Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Heimisdóttir 465 1117 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni ÁRIÐ 1869 fórvelski blaða-maðurinnHenry MortonStanley inn í myrkviði Afríku að leita uppi skoska kristniboðann og landkönnuðinn David Livingstone, og tók með sér 100 kg af bókum í þá för. Eftir því sem nær dró varð hann þó að létta á farangr- inum, enda leiðin bæði erfið og löng, og hann skildi hverja bókina af annarri við sig. Þegar hann fann Li- vingstone tveimur árum síð- ar, 10. nóvember árið 1871, í bænum Ujiji hjá Tang- anyikavatni í Austur-Afríku, var ein bók eftir í safni hans. Það var Biblían. Biblían er sérstök bók að mörgu leyti. Í raun og veru er þetta ritsafn, margar bækur, alls 66 talsins; og þær eru skrifaðar á löngum tíma af hinum ýmsustu mönnum Gyðingaþjóð- arinnar og mjög fjölbreyttar að innihaldi. Sú elsta er talin vera frá því um 900 fyrir Krists burð, en hin yngsta frá því um 100 árum eftir fæðingu hans. Og sem gefur að skilja breytist margt í lífi einn- ar þjóðar á svo löngum tíma. Biblíuna verður að lesa í sam- hengi. Rauður þráður hennar er lýsing á því hvernig Guð kemur til móts við sköpunina, réttir hvað eftir annað fram hönd sína, til bjargar mannkyninu. Hún er ást- arjátning. Biblían er upphaflega rituð á hebresku og grísku; örlítið brot er á arameisku, móðurmáli Jesú. En menn tóku snemma að þýða hana úr frummálunum. Á 3. öld f. Kr. er Gamla testamentið komið á grísku og á 2. öld e. Kr. er Nýja testamentið komið á sýrlensku. Um miðja 3. öld er Biblían öll komin á latínu, að því er menn telja, á 4. öld á gotnesku og kopt- ísku og á 5. öld á armenísku. Önn- ur tungumál fylgdu svo í kjölfarið. Og með tilkomu prentlistarinnar verður síðan bylting í þessum efn- um. Fyrsta prentaða bókin er Vulgata, oftast nefnd Guten- bergsbiblían. Þetta var 1450– 1456. Hún var á latínu og er enn í notkun, telst raunar vera opinber Biblía rómversk-kaþólsku kirkj- unnar. Nú á tímum má finna einhver rita Biblíunnar á alls 2.261 tungu- máli, og þar af er hún öll til á a.m.k. 383 tungumálum og Nýja testamentið eitt og sér á 987 tungumálum. Við Íslendingar áttum því láni að fagna að eignast Nýja testa- mentið á íslensku mjög snemma, ef miðað er við aðrar þjóðir, eða árið 1540. Það var um að ræða verk Odds Gottskálkssonar. Eldri biblíutextar eru þó varðveittir í handriti Íslensku hómelíubók- arinnar, frá 12. öld. Árið 1584 kom út fyrsta ís- lenska Biblían, sem jafnan hefur verið kennd við Guðbrand biskup Þorláksson á Hólum, og nefnd Guðbrandsbiblía. Hún kom út í 500 eintökum, og það tók sjö menn h.u.b. tvö ár að ljúka verk- inu. Á 17. öld kemur svo ný Biblía út hér á landi, Þorláksbiblía, eða árið 1644. Upplag hennar var svipað og Guðbrandsbiblíu, sem út hafði komið 60 árum á undan. Sjö ár fóru í að prenta þá bók. Á 18. öld eignumst við svo tvær nýjar útgáfur, Steinsbiblíu, árið 1734, og Vajsenhússbiblíu, árið 1747. Á 19. öld koma þær fjórar nýj- ar, fyrst svokölluð Grútarbiblía eða Hendersonbiblía, árið 1813, svo Viðeyjarbiblía, árið 1841, þá Reykjavíkurbiblía, árið 1859, og að síðustu Lundúnabiblía, árið 1866. Á 20. öld hafa einungis komið út tvær nýjar þýðingar, sú fyrri árið 1908 (lagfærð og endurútgefin 1912), en hin síðari árið 1981. Alls hafa Íslendingar því eignast