Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR tveimur árum var Maj-LenSundin fengin til að taka við stjórn ogbreyta rekstri Karólínska sjúkra-hússins sem þótti ekki nógu vel rekið.Margir höfðu spreytt sig á þessu verkefni á undan henni en ekki haft árangur sem erfiði og horfið frá störfum eftir tiltölulega skamma viðdvöl í starfinu. Fram að þeim tíma sem Maj-Len var ráðin til Karólínska sjúkra- hússins hafði hún starfað sem forstjóri Aker sjúkrahússins í 6 ár og þar á undan sem hjúkr- unarforstjóri á Ullevål sjúkrahúsinu í 22, en bæði sjúkrahúsin eru í Ósló. Ástæðan fyrir því að hún var fengin til Karólínska sjúkrahússins var hve vel henni hafði tekist að endurskipu- leggja starfsemi fyrrgreindra sjúkrahúsa þar sem hún innleiddi nýtt skipulag sem krafðist þess að starfsfólkið tileinkaði sér hugsunarhátt sem skilaði sér í betri og hagkvæmari rekstri sjúkrahúsanna. Maj-Len er hjúkrunarfræðingur að mennt, fædd og uppalin í Finnlandi, býr í Ósló en starfar í Stokkhólmi og flýgur á milli heimilis síns og vinnustaðar um helgar. Svo segist hún hafa mikið dálæti á Íslandi en hér hefur hún verið í ein fimm skipti og nú síðast til að kynna evrópska rannsókn á heilsufari kvenna í læknastétt sem við Íslendingar munum taka þátt í og til að kynna Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi stefnu Karólínska í starfsmanna- málum. Ekki föst fjárveiting Karólínska sjúkrahúsið er rekið í tengslum við Karólínsku vísindastofnunina og báðar eru þessar stofnanir mjög virtar á alþjóðlegum vettvangi. Stjórnvöld í Stokkhólmi hafa staðið fyrir breytingum á eignarhaldi og rekstrarfyr- irkomulagi á sjúkrahúsum Stokkhólmsléns í þá veru að gera fjögur þeirra að hlutafélögum. Karólínska sjúkrahúsið er þó enn rekið sem opinbert fyrirtæki en verið er að þróa það í átt til hlutafélags og er það í verkahring Maj- Len að stýra því ferli. Þegar hún er spurð hvað breytingarnar muni hafa í för með sér segir hún að sjúkrahúsið muni í framtíðinni ekki fá fasta fjárveitingu til starfseminnar heldur muni fjármagnið fylgja sérhverjum sjúklingi eða sjúkdómsgreiningu. Þetta hafi það í för með sér að starfsfólkið þurfi að gefa nákvæma skýrslu þar sem er að finna sjúkdómsgrein- ingu, hvaða þjónustu sjúklingurinn fær og hver kostnaðurinn er. Greiðsla til sjúkrahússins fari svo eftir heildarkostnaði við hvern sjúkling. Stjórnendur deilda geti því ekki lengur hugsað eins og unglingurinn sem býr heima og finnst hann ekki þurfa að hugsa um hvað hlutirnir kosta, mamma og pabbi borgi. Sjúkrahúsin keppa sín á milli Það kemur fram í máli Maj-Len að hluta- félagsformið hafi það í för með sér að sjúkra- húsin sem tilheyra Stokkhólmsléni eigi í sam- keppni um sjúklingana. Ef eitt sjúkrahús geti framkvæmt aðgerð á ódýrari hátt en annað fari beiðnin um aðgerðina þangað. Þjónustukaupin fari síðan í gegnum sér- staka stofnun sem stjórnað sé af pólitískt kjörnum fulltrúum. Þessi stofnun hefur einnig umsjón með kostnaðinum og greiðir sjúkra- húsunum fyrir þá þjónustu sem þau hafa veitt. Ef sjúklingurinn vilji fara annað en beiðnin kveður á um þá geti hann það. Í árslok verði þau sjúkrahús sem rekin eru samkvæmt hluta- félagsforminu að greiða fjármuni til baka hafi sjúklingarnir verið fleiri en umsamin þjónustu- kaup kváðu á um. Stjórnendur deilda líti í eigin barm Maj-Len segir að þegar breytingar eins og hér hafa verið raktar eru gerðar geri þær þá kröfu til starfsmannanna að þeir velti því fyrir sér hverjir möguleikarnir séu í stöðunni og þeir séu opnir fyrir fyrir nýjum lausnum. Einn- ig