Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR J. Sigurðsson,forseti bæjarstjórnar Akur-eyrar, mun láta af starfibæjarfulltrúa í lok febrúarnk., eða um það leyti sem hann tekur við nýju starfi deildar- stjóra fjármálasviðs Norðurorku. Sigurður hefur setið í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í um 28 ár og aðeins Jón G. Sólnes, fyrrverandi alþingismaður, hefur set- ið lengur en sjö kjörtímabil í bæjar- stjón Akureyrar. Jakob Frímanns- son, fyrrverandi kaupfélagsstjóri KEA, sat einnig í bæjarstjórn í 28 ár, eða sjö kjörtímabil, frá 1942 til 1970. Jón G. Sólnes sat í bæjarstjórn frá árinu 1942–1970 og svo aftur árið 1982–1986, eða í samtals 36 ár. Á þessu tímabili hefur Sigurður starfað með sex bæjarstjórum, Bjarna Ein- arssyni, Helga Bergs, Sigfúsi Jóns- syni, Halldóri Jónssyni, Jakobi Björnssyni og Kristjáni Þór Júl- íussyni. Yfirstandandi kjörtímabil verður nánast á enda þegar Sigurður hættir í bæjarstjórn. „Norðurorka er fyrir- tæki í eigu Akureyrarbæjar og mér finnst óeðlilegt að deildarstjórar fyr- irtækja sem alfarið eru í eigu bæj- arins eða sviðsstjórar hjá bænum sitji á sama tíma í bæjarstjórn. Menn geta sinnt störfum í þágu bæjarfélagsins með öðrum hætti en ekki innan bæj- arstjórnar. Við höfum haft þá tíma að rafveitustjóri sat í bæjarstjórn og bæjarverkfræðingur var varamaður í bæjarstjórn en það þótti ekki heppi- legt að menn væru yfirboðarar sjálfs sín. Bæjarfulltrúar þurfa að geta tek- ið á málum án þess að þurfa að horfa á þau frá eigin hagsmunum eða þeirra stofnana sem þeir vinna fyrir. Ég tel það heldur ekki skynsam- legt að taka þátt í bæjarmálaumræð- unni á kosningaári og vera um leið starfsmaður bæjarfélagsins. Þá held ég að mér veiti ekkert af því að helga mig þessu nýja verkefni þá mánuði sem framundan eru.“ Áhugavert að takast á við ný verkefni Sigurður hefur starfað sem for- stöðumaður svæðisskrifstofu Skelj- ungs á Akureyri í rúman aldarfjórð- ung. „Ég er af þeirri kynslóð sem fór snemma út á vinnumarkaðinn í stað langskólanáms. Ég hef minn starfs- aldur unnið í viðskiptum, verslun og þjónustu og þar af hjá Skeljungi frá árinu 1975. Það leggst vel í mig að taka við þessu nýja starfi, enda alltaf áhugavert að takast á við ný verkefni. Ég vona að þekking mín og reynsla nýtist Norðurorku vel og að ég geti þannig áfram unnið bæjarfélaginu nokkurt gagn.“ Sæti Sigurðar í bæjarstjórn til loka kjörtímabilsins tekur Páll Tómasson arkitekt. Ljóst er að miklar breyting- ar verða á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar og aðeins tveir af fimm aðalmönnum flokksins frá síðustu kosningum munu ljúka kjörtímabilinu. Valgerður Hrólfsdóttir lést fyrir aldur fram á síðasta ári, Vilborg Gunnarsdóttir flutti til Hafnarfjarðar í fyrra og Sig- urður hættir innan tíðar. Sigurður var 28 ára gamall er hann settist í bæjarstjórn árið 1974. „Ég hafði mikinn áhuga á stjórnmálum á þessum tíma og starfaði með hópi ungra og vaskra sjálfstæðismanna. Mál þróuðust á þann veg að mér bauðst að taka fjórða sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosning- arnar 1974, sem ég þáði. Okkur gekk vel í kosningunum, náðum inn 5 mönnum og bættum við einum manni. Þessi sigur okkar fór hins vegar fyrir brjóstið á öðrum framboðum og við vorum settir út í kuldann og náðum því ekki að mynda meirihluta það kjörtímabilið. Við höfum tvívegis fengið fimm menn kjörna í bæjar- stjórn, árið 1974 og svo nú síðast, 1998, en við höfum í gegnum tíðina verið með þrjá til fimm bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar.