Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 15 10.259 7.296 02 3B / TA K T IK E nglendingar koma ekki langt á eftir Argentínu því 33,33% telja Argentínu- menn líklegustu heims- meistarana, 31,63% telja hins vegar að það verði Englendingar. Heims- meistarar Frakka koma næstir með 12,51%, þá Ítalir 6,75% og síðan eru Brasilíumenn, Portúgalir, Þjóðverjar, Írar og Spánn. Það vekur nokkra athygli að þegar fólk var spurt hvort það vildi frekar sjá liðið sitt verða enskan meistara eða England verða heimsmeistara kemur í ljós að 54,03% vilja frekar sjá liðið sitt verða meistara. 35,44% vildu heldur að Englendingar yrðu heims- meistarar og 10,53% sögðust ekki halda með Englendingum. 87,67% telja að Englendingar komist áfram úr sínum riðli á HM og 60,26% segjast muni tilkynna veikindi í vinnunni til að sjá úrslitaleikinn í HM. Flestir vilja Sven Göran Ef við höldum áfram að skoða nið- urstöður sem snerta landsliðið þá segja 66,21% að rétt sé að hafa Svíann Sven Göran Erkisson áfram sem landsliðsþjálfara ef honum takist að koma liðinu eitthvað áleiðis á HM og Svíinn er í fimmta sæti listans yfir kynþokkafyllsta manninn í boltanum. Þar er David Beckham í fyrsta sæti með 23,05% atkvæða, David Ginola næstur með 12,76%, Harry Kewell næstur með 9,77% þá Michael Owen með 7,81, Eriksson fékk 4,17%, Jamie Redknapp 3,85%, Emmanuel Petit 2,90%, Juan Pablo Angel 2,84% og Des Lynam 2,34%. 78,51% svarenda segist sjá leiki síns liðs í sjónvarpi, 12,33% fara nokkrum sinnum á völlinn á hverju ári, 3,65% sjá alla heimaleiki síns liðs, 2,96% flesta heimaleiki og 2,55% sjá alla leiki síns liðs. Liverpool fær 30,26% þegar spurt er um hvaða lið verði enskur meistari, en könnunin fór fram 21. desember til 2. janúar. Meistarar United eru næst- ir á blaði með 28,92% atkvæða, Arsen- al fékk 20,28% atkvæða, 9,79% töldu Leeds líklegasta til afreka, 4,59% sögðu Newcastle og 3,55% Chelsea. Samkvæmt könnunninni verða það Ipswich, Leicester og Derby sem falla en þar fyrir ofan verða Southampton, Bolton, Middlesbrough og Charlton. Englendingar telja ensku úrvals- deildina mest spennandi, 90,27% en 4,85% nefndu spænsku deildina, 4,36% þá ítölsku og 0,52% þýsku deildina. Cantona bestur Besti leikmaður sem leikið hefur í ensku úrvalsdeildinni er Eric Cant- ona að mati 25,57%. Michael Owen er næstur með 13,09% atkvæða, David Beckham fékk 9,71% og Peter Schmeichel 7,62%. Síðan koma Alan Shearer 5,88%, Ryan Giggs 5,64%, Dennis Bergkamp 3,13%, Patrick Vieira 2,69%, Ruud Gullit 2,47%, Ian Wright 2,34%, Roy Keane 1,90, Gian- franco Zola 1,81%, Robbie Fowler 1,76%, Paolo Di Canio 1,46%, Tony Adams 0,93% og David Ginola 0,85%. Dómarar fá ekki allt of góða ein- kunn en þó segja 53,31% að þeim hafi farið fram eftir að þeir urðu atvinnu- menn í faginu en 46,69% fannst þeir svipaðir og áður. 64,28% telja það til góðs ef dómarar gætu skoðað atvik aftur í sjónvarpi áður en þeir tækju ákvörðun en 35,72% vildu alls ekki sjá slík hjálpartæki. Nær allir sem spurðir voru töldu að erlendir leikmenn hefðu haft góð áhrif á þróun deildarinnar, eða 94,16% og 85,32% töldu að andrúms- loftið á leikjum væri betra núna en fyrir nokkrum árum. Flestir vilja Wembley Einnig var spurt hvort England þyrfti nýjan þjóðarleikvang og því svöruðu 77,89% játandi og 22,11% neitandi. Spurt var í framhaldi af því hvar slíkur leikvangur ætti að vera og 77,74% vilja að það verði Wembley, 18,46% sögðu í Birmingham og 3,80% í Coventry. Reuters Sven Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englands. Spá Argentínu sigri á HM Enskir knattspyrnuunnendur spá því að Argentína verði heimsmeistari í knatt- spyrnu. Þetta kemur meðal annars fram í viðamikilli knattspyrnukönnun sem gerð var fyrir enska sambandið þar sem 4.500 manns voru spurðir um ýmislegt sem við kemur knattspyrnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.