Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 56
ÞAU heita Dagbjört Rós Helgadótt-
ir, Kári Gunnarsson og Andri Óm-
arsson og leika Guðmundu, Magga
og Dodda í kvikmyndinni Gemsar
eftir Mikael Torfason sem frumsýnd
var á föstudaginn.
Myndin gerist í vinahópi unglinga,
sem búa í Breiðholtinu, á tveimur
nóttum og einum degi.
Og leikararnir eru allir sammála
um að það sé ekki spurning að þetta
er sannleikurinn.
Andri: Já, myndin er allt sem þú
veist ekki um unglinga og vilt ekki
vita, en þarft samt að vita það.
Dagbjört: Já, ég held að foreldrar
hefðu gott af því að sjá þessa mynd.
Kári: Og gott væri að fá smáum-
ræðu um hvað er að gerast í heimi
unglinganna og hrista upp í hlutun-
um.
Andri: Ef foreldrar myndu sjá
þessa mynd, yrðu þau ekki par hrifin
af börnunum sínum.
Dagbjört: Ég er líka viss um að
bæði krakkar og foreldrar geta séð
sig í einhverjum persónum í þessari
mynd.
Andri: Já, þetta er stór hópur og
allar týpur. Hún segir vel sannleik-
ann, kannski pínu ýkt stundum en
ekki mikið.
Kári: Samt ekki, þetta er það sem
er að gerast í dag. Það sem ungling-
arnir eru að gera um hverja einustu
helgi.
Blm: Doddi, sem Andri leikur, er
lagður í einelti og er barinn aftur og
aftur.
Kári: Já, það er alveg týpískt. Það
er alltaf einn sem er tekinn fyrir.
Andri: Einu sinni hét þetta of-
beldi, en núna heitir þetta einelti og
ég held að það sé að aukast að krakk-
ar séu teknir fyrir þrátt fyrir alla
umræðuna um einelti. Það hefur allt-
af verið erfitt að vera aðeins öðruvísi.
Kári: Doddi fær að hanga með en
má ekkert segja hvað sem er, einsog
brandara um einhvern annan, þá er
hann alveg tekinn fyrir.
Dagbjört: Guðmunda sem ég leik
er líka hálfgerður lúði og stelpurnar
eru leiðinlegar við hana.
KRISTÍN (leikin af Höllu Vilhjálms-
dóttur): „Segjum að bróðir þinn sé
í fangelsi af því að hann þurfti
endilega að neyða Guðmundu,
bestu vinkonu þína, til að gera fá-
ránlega hluti í rúminum þegar
hann var að hjakkast á henni fyrir
framan Gulla og Emblu í einhverju
partíinu...“
Blm: Eða strákarnir. Mér finnst
þeir enga virðingu bera fyrir stelp-
unum. Þær eru bara kynlífstæki fyr-
ir þeim. Guðmundu er eiginlega
nauðgað og hún gerir ekkert í því.
Dagbjört: Það er bara svo oft að
stelpur eru að fíla að vera með eldri
gaurum og gera hvað sem er til að
falla í hópinn.
Blm: Einsog þessi kynlífspartí
sem eiga að tíðkast þar sem ungar
stelpur eru með mörgum eldri
strákum.
Dagbjört: Já, ég hef heyrt um það.
Það er hræðilegt.
Andri: Þetta þekkist alveg en er
kannski ekki algengt.
Kári: Það eru skuggahliðarnar
sem allt hefur, og sem er verið að
fjalla um hér. Krakkarnir eiga líka
sín góðu tímabil og eru ekki alltaf
svona.
Andri: Þetta er kannski svolítið
tvískipt, en oftast hafa samt foreldr-
ar enga hugmynd um hvað er í gangi.
það væri gaman fyrir foreldra að sjá
þessa mynd, þeir sjá kannski barnið
sitt í einni persónu og og ættu að
reyna að fylgjast betur með hvað er í
gangi. Ég trúi því t.d ekki að for-
eldrar viti ekki einu sinni þegar
börnin þeirra reykja.
Blm: Krakkarnir virðast láta allt
yfir sig ganga, einelti og kynferðis-
lega misnotkun.
Dagbjört: Það er mjög sorglegt,
en allt er gert til að falla inn í hópinn.
SMÁRI (leikinn af Matthíasi
Mattíassyni): „Besti vinur þinn
gæti sofið hjá hvaða stelpu sem
er, og er núna með einhverri ætt-
leiddri gellu, Laufeyju. Það slitnar
ekki slefan á milli hennar og
Magga. Samt er Magga alveg
sama um hana. Hún er bara ekki
búin að leyfa honum að fara alla
leið og því þykist hann taka
þessu sambandi ógurlega hátíð-
lega.“
Kári: Nei, það er ekki alveg satt.
Hún er opinbera kærastan hans því
hann verður að láta sjá sig með
flottri gellu. Hann verður fúll ef ein-
hver reynir við hana.
Blm: Laufey er frá Indónesíu, og
m.a.s íslenskur bróðir hennar talar
niðrandi um hana. Er mikið kyn-
þáttahatur meðal unglinga?
Kári: Kannski meðal þeirra sem
ekki þekkja hana ekki, en ekki hjá
fjölskyldunni.
Andri: Fólk sem þekkir ekki litaða
Íslendinga, tekur oft ekki eftir því
þegar það er með niðrandi athuga-
semdir í þeirra garð. Og fattar ekki
hvað það er að segja. Ég hef tekið
eftir því hjá sjálfum mér eftir að ég
eignaðist litaða vinkonu, og ég álít
mig ekki rasista.
Blm: Strákarnir eru allir að reyna
að vera svo miklir töffarar.