“ Erfið en ögrandi ákvörðun að fara úr 1. sæti í 4. sæti Í kosningunum árið 1978, eftir að hafa verið í minnihluta í bæjarstjórn, tapaði Sjálfstæðisflokkurinn tveimur mönnum en þá skipaði Sigurður ann- að sæti listans. Árið 1982 tók Sigurð- ur fjórða sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins og í kosningum þá fékk flokkurinn fjóra menn kjörna. Sig- urður fór einnig í fjórða sætið fyrir síðustu kosningar, árið 1998, eftir að hafa leitt listann árið 1994. Sjálfstæð- isflokkurinn fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum og bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum. Þá skipaði Kristján Þór Júlíusson fyrsta sætið og var hann jafnframt bæjarstjóra- efni flokksins. Sigurður sagði að það hefði vissulega verið erfið en jafn- framt ögrandi ákvörðun að fara úr fyrsta sæti listans 1994 í það fjórða í síðustu kosningum. „Það var hins vegar freistandi að glíma við fjórða sætið, vinna það og gott betur og ég sé því ekki eftir því að hafa tekið slag- inn. Ég hef fundið fyrir sterku per- sónufylgi og miklum stuðningi, sem hafði mikil áhrif á þessa jákvæðu nið- urstöðu.“ Þegar Sigurður var fyrst kjörinn í bæjarstjórn árið 1974, komu Sigurð- ur Hannesson múrameistari og Bjarni Rafnar læknir einnig nýir inn í bæjarstjórn. Fyrir voru Gísli Jóns- son, Sigurður Óli Brynjólfsson, Jón Sólnes, Valur Arnþórsson, Stefán Reykjalín, Ingólfur Árnason, Freyr Ófeigsson og Soffía Guðmundsdóttir. „Þetta var mjög góður skóli í upphafi en þarna voru menn sem voru búnir að starfa lengi í bæjarmálunum. Þeir höfðu fylgst vel með þróun bæjar- félagsins og höfðu þetta úthald og þrek sem er svo nauðsynlegt í starf- inu. Þarna fór fram alveg ágætis póli- tísk umræða sem gaman var að taka þátt í og læra af. Að öðrum ólöstuðum eru þessir menn sem ég hóf störf með í upphafi eftirminnilegastir.“ Hitaveituframkvæmdirnar stærsta málið Á þessum 28 árum í bæjarstjórn Akureyrar hefur Sigurður komið að flestum málum og setið í flestum nefndum sveitarfélagsins. „Það má segja að ég hafi aðeins átt starf bæj- arstjóra eftir en ég hef nú aldrei sóst eftir því starfi. Það er ekki fyrr en Jakob Björnsson er ráðinn bæjar- stjóri að ráðinn var pólitískur bæjar- stjóri. Fram að því hafði verið ráðið í stöðuna af meirihlutanum á hverjum tíma. Þetta er því aðeins annað kjör- tímabilið þar sem bæjarstjóri er odd- viti framboðs.