Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 49 Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar Reykjavík á nýrri öld Aðalskipulag Reykjavíkur 2001 - 2024 Opinn fundur um skipulagsmál Reykjavík á að taka vel á móti þeim sem vilja búa og starfa í borginni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynna tillögur sínar vegna Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 á fundi á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 5. febrúar klukkan 17.15. www.xd.is www.reykjvik2002.is Júlíus Vífill Ingvarsson Jóna Gróa Sigurðardóttir Inga Jóna Þórðardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Guðlaugur Þór Þórðarson Kjartan Magnússon Ávarp Björn Bjarnason menntamálaráðherra Fundarstjóri Guðrún Pétursdóttir varaborgarfulltrúi Loftmyndir Leitað verður svara við ýmsum brennandi spurningum um málefni samtímans og kristinnar trúar. Biblían. Hvernig varð hún til, hvert er gildi hennar og boðskapur? Jesús. Fjallað verður um líf, dauða og upprisu Jesú. Var hann frelsari eða loddari? Dauðinn og eilífðin Er líf eftir dauðann? Guð.Hver er Guð kristinnar trúar? Er hann karl eða kona? Hvað með aðra guði, hvernig mætum við fólki af öðrum trúarbrögðum? Hvað er kristin dulspeki? Hið illa í heiminum. Ef Guð er góður, hvaðan kemur þá hið illa? Hver er Djöfullinn samkvæmt Biblíunni? Kirkja. Hvað er kirkjan, hvert er hennar hlutverk? Ef kirkjan er samfélag kristinna, hvers vegna hefur hún þá gert svona margt illt í gegnum tíðina? Er þjóðkirkjan úrelt? Kristin siðfræði. Hvað segir Biblían um hjónabandið, fjölskylduna, sam- kynhneigð, stríð, vímuefnanotkun, misskiptingu auðæfa heimsins, virkjanir á hálendi Íslands? HVAÐ VILTU MÉR KRISTUR? Nýtt námskeið um kristna trú í Hafnarfjarðarkirkju. Skráning á skrifstofutíma í síma Hafnarfjarðarkirkju. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á tölvupósti theimis@simnet.is. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson, en margir lands- þekktir gestir koma í heimsókn og taka þátt í umræðum. HAFNARFJARÐARKIRKJA - ÞJÓÐKIRKJA Í ÞÍNA ÞÁGU. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Kópa- vogs (ÍTK) hefur afhentstyrki úr af- rekssjóði ráðsins fyrir árið 2002. Til úthlutunar voru tvær milljónir króna og samþykkti ÍTK að veita sautján íþróttamönnum styrki að þessu sinni. Sjö íþróttamenn hlutu styrki að upphæð 165 þúsund krónur, þau Arnar Sigurðsson, Tennisfélagi Kópavogs, Helga Dögg Helgadóttir og Ísak Halldórsson Nguyen, Dans- félaginu Hvönn, Jón Arnar Magnús- son, Breiðabliki, Jóhanna Rósa Ágústsdóttir, Rúnar Alexandersson og Viktor Kristmannsson, fimleika- fólk hjá Gerplu. Tíu íþróttamenn fengu styrk að upphæð 85 þúsund krónur, þau Að- alheiður María Vigfúsdóttir og Andri Karlson er stunda frjálsar íþróttir hjá Breiðabliki, Bjarki Birg- isson sundmaður hjá ÍFR, Dýri Kristjánsson og Inga Rós Gunnars- dóttir fimleikafólk hjá Gerplu, Fríða Sigurðardóttir blakkona hjá HK, Gunnar Þ. Gunnarsson og Sigmund- ur E. Másson GKG, Harpa Dögg Kjartansdóttir og Sindri Már Páls- son skíðafólk hjá Breiðabliki. 17 íþrótta- menn hljóta styrk ÍTK IÐNAÐARMANNAFÉLAGIÐ í Reykjavík er 135 ára í dag, sunnu- daginn 3. febrúar. Félagið var stofn- að 3. febrúar 1867 af hópi iðnaðar- manna í Reykjavík. Í gegnum árin hefur Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík markað spor í sögu Reykjavíkur. Þar má nefna að félagið gaf styttuna á Arn- arhóli af Ingólfi Arnarsyni (gjöf til þjóðarinnar). Fagmenn innan félags- ins smíðuðu og félagið færði borg- arstjóraembættinu í Reykjavík borgarstjórakeðjuna. Einnig stofn- aði félagið og byggði gamla Iðnskól- ann við Tjörnina.og rak hann um 50 ára skeið. Núverandi formaður félagsins er Örn Guðmundsson, veggfóðrara- og dúklagningameistari, segir í frétta- tilkynningu. Iðnaðarmanna- félagið í Reykja- vík 135 ára INNRITUN er hafin á Heilsudaga– námskeið gegn streitu í Heilsustofn- un NLFÍ í Hveragerði. Þetta er vik- unámskeið haldið dagana 17. til 24. mars nk. Námskeiðin eru mjög fjöl- breytt. Þátttakendur mæta á sunnu- dagseftirmiðdegi og dagskráin hefst á mánudagsmorgni og lýkur næsta sunnudagsmorgun. Í Heilsustofnun er lögð áhersla á að bæta jafnt lík- amlegt og andlegt ástand til þess að dvalargestir nái sem bestri heilsu á líkama og sál. Í boði eru gönguferðir, slökun, nudd, vatnsleikfimi, línu- dans, fyrirlestrar, umræður, ráðgjöf o.fl. Tilvísun þarf ekki frá lækni á þessi námskeið. Þátttaka tilkynnist í síma eða beidni@lfi.is., segir í frétta- tilkynningu. Heilsudagar – námskeið gegn streitu SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins fór í á annan tug útkalla á föstu- dag vegna sinubruna. Voru útköllin í þremur sveitarfélögum, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Að sögn varðstjóra hjá slökkvilið- inu tóku þessir brunar mikinn tíma og orku frá slökkviliðsmönnum og voru einn til tveir bílar í því að slökkva sinuelda. „Það má benda fólki á það að þetta bæði truflar og skemmir og heldur okkar mannskap á stöðum sem þeir eiga ekkert að vera á ef við þyrftum að sinna öðru,“ segir hann. Á annan tug sinubruna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.