Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 21
leiðast að taka að mér þessa stöðu og af því leiddu ferðalög, m.a. til Noregs, Finnlands, Þýskalands, Kanada, Bandaríkjanna og víðar. Ég veit ekki hvort Angelica hafði þarna sín áhrif – en óneitanlega nennti ég að gera þetta,“ segir Sig- mundur og hlær. Náttúruvara en ekki lyf Á glasinu utan um Angelicukem- ur fram að í því er alkóhól, blaða- maður spyr hvort verið geti að það valdi einhverju um hin góðu áhrif. „Nei, það er af og frá, til þess er magnið alltof lítið. Það eru efnin úr jurtunum sem gefa áhrifin,“ svarar Sigmundur. „Ég hef rannsakað og lesið mér til um á Netinu hvað gæti skýrt þessi áhrif. Ég rakst á nokkrar vís- indagreinar sem geta útskýrt m.a. þau örvandi áhrif sem veigin hefur. Á fyrrnefndri heimasíðu er vitnað í þessar greinar. Efni þessi eru hlið- stæð efnum í hressandi kaffi. Kaffi og te eru þau jurtaseyði sem al- gengust eru hér á landi. Efnin í Angelicu eru ekki nákvæmlega eins, þau virka síðar og lengur. Í umræddri veig eru líka efni sem hafa ekki ósvipuð áhrif og kvíða- stillandi efni. Þetta kann að skýra þessi ummæli um aukna vellíðan sem sumir tala um sem reynt hafa Angelica. Fimmtán einstaklingar hafa reynt jurtaveigina með góðum ár- angri um nokkurt skeið og bera flestir henni vel söguna, ekki síst telja þessir einstaklingar að þeim hafi aukist orka, kraftur og vellíðan. Einn af þeim sem tóku þátt í þess- ari tilraun varð þó að hætta neyslu ngilsins Morgunblaðið/Þorkell veigarinnar, en sá einstaklingur þolir einnig illa kaffi og te. Honum fannst Angelica of örvandi. Sumir hinna hafa verið að ná sér eftir erfið veikindi og telja jurtaveigina hafa virkað mjög vel.“ En hvað með markaðssetningu erlendis? „Við ætlum að reyna fyrir okkur með sölu á framleiðslunni erlendis. Hingað hafa þegar komið í þrígang sænskir markaðsaðilar til að skoða málið og er stefnt að markaðssetn- ingu í Svíþjóð í haust. Það ber að leggja áherslu á að Angelica er ekki lyf heldur efni sem ætlað er til að styrkja forvarnir svipað og lýsi. Við teljum fyrst og fremst að veigin hafi fyrirbyggjandi áhrif og fólki líði betur af henni. Mjög miklar rannsóknir og mæl- ingar hafa þegar farið fram í tengslum við þetta verkefni. Á veg- um Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands hafa unnið að þessu auk mín þau Steinþór Sigurðsson líf- efnafræðingur og Sigríður Jóns- dóttir efnafræðingur. Margrét Guðnadóttir prófessor í veirufræði og Helga Ögmundsdóttir, dósent, Rannsóknarstofu Krabbameins- félags Íslands, hafa og unnið með okkur, svo og Jónas Hallgrímsson, prófessor frá Rannsóknarstofu HÍ í meinafræði, Björn Þorsteinsson líf- fræðingur og Ásdís Helga Bjarna- dóttir, ræktunarfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri, Helga Erlendsdóttir og Ing- ólfur Guðnason,garðyrkjubóndi á Engi í Laugarási, auk stúdenta. Komið hefur í ljós í þessum rann- sóknum að þarna eru á ferðinni efni sem óneitanlega vinna á ýmsum krabbameinsfrumum í ræktun. Þetta hafa rannsóknir á krabba- meini í músum staðfest. Þess ber að geta að vísindamenn erlendis hafa fengið hliðstæðar niðurstöður. Það sem greinir okkar rannsóknir frá þeim erlendu er að við erum að vinna að rannsóknum sem miða að nýtingu á íslenskum jurtum. Nóg framboð er af hvönn í þessa framleiðslu. Bæði vex hvönn villt víða um land, t.d. í eyjum á Breiða- firði, og svo er verið að rækta hvönn í þessu skyni og þar kemur Land- búnaðarskólinn á Hvanneyri inn í og Ingólfur á Engi í Laugarási. Við viljum gjarnan skapa skilyrði fyrir bændur að nýta sitt land með svona ræktun – ef við fáum frið og tæki- færi til þess að þróa þetta starf áfram. Ýmsir aðilar hafa styrkt okkur, m.a Rannsóknarráð Íslands, Bændasamtökin, Nýsköpunarsjóð- ur námsmanna og Aðstoðarmanna- sjóður stúdenta. Þá hafa ýmsir sér- fræðingar hjálpað okkur með ráðum og dáð. Við hjá Raunvísinda- stofnun HÍ og þá einkum ég berum hins vegar fulla ábyrgð á því sem fullyrt er í þessu sambandi. Sitt- hvað fleira kann að koma fram um þessar rannsóknir með tímanum.