“ Sigurður sagðist líta sáttur yfir far- inn veg, því margt jákvætt hafi verið að gerast í uppbyggingu bæjarfélags- ins á þessum árum. „Það er fjölmargt sem stendur upp úr í minningunni og mörg verkefni sem sveitarfélagið hef- ur ráðist í sem ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í. Fyrst vil ég nefna þá ákvörðun bæjarstjórnar að hefja hitaveituframkvæmdir árið 1976, sem er stærsta málið sem ég hef tekið þátt í á þessu tímabili. Fyrir þann tíma var litið svo á að hér væri ekkert heitt vatn að finna og að þetta yrði raforkuhitað svæði til frambúð- ar. Og þannig voru línurnar lagðar, bæði gagnvart húsbyggjendum og stjórnvöldum í upphafi áttunda ára- tugarins. Menn voru þó ekki á eitt sáttir, þótt búið væri að leita hér á svæðinu að vatni í tvo til þrjá áratugi með litlum árangri. Þó höfðu menn vitneskju um heitt vatn á Laugalandi á Þelamörk og Kristnesi og þetta litla vatnsmagn sem fannst fyrir ofan bæ- inn og varð til þess að sundlaugin var byggð á sínum tíma. Hins vegar varð niðurstaða rann- sókna sú að ástæða þótti til að kanna betur svæðið fram á Laugalandi, í gamla Öngulsstaðahreppi, og bæjar- stjórn ákvað að leggja í þá fjárfest- ingu. Boraðrar voru þrjár holur, sú fyrsta gaf mikið vatn, önnur holan mistókst en sú þriðja gaf mjög vel. Það var mat jarðvísindamanna að svæðið gæti gefið um 300 sekúndu- lítra af 90 gráðu heitu vatni. Í fram- haldinu var gerð áætlun um hitaveitu fyrir Akureyri og þegar þær niður- stöður lágu fyrir var ákveðið að ráð- ast í verkefnið. Það kom fljótt í ljós að svæðið á Laugalandi var ekki að skila því vatnsmagni sem ráð var fyrir gert og leiddi til þess að áfram þurfti að leita að heitu vatni á Eyjafjarðar- svæðinu. Og það er sá kostnaður sem er helsta ástæðan fyrir háu orkuverði í bænum. Ákvörðun um hitaveitu- framkvæmdirnar var tekin í kjölfar olíukreppunnar í heiminum árið 1974. Í kjölfarið hækkuðu vextir mikið og ég man að við vorum að glíma við 18% vexti á Bandaríkjadal. Framkvæmd- irnar og vaxtagjöld þurfti að fjár- magna með nýjum lántökum sem leiddi til enn frekari skuldaaukningar hjá hitaveitunni. Ákvörðun um að hefja framkvæmdir var að mínu mati rétt og hefur skilað okkur hagsæld á þessum tíma þrátt fyrir hátt orku- verð.“ Sigurður sagði jafnframt að í tengslum við hitaveituframkvæmd- irnar hafi verið ráðist í gríðarlegar framkvæmdir við götur og gangstíga í bænum. Ábyrgðir bæjarins í tengslum við útgerð alltaf skilað árangri Næsta stórverkefni, sem kemur upp í huga Sigurðar, var bygging Verkmenntaskólans á Akureyri. „Á þeim tíma voru tvær leiðir varðandi framhaldsmenntun, annars vegar í Menntaskólanum á Akureyri og hins vegar í Iðnskólanum. Þó hafði Gagn- fræðaskóli Akureyrar byrjað með viðskipta- og sjúkraliðabraut, sem var fyrsti vísir að framhaldsnámi ut- an hefðbundins bóknáms í MA.“ Sigurður sagði að áætlun Akureyr- arbæjar um uppbyggingu VMA með fjölbreyttu námsframboði og um 850 nemendum, hefði fengið góðan hljóm- grunn. „Í kjölfarið varð Verkmennta- skólinn að veruleika og er þessi öfl- uga menntastofnun, sem breytti mjög miklu í bæjarfélaginu á þessum tíma.