Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 29 Ráðstefna Áhrif EES-samningsins á íslensk sveitarfélög Haldin á vegum utanríkisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6, 8. febrúar 2002 DagskráKl. 12:45 Skráning og afhending fundargagna. 13:00 Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, setur ráðstefnuna og flytur ávarp. 13:25 Ávarp Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 13:35 Áhrif EES-samningsins á íslensk sveitarfélög. Björgvin Guðmundsson, sendifulltrúi. 13:50 Félagsmálaráðuneytið, sveitarfélögin og Evrópumálin. Guðjón Bragason, lögfræðingur. 14:05 EES-samningurinn og málefni umhverfisráðuneytisins. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri. 14:20 Hagsmunagæsla Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna EES-samningsins. Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunarsviðs. 14:35 Fyrirspurnir. Kaffihlé 15:15 Reynsla norskra sveitarfélaga af EES-samningnum. Åse Erdal, fulltrúi norska sveitarfélagasambandsins í Brussel. 15:35 Samstarfsáætlanir ESB á sviði vísinda, mennta- og menningarmála – þátttaka sveitarfélaga. Jóhanna Helga Halldórsdóttir, lögfræðingur í menntamálaráðuneytinu. 15:50 Byggðastefna Evrópusambandsins. Kristján Skarphéðinsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. 16:05 Áhrif aðildar að ESB á sænsk sveitarfélög. Tommy Holm, sérfræðingur í alþjóðadeild sænska sveitarfélagasambandsins. 16:25 Evrópusamvinna: Tækifæri og/eða ógnun fyrir íslensk sveitarfélög. Gísli Gíslason, bæjarstjóri. 16:40 Fyrirspurnir. 17:00 Ráðstefnuslit. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Ráðstefnustjóri verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Ráðstefnugjald er kr. 3.500. Veitingar eru innifaldar í þátttökugjaldi. Þátttaka óskast tilkynnt skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga eigi síðar en 7. febrúar nk., í síma 515 4900, með myndsendi á númerið 515 4903 eða á tölvupóstfangið sigridur@samband.is . NÝJU VORLITIRNIR KOMNIR STEFAN ROSENTHAL, förðunarmeistari frá Guerlain, veitir ráðgjöf í eftirtöldum verslunum: Mánud. 4. feb. Hygea Smáralind. Sími 554 3960. Þriðjud. 5. feb. Hygea Laugavegi. Sími 511 4533. Miðv. 6. feb. Hygea Kringlunni. Sími 533 4533. Fimmtud. 7. feb. Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. Sími 568 5170. Föstud. 8. feb. Andorra, Hafnarfirði. Sími 555 2615. Laugard. 9. feb. Clara Kringlunni. Sími 568 9033. Tímapantanir í verslunum ÞAÐ er forvitnilegt að velta fyrir sér við frumsýningu leikgerðar þess- arar skáldsögu Levs Nikolajevitsj Tolstojs hvað valdi því að rússnesk leikrit og leikgerðir rússneskra skáldsagna hafa verið jafn vinsæl við- fangsefni meðal íslensks leikhúsfólks á undanförnum árum og raun ber vitni. Vonandi er það ekki vegna þess að íslenskt nútímasamfélag eigi svo margt sameiginlegt með Rússlandi á síðari hluta nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu. Keisaradæmið var á heljarþröm og engin önnur lausn virtist finnast við úreltri þjóð- félagsskipaninni en að bylta öllu við og byrja upp á nýtt. Svaranna er fremur að leita í dul- úðinni sem er svo rík í rússneskri þjóðarsál. Hún virðist finna samhljóm í hinni íslensku. Flest hinna stórkost- legu rússnesku bókmenntaverka og leikrita frá þessu tímabili virðast eiga það sameiginlegt að persónurnar eiga allar erfitt með að fóta sig í lífinu; þær leita takmarks til að stefna að og velta endalaust fyrir sér spurningunni hver sé tilgangurinn með lífinu. Þessar vangaveltur tengjast gjarnan mögu- legum