Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ þarf ekki að faramörgum orðum um þaðað veturinn er árstímifjölbreytilegra kvefpesta.Ef vel árar fyrir veirur og bakteríur þá bætast við kvefið sýkingar í kinnholum, ennisholum, hálsi, lungum og maga. Þegar allt þetta er samankomið í einum mannslíkama er svo sem ekki óeðli- legt að viðkomandi persóna fari að kvíða komandi dögum og finnist sig skorta bæði framtak og þrek til að mæta þeim. En nú geta þeir pest- sæknu vonandi horft til betri tíðar með blóm í haga – eða nánar til tek- ið; blóm í maga – hafin er fram- leiðsla á jurtaveig sem á að styrkja landslýð í baráttu að allan þennan krankleika. Vísindamenn með dr. Sigmund Guðbjarnason í fararbroddi hafa um árabil unnið að rannsóknum á ætihvönn með þeim árangri að nú er komið á markaðinn veig af þess- ari jurt og nefnist framleiðslan Angelica. Í jurtaveig þessari er lífrænt ræktað hráefni eða hráefni safnað fjarri byggð. Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri annast tilrauna- ræktun, hráefnisöflun, þurrkun og gæðaeftirlit á því hráefni sem notað er til framleiðslunnar, sem fram fer hjá Mjólkursamsölunni í Búðardal. Angelica hefur samkvæmt mæl- ingum virkni gegn bakteríum, veirum og krabbameinsfrumum, auk þess sem það hefur ónæmisör- vandi virkni. Önnur virkni sem kom fram við reynslukönnun hjá mönn- um er t.d. aukin vellíðan, orka og kraftur, minni kvíði og streita og aukinn kjarkur. Vísindamennirnir hafa áhuga á að rannsaka enn frek- ar anti-oxidant virkni jurtaveigar- innar í tengslum við hjarta- og æða- sjúkdóma og krabbamein. Svo og virkni sem dregur úr sýrumyndun í maga, sem og virkni gegn helico- bacter pylori í maga, en þessar bakteríur stuðla að myndun maga- sára. Aukinn kraftur og framtakssemi Blaðamaður Morgunblaðsins átti fund með dr. Sigmundi Guðbjarna- syni og þáði þá að gjöf eitt glas af umræddri jurtaveig. Sigmundur tók blaðamanni vara fyrir að taka meira en eina teskeið af jurtaveig- inni. „Hefur þú sjálfur reynt þessa af- urð?“ spurði blaðamaður. „Já, ég hef notað Angelica í ár og mér fannst koma í ljós áhrif sem ég átti ekki von á. Mér finnst jurta- veigin hafa gefið mér aukinn kraft og aukna framtakssemi. Ég stóð mig að því að drífa í ýmsu sem kon- an mín hafði fyrir löngu beðið mig að gera en ég hafði hummað fram af mér. Allt í einu brá svo við að mér fannst þetta ekkert erfitt lengur. Ég tók meira að segja boði sem ég hafði fengið um að fara í fyrirlestra- ferð til Ástralíu. Við fórum í þessa ferð hjónin og fannst hún ekki nærri því eins erfið og við höfðum haldið. Þess ber að geta að konan mín, Margrét Þorvaldsdóttir, hefur tekið saman ýmislegt um sögu lækninga frá örófi alda og er hægt að nálgast það og ýmislegt fleira um hvönn á slóðinni sagamedica.is.“ Saga lækninga og læknajurta Á umræddri heimasíðu kemur fram að saga lækninga og lækn- ingajurta er sennilega jafngömul mannkyninu og alltaf hafa komið tímabil þar sem menningarþjóðir hafa náð talsverðri þróun í lækn- ingum. Á leirtöflum frá því um 670 f. Kr. sem fundust í hallarrústum við Nineveh eru skráð um 300 lyf úr plöntum, trjám, rótum og fræjum, ávöxtum, steinefnablöndum og fleiru. Þar er getið um lyf gegn hjartasjúkdómum og athygli vakin á bættu mataræði. Forn-Egyptar voru álitnir fremstir meðal lækna og sum lyf þeirra eins og laxerolía, ólífuolía, ópíum og saffron eru enn notuð á okkar tímum. Gyðingar þróuðu forvarnir með áherslu á hreinlæti og Grikkir litu á sjúk- dóma sem afleiðingu af ójafnvægi í starfsemi líkamans. Hippokrates (460–357) hefur verið nefndur faðir læknisfræðinnar. Hann byggði lækningaaðferðir sínar á samvinnu við náttúruna. Gott mataræði, böð, hvíld, ferskt loft og nudd voru mik- ilvæg atriði í meðhöndluninni. Á lyfjalista hans voru m.a. uppsölulyf og deyfilyf eins og belladonna, óp- íum og fleira. Grískir grasafræðing- ar skilgreindu jurtir í flokka eftir ilmi, til matargerðar og til lækn- inga. Mat hans á jurtum