Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristín Bjarka-dóttir fæddist í
Reykjavík 9. maí
1981. Hún lést af slys-
förum sunnudaginn
27. janúar. Foreldrar
hennar eru Bjarki Jó-
hannesson, forstöðu-
maður Þróunarsviðs
Byggðastofnunar, f.
10. júlí 1949, og kona
hans Katrín Gunnars-
dóttir, fornleifafræð-
ingur, f. 1. janúar
1947. Systur Kristín-
ar eru Guðrún, hjúkr-
unarfræðingur á
Hrafnistu Reykjavík, f. 1. apríl
1974, og María, nemi í bókmennta-
fræði og starfsmaður Borgarbóka-
safns Reykjavíkur, f. 29. mars
1979. Sambýlismaður Maríu er
Andri Kristjánsson, nemi. Bróðir
Kristínar er Jóhann, f. 28. desem-
ber 1987.
Kristín hóf menntaskólanám ár-
ið 1997 við Polhems-skólann í
Lundi í Svíþjóð og
lauk stúdentsprófi
frá alþjóðadeild
Menntaskólans við
Hamrahlíð árið 2000.
Hún var búsett með
foreldrum sínum og
systkinum í Urbana-
Champaign í Banda-
ríkjunum 1981-1983,
í Hafnarfirði 1983-
1986, í Oxford í Eng-
landi 1986-1988, í
Lundi og Staffan-
storp í Svíþjóð 1988-
1998 og í Reykjavík
1998-2002. Hún
starfaði m.a. í unglingavinnu og
blómaverslun á Sauðárkróki, á
vistheimilinu Hrafnistu í Reykja-
vík, sem leiðsögumaður á Árbæj-
arsafni og síðast á veitingahúsinu
Gráa kettinum á Hverfisgötu.
Útför Kristínar fer fram frá
Hallgrímskirkju á morgun, mánu-
daginn 4. febrúar, og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Hún Kristín okkar fæddist á vor-
dögum 1981, þriðja í röðinni af fjór-
um systkinum. Hún kom óvænt, og
við hjónin höfðum ákveðið að flytja
til Bandaríkjanna til framhalds-
náms með eldri systurnar tvær,
Guðrúnu, sem þá var sjö ára, og
Maríu, tveggja ára. Ákvörðunin var
því erfið, einkum þar sem
langamma hennar, sem var okkur
mjög nákomin, lést daginn áður en
Kristín fæddist. Við ákváðum samt
að fara og þar bjuggum við tvö
fyrstu æviár Kristínar. Þá bjuggum
við þrjú ár í Hafnarfirði, síðan lá
leiðin til Bretlands í doktorsnám,
og þar fæddist sonurinn Jóhann.
Eftir tvö ár í Bretlandi lá leiðin til
Svíþjóðar, þar sem við bjuggum í
tíu ár. Þar voru í raun uppeldis-
stöðvar Kristínar, og hún hafði allt-
af sterkar taugar þangað. Á ung-
lingsárunum eignaðist Kristín
brosið og glaðværðina, sem alltaf
fylgdu henni síðan, og vinahópur-
inn var stór. Hún var kosin besti
bekkjarfélaginn af skólasystkinum
sínum, og oft var húsið okkar fullt
út úr dyrum. Henni gekk afburða
vel í skóla og allt lék í höndunum á
henni. Hún teiknaði listavel, saum-
aði og lagaði föt jafnt fyrir sjálfa
sig og félagana, og það var „ekkert
mál“ eins og hún sagði alltaf. Við
fjölskyldan stóðum ætíð þétt saman
og sunnudagsmáltíðirnar voru
ófrávíkjanleg samverustund. Þá
var spiluð létt klassísk tónlist til að
skapa stemmningu, og oft náðu þær
systurnar sér vel upp í glensi og
gamni. Við höfum einnig verið sam-
an öll jól, einnig eftir að Guðrún
flutti til Íslands til háskólanáms.