betrumbótum á þjóðfélags- gerðinni – persónurnar taka gjarnan afstöðu í umræðu síns tíma. Þær þrá nýja tíma og gera sér enga grein fyrir að landið stefnir úr öskunni í eldinn. Saga Önnu Kareninu hefur verið endursögð í fjöldamörgum gerðum, á leiksviði, á hvíta tjaldinu og í sjón- varpi. Nær allar þessar leikgerðir eiga það sammerkt að leggja áherslu á hinn fræga ástarþríhyrning og í raun umbreyta aðeins hluta skáldsög- unnar. Helen Edmundson reynir að leggja hina tvo ólíku söguþræði sem Tolstoj spann um Önnu Kareninu annars vegar og Levin hins vegar til grundvallar enda skili sér þá leikverk sem endurspegli betur það sem höf- undurinn hafði fram að færa í sög- unni. En hvernig kemur þessi leikgerð þessari löngu og yfirgripsmiklu skáldsögu á svið? Það verður að fall- ast á að hún gerir það með besta móti. Vel er fylgst með þróun ástarsam- bands Önnu og Vronskís greifa og samanburðurinn við Levin og Kittý er skýr og greinilegur. Aftur á móti eru ýmsir annmarkar á máli leikgerð- arinnar, sem er rislítið og óskáldlegt. Þessi flatneskja sést í þýðingunni þrátt fyrir góðan vilja Árna Berg- mann. Atriðin eru fjöldamörg og stærstur hluti þeirra örstuttar myndir. Þetta er nauðsynlegt til að koma sem mestu til skila. En í stað þess að treysta á leikgerðina stenst leikstjórinn ekki freistinguna að bæta við nokkrum at- riðum til að skerpa á sínum skilningi á verkinu og lengja önnur, taka út lítils- háttar persónur og bæta við öðrum slíkum. Allt stefnir þetta að sama markmiði – að gera sýninguna áhrifa- meiri og trúrri verki Tolstojs. Veigamestu viðbæturnar eru fjöl- mörg atriði þar sem persónurnar túlka með stílfærðum hreyfingum til- finningar sínar. Flest þessi atriði eru falleg og þjóna tilgangi sínum. Öðrum er ofaukið eða að ákveðnar lausnir eru ofnotaðar. Sem dæmi má nefna grímuklædda persónu Nikolaj Levins í hlutverki dauðans sem ásækir Önnu frá upphafi verksins uns hún fellur í faðm honum í leikslok. Hugmyndin er góð en þegar hún er ofnotuð missir hún marks og verður aðhlátursefni. Það var á stundum eins og óperu- draugurinn hefði villst inn í þetta rússneska drama, ráfaði um skiln- ingssljór og hvæsti í ráðaleysi sínu að vegfarendum. Með þessum viðbætum verður sýn- ingin firnalöng. Þá er tekið á það ráð að skera niður atriði úr leikgerð Hel- en Edmundson og stytta önnur. Síð- an er lögð áhersla á að skiptingar milli atriða gangi greiðlega svo að sýningin taki eins stuttan tíma og auðið er. Afleiðingin verður skyggnu- myndasýning í símskeytastíl þar sem leikurunum er gert mjög erfitt fyrir að tjá þær tilfinningar sem bærast innra með þeim persónum sem þeir eiga að túlka. Til að skila harmi og trega þarf næði og ró – en tími er af afar skornum skammti í þessari sýn- ingu. Það er líka sárgrætilegt hvernig sum dramatískustu atriði leiksins týnast í draumkenndum danshreyf- ingum. Besta dæmið er dauði Önnu sem í stað þess að verða ógnvænlegur hápunktur ótal tilvísana í járnbraut- arlestir líður hjá í draumi. Þessi draumkenndi stíll er studdur af afar fallegri tónlist og vandaðri út- litshönnun sýningarinnar. Glæsileg leikmyndin minnir í einfaldleika sín- um á stíl opinberra rússneskra bygg- inga á síðasta hluta keisaratímans. Hún myndar stílhreinan ramma um leikhópinn í mörgum fallegum mynd- um. Reykur og snjór minna á eim- reiðir og vetrarhörku og ríkjandi blámi ljósanna kallast á við litasam- setningu búninganna. Búningar jafnt karla sem kvenna eru ýmist stór- glæsilegir ballkjólar og einkennis- búningar eða formlausar dulur