frá upphafi 10. biblíuútgáfur á prenti. Og við þetta má bæta, að í ára- tug hefur verið unnið að nýrri þýðingu úr frummálunum, á veg- um Hins íslenska Biblíufélags, en það er elsta starfandi félag á Ís- landi, stofnað 10. júlí 1815. Þýð- ingin hefur verið gefin út til kynn- ingar jafnóðum og henni vindur fram og hafa þegar komið út sex rit. Unnt er að skoða þau á heima- síðu félagsins (http://www.bibli- an.is/). HÍB er þátttakandi í samtökum Biblíufélaga um allan heim, Hin- um sameinuðu Biblíufélögum (UBS), er sett voru á fót árið 1946. Það eru 135 starfandi Bibl- íufélög í heiminum í dag. Öll starfa þau eftir þeirri hugsjón sem kviknaði í byrjun 19. aldar í Bretlandi, þar sem fyrsta Biblíu- félagið var stofnað, Hið breska og erlenda Biblíufélag (HBEB), árið 1806. Þessa dagana er unnið að þýðingu Biblíunnar eða parta hennar á alls 672 tungumál í heiminum, og þar af á 462 í fyrsta sinn. Á þessum merka degi legg ég til, að við endurnýjum kynni okk- ar við þessa gersemi, Biblíuna, hafi þau verið farin að dofna. Og sé hún týnd, að við reynum að finna hana, nú eða á morgun eða einhvern næstu daga, bara til að ganga úr skugga um, að hún sé þarna enn einhvers staðar, og kannski dustum af henni mesta rykið og e.t.v. opnum hana og flettum henni ögn, þó ekki væri nema til að votta þeim eilífa boð- skap virðingu, sem hún flytur og hefur á liðnum öldum flutt mann- heimi, til blessunar, um leið og við þökkum í huga skapara okkar og höfundi alls, fyrir það sem hann er. Það held ég að komi til með að gleðja bæði stórt hjarta og lítil, Guð og menn. Ástarjátning Dagur Biblíunnar er í dag. Af því tilefni gluggar Sigurður Ægisson í þýðingarsögu hinnar gömlu og stórmerku bókar, heilagrar ritningar kristinna manna. saeson@islandia.is FRÉTTIR SJÁLFSTÆÐISMENN og fram- sóknarmenn á Húsavík íhuga sameig- inlegt framboð í komandi bæjar- stjórnarkosningum og ræða málin eftir helgi, en Sigurjón Benediktsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði sig úr bæjarstjórn á fimmtudag. Sigurjón Benediktsson segir að þegar hann hafi gengið út á leið á bæj- arstjórnarfund og horft á Kinnarfjöll- in, konan kysst sig á kinnina, hund- urinn vælt utan í sér og hesturinn kumrað hafi hann séð að lífið væri miklu skemmtilegra utan bæjar- stjórnar. Áhugaverðara væri að rækta upp eigið land og það ætlaði hann sér að gera. Vegna skoðana- könnunar sjálfstæðisfélagsins um uppstillingu á lista og samstarf við framsóknarmenn í komandi bæjar- stjórnarkosningum segist hann líka hafa metið það svo að best væri fyrir sig að víkja af vettvangi. Sigurjón Benediktsson hefur verið viðloðandi bæjarstjórnarmálin á Húsavík í 12 ár. Hann segir að þar sem hinn bæjarfulltrúi sjálfstæðis- manna hafi lýst því yfir að hann ætli að hætta hafi hann talið rétt að rýma til fyrir varamanni, sem hefði hug á að kynna sér málin og halda svo áfram. Hannes Höskuldsson, formaður uppstillingarnefndar sjálfstæðis- félagsins á Húsavík, segir að skoðana- könnunin, sem hafi verið send til allra félagsmanna, hafi verið til að fá leið- beiningar um uppröðun á listann og tekur fram að Sigurjón Benediktsson hafi ekki komið illa út úr henni. Engin leiðindi séu í gangi í félagi sjálfstæð- ismanna og Sigurjón hafi staðið sig mjög vel sem bæjarfulltrúi en hins vegar hafi hann tekið