Þegar við fluttum til Íslands fyrir
rúmum þremur árum var Kristín
ósátt við að kveðja alla vinina í Sví-
þjóð, en því varð ekki breytt. Við
hjónin fluttum til Sauðárkróks með
Jóhann, en þær systur stunduðu
nám í Reykjavík, þar sem Kristín
lauk stúdentsprófi frá alþjóðadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kristín og María bjuggu saman
fyrstu tvö árin, en Kristín flutti til
Guðrúnar, þegar María hóf búskap
með unnusta sínum, Andra Krist-
jánssyni. Síðan flutti Kristín í íbúð
á Skothúsveginum þar sem hún bjó
síðustu mánuðina. Við vorum í dag-
legu sambandi við dæturnar, og
ferðirnar til Reykjavíkur voru
margar. Við vorum þá mikið saman,
og sunnudagsmáltíðirnar héldu
sínu sniði. Nýr vinahópur var fljót-
ur að flykkjast að Kristínu í skól-
anum, unglingavinnu og blóma-
verslun á Sauðárkróki, Hrafnistu í
Reykjavík, Árbæjarsafni og á veit-
ingahúsinu Gráa kettinum á Hverf-
isgötu. Þar var henni treyst fyrir
hlutum sem engum starfsmanni
hafði verið treyst fyrir áður. Við
þekkjum engan, sem átti jafn
marga vini og hún, enda var hún
ávallt glöð og létt í skapi, og ein-
kunnarorð hennar voru: „Brostu,
og þú færð bros á móti.“ Hún hafði
gaman af að ferðast. Við fjölskyld-
an ferðuðumst víða, og þegar við
fluttumst heim hélt Kristín því
áfram. Þegar hún ætlaði í dagsferð
frá Frakklandi til Barcelona með
Önnu vinkonu sinni varð úr því heill
mánuður.
Svo var það laugardaginn 26.
janúar að okkur barst hin hræði-
lega frétt, að Kristín hefði slasast
alvarlega og væri í lífshættu. Við
höfum aldrei verið jafn fljót að
koma okkur af stað suður, og Guð
gaf okkur samverustund með henni
um kvöldið. Þótt hún væri meðvit-
undarlaus vitum við að hún vissi af
nærveru okkar, styrktarorðum og
bænum. Okkur varð ekki svefn-
samt um nóttina, en um morguninn
sá ég ljós fyrir vitum mér, og þá
hefur hún Kristín okkar verið á leið
inn í ljósið. Þegar við komum á
sjúkrahúsið var okkur síðan til-
kynnt að þessu væri lokið og sorgin
var mikil. Þá rifjaðist upp fyrir mér
draumur, sem mig dreymdi þegar
Kristín var á öðru ári. Ég var með
hana á báti í ólgusjó, hún hljóp frá
mér og datt í hafið. Ég reyndi að ná
henni, en hún hvarf í djúpið.
Nokkrum vikum fyrir andlátið
dreymdi móður hennar að hún væri
með fangið fullt af hvítum liljum, en
það voru síðan fyrstu blómin sem
okkur bárust eftir andlátið. Við lít-
um því þannig á, að Kristínu hafi
aðeins verið ætlað að vera með okk-
ur um stund, en við erum þakklát
fyrir þau ár sem við fengum með
henni. Það er óréttlátt að hún
skyldi kvödd á braut svo ung, þegar
hún átti alla framtíðina fyrir sér og
hæfileika til að nota alla möguleika
sem hún hefði kosið. Hún hafði tek-
ið ákvörðun um að hefja háskóla-
nám í haust, en af því verður víst
ekki.
Elsku Kristín, við þökkum þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. Við munum alltaf
muna eftir bjarta og fallega brosinu
þínu og létta skapinu og vitum að
þú verður áfram nálægt okkur. Við
biðjum Guð að blessa þig og kveðj-
um þig með erindi úr ljóðinu fagra
„Haustvísur til Maríu“, sem þú
söngst einu sinni með okkur pabba
og Maríu systur þinni í kór Íslend-
ingafélagsins í Lundi:
Þegar mér sígur svefn á brá
síðastur alls í heimi
möttulinn þinn mjúka þá
móðir breiddu mig ofan á
svo sofi ég vært
og ekkert illt mig dreymi.
Þín
pabbi og mamma.
Eins og andblær á sólríkum degi
fórst þú um meðal okkar í gegnum
lífið. Þegar blærinn leikur um okk-
ur er ekki hægt annað en að líða vel
og óska þess að svona verði tilveran
alltaf. Þegar haustar og skyggja fer
að loknu sumri er gott að láta hug-
ann reika til sólríku daganna með
söknuði. Þeir eru dýrmætir þessir
dagar og enn dýrmætari eru þeir í
minningunni þegar kuldi og rökkur
ráða ríkjum. Vorið kemur aftur en
fyrir okkur, sem Kristín lék fyrir á
lífsins hljóðfæri með sinni hjartans
einlægni og fölskvalausu ást á til-
verunni, verður andblærinn annar
og sólargeislarnir hennar eru nú
geymdir í hjörtum okkar. Í hugum
okkar geymist brosið hennar og
glaðværðin. Við þökkum fyrir þá
guðs gjöf en tárumst um leið. Við
höfum misst svo mikið. Kristín átti
að fá að njóta lífsins og lífið að fá að
njóta hennar svo miklu lengur.
