Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝSKI málarinn Bernd Koberling er engin óþekkt stærð á Íslandi þótt viðamikil sýning verka hans í sölum Listasafns Reykjavíkur sé frumraun hans í höfuðborginni. Myndlistar- menn þekkja til listamannsins, sem eins af fulltrúum nýja málverksins í Þýskalandi, og hann hefur lýst ljóð ís- lenzkra skálda. Málarinn þannig valið að fara með veggjum um athafnasemi á sýningavettvangi í fjarlæga landinu sem hann hefur hérumbil gert að öðru heimalandi sínu. Hefur frá árinu 1977 dvalist sumar hvert austur á Loðmundarfirði, eins og tíundað hef- ur verið í bak og fyrir í fjölmiðlum, en í Berlín yfir veturinn. Kannski ekki að öllu leyti fyrir hógværðina eina að hann hefur haldið sig til hlés, því mað- ur í hans stöðu hefur í mörg horn að líta í sínu heimalandi og hefur lengst- um leitað á norðurslóðir sér til and- legrar endurnæringar og iðkunar hugðarefna sinna til hliðar, einkum laxveiða. Sýningin er hluti af mun stærri framkvæmd sem sett var upp í listahöllinni í Malmö og spannaði all- an listferil hans, en hér er lögð áhersla á verk unnin á Loðmundar- firði eða undir áhrifum af íslenzkum náttúrubrigðum. Langt er síðan málarar á megin- landinu gerðu sér grein fyrir þeim fjársjóði sem birtumögn norðursins og veðrabrigði eru, hinu kristalstæra ljósi sem gerir skilsmun fjarlægða svo óljós. Harðgerum gróðurmögn- um sem liggur svo mikið á að teyga að sér lífsmögnin á naumu sumri, og þó litríkir og iðgrænir gróðurblettir sem ber við fjölþættan hrjóstrugan jarð- armöttulinn. Að telja alla þá málara upp sem hafa leitað í smiðju ljós- brigða norðursins væri nokkurt mál. Þó má nefna að sjálfur Claude Monet, meistari áhrifastefnunnar, er málaði hið fræga málverk Impression, sem nafn liststefnunnar er dregið af, leit- aði til Noregs og löngu seinna Anselm Kiefer, einn af höfuðmeisturum ný- viðhorfa í Þýskalandi, og höfðu hvor á sinn hátt mikið gott af. Þessi mikli og myndræni fjársjóð- ur er þannig beint fyrir framan okkur norðurálfubúa, umlykur alla tilveru okkar og fylgir í hverju skrefi. Er þó að meginhluta til í sérgildu óáþreif- anlegu formi og þannig abstrakt í víð- asta skilningi hugtaksins. Við getum þannig ekki höndlað veðrabrigðin, flutt birtuna til og því síður myrkrið, ráðið vindáttum né skipulagt úr- komu, hvorki pantað góðviðri á sumri né mylgring er stórrhríðir geisa um vetur, því síður klósiga og rósafingur í hinu háa er þungbúin ský hrannast yfir. Litið til þessa alls hljóta einhverjir að undrast hví norrænir leiti ekki meira í þessi föng í næsta nágrenni, gerast frekar skósveinar stærri menningarheilda og fjarstýrðra við- horfa. Hér er áhrifastefnan sýnileg í sjálfri náttúrunni, fjölþættar óform- legar jarðmyndanir náskyldar Art in- formel og Tassisma. Innbyggð frum- form í klettaveggjum sbr. stuðlaberg, leiða hugann að byggingarfræði myndflatarins og strangflatalist, óræðar formanir í landinu sjálfu að yfirraunsæi, surrealisma. Leitaði ekki Dali á heimaslóðir, litla þorpsins Figueras í Katalóníu, þegar landslag skyldi þáttur í yfirraunsæ sköpunar- verk hans? Leyfi mér að vitna enn einu sinni í Jean Fautrier, höfuðpaur óformlega málverksins: „Engin list- grein er fær um að miðla, ef hún er ekki hluti þess raunveruleika sem hún hrærist í.“ Fautrier var þá að svara opinberlega þeirri fullyrðinga sporgöngumanna sinna: „Að óraun- veruleiki hins óformlega (informela) tjái alls ekkert.“ Allt þetta segir okkur, að íslenzkir málarar eigi öðru fremur að leita til þeirra fanga sem þeir hafa allt um kring og milli handanna hverju sinni, síður langt yfir skammt. Að hafna al- farið náttúrunni eða fígúrunni er ígildi þess að afneita lífinu. Maðurinn getur svo trauðla orðið meira en upp- runi hans gefur tilefni til, á hér ekki að setja sig á háan stall, einungis miðla, er þó ekki háður hlutvöktum formunum frekar en óhlutlægum, áþreifanlegum frekar en óáþreifan- legum. Engu frekar en sjálf náttúran sem býr til hlutvakin áþreifanleg form úr óáþreifanlegum ögnum, hins vegar er formleysa naumast til nema í dauðum hlutum, grunnfærum