“ Má taka jurtaveigina með lyfjum? Hvað með lyf sem fólk tekur – má taka Angelica með öllum lyfjum? „Ég tel rétt að fólk sem tekur lyf að staðaldri ráðfæri sig við lækni áður en það fer að taka inn um- rædda jurtaveig eða önnur náttúru- efni. Gott væri þá að byrja hóflega, t.d. með hálfri teskeið. Á fyrr- nefndri heimasíðu, sagamedica.is, er hægt að fá margvíslegar upplýs- ingar og við viljum gjarnan koma af stað umræðu um þessi mál. Þótt vissulega sé rétt að fara varlega má þó ekki kæfa alla nýbreytni. Það er mjög margt ókannað á sviði ís- lenskra lækningajurta. Til dæmis er vallhumall mjög merkileg jurt sem í eru virk græðandi efni. Vall- humall var kallaður jurtaplástur hér áður fyrr og var notaður til að græða sár og stöðva blæðingar. Þörf fyrir vítamín og hollustuefni Það er nú svo að þörf fólks fyrir vítamín og heilsubótarefni er mjög misjöfn, þeir sem eru hraustir og á góðum aldri og borða fjölbreytt fæði þurfa þessa miklu síður en þeir sem eldri eru og lasnir. Eitt langar mig að komi hér fram. Mælt er með því að fólk borði grænmeti en það skiptir máli hvernig það er matreitt. Reynsla okkar hér sýnir að ef t.d. lauf eru soðin þá fara verðmætustu efnin út í soðið. Sama máli gegnir með grænmeti – ef það er soðið í vatni þá er hætt við að áhugaverðustu efnin fari út í soðið. Margir fleygja soðinu og þá hinum dýrmætu efnum með. Súpur eru hins vegar góður kostur, þá nýtast hollustuefnin og grófmetið í grænmetinu.“ Lýsi, streita og skyndidauði Dr. Sigmundur Guðbjarnarson, prófessor og fyrrum rektor Háskóla Íslands, hefur sem kunnugt er stundað um áratugaskeið rannsókn- ir sem lúta að hjartasjúkdómum, streitu, mataræði og lýsi. „Hægt er að hafa áhrif á streitu- þolið með mataræði. Við birtum t.d. fyrir nokkru grein þar sem greint var frá niðurstöðum rannsókna á áhrifum lýsis á magasár. Í ljós kom að rottur sem voru settar í þröngt búr og hafðar þannig í streituum- hverfi í 16 tíma höfðu allar fengið mörg lítil magasár fyrir vikið. Þær sem gefið hafði verið lýsi höfðu fengið helmingi fleiri magasár en hinar sem fengið höfðu annað feit- meti. Þetta kom okkur á óvart. Við skildum þó ástæðuna þegar við skoðuðum magaslímhúðina og magaveggina í rottunum. Ef gefið er of mikið af omega-fitusýrum í langan tíma þá ryðja þær út úr himnunum öðrum fitusýrum sem eru nauðsynlegar fyrir varnir slím- húðarinnar. Gæta þarf hófs í allri neyslu, um það er ég að skrifa núna. Þetta er mjög áhugavert. Öll búum við við streitu og spurningin er hvaða áhrif hún hefur á streituvið- kvæm líffæri eins og maga og hjarta. Rannsóknir hafa sýnt að omega-fitusýrur í réttum mæli geta hindrað tíðnitruflanir í hjarta og skyndidauða. Öll munum við deyja en það skiptir máli hvenær það ger- ist. Við viljum lifa sem lengst við góða heilsu – um það snýst viðleitn- in í lyfja- og læknisfræði. Mér hefur lengi þótt það forréttindi að fá að vinna á þessum vettvangi. Oft er óneitanlega á brattann að sækja en ég hef notið þessa starfs með góðu fólki.“ gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 21 Rannsóknarráð Íslands auglýsir almenna styrki úr Rannsóknanámssjóði 2002 Hlutverk Rannsóknanámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám að loknu grunnnámi við háskóla. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til framfærslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna að meistara/doktorsverkefni sínu. Rannsóknaverkefni skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rannsóknaverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera verulegt og vel skilgreint. Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir al- mennum reglum háskóla. Athugið að umsóknir þurfa að áritast af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Vís- indanefnd viðkomandi háskóla eða samsvarandi aðili metur vísindalegt gildi verkefna, framkvæmda- og fjárhagsáætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda. Umsækjendur, leiðbeinendur jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega regl- ur sjóðsins og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Umsóknarfrestur um almenna styrki úr Rannsóknanáms- sjóði er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heimasíðu RANNÍS http//:www.rannis.is eða á skrifstofu RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800. Umsóknir skal senda til RANNÍS merktar „Rannsóknanámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknanámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Sjá heimasíðu RANNÍS varðandi nánari upplýsingar um FS-styrki. TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Monte Carlo Z 34 árgerð 1999 (ekinn 28 þús. mílur), Jeep Grand Cherokee Laredo árgerð 1997 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 5. febrúar kl. 12-15. SKÓLARÚTA Tilboð óskast í International skólarútu árgerð 1985. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.