þá ákvörðun að draga sig í hlé. Að sögn Hannesar Höskuldssonar verður rætt við framsóknarmenn um sameiginlegt framboð á mánudag en beðið verði með að ákveða niðurröðun á lista þar til eftir kosningar í Reykja- hreppi um að sameinast Húsavík, sem fara fram 9. mars. H-listi er í meirihluta á Húsavík en sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í minnihluta. Sigurjón Benediktsson hættir í bæjarstjórn Húsavíkur Minnihlutinn íhugar sameigin- legt framboð MIKIL brögð eru að því að ófatlaðir ökumenn virði ekki bílastæði fatl- aðra og hreyfihamlaðra fyrir framan stórverslanir, sjúkrahús, læknastof- ur, banka og aðrar mikilvægar þjón- ustustofnanir. Samkvæmt athugun eru umrædd stæði misnotuð í um helmingi tilvika með þeim hætti að í þau leggja ökumenn sem hvorki eiga við fötlun né hreyfihömlun að stríða. Þá virðist sem það færist í vöxt að slík stæði séu misnotuð með þessum hætti. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar segir ennfremur að fram til þessa hefur lítið farið fyrir virku eft- irliti með því að réttur fatlaðra sé virtur að þessu leyti, m.a. vegna þess að yfirvöld hefur skort skýrar heim- ildir til þess að sekta menn fyrir brot af þessu tagi. Til þess að bæta úr því ástandi í Reykjavík lagði Kjartan fram tillögu fyrir samgöngunefnd á fundi í vikunni. Í henni segir að nefndin skuli beina því til Bílastæða- sjóðs og lögreglunnar að eftirlit með bifreiðastæðum fatlaðra verði aukið verulega og m.a. beitt stöðvunar- brotagjöldum í því skyni að tryggja réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra að þessu leyti. Í þeim tilvikum þar sem slík stæði eru inni á einkalóðum skal leita eftir samstarfi við eigendur um álagningu stöðvunarbrotagjalda. Tillagan var samþykkt einróma og jafnframt var samþykkt að kanna hvort rétt væri að hækka stöðvunar- brotagjald þegar lagt er í stæði hreyfihamlaðra. Sjálfsbjörg, landssamtök fatlaðra, fagnar tillögu Kjartans. Í fréttatil- kynningu frá samtökunum segir að Sjálfsbjörg hafi oft vakið athygli á þessu ástandi og hefur bent á, að víða um lönd tíðkist háar sektir við því að leggja í sérmerkt bílastæði fatlaðra. Þá lýsir Sjálfsbjörg yfir sérstakri ánægju með að þetta mál skuli nú hafa verið tekið fyrir hjá Reykjavíkurborg þar sem flest slík svæði er að finna. Átak í bíla- stæðamál- um fatlaðra Trúarstef í kvik- myndum FULLORÐINSFRÆÐSLA kirkj- unnar og kvikmyndahópurinn Deus ex cinema standa fyrir nám- skeiði til að kynna rannsóknir á trúarstefjum í kvikmyndum sem hefur aukist verulega á síðustu ár- um. Námskeiðið fer fram í að- albyggingu HÍ og stendur yfir í sex miðvikudaga frá kl. 20–22 og hefst 6. febrúar. Teknar verða fyrir myndir um líf og starf Jesú Krists og rýnt í kvikmyndir, skoðað hvar finna má Kristsgervinga, Edenstefið og yf- irvofandi heimsendi, Davíðssálma og þekkta kristna trúarhópa. Kennarar á námskeiðinu eru fé- lagar í Deus ex cinema-hópnum: þau eru dr. Arnfríður Guðmunds- dóttir lektor, Bjarni Randver Sig- urvinsson guðfræðingur, dr. Gunn- laugur A. Jónsson prófessor og Þorkell Ágúst Óttarsson, BA í guðfræði. Skráning á námskeiðið fer fram í síma eða á vef Leik- mannaskólans, www.kirkjan.is/ leikmannaskóli <http://www.kirkj- an.is/leikmannaskóli, segir í frétta- tilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.