Við vorum svo lánsöm að fá að
taka þátt í lífi þínu og uppvexti. Við
kölluðum þig Stínsluna okkar,
yngsta systirin af þremur, létt í fasi
og létt í lund. Gunný bjó með þér í
Ameríku og hélst þú frænkunni við
efnið með skoðunum á flestu. Þú
vildir alltaf vera fín og ekki mátti
sjást blettur í kjólunum þá varð að
skipta og það strax. Þú varst
tveggja ára.
Í Hafnarfirði vorum við grannar
í tvö ár og þau voru ófá skiptin sem
þið systurnar þrjár komuð í heim-
sókn á Álfaskeiðið og unga parið
fékk að passa ykkur á síðkvöldum.
Þá var skriðið í fang, lesið og sung-
ið. Þú varst fjögurra ára.
Þegar leið okkar lá til Svíþjóðar
fluttir þú til Englands. Þar áttum
við saman yndisleg jól og vorum hjá
ykkur þegar Jóhann bróðir þinn
fæddist. Þar afrekuðum við að
kenna þér að hjóla um stræti Ox-
ford eða öllu heldur að bremsa. Þú
varst reyndar aldrei neitt gefin fyr-
ir að bremsa, frekar að halda áfram
og kanna nýjar slóðir og kynnast
nýju fólki, sem þú áttir alla tíð ein-
staklega auðvelt með. Þú varst sex
ára.
Aftur sameinuðumst við í Lundi í
Svíþjóð þegar þið fluttuð þangað til
okkar og næstu árin var mikill sam-
gangur. Sigfríður og Margrét okk-
ar komu í heiminn og nutu þess nú
að eiga fjörmiklar frænkur og
Kristín var farin að passa fyrir okk-
ur. Þú eignaðist fljótt vini í Svíþjóð
og talaðir orðið þrjú tungumál. Þú
varst níu ára, lítil og fínleg, fljót til
svars og með útgeislun sem kallaði
á bros og væntumþykju.
Sumarið 1993 komst þú frá Sví-
þjóð til okkar á Blönduós, í mál-
hreinsun sögðu mamma þín og
pabbi. Þú passaðir litlu frænkurnar
þínar, varst fljót að eignast vini og
ferðaðist með okkur um landið,
naust náttúrunnar í útilegum og
gladdir allt og alla í kringum þig.
Þú varst tólf ára.
Sumarið l996 komst þú aftur til
okkar í málhreinsun og skyndilega
höfðum við eignast ungling. Þú
fórst að vinna í unglingavinnunni
og þar sem við eignuðumst Unni í
júlí gekkst þú í heimilisstörfin og
tjónkaðir við frænkur þínar Sigfríði
og Margréti. Þú taldir það ekki eft-
ir þér að grípa í pensil og mála og
hjálpa til við eitt og annað í nýja
húsinu okkar. Þú varst fljót að
eignast vini á Króknun og rúmur
útivistartími á sólríkum íslenskum
sumarkvöldum átti vel við þig.
Þetta var góður tími og þú varst
yndislegur unglingur. Þú varst
fimmtán ára.
Þremur árum seinna flytja svo
mamma þín og pabbi á Sauðárkrók
til okkar en nú án ykkar systranna.
Þú, María og Guðrún orðnar sjálf-
stæðar ungar konur í skóla í
Reykjavík og studduð hver aðra í
dagsins önn. Jóhann einn eftir í
hreiðrinu. Þú laukst stúdentsprófi
frá MH og fórst að vinna í Reykja-
vík og njóta lífsins, ferðast og eign-
ast enn fleiri vini. Komst norður á
Sauðárkrók í stuttar heimsóknir til
pabba þíns og mömmu og kíktir á
okkur og litlu frænkurnar þínar
þrjár. Nú varst þú orðin stóra
frænka. Þú varst mjög handlagin
og listræn í þér og varst búin að
ákveða að fara í Kennaraháskólann
haustið 2002, sem óneitanlega
gladdi okkur kennarahjónin. Þú
varst tuttugu ára.
Fyrir þetta allt og miklu meira
þökkum við þér, Kristín, er nú
skilja leiðir.
