Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 43 GRENSÁSVEGUR IÐNAÐARHÚSNÆÐI Til sölu er 365 fm húsnæði á jarðhæð við Grensásveg. Húsnæðið hentar vel sem iðnaðar- eða geymsluhúsnæði. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4, símar 551 2600 og 552 1750. Mjög vel skipulögð mikið endurnýjuð 135,4 fm neðri sérhæð með sérinngangi í góðu fjórbýlishúsi. Þessi íbúð er með tveimur sam- liggjandi stofum, stóru eldhúsi með borðkrók, 4 svefnherbergjum, þar af eitt forstofuherbergi, baðherbergi og snyrtingu í forstofu, sem nýtt er sem þvottaherbergi. Í kjallara er góð geymsla og sam- eiginlegt þvottaherbergi. Íbúðin er mikið endurnýjuð, m.a. í eld- húsi er nýleg falleg innrétting, nýjar hurðir, nýjar raflagnir, nýtt parket á stofum o.fl. Bílskúr er 32,9 fm og gott geymslurými undir honum öllum. Staðsetning er frábær miðsvæðis við grunn- og menntaskóla og öll þjónusta í nágrenninu. Ingibjörg Sif og Aðal- steinn taka á móti ykkur. Verð 17,3 millj. GNOÐARVOGUR 58 - SÉRHÆÐ M./BÍLSKÚR OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14 TIL 16 Í DAG ÁSBYRGI Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446 Höfum fengið í sölu glæsil. nýstandsetta 58 fm íbúð á 2. hæð í fjölb. auk 23 fm bílskúrs. Nýtt eldhús og bað. Allt nýmálað. Íbúðin er laus nú þegar. Lyklar á skrifstofu. Verð 9,2 millj. 87445 Hraunhamar, Bæjarhrauni 10, sími 520 7500 Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764 SLÉTTAHRAUN - HF. 2JA HERB. M. BÍLSK. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nökkvavogur - Rvík - 3-4ra Vorum að fá í sölu á þessum fráb. stað mjög glæsilega ca 100 fm 3-4ra herb. íbúð á jarðh. í góðu tvíb. Eignin er mikið endurnýjuð á smekklegan hátt. Góð stað- setning. Fallegur ræktaður gróinn garður. Ákv. sala. 76068 Laugavegur - Rvík - 3ja Vorum að fá í einkasölu glæsilega 110 fm íbúð á 3. hæð í virðulegu steinhúsi í hjarta Rvíkur. Mikil lofthæð. Glæsil. eldhús. Gott útsýni. Eign sem vert er að skoða. Verð 15,2 millj. 87503 Sunnuvegur - Rvík - einb. Nýkomið glæsil. stórt vandað tvílyft einb. með innb. tvöföldum bílskúr, samtals ca 500 fm, 4-5 svefnherb. Stofa, borðstofa, arinstofa o.fl. Parket. Innisundlaug, gufa o.fl. Mjög fallegur garður. S-svalir. Frábær staðs. við Laugardalinn. Eign í sérflokki. Verð tilboð. Flúðasel - Rvík - m. bílskúr Vorum að fá í sölu mjög góða 110 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. 3-4 svefn- herb., gott útsýni, stæði í bílskýli, nýtt parket, eign sem vert er að skoða. Myndir á mbl.is. Verð 12,7 millj. 87346 Glæsileg fasteign Til leigu eða sölu í hjarta borgarinnar glæsilegt 520 fermetra húsnæði sem býður uppá ýmsa möguleika á nýtingu. Túngata 6 og Grjótagata 7 eru samtengd hús með vandaðri tengibyggingu. Um er að ræða fyrsta flokks skrifstofuhúsnæði sem er tilbúið til notkunar nú þegar með öllum lögnum sem tilheyra nútíma skrifstofuhaldi. 9 bílastæði fylgja á lóðinni. í túnfæti landnámsbæjarins við Túngötu 6 og Grjótagötu 7 Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 JÖRÐ Á AUSTURLANDI LAXVEIÐIHLUNNINDI Við vorum að fá í einkasölu 800 hektara jörð á Austurlandi. Á jörðinni er tveggja íbúða, um 280 fm íbúðarhús. Mikil skógrækt er á jörðinni. Laxveiðihlunnindi. Þetta er verulega gott rjúpna- og gæsaveiðiland, einnig er þetta gott berjaland. Framleiðsluréttur fylgir ekki. Jörðin er tilvalin fyrir hópa, félagasamtök eða veiðiáhugamenn. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu fasteign.is. Brautarholt 4 Kaup eða leiga Opið virka daga kl. 8.00 - 17.00 Sími 552 1400 Fax 552 1405 Heimasíða: www.mbl.is/fasteignir/fold Netfang: fold@islandia.is ANNEY BÆRINGSDÓTTIR  EINAR GUÐMUNDSSON  GUÐBJÖRG GYLFADÓTTIR  SIGRÍÐUR SIF SÆVARSDÓTTIR  VIÐAR BÖÐVARSSON  ÞORGRÍMUR JÓNSSON  ÆVAR DUNGAL  HÁLFDÁN STEIÞÓRSSON Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Laugavegi 170, 2. hæð 105 Reykjavík Gott verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, ca 280 fm. Mögul. að góð áhv. lán fylgi fyrir stóran hluta af kaupverði. Hægt að leigja út frá sér. Laust nú þegar. Allar nánari uppl. hjá Jóni, s. 897 6060, eða á skrifstofu Foldar. ÚT er komin ferðaáætlun Ferða- félagsins fyrir árið 2002. Á 75. afmælisári félagsins var útliti áætlunarinnar breytt, hún er í A5 broti og 36 blaðsíður með fjölda landslags- mynda. Í áætluninni eru upplýs- ingar um skála félags- ins og dótt- urfélaga á há- lendinu auk upplýsinga um allar sumarleyfisferðir og helg- arferðir, nýjar ferðir á nýjar slóðir en einnig ferðir sem hafa verið í áraraðir. Sérstakar afmælisferðir verða farnar í apríl og fram í október og eiga þátttakendur í þeim ferð- um þess kost að vinna í happ- drætti F.Í. Einnig eru upplýsingar um þau námskeið sem haldin verða, minnislisti bakpokamannsins og fleira, segir í fréttatilkynningu. Ferðaáætlun Ferðafélags- ins komin út Málstofa um loftslags- breytingar LANDVERND og Umhverfis- stofnun Háskóla Íslands boða til málstofu þriðjudaginn 5. febrúar kl. 17 í Lögbergi 101, Háskóla Ís- lands. Til umræðu verða loftslags- breytingar og kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi. Kyotobókunin er í höfn og nú blasir við það verk- efni, hérlendis og erlendis, að framfylgja ákvæðum bókunarinnar um takmörkun á losun gróður- húsalofttegunda. Ein af þeim leið- um sem margir binda vonir við að geti auðveldað lausn loftslagsvand- ans er binding kolefnis í gróðri og jarðvegi, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur er ókeypis og öllum op- inn. Erindi halda: Halldór Þorgeirs- son, Árni Finnsson, Andrés Arn- alds, Þröstur Eysteinsson og Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Íslands, og taka þátt í pallborðsumræðum. Málstofa um sambúð tungumála HELGI Skúli Kjartansson dósent, Baldur Sigurðsson dósent, Heimir Pálsson dósent og Þórunn Blöndal, lektor við Kennaraháskóla Íslands, halda málstofu á vegum Rannsókn- arstofnunar KHÍ miðvikudag 6. febrúar kl. 16.15 í sal Sjómanna- skóla Íslands við Háteigsveg og er hún öllum opin. Rætt verður um sambúð tungu- mála samkvæmt reynslu frá öðrum löndum, notkunarsvið eða „um- dæmi“ tungumála og hnignun eða dauða mála sem þokað hafa fyrir útbreiddari tungum. Íhugað verður hlutverk enskunn- ar á Íslandi, m.a. á vinnustöðum og á vissum sviðum daglegs lífs, og hvað felist í hugmyndum um að Ís- land sé eða eigi að verða „tvítyngt þjóðfélag“, eða þvert á móti að „tví- tyngi“ sé háskalegt skref í átt til máldauða. Í því samhengi verður hugað að hugtakinu „tvítyngdur“ eins og það er notað bæði um ein- staklinga og samfélög. Þá verður rætt um opinbera málstefnu og hvaða gildi einstakir þættir hennar hafi til að viðhalda „umdæmi“ þjóð- tungunnar, segir í fréttatilkynn- ingu. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.