Morgunblaðið - 03.02.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 03.02.2002, Síða 12
ERLENT 12 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reuters Algjör umskipti eru sögð nauð- synleg í breskum landbúnaði. BRESK nefnd, sem falið var að gera úttekt á landbúnaðinum í Bretlandi, hefur skilað af sér „tímamóta- skýrslu“ þar sem hvatt er til rót- tækrar breytingar á hinni sameig- inlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Beinir nefndin einkum spjótum sínum að niður- greiðslunum, sem hún segir með öllu óforsvaranlegar og ekki geta gengið til lengdar. Ýmsir óttast, að hug- myndir nefndarinnar séu um leið ávísun á verulega hækkun matvæla- verðs. Megintillaga nefndarinnar er, að hætt verði að greiða niður matvæla- framleiðsluna í landinu en niður- greiðslurnar þess í stað notaðar til að vernda umhverfið. Kom þetta fram á fréttavef breska ríkisútvarps- ins, BBC. Sir Donald Curry, formaður nefndarinnar, segir, að vinna eigi að því, að landbúnaðurinn geti staðið á eigin fótum og umfram allt, að hann verði stundaður í sátt við landið. Meðal annars skuli lögð aukin áhersla á lífræna ræktun en 70% slíkrar vöru eru nú innflutt. Eru bændur hvattir til að stofna með sér samvinnufélög og nýta betur svo- kallaða bændamarkaði og skorað er á stórverslanir að reyna ávallt að hafa þau matvæli á boðstólum, sem framleidd eru í viðkomandi héraði. Þá skuli bændur verða að hafa leyfi til búskaparins, sem skyldi þá jafn- framt til að stunda hann á umhverf- isvænan hátt. Lífríkið í afturför Lífríkinu í breskum sveitum hefur hrakað mikið á síðustu árum og ára- tugum og nú eru margar tegundir blómjurta og limgerðisrunna, spen- dýra og fugla horfnar á stórum svæðum. Sums staðar veldur bú- skapurinn jarðvegseyðingu og frá honum, einkum stórbúskapnum, stafar veruleg loft- og grunnvatns- mengun. Er áætlaður kostnaður samfélagsins af þessum sökum 219 milljarðar ísl. kr. Fyrstu skrefin ráðgerð Nefndarmenn taka fram, að þess- um hugmyndum verði að sjálfsögðu ekki hrint í framkvæmd nema á löngum tíma en benda á, að sam- kvæmt reglum ESB má nota 20% af niðurgreiðslufénu til annarra hluta, til dæmis umhverfisverndar eða uppbyggingar í dreifbýli. Breska stjórnin ráðgerir einmitt að nýta sér þetta og hyggst byrja á því að beina 4,5% af niðurgreiðslunum í önnur verkefni og alls 10% 2004. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur tekið þessum hug- myndum vel og segir, að núverandi ástand gagnist engum, hvorki bænd- um, skattgreiðendum, neytendum né umhverfinu. Talsmenn breskra bænda, sem hafa lent í miklum hremmingum af völdum gin- og klaufaveiki og kúariðu, taka tillög- unum hins vegar þunglega. Niðurgreiðslurnar fari til umhverfisverndar Skýrsla lögð fram um framtíð landbúnaðarins í Bretlandi SLYSIÐ varð á kvöldvaktinni. Uppi á yfirborðinu heyrðist einungis kæfður hvellur og það kom slinkur á talíurnar sem hífa kolin upp úr námunni. Neð- anjarðar var ástandið sem í helvíti. „Ég sá fólk koma hlaupandi út, veinandi: Þeir sem eru niðri á botn- inum eru búnir að vera!“ sagði Ren Tao, 19 ára, sem stjórnaði talíunum daginn sem sprengingin varð í kola- námunni í Podi í Kína í nóvember. „Andlit þeirra voru svört. Sumir voru svo skelfingu lostnir að þeir köstuðu upp hvað eftir annað og grétu. Bræð- ur þeirra og frændur voru ennþá niðri í námunni.“ Daginn eftir hífði Ren upp úr nám- unni vagna sem ekki voru fullir af kol- um heldur af líkum. „Ég var viti mínu fjær,“ sagði hann. Kína er stærsti kolaframleiðandi heims – og hvergi í heiminum farast jafn margir kolanámumenn. Um það bil 5.400 námumenn létust í spreng- ingum og öðrum slysum á fyrstu ell- efu mánuðum síðasta árs, að því er kínversk stjórnvöld greindu frá nú í janúar. Í sumum áætlunum er talið að árlega látist um tíu þúsund kola- námumenn í Kína. Í Bandaríkjunum farast árlega um 30 manns í kolanámuslysum, og eru Bandaríkja- menn þó ekki langt á eftir Kínverjum hvað varðar magn kola sem framleitt er á ári. Þetta mannfall endurspeglar slæmt ástand í mörgum þungaiðnaði í Kína, þar sem stjórnvöld eru tekin að losa um tök sín á efnahagslífinu og leyfa einkaaðilum að taka við. Fyrr á tímum voru kolanámumenn ríkis- starfsmenn sem fengu tiltölulega góð laun og voru virtir máttarstólpar hins sósíalíska föðurlands. Núorðið eru sí- fellt fleiri farnir að starfa í einkarekn- um námum þar sem öryggisviðmið- anir eru í lágmarki eða alls engar. Þeir draga fram lífið á skuggahlið nýja efnahagslífisins og mega þakka fyrir að hafa vinnu. „Hlutskipti kolanámumannanna er ömurlegt,“ sagði Li Ziqi, sem slapp lifandi þegar sprengingin varð í nóv- ember vegna