þurfi starfsfólkið að gera sér grein fyrir ábyrgð þeirra sem stjórna sjúkrahúsinu og þurfa að standa skil á rekstri þess. „Þetta nýja fyrirkomulag hefur það líka í för með sér að starfsfólkið þarf að leggja sig fram um að gera hlutina á sem hagkvæmastan hátt en um leið þarf að hugsa um hvernig hægt er að hlúa sem best að sjúklingum því þeir eru alltaf í fyr- irrúmi og hvernig hægt er að þróa læknismeð- ferðina og lyf til betri vegar. Breytingarnar krefjast mikils af stjórnend- um einstakra deilda. Þeir þurfa að átta sig á að það er ekki nóg að píska starfsmennina áfram heldur þarf að mennta og þjálfa þá og hvetja til dáða. Stjórnendur deilda verða að líta í eigin barm og íhuga hvernig stjórnendur þeir eru og hvernig samvinnan er milli ólíkra starfsgreina og hvernig hægt er að samhæfa ólíkar sér- fræðigreinar. Þeir geta ekki lengur hugsað: Þetta er mín deild, ég rek hana eins og mér sýnist og mér er alveg saman hvað öðrum finnst.“ Fyrst þarf að greina vandann Maj-Len segir að hugarfarsbreytingin þurfi að snerta allar stafsgreinar og nauðsynlegt sé að mynda þverfagleg teymi sem samræma starfsemina. „Það er stundum þannig að þeir sem eru næstir sjúklingnum eru með mikla menntun en hafa ekki alltaf skilning á nauðsyn góðrar samvinnu. Heilbrigðisstéttirnar þurfa að læra að vinna saman og sameiginlega munu þær finna bestu lausnina. En fyrst verða þær að skilgreina vandann. Nú er svo komið að það eru 60 hópar innan Karólínska sjúkrahússins sem eru að vinna að því að skilgreina hvar skórinn kreppir og læra að hugsa á hinn nýja hátt.“ Aðspurð segir hún starfsfólkið binda vonir við þetta nýja rekstrarfyrirkomulag. „Fleiri og fleiri vilja mynda þverfaglega hópa sem miða að því að bæta starfsumhverfið og þjónustuna. Við höfum þegar náð fram ýmiss konar hag- ræðingu eins og að stytta þann tíma sem fólk þarf að bíða eftir sjúkrahúsvist og stytta legu- tímann á sjúkrahúsinu. Þannig höfum við aukið framleiðnina og lækkað kostnaðinn sem þýðir að við getum keypt ný og fullkomnari tæki því þó gætt sé aðhalds í hvívetna þá þarf að halda áfram að þróa þá þjónustu sem spítalinn býður upp á.“ Útgjöld lækkuðu um 2% Hún er spurð að því hvort það sé ein stétt frekar en önnur innan spítalans sem hafi sett sig gegn breytingunum? „Læknar eru í mörgum tilfellum íhaldssam- ari en aðrar heilbrigðisstéttir. Þeir eru vanir því að ráða og vilja síður viðurkenna að góður árangur felst í þverfaglegri samvinnu. Lækn- arnir verða að venja sig við þá hugsun að það er í raun enginn meira ómissandi en annar á sjúkrahúsunum. Ef það er til dæmis enginn til að hirða sorpið þá stöðvast reksturinn.“ Maj-Len tekur skýrt fram að þegar verið sé að gera skipulagsbreytingar eins og hér hafa verið raktar sé ekki hægt að gera ráð fyrir að spara peninga í upphafi ferilsins. Þessu verði stjórnmálamenn að átta sig á. „Þegar ég var ráðin til Karólínska sjúkrahússins sagði ég við stjórnmálamennina, „ég mun leitast við að snúa rekstri sjúkrahússins við en þið verðið að gefa mér tíma til þess.“ Hún segir að á 4 árum sé gert gert ráð fyrir að heildarsparnaður Karolínska sjúkrahússins verði 370 milljónir sænskar krónur en heildar fjárhagsáætlunin fyrir sjúkrahúsið á næsta ári eru 4,7 milljarðar sænskra króna. „Fyrsta árið sem ég gegndi starfi forstjóra við Karólínska sjúkrahúsið var afar erfitt en fjárhagsáætlunin fyrir síðasta ár stóðst. Þá tókst að lækka út- gjöldin um 2% eða um 150 milljónir sænskar krónur.