alls- leysingjanna. Einu húsgögnin eru nokkrir borð- stofustólar og öll herlegheitin hvíla á kampavínsglösum úr kristal sem einnig eru áberandi leikmunir í hönd- um leikaranna. En þessi naumhyggja gengur út í öfgar þegar Kittý neyðist til að ala barn á nokkrum stólum sem tíndir hafa verið saman og Önnu er ógnað af leikhópnum sem notar vín- glösin sem leikhússjónauka. Það er mjög misjafnt hve vel leik- urunum tekst að byggja upp persón- ur sínar við þær aðstæður sem sýn- ingin bauð upp á. Stefán Jónsson átti stórleik sem Levin og var verðug andstæða við Margréti Vilhjálms- dóttur, sem var í senn töfrandi og brjóstumkennanleg sem hin ógæfu- sama titilpersóna. Á þeim tveimur veltur hvort áhorfendur geta gengist leiknum á vald. Það var greinilegt að það skipti í tvö horn með áhorfendur – ýmist flóðu þeir í tárum eða að um- búðirnar komu í veg fyrir að harm- leikurinn snerti við þeim. Brynhildi Guðjónsdóttur tókst vel upp sem Kittý, ástkona Levins, og Stefán fékk góða svörun í samleik þeirra, auk þess sem Brynhildur stóð sig afar vel sem Serjosha litli. Baldur Trausti Hreinsson brást aftur á móti sem Vronskí greifi. Hann tók sig vel út á sviðinu, skilaði textanum fullkomlega, hreyfði sig eins og fyrir var lagt, tók jafnvel danssporin laglega en það var eins og Margrét léki á móti steinvegg, svo mjög skorti á útgeislun Baldurs. Ástríðan í sambandi Önnu og Vronsk- ís virtist því algerlega einhliða og eins og Margrét léki einu tilfinninga- veruna í ástarþríhyrningnum. Jó- hann Sigurðarson var alltof viðkunn- anlegur sem Karenin, eiginmaður hennar. Hvar var fúllyndi hans og harðstjórn? Það leit út fyrir að Anna hefði gert sér upp óánægjuna í hjóna- bandinu, svo lítilfjörleg virtust um- kvörtunarefni hennar. Kristbjörg Kjeld stóð fullkomlega fyrir sínu jafnt sem hin stórláta greifafrú og sem eini fulltrúi alls rúss- nesks sveitalýðs. Ragnheiður Stein- dórsdóttir skapaði einstaklega áhugaverða persónu úr Mösju hótel- stúlku og brá upp mynd af hvikulu eðli hinnar aðalbornu Betsýjar. Flýt- irinn og niðurskurðurinn komu í veg fyrir að Kjartan Guðjónsson og Þór- unn Lárusdóttir yrðu trúverðug í harmrænum hlutverkum hjónanna óhamingjusömu sem urðu í staðinn aðhlátursefni. Þröstur Leó Gunnars- son var sannfærandi sem hinn deyj- andi Nikolaj Levin og það er ekki við hann að sakast að leikstjórinn ofnot- aði persónuna í táknrænum tilgangi. Þetta er falleg og á stundum hjart- næm sýning sem líður fyrir það að leikstjórinn hefur færst of mikið í fang. Hér hefði mátt huga betur að aðalatriðunum í stað þess að láta harmleikinn liggja eftir í brotum. Morgunblaðið/Ásdís „Ástríðan í sambandi Önnu og Vronskís virtist algerlega einhliða,“ segir Sveinn Haraldsson m.a. í umsögn sinni: Margrét Vilhjálmsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson í hlutverkum sínum. Harmleikur í brotum LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur skáldsögu: Lev Tolstoj. Höf- undur leikgerðar: Helen Edmundson. Þýðing: Árni Bergmann. Leikstjórn: Kjart- an Ragnarsson. Tónlist: Egill Ólafsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Leikmynd: Gretar Reyn- isson. Sviðshreyfingar: Ástrós Gunn- arsdóttir. Leikarar: Baldur Trausti Hreins- son, Brynhildur Guðjónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson, Krist- björg Kjeld, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Stefán Jóns- son, Þórunn Lárusdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Föstudagur 1. febrúar. ANNA KARENINA Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.