangastaða, niður- skurði á kostnaði og uppsögnum sagði hann að vonast væri til að reksturinn myndi batna stórlega í ár og jafnvel skila hagnaði. „Við viljum láta á það reyna eftir þessar aðgerðir hvort ekki verður unnt að láta enda ná saman í rekstri fyr- irtækisins og að það skili hagnaði.“ Minni þjálfunarkostnaður flugmanna Sigurður nefndi að rekstur Flug- félagsins hefði sífellt orðið sjálf- stæðari, m.a. hefði verið samið um það að starfsaldurslistar flug- manna væru tveir, annar hjá Flug- leiðum og hinn hjá Flugfélaginu. „Þetta er til hagsbóta fyrir flug- reksturinn, ekki síst hjá Flugleið- um, þegar fyrirtækið verður bara með 757 þotur en líka hjá Flug- félaginu sem verður þá eingöngu með eigin flugmenn en ekki með menn í láni frá Flugleiðum eins og verið hefur til skamms tíma.“ Sig- urður segir þetta ekki síst spara þjálfunarkostnað Flugleiða þar sem samningar við flugmenn voru þess eðlis að menn færðust eftir ákveðnu kerfi milli flugvélateg- unda, Fokker, B737 þota og B757 þota, fyrst sem flugmenn og síðan flugstjórar. Með því að hafa aðeins eina flugtegund í rekstri nú sparaði félagið sér milljónatugi í þjálfunar- kostnað. Sagði hann það líka gefa ákveðinn sveigjanleika í nýtingu flugmanna þegar aðeins ein flug- vélategund væri í rekstri. Sigurður varpar að lokum fram hugmynd sem hann segir sam- gönguyfirvöld hafa til skoðunar. „Okkur fyndist skynsamlegt að fella niður lendingargjöld að vetri til en það myndi þýða sparnað uppá milljónatugi fyrir félagið. Þá væri hægt að styrkja vetrarframboðið og fá hingað enn fleiri farþega að vetri til. Þetta myndi að mínu viti koma allri ferðaþjónustunni til góða og styrkja hana. Flugleiðir þurfa að halda uppi ákveðinni þjón- ustu allt árið og ákveðinni lág- marksferðatíðni og þetta myndi hjálpa okkur mikið á þeirri braut.“ Flugleiðir leggja meiri áherslu á Evrópufarþega Auknar bókanir frá Norðurlöndum Ný Boeing 757-300 þota Flugleiða í framleiðslu í verksmiðjum Boeing í Seattle í Bandaríkjunum. Hún verður tilbúin til afhendingar í kringum 20. mars næstkomandi. Sigurður Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.