og lækn- ingamætti þeirra var notað í fimm- tán aldir, fram til 1500. Á miðöldum ríkti sú skoðun hins vegar hjá kirkj- unnar mönnum að sjúkdómar væru refsing og voru bænir, föstur og iðr- un iðkuð sem helstu úrræði við sjúkdómum. Munkar í klaustrum stunduðu þó lækningar, höfðu jurtagarða og sérstök sjúkrarúm. Á 16. og 17. öld urðu fremur litlar framfarir í læknisfræði. Á 18. öld urðu borgir stærri og þekking á jurtum fór dvínandi en þá urðu margvíslegar framfarir í rannsókn- um í læknisfræði. Menn gerðu sér þó grein fyrir að jurtir myndu áfram verða uppspretta áhrifamik- illa nýrra lyfja en nauðsynlegt væri að vinna úr þeim virku efnin, hreinsa þau og gefa í hæfilegum skömmtum. Flestar framfarir í lyfja- og læknisfræði hafa orðið á síðustu 100 árum. Menn uppgötv- uðu alls kyns tegundir af bakteríum og sóttvarnalyf þróuðust. Asperínið kom fyrst fram á 19. öld og á milli 1930 og ’40 kom súlfalyfið og vann á kokkasýkingum. Næsta stóra stökkið var svo þegar Alexander Flemming fann penisillínið um 1940 en sýklalyf stóðu almenningi al- mennt ekki til boða fyrr en um og eftir 1950. Veirur hafa reynst erf- iðari viðfangs en bakteríur og ekki tekist að þróa lyf sem læknar slíkt en unnin hafa verið mótefni við mörgum veirusjúkdómum. Nú um stundir er mikið leitað að efnum sem vinna á veirum og þá ekki síst í jurtum. Íslenskar rannsóknir, m.a. á vegum SagaMedica, hafa leitt í ljós að í íslenskum jurtum er tals- vert af veiruvirkum efnum sem geta unnið á harðgerum veirum. Og þar með erum við aftur komin að æti- hvönninni. Latneskt nafn sitt, Angelica archangelica, fékk hún af því að erkiengill á að hafa birst evr- ópskum munki á miðöldum og bent á hvönnina sem lækningajurt þegar drepsótt geisaði. Ætihvönnin er þekktasta lækn- ingajurtin á Íslandi með langa og merkilega sögu. Í Íslenskum lækn- inga- og drykkjarjurtum eftir Björn L. Jónsson segir um ætihvönn: „Styrkjandi, vindeyðandi, svitaauk- andi, ormdrepandi, uppleysandi, blóð- og vessahreinsandi, tíðaauk- andi. Góð við lystarleysi, upp- þembu, gulu, kveisuverkjum, hósta, skyrbjúg, fótaveiki og eitri. Rót og blöð má nota til matar. Þurrkaða rót skal iðulega tyggja í næmum sóttum. Hún er góð fæða með fiski og nýju smjöri og hið besta sælgæti bituð og sáldruð með sykri.“ En hvað skyldi hafa komið dr. Sigmundi Guðbjarnasyni til þess að fara að rannsaka ætihvönnina? „Fyrir níu árum hóf ég fyrir for- vitnissakir rannsóknir á lúpínuseyði Ævars Jóhannessonar sem hann hefur framleitt síðan 1988. Þær rannsóknir leiddu til þeirrar niður- stöðu að lúpínuseyðið styrkti að öll- um líkindum ónæmiskerfið. Þetta vakti áhuga minn og samstarfsfólks míns á því að rannsaka líffræðilega virk efni í íslenskum lækningajurt- um. Fjörutíu af áttatíu íslenskum lækningajurtum voru rannsakaðar en athyglinni var síðan beint að æti- hvönn og vallhumli. Einkum beind- ust rannsóknirnar að frumudrep- andi áhrifum efna sem gætu virkað á krabbameinsfrumur, áhrifum á ónæmiskerfið og áhrifum á bakt- eríur og veirur. Þetta leiddi síðan til framleiðslu á Angelica sem nú er sem sagt komin á markað,“ sagði Sigmundur. „Seyðið hef ég sem fyrr greindi prófað á sjálfum mér með góðum árangri. Ég er sjötugur og ætti réttu lagi að vera sestur í hinn margfræga „helga stein“. Ég var hins vegar hvattur til þess að taka að mér framkvæmdastjórastöðu hjá Vísinda- og tæknisamtökum á Norðurlöndum, fyrri framkvæmda- stjóri er jafngamall mér og var að hætta fyrir aldurs sakir. Ég lét til- Hvönn – jurt erkie Komin er á markaðinn jurtaveig sem ber nafnið Angelica og er unnin úr æti- hvönn. Dr. Sigmundur Guð- bjarnason hefur verið for- vígismaður rannsókna sem leitt hafa til þessarar fram- leiðslu. Í samtali við Guð- rúnu Guðlaugsdóttur ræðir hann um þessa jurtaveig, rannsóknir sínar og nið- urstöður í bland við ýmsan annan fróðleik. Dr. Sigmundur Guðbjarnason og Steinþór Sigurðsson við rannsóknarstörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.