Óútreiknanleg tilveran hefur
lostið okkur svo við hrökklumst
undan í sárri reiði, sorg og forundr-
an. Hví fékkst þú ekki að eiga fleiri
orð í ræðustóli lífsins? Upp í hug-
ann koma hugrenningar nóbel-
skáldsins Gabriel García Márquez:
„Enginn á sér tryggðan morgun-
dag, hvorki ungur né gamall. Í dag
kannt þú að sjá í síðasta skipti þá
sem þú elskar. Því skaltu ekki bíða
lengur. Breyttu í dag eins og morg-
undagurinn renni aldrei upp, þú
munt örugglega harma daginn
þann þegar þú gafst þér ekki tíma
fyrir bros, faðmlag, koss og þú
varst of önnum kafinn til að verða
við óskum annarra. Hafðu þá sem
þú elskar nærri þér, segðu þeim í
heyranda hljóði hversu mjög þú
þarfnast þeirra, elskaðu þá og
komdu vel fram við þá, taktu þér
tíma til að segja „mér þykir það
leitt“, „fyrirgefðu mér“, „viltu vin-
samlegast“, „þakka þér fyrir“ og öll
þau kærleikans orð sem þú þekkir.“
Elsku Katý, Bjarki, Guðrún,
María og Jóhann, ættingjar og vin-
ir, megi algóður Guð veita ykkur
styrk í ykkar miklu sorg.
Gunnhildur, Ársæll og dætur.
Kristín Bjarkadóttir kom í
Menntaskólann við Hamrahlíð árið
1998 með glæsilegan vitnisburð frá
sænskum skóla. Hún skráði sig í IB
nám og gekk þar með inn í lítinn og
samheldinn hóp nemenda og kenn-
ara. Þessi bjarta og brosmilda
stúlka varð fljótt ómissandi í hópn-
um. Hún var kát og glaðlynd en bar
samt með sér vissa rósemd. Hún
hafði sérstakt lag á að fá alla með
sér í því að sjá lausnir í stað vanda-
mála, að koma auga á það skemmti-
lega í kringumstæðum hverju sinni.
Þegar hópurinn vann saman að
verkefni var Kristín alltaf alveg
sérstakleg iðin og glöð í starfi, jafnt
við öflun gagna á bókasafninu sem
við risauppþvott í útilegu.
Á framhaldsskólaárunum er
grunnur lagður að framtíðinni.
Kristín notaði þennan tíma vel –
öðlaðist virðingu kennara sinna og
samferðamanna, treysti vinabönd,
menntaði sig af dugnaði þannig að
hún lauk erfiðu prófi með góðum
árangri og útskrifaðist sem stúdent
af IB braut vorið 2000. Það er
sárara en orð fá lýst að hún skuli nú
ekki fá tækifæri til að byggja á
þeim góða grunni.
Fyrir hönd vina Kristínar í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
vottum við fjölskyldu hennar, vin-
um og vandamönnum okkar dýpstu
samúð.
Wincie Jóhannsdóttir,
Sigurborg Matthíasdóttir,
Ida Semey.
Það blóm sem ætlar blíðast að lifa
bráðast deyr.
(Sigurður Pálsson.)
Við kynntumst Kristínu fyrir um
fjórum árum. Fjögur ár eru ekki
langur tími. En hlutirnir gerast
hratt þegar gaman er og með
Kristínu leið tíminn eins og elding.
Það er ekki hægt að hugsa um
Kristínu án þess að brosa.
Sjálf var Kristín alltaf brosandi.
Sama hverjar aðstæðurnar voru
gat hún alltaf hlegið. Hún hafði al-
veg einstaklega frumlegt og
skemmtilegt skopskyn, hvort sem
var fyrir sjálfri sér eða öðrum. Á
erfiðum skóladögum var ávallt létt
yfir Kristínu. Í myrku skammdeg-
inu reyndist hún okkur hinum mik-
ill styrkur með æðruleysi sínu. Við
munum sakna hennar mikið.
Kæra fjölskylda, elsku Anna.
Minningin um lífsglaða stelpu og
sannan vin er okkur styrkur á erf-
iðum tímum. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Bekkjarfélagar úr MH.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
– aldrei skal ég gleyma þér.
(Skáld-Rósa.)
Hvern hefði grunað að þegar við
kvöddum Kristínu á föstudaginn
væri það í síðasta sinn sem við sæj-
um hana? Kristín byrjaði að vinna á
Gráa kettinum haustið 2000, eftir
að hafa unnið sem heimasæta á Ár-
bæjarsafninu klædd þjóðbúningn-
um. Í fyrstu sýndi hún bara spari-
hliðina á sér, brosmild, kurteis og
bein í baki en fljótlega sáum við að
á bak við þessa settlegu stúlku bjó
einnig alvöru rokkari sem kunni að
njóta lífsins.
