Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 25

Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 25
vitra yfirvald látið mér í té svo ég geti sett þar eitthvað upp sem ætti að vera upphafið að „íslensku safni í Reykjavík“ og sameinað skólanum þegar að því kemur hann flytjist hingað. Þetta er þó í áttina! Vesalings fanginn minn hrópar á hjálp og frelsi, og mikil aðstoð getur, hlýtur og mun áreiðanlega veita honum það. Tvítök óskast, flokkuð nákvæm- lega, af öllum íslenskum náttúrugrip- um sem dönsku söfnin eiga og geta verið án (ef undan eru skilin hrygg- dýrin sem við sjálfir munum ugglaust ráða fram úr með). Í öllum guðanna bænum! Eitthvað verður að berast með vorinu; mín góða áætlun kollsteypist annars, það verður hlegið að mér og Ísland verð- ur af safninu. Í stuttu máli sagt: Ef svo fer, fæ ég ekkert afdrep í hinu nýja, fyrirhugaða skólahúsi og verð að selja safnið mitt hamhleypunni Siemsen!! Skilaðu þessu, kæri vinur, til Reinhardts og Forchhammers og láttu þá skilja að komist safnið á lagg- irnar geti það með tíð og tíma orðið hinum söfnuðum drjúgur liðsstyrkur. Þegar ég hef nú sagt þér allt af létta um þetta sný ég mér eins og til heyrir að öðru. Langar þig að heyra bæjarfréttir úr greninu okkar, þess- um óviðjafnanlega útskækli? Harmur – ó já – nóg er af honum. Kona Stef- áns Gunnlaugssonar landfógeta lést nýlega af barnsförum eftir að hafa al- ið honum tvíbura – dreng og stúlku – sem grafin voru með móður sinni. – Gleði – hana er einnig að finna. Hr. Edvard Siemsen hefur tekið sér fyrir konu Sigríði í klúbbnum og sonur þeirra var skírður í gær. Hann kærði sig kollóttan, þessi ótamdi æringi, og leit dagsins ljós á búðkaupsdaginn. – ----------- Afkomendur Siemsena eru fjöl- mennir hér í borg. Nefna má Einar B. Pálsson verkfræðing, Ólaf verkfræð- ing, Franz Eduard deildarstjóra og Þórunni Soffíu, húsfrú. Börn Magn- úsar Kjaran stórkaupmanns voru af ætt Siemsens. Móðir þeirra var Soffía dóttir Franz Eduards Siem- sens sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Franz Eduard Siemsen varð sýslumaður í Hafnarfirði, Árni Siemsen stórkaupmaður og ræðis- maður Íslands í Lübeck var sonur hans. Synir Árna eru Franz og Lud- vig kunnir verskunarmenn. Caroline Siemsen, eiginkona Ottós Þorláks- sonar og móðir Hendriks Ottóssonar, var dóttir Hendriks J. Siemsens. Af börnum þeirra eru margir afkomend- ur, Áskell Másson tónskáld meðal þeirra. „Íslensk tunga á við í íslenskum kaupstað, hvað allir athugi.“ Guðmundur Giss- urarson, næturvörður í Vaktarabænum. Teikning eftir Albertus van Beest. Höfundur er þulur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 25 Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði Kynningarfundur frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði 2002 Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði kynnir frambjóðendur í prófkjöri flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga á opnum fundi á veitingastaðnum Skútunni, mánudagskvöldið 4. febrúar kl. 20:00. Tónlistarflutningur á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og kynnast frambjóðendum flokksins Heimasíða: www.xdhafnarfjordur.is - Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Helga R. Stefánsdóttir, húsmóðir. Sigurlín Sveinbjarnardóttir, aðstoðarskólastjóri. Sigurður Freyr Árnason, sölustjóri. Ragnhildur Guðmundsdóttir, háskólanemi. Steinunn Guðnadóttir, bæjarfulltrúi. Valgerður Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar. Sigurður Einarsson, arkitekt. Gissur Guðmundsson, rlm. - bæjarfulltrúi. Magnús Sigurðsson, verktaki. Vilborg Gunnarsdóttir, tannsmíðameistari. Leifur S. Garðarsson, aðstoðarskólastjóri. Ágúst Sindri Karlsson, lögmaður. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri. Þóroddur S. Skaptason, löggiltur fasteignasali. Haraldur Þór Ólason, framkvæmdastjóri. Almar Grímsson, lyfjafræðingur. INGE Jensen frá Mo i Rana, í Noregi, sýnir fimmtán málverk í aðalsal Hafnarborgar. Eins og svo margir samlandar hans virðist Jen- sen hafa orðið djúpt snortinn af ný-expressjónisma þeim sem ruddi sér til rúms í listaheiminum í byrj- un níunda áratugarins. Nýja mál- verkið, eins og fyrirbærið er gjarn- an nefnt hér heima, var að vísu afar misjafnt og margvíslegt. Það gat gengið á með expressjónískum töktum fengnum frá Þýskalandi, en ný-expressjónisminn á þeim bæ var jafnfjölbreytilegur og málar- arnir voru margir. Þannig er varla nokkur sam- nefnari til með þeim Baselitz, Penck, Lüpertz, Immendorf og Kiefer annar en striginn og mál- aragræjurnar. Ef aðrir ný-ex- pressjónistar eru dregnir inn í púl- líuna vandast málið enn frekar. Hvar á að skipa Oehlen-bræðrun- um, Kippenberger, Walter Dahn eða Polke? Eru þeir einnig ný-ex- pressjónistar? Þá eru ótaldir allir þeir sem komu frá öðrum löndum, Ítalíu, Bandaríkjunum, Sviss og Austurríki. Svo virðist einmitt sem ýmislegt hafi skolast til í áhrifaflóðinu sem Inge Jensen mætti í upphafi ferils síns, en hann lauk námi úr Listakademíu Vesturlands í Björg- vin, árið 1983. Við nánari athugun er það nefnilega harla lítið sem finna má af ný-expressjónisma í verkum málarans, en þeim mun meira af eldri stílbrigðum, einkum fengnum frá Parísarskóla fimmta og sjötta áratugarins og skyldum evrópskum útibúum hans í Þýska- landi, Ítalíu og víðar. Jensen setur gjarnan saman verk sín úr smærri einingum. Þess- um smárömmum raðar hann utan um einhvers konar kjarna, sem einnig getur verið samsett- ur úr smærri römm- um. Í kjarnanum er oft að finna einhvers konar hraunkennt víravirki, en slíkar skreytikenndar, upphleyptar línur – stundum fengnar beint úr túpunni – þekja margar mynd- ir málarans. Einnig getur ramminn sem smáferningarnir mynda utan um kjarnann verið skaf- inn í þar til gert mynstur svo úr verður skrautkennd, þrykkættuð endur- tekning. Frómt frá sagt eru verk Inge Jen- sen alltof yfirveguð til að kallast ex- pressjónísk. Málar- inn virðist hvergi gleyma sér við gerð þeirra, enda vakir sjálfsagt það eitt fyrir honum að búa til skrautleg mynst- ur til að minna á Pollock, án þess að hamsleysi kúrekans góða frá Wyoming fæli frá hugfangna áhorfendur. Aðeins eitt verk á sýning- unni virtist geta vís- að út fyrir þennan sýndarexpress- jónisma. Spurningin er bara hvort listamanninn langi að sleppa úr sinni þægilegu prísund. Samsett verk MYNDLIST Hafnarborg Til 11. febrúar. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 11–17. MÁLVERK INGE JENSEN Halldór Björn Runólfsson „Dyr II“, eitt af verkum Inge Jensen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.