“ Akureyrarbær var einnig þátttak- andi í endurnýjun togaraflota Út- gerðarfélags Akureyringa á áttunda áratugnum og Sigurður segir að það hafi verið mjög jákvætt verkefni. „Bærinn samþykkti jafnframt bæjar- ábyrgð á breytingu gamals togara í frystitogara í Slippstöðinni árið 1983. Þá höfðu ungir athafnamenn í bænum keypt fyrirtækið Samherja í Grinda- vík og það var mjög ánægjulegt að fá að standa að því verkefni og allir þekkja framhaldið hjá fyrirtækinu. Það er nú líka svo að þrátt fyrir ýmis áföll í atvinnulífinu á Akureyri í gegnum tíðina, hafa ábyrgðir bæjar- ins sem tengst hafa útgerð alltaf skil- að árangri. Það tengist ÚA, Samherja og því þegar þeir Bjarni Bjarnason og Sverrir Leósson keyptu Súluna. Í landvinnslu í sjávarútvegi hafa hins vegar skipst á skin og skúrir. Við höf- um komið að fyrirtækjum eins K. Jónsson og Ístess, sem lent hafa í erf- iðleikum, en þær ákvarðanir hafa þó leitt til þess að þarna eru starfandi fyrirtæki í dag, (Fóðurverksmiðjan Laxá og Strýta, landvinnsla Sam- herja) þó svo að þau hafi farið í gegn- um þá gjaldþrotahrinu sem mætti mörgum fyrirtækjum.“ Háskólinn skiptir miklu máli fyrir bæjarfélagið Sigurður nefnir einnig endurupp- byggingu Krossanesverksmiðjunnar eftir brunann sem þar varð. Hann sagði að fyrirtækið hefði verið nánast gjaldþrota fyrir brunann vegna mik- illa fjárfestinga og hruns í loðnuveið- um. „Við breyttum fyrirtækinu í hlutafélag og náðum síðan að selja það og fyrirtækið gengur mjög vel í dag.“ Sigurður sagði að uppbygging Há- skólans á Akureyri hafi ekki komið mikið inn á borð bæjarstjórnar. Bær- inn lagði skólanum þó til helming hús- eignar Iðnskólans í upphafi. Sigurður sagði að bæjaryfirvöld hafi reynt að styðja HA eftir megni og að þar hafi allir bæjarfulltrúar verið samstiga. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppbyggingu skólans og þeirri jákvæðu þróun sem þar hef- ur átt sér stað, enda skiptir Háskól- inn miklu máli fyrir bæjarfélagið.“ Sigurður nefnir einnig þá tíð þegar fleiri hundruð manns unnu hjá iðn- aðardeild Sambandsins á Gleráreyr- um en að það veldi hefði hrunið. „Kjörtímabilið 1990–1994 vorum við að sjá hér allt að 1.000 manns á at- vinnuleysisskrá á tímabili, ekki síst vegna þeirra erfiðleika sem áttu sér stað á Gleráreyrunum. Aðeins Skinnaiðnaður stendur eftir en fyr- irtækið hefur þó farið í gjaldþrot og á í miklum erfiðleikum. Efnahagsum- Sigurður J. Sigurðsson hættir í bæjarstjórn Akureyrar Ákvörðunin um að hætta var alls ekki létt Eftir tæplega 30 ára setu í bæjarstjórn hefur Sigurður J. Sigurðsson ákveðið að láta af starfi bæjarfulltrúa. Á þeim tíma hefur hann starfað með sex bæj- arstjórum og tekið þátt í margvíslegri uppbyggingu Akureyrarbæjar. Kristján Kristjánsson ræddi við Sigurð um árin í bæjarpóli- tíkinni. Morgunblaðið/Páll A. Pálsson Bæjarstjórn Akureyrar 1974–1978. Sitjandi f.v. Valur Arnþórsson, Stefán Reykjalín, Helgi M. Bergs bæjarstjóri og Sig- urður J. Sigurðsson. Aftari röð f.v. Soffía Guðmundsdóttir, Ingólfur Árnason, Freyr Ófeigsson, Sigurður Óli Brynjólfsson, Gísli Jónsson, Sigurður Hannesson, Jón G. Sólnes og Bjarni Rafnar. Helgi M. Bergs tók við stöðu bæjarstjóra af Bjarna Einarssyni árið 1976. Morgunblaðið/Kristján Sigurður J. Sigurðsson á skrifstofu sinni hjá Skeljungi á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.