þess að hann var á morgunvakt. Li á heima á helsta kola- námusvæðinu í Kína, fjallahéraðinu Shanxi í norðurhluta landsins. Í þessu fátæka héraði er framleiddur um einn þriðji af þeim rúma milljarði tonna kola sem Kínverjar framleiða árlega til þess að bregðast við gífurlegri eft- irspurn eftir ódýrri orku og veitir fjölda manna vinnu. Í nóvember létust að minnsta kosti 100 námumenn í fimm slysum í nám- um í Shanxi. Stærsta sprengingin, í Podinámunni 15. nóvember, varð 33 að bana og 12 slösuðust. Dauðsföll í námuslysum í Kína öllu voru aðeins færri í fyrra en árið þar á undan, sam- kvæmt opinberum tölum. Samt eru harmleikir algengir. Nú í janúar hafa borist fregnir af að minnsta kosti 50 dauðsföllum í námum í þrem héruð- um. Þessi fjöldi slysa „bendir til að við munum enn eiga á brattann að sækja í ár við að bæta öryggi námumanna,“ sagði Zhang Baomin, framkvæmda- stjóri atvinnuöryggisráðs ríkisins, í blaðaviðtali. Á dögum áætlunarbúskapar í efna- hagslífinu tryggðu stórar, ríkisreknar námur átta milljónum kolanámu- manna öruggar tekjur og félagslega þjónustu, þótt reksturinn væri óhag- kvæmur. Breytingin í átt að aukinni samkeppni í efnahagslífinu á undan- förnum tveim áratugum hefur bundið enda á rekstur margra þessara óhag- kvæmu fyrirtækja, og allt að tvær milljónir manna hafa misst vinnuna. Í stað margra ríkisrekinna náma hafa sprottið upp minni fyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni og nýta sér stöðugt framboð á ódýru vinnuafli þar sem eru atvinnulausir námamenn og fátækir bændur. Í mörgum einkareknum námum var ekki látið nægja að lækka launin, einnig var dregið úr öryggisráðstöf- unum. Vinnustöðvar neðanjarðar eru fleiri, útgangar eru færri og færri blásarar, sem þarf til að dæla burtu jarðgasi, eru í gangi – og er það sögð ástæðan fyrir helmingi þeirra spreng- inga sem verða í námum í Kína. Í einkareknum námum er þar að auki oft minna eftirlit með öryggisráðstöf- unum og starfsmenn fá minni þjálfun í viðbrögðum við neyðarástandi. Í lok síðasta áratugar voru um 80 þúsund lítil kolanámufyrirtæki rekin víðs vegar um Kína, og opinbert eft- irlit var því vandkvæðum bundið. Stjórnvöld hafa lokað þúsundum þessara fyrirtækja – þ. á m. námunni í Podi eftir sprenginguna í nóvember – en að minnsta kosti 23 þúsund eru enn í rekstri, flest einkarekin. Eftir því sem stjórnvöld loka fleiri námum verður þeim mun hagkvæm- ara að brjóta lögin. Þegar dregur úr framleiðslu hækkar verðið á kolum. Til þess að komast hjá því að eftir starfseminni verði tekið er einungis unnið á nóttunni í sumum litlum nám- um sem reknar eru í leyfisleysi. Ann- ars staðar er ekki hugsað um slíkar ráðstafanir og unnið allan sólarhring- inn. Héraðsstjórnir gera ekkert í því þótt námur séu reknar ólöglega, því að þær námur veita vinnu – og stund- um líka mútufé. Auk þess eru tak- mörk fyrir því hversu langt Kínverjar geta gengið í því að loka hættulegum námum vegna þess að þeir eru mestu kolaneytendur heims, og nota rúm- lega einn fimmta af öllum kolum sem notuð eru í heiminum árlega, sem er lítillega yfir kolanotkuninni í Banda- ríkjunum. Kínverjar verða að reiða sig á kol til að halda gríðalegum hag- vexti sínum gangandi uns aðrar ódýr- ar orkulindir finnast. Ennfremur er hætta á samfélags- legri ólgu. Þótt störfin í kolanámun- um séu hættuleg eru þau besta vinna sem flestir námumenn geta fengið. Li, námumaðurinn í Podi, sagði að þrátt fyrir slysið í nóvember myndi hann halda áfram að vinna niðri í námum. „Auðvitað ætla ég að fara aftur niður,“ sagði Li, sem er 33 ára og tveggja barna faðir. Síðan hann missti vinnuna í stórri ríkisrekinni námu fyrir nokkrum árum, þar sem hann hafði unnið síðan hann var 17 ára, hefur Li þrælað í nokkrum einka- reknum fyrirtækjum og sloppið naumlega úr tveim sprengingum. „Ég er þegar búinn að finna annað starf í annarri námu,“ sagði Li. „Fjöl- skylda mín þarf á peningunum að halda. Ég kann ekkert annað.“ Launin í flestum námunum fara eftir því hvað námumennirnir grafa mikið. Þeir sterkustu og reyndustu geta haft upp rúmlega 12 þúsund krónur á mánuði, sem er um tvöfalt meira en meðallaunin í héraðinu. Í ríkisreknu námunum fengu nýliðar þriggja mánuða þjálfun og starfs- menn fengu ný vinnuföt á hverju ári. Núna byrja nýliðarnir að vinna strax fyrsta daginn og læra starfið smám saman. Reuters Kínverskur námumaður hóstar í menguninni í gullnámu í Chener í Gansu-héraði. Grimm örlög kola- námumannanna í Kína Podi í Kína. The Los Angeles Times. ’ Eftir því semstjórnvöld loka fleiri námum verður þeim mun hagkvæmara að brjóta lögin ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.