“ Þetta segir hún að hafi tekist vegna þess að kostnaðarvitund starfsfólksins hafði aukist. Á næsta ári verði gerð sú krafa að út- gjöldin lækki um svipaða upphæð. Ekki kom til uppsagna Það hefur ekki þurft að segja upp starfsfólki vegna breytinganna að sögn Maj-Len. „Fólk hætti sem ekki var starfi sínu vaxið og einnig það fólk sem ekki vildi breyta neinu. Ekki kom til hópuppsagna vegna þess að farið var hægt í sakirnar fyrsta árið við lækkun útgjalda. Ef gert hefði verið ráð fyrir 4% útgjaldalækkun á einu ári eins og íslensk stjórnvöld fara fram á að gert sé á Landspítala – háskólasjúkrahúsi hefði þurft að segja upp starfsmönnum. Spurn- ingin sem yfirvöld og aðrir sem starfa við heil- brigðismál þurfa að velta fyrir sér er; hvaða væntingar hefur hinn almenni borgari til heil- brigðisþjónustunnar? Ef sparað er mikið á stuttum tíma kemur það niður á þjónustunni. Að mínu mati er hægt er að fara tvær leiðir þegar lækka á rekstrarkostnað á sjúkrahús- um. Annars vegar með því að segja upp fólki og minnka þjónustuna eða fara hægar í sakirnar og þjálfa starfsfólkið í nýjum hugsunarhætti sem leiðir til betri kostnaðarvitundar, hag- kvæmni og um leið lægri tilkostnaðar, ég hef valið síðari kostinn og það hefur gefist vel.“ Maj-Len segir að sú krafa sé gerð til hennar sem forstjóra sjúkrahússins að sjúkrahúsið þéni einnig peninga og það segir hún að sé gert með því að að selja erlendum þjóðum þjónustu. Ágóðinn renni svo til þess að greiða kostnað fyrir sænska sjúklinga. Hagir kvenna í læknastétt skoðaðir Svo við víkjum að erindi Maj-Len hingað til lands þá hefur hún haft forgöngu um könnun á heilsufari kvenna í læknastétt. Ástæðuna fyrir könnuninni segir hún ekki síst vera þá að sjálfsvígstíðni kvenna í læknastétt er nokkuð hærri en hjá konum almennt. „Ég hef séð í mínu starfi að það eru ekki konurnar sem eru óheilbrigðar heldur er ýmislegt að í vinnuum- hverfi þeirra. Leiddar hafa verið líkur að því að það sé eitthvað í þeirri menningu sem þróast innan heilbrigðiskerfisins sem ýti undir sjálfs- víg kvenna í læknastétt. Í Noregi og Svíþjóð hefur verið rannsakað hvernig konur í læknastétt hafa það í einkalíf- inu og á vinnustað. Kom í ljós að gildin sem orðið hafa til innan sjúkrahúsanna eru mjög karllæg og konur í læknastétt njóta sín síður í því umhverfi. Félag kvenna í læknastétt á Ís- landi mun taka þátt í þessari könnun. Ég veit að heilbrigðisráðherrann ykkar hefur áhuga á að skoða hvernig læknar almennt hafa það en ekki aðeins konurnar og er það mjög áhuga- vert.“ Heilbrigðisstéttirnar þurfa að læra að vinna saman Morgunblaðið/RAX „Við höfum þegar náð fram ýmiss konar hagræðingu eins og að stytta þann tíma sem fólk þarf að bíða eftir sjúkrahúsvist og stytta legutímann á sjúkrahúsinu,“ segir Maj-Len Sundin, forstjóri Karól- ínska sjúkrahússins um þær breytingar sem hún hefur innleitt síðan hún hóf þar störf fyrir tveim ár- um. he@mbl.is Breyta á rekstri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi yfir í hlutafélag. Hildur Einarsdóttir ræðir við Maj-Len Sundin, forstjóra sjúkrahússins, um hvernig verið er að undirbúa starfs- fólkið fyrir breytingarnar og um evrópska rannsókn á heilsufari kvenna í lækna- stétt sem hún hefur for- göngu um. ’ Að mínu mati er hægt að fara tvær leiðir þegar lækkaá rekstrarkostnað á sjúkrahúsum. Annars vegar með því að segja upp fólki og minnka þjónustuna eða fara hægar í sakirnar og þjálfa starfsfólkið í nýjum hugsunarhætti sem leiðir til betri kostnaðarvitundar, hagkvæmni og um leið lægri tilkostnaðar, ég hef valið síðari kostinn og það hefur gefist vel. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.