Við minnumst hennar eins og
hún var alltaf, síbrosandi, ham-
ingjusöm og alltaf var stutt í húm-
orinn. Hún var lítil og nett og því
kom áhugi hennar á þungarokkt-
ónlist, smíðum og raftækjum okkur
á óvart. Má þar nefna þegar út-
varpið með mörgu tökkunum og
flóknu stillingunum kom á Köttinn,
settist Kristín full áhuga niður, las
leiðbeiningarnar í þaula og pró-
grammeraði tækið af mikilli snilld.
Henni líkaði illa skipulagsleysi og
létti því mikið starfið hjá okkur öll-
um þegar hún aðeins 19 ára falaðist
eftir prókúru á ávísanahefti fyrir-
tækisins til þess að geta haldið al-
mennilega utan um birgðirnar. Eft-
ir það sá hún meira og minna um að
allt væri til.
Lífsgleði Kristínar var smitandi,
enda átti hún auðvelt með að kynn-
ast fólki og átti marga góða vini.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
hennar og ekki síst hjá Önnu
Hrund sem hefur nú misst bestu
vinkonu sína. Vinátta þeirra var
einstök og var Kristín eins og hluti
af fjölskyldu hennar líka. Þessi vika
hefur verið okkur öllum erfið.
Kristínar er ekki aðeins sárt sakn-
að af okkur samstarfsfólkinu henn-
ar og vinum heldur einnig af mörg-
um viðskiptavinum kaffistofunnar.
Við erum eilíflega þakklát fyrir að
hafa kynnst þessari einstöku
stelpu. Hún hefur skilið eftir sig
ótal fallegar minningar sem munu
lifa með okkur um ókomna tíð. Fyr-
ir stuttu komst Kristín að því, sér
til mikillar ánægju, að hún þyrfti á
gleraugum að halda. Hún mætti svo
sæt og fín með þau til okkar um leið
og hún fékk þau og fannst hún orð-
in svo spekingsleg. Við sem þurfum
að nota gleraugu að staðaldri vor-
um hálfundrandi á þessari kátínu
hennar af þessum feng sínum og
minnumst hennar þar sem hún stóð
úti á miðju gólfi og tók af sér gler-
augun og setti þau aftur upp til
skiptis: ,,Ég sé, ég sé ekki. Ég sé,
ég sé ekki...“
Við viljum votta fjölskyldu henn-
ar og vinum dýpstu samúð okkar.
Guð geymi þig, Kristín okkar.
Katla, Gunnhildur, Auður,
Sigríður, Áslaug, Eygló,
Hulda og Jón Óskar á Gráa
kettinum.
Sunnudaginn 27. janúar síðast-
liðinn bárust okkur þær fréttir að
Kristín, eða Stínsla eins og við vor-
um vanar að kalla hana, væri þungt
haldin á gjörgæslu. Nokkrum
klukkustundum síðar bárust okkur
enn sorglegri fréttir. Stínsla var
dáin.
Kristínu hittum við fyrst
snemma sumars 1998, er hún hún
fluttist hingað frá Svíþjóð. Maríu
systur hennar höfðu við kynnst áð-
ur, þegar við unnum á sama vinnu-
stað. Fljótlega eftir heimkomuna
fóru Kristín og María að leigja
saman á Laugavegi og þá fengum
við að kynnast því hversu yndisleg
Kristín var. Á þeim tíma vorum við
systurnar tíðir gestir á Laugaveg-
inum, þar sem heilu kvöldstundirn-
ar gátu farið í kaffidrykkju og
spjall. Á þessum kvöldum gripum
við ósjaldan í heklunál eða prjóna,
en Kristín var einmitt mjög lagin
við alls kyns hannyrðir.
Kristínu var ýmislegt fleira til
lista lagt. Hún var listræn og teikn-
aði afar vel. Hún var góður kokkur
og hafði gaman að eldamennsku og
bakstri. Oft fengu vinir hennar að
njóta þess. Kristín var góður náms-
maður og oft gátum við leitað til
hennar ef við þurftum hjálp með
stærðfræðina. Hún var alltaf fús að
veita aðstoð og gerði það með bros
á vör. Að sama skapi var hún öðrum
þakklát sem gerðu slíkt hið sama
fyrir hana.
Kristínar er sárt saknað því hún
var í alla staði yndisleg. Við syst-
urnar trúum því að Drottinn hafi
ætlað henni annað og meira hlut-
verk. Við höfum fulla trú á að hún
KRISTÍN
BJARKADÓTTIR