Kári: Smári er aðallega að reyna
að vera töffari. Það eru svo margir
sem eru það ekki en eru að reyna.
Andri: Þetta er bara baráttan um
völdin innan hópsins, bæði í stórum
og litlum hópum. Fólk vill láta taka
eftir sér.
Kári: Það skiptir öllu máli.
MIKAEL (handritshöfundur og
leikstjóri): Snemma á ferlinum var
ákveðið að Gemsar myndu gerast
í blokkahverfum Fella- og Hóla-
hverfis. En þar eru flestar sen-
urnar teknar fyrir utan stóra senu í
miðbæ Reykjavíkur og Kringlunni.
Gemsar er því sannkölluð úthverf-
amynd unnin í samvinnu við þá
unglinga sem leika í myndinni.“
Blm: Er myndin sérstaklega ein-
kennandi fyrir Breiðholt frekar en
alla Reykjavík eða úti á landi?
Andri: Nja.. myndin verður að
gerast einhvers staðar, en ég held að
hún gæti gerst alls staðar, þótt
Breiðholt hafi á sér slæmt orðspor.
Kannski er það smádjók að láta hana
gerast þar.
Blm: Nú eruð þið ekki úr Reykja-
vík. Kannist þið við þessa stemmn-
ingu?
Kári: Ég er úr sveit og þar er
þetta öðruvísi. Valdabaráttan er allt-
af til staðar, en þetta er ekki svona
gróft. Það gerist samt margt á
sveitaböllunum!
Dagbjört: Myndin hefði alveg get-
að gerst í Hafnarfirðinum...
Andri: ... og vesturbænum, Graf-
arvoginum. Alls staðar þar sem eru
unglingar.
Kvikmyndin Gemsar er allt sem þú veist ekki um unglinga…
Baráttan um völdin
Það er nöturleg og ofbeldisfull sýn á íslenska unglinga sem dregin
er upp í kvikmyndinni Gemsar. Hildur Loftsdóttir spurði leikarana
hvort þetta væri sannleikurinn.
Partístuð! Guðmunda í yfirheyrslu. Laufey talar í gemsann sinn.
Morgunblaðið/Þorkell
Dagbjört, Andri og Kári í alvöru.
hilo@mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„LÖGIN í Gemsum gefa smjörþefinn af því sem
íslenskir krakkar eru að hlusta á í dag og end-
urspegla fjölbreytnina. Hér sullast tegundirnar
saman – Rokk og raf, rapp og popp – enda er
ekkert eðlilegra en víðsýni. Þetta er flest glæ-
nýtt stöff og allt íslenskt, en ég ætla að sleppa
ykkur við rövl um hvað íslenskt tónlistarfólk
sendur framarlega. Það veit hver heilvita mað-
ur hvort sem er.“ Þannig er yfirlýsing Gunnars
Hjálmarssonar inni í umslagi geislaplötunnar
Gemsar en platan inniheldur efni frá rappsveit-
um eins og XXX Rottweilerhundum og Af-
kvæmum guðanna til rokksveita eins og Maus
og Ensími. Óþekkt nöfn eru svo áberandi, en
t.a.m. eiga Smarty Pants, Coral og BMX inn-
legg.
„Þetta er náttúrlega ekki kvikmyndatónlist,“
segir Gunnar. „Mikael bað mig um sjá um þetta
og í byrjun reyndi ég að búa til eitthvert svona
„kvikmyndatónlistar-veggfóður“ en ég nennti
því ekkert þegar til kastanna kom. Fannst það
mjög óáhugavert – að vera að búa til einhverja
tónlist sem lyti þeim lögmálum að því minna
sem þú tækir eftir henni því betri væri hún.“
Gunnar segir brosandi að aðrir snillingar geti
séð um slíkt.
„Þannig að ég ákvað að gera það sem ég kann
skást. Þ.e. að búa til einhver popplög. Ég samdi
því nokkur slík og fékk ýmsa meistara til að ljá
þeim barka (t.d. Stefán Hilmarsson, Hreimur
og Heiða). Nú, svo er þetta mynd um unglinga
og mig langaði til að vera með tónlist sem að
passaði við þá. En þó með þeim skilyrðum að
það væri íslenskt og helst eitthvað nýtt og
ferskt. Þannig er gaman að hafa þessar rapp-
sveitir þarna en textagerðin þar er það lang-
besta sem maður hefur heyrt í íslenska poppinu
lengi.“
Gunnar segist hafa sett sig upp á tær og
skimað eftir efni.
„Sæmilega víðsýnn unglingur er að fíla rokk,
rapp og raftónlist hlið við hlið. Ég vann því smá
rannsóknarvinnu með hjálp miðla eins
og rokk.is (sem hýsir mp3-skrár með nýju, ís-
lensku efni) og gagnvirku útvarpsstöðina mu-
zik.is. Þessi rapplög voru öll meira og minna
komin þangað. Síðan hafði ég samband við afa
íslenska hipp-hoppsins, Sesar A, og hann var
mér innan handar.“
Gunnar segir að um lágmarksfjármagn hafi
verið að ræða og hann því hagað seglum eftir
þeim vindunum.
„Þannig að það var ekki mikið í boði fyrir
böndin – þetta er næstum því bara Snarl 4!“
segir hann og hlær og vísar þar í safnsnældur
sem hann gaf út á merki sínu Erðanúmúsík fyr-
ir meira áratug.
Snarl 4
Það var Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr.
Gunni, sem sá um tónlistarval fyrir myndina
Gemsar eftir Mikael Torfason. Arnar Eggert
Thoroddsen innti hann góðfúslega skýringa.
Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni.
arnart@mbl.is
Morgunblaðið/Arnaldur
Tónlistin í Gemsum