og andvana gjörningum klastrarans. Enginn skyldi misskilja rýninn og álíta að hann sé hér að halda fram ein- hverrri ákveðinni stefnu og stílbrögð- um í þessu skrifi sínu, því fer fjarri. Einungis um að ræða að miðla við- teknum sannindum til þess sem les, leitast til að hreyfa við hugsanaferli hans. Mörgum mun trúlega spurn, hvar landið sé í myndum Koberlings, verða hvorki varir við þekkjanlegar útlínur þess né né beina myndræna frásögn sem tengist reynsluheimi þeirra. En hér gilda lögmál hughrifa, hins innra auga, þannig eru form myndverka listamannsins í litlu frá- brugðin því sem hann hefur gert áður og gerir í heimalandi sínu, í annan stað yfir þeim heilli og ferskari blær. Þetta kemur helst fram er allt gengur upp um lit og formrænan tærleik svo sem í myndunum, Viðbrögð sjávar- ins, akryl á ál, 2001 og Veðrabrigði I, akryl á ál, 2001 í stóra salnum uppi. Báðar ríma við ljósmögn sumarbirt- unnar svo sem listamaðurinn meðtek- ur hana í lofti og gróandi Austur- landsins. Þetta segir okkur líka að hann hefur vaxið með landinu og þannig er nokkur annar og þýðversk- ari svipur yfir myndunum í opna rým- inu niðri, þar sem gesturinn stað- næmist helst við hina afburða vel máluðu mynd, Landlínur á vestur- vegg, olía á striga, 1988, auk þess sem stóru svörtu myndirnar á hliðarvegg frá 1989 sækja á, en njóta sín auð- sjánlega ekki til fulls í hinu einhæfa harða ljósi. Myndir tærleika og birt- umagna á endavegg og innskoti, sem eru af nýrri gerð bera með sér meiri nálgun við fjölþætt brigði sumarbirt- unnar. Alveg ljóst að hinn ágæti þýski málari Bernd Koberling, hefur sótt eitt og annað til birtuflæðis sumarins á Loðmundarfirði, og er hvernig sem á er litið mikilsverður gestur inn í sali Listasafns Reykjavíkur. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsinu Opið alla daga frá kl. 10-18. Til 10. mars. Aðgangur 500 krónur, gildir einnig í Ás- mundarsafn og á Kjarvalsstaði. Sýning- arskrá/ bók frá listahöllinni í Malmö, með þýðingum á öllum ritgerðum í henni 3.500 kr. MÁLVERK BERND KOBERLING Hrif af landi Listamaðurinn við málaratrönurnar á Loðmundarfirði. Dýpt landslagsins. (1999). Bragi Ásgeirsson LEIKFÉLAG eldri borgara, Snúð- ur og Snælda, frumsýnir tvo leik- þætti í dag kl. 16 í Ásgarði í Glæsibæ. Fyrri þátturinn er söng- og gaman- leikurinn „Í lífsins ólgusjó“ eftir Guðlaugu Hróbjartsdóttur, Bryn- hildi Olgeirsdóttur, Bjarna Ingvars- son og leikhópinn, og „Fugl í búri“ eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikstjóri sýningar- innar er Bjarni Ingvarsson. „Fyrri þátturinn er upprifjun frá síldarárunum á Siglufirði með níu dægurlögum frá ýmsum tímum. Þetta eru nokkur leikatriði sem tengjast með tónlistinni. Það eru lög sem flestir þekkja,“ segir Bjarni leikstjóri. Höfundarnir og leikendurnir eru allir af þeirri kynslóð sem upplifði síldarárin á 6. og 7. áratugnum. „Þau eru nokkur hér í hópnum sem voru í síld og þekkja þetta frá fyrstu hendi.“ Seinni þátturinn segir Bjarni að sé dramatískur gamanleikur. „Þetta var fyrsti leikþátturinn sem Snúður og Snælda sýndu fyrir tíu árum. Einn leikendanna, Sigrún Péturs- dóttir, leikur sama hlutverkið og þá. Þarna segir frá aldraðri ekkju sem er að halda upp á afmælið sitt og börnin mæta að sjálfsögðu. Sam- skipti þeirra við mömmuna snúast mikið um kallinn, sem greinilega réð öllu á heimilinu; krakkarnir halda að þau séu að gera mömmu sinni mik- inn greiða með því að mæta alltaf til hennar á sunnudögum en hún verður því fegnust þegar í ljós kemur að ekkert þeirra á heimangengt næsta sunnudag.“ Þetta er fimmta verkefnið sem Bjarni vinnur með Snúði og Snældu svo hann þekkir vel til hópsins. „Þetta er mjög samhentur hópur og allir eru staðráðnir í að hafa ánægju af þessu starfi.“ Sýningar eru í Ásgarði í Glæsibæ, félagsheimili eldri borgara, á mið- vikudögum og föstudögum kl. 14:00 og sunnudögum kl. 16:00. Morgunblaðið/Golli Úr fyrri leikþættinum, sem er upprifjun minninga frá síldarárunum á Siglufirði. Minning- ar frá síldar- árunum Leikfélag eldri borgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.