Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isÍ I - .s ara i .is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 4, og 8. Sýnd í LÚXUS kl. 2, 6 og 10. B.i. 12 ára „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl Sýnd kl. 8 og 10.30. B.I. 16 ára. DVMbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.coml i i .  Kvikmyndir.com  DV Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni Gwyneth Paltrow Jack Black Frá höfundum „There´s Something About Mary“ og „Me myself & Irene“ kemur Feitasta gamanmynd allra tíma  SV Mbl  DV FRUMSÝNING Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ath! síðustu sýningar á Lord of the Rings í Lúxussal. FLJÚGANDI FÁKAR heitir heimildarmynd sem sýnd verður í Sjón- varpinu kl. 20.05. Höf- undur hennar er Hinrik Ólafsson leikari en hann vann myndina í samstarfi við Saga Film. Tildrögin voru þau að Hinrik komst í kynni við Will nokkurn Covert; knapa og hestatamninga- mann með meiru og fylgdist með með honum á ferðalögum um Banda- ríkin og Ísland. Fjölskylda Wills hefur um langt skeið stundað þjálfun, ræktun og sölu á hestum en síðustu ár hefur hún einvörðungu sinnt íslenska hestinum. Fyrir átta árum kviknaði hjá honum óslökkvandi áhugi fyrir hestum, einkanlega þeim íslenska, sem endaði með því að hann réð sig norður í land í þeim tilgangi að læra af íslenskum tamningamönn- um. Will náði fljótlega afar góðum tökum á íslenska hestinum, sem hinu ylhýra, og í dag á hann meira að segja íslenska kærustu. „Það er eins og hann hafi verið Íslendingur í fyrra lífi,“ segir Hin- rik og hlær. „Hann talar t.a.m. al- veg ótrúlega góða íslensku.“ Þetta er fyrsta heimildarmyndin sem Hinrik stendur að. „Ég hef komið að handritagerð, bæði í leik- húsi og reyndar í kvikmynd líka. Mér fannst þetta frábær vett- vangur til að tengja saman marga þætti; þá íslenska hestinn, náttúr- una hér og svo þetta ferðalag okk- ar sem við sjáum í myndinni. Jón Þór (Hannesson) í Saga Film kveikti strax á hugmyndinni og ég var farinn til Bandaríkjanna dag- inn eftir.“ Þess má geta að myndin hefur verið sýnd víðsvegar um Bandarík- in og hefur þar með þjónað góðu og gegnu hlutverki sem kynning á ís- lenska hestinum og náttúrunni hér. „Það er gríðarleg hestamenning í Bandaríkjunum, sérstaklega í miðríkjunum og suðurríkjunum,“ segir Hinrik. „Það er mikið um sýningar og kaupstefnur þarna og Will fer mikið á slíka viðburði til að kynna íslenska hestinn. Það er ógrynni af hestakynjum þarna úti og veit ég til þess að síðastliðin fimm ár hefur markaðsetningin á þeim íslenska verið framúrskar- andi.“ Heimildarmyndin Fljúgandi fákar Will Covert, með íslenska hestinn í baksýn. Íslenski hesturinn settur í öndvegi GAMAN var að renna aug-um yfir lista yfir besturokkskífur síðasta árs ogsjá hvað Bretar voru þar fáliðaðir. Víst komu út góðar skífur á Bretlandseyjum á síðasta ári en frumkvæðið og fjörið var allt fyrir vestan Atlantsála, hvort sem menn voru að hræra í rafblús, síðsýru, sveitarokki, afróbíti eða bara að poppa. Eitt helsta einkenni á rokk- inu að vestan var kannski að menn virtust vera búnir að átta sig á því að spilagleðin væri málið; það væri hægt að yrkja um dauða og djöful, en öllu skipti að tónlistin væri spiluð af gleði og krafti. Svo henta þessir tímar líka vel til endurvinnslu. Á næstunni er væntanleg hingað til lands ein skemmtilegasta rokk- sveit síðasta árs vestan hafs, The Strokes, en í kjölfar Strokes- æðisins á síðasta ári, aðallega í Bretlandi, hafa menn keppst við að giska á hvaða hljómsveit eigi næst leið upp á stjörnuhimininn. Þar eru margar nefndar, þar á meðal White Stripes, Von Bondies, Black Rebel Motorcycle Club, Andrew W.K. og svo má telja. Kíkjum aðeins á tvær þær síðarnefndu, sem báðar sækja innblástur til fyrri tíma, en í ólíkar áttir þó. Leitað aftur í tímann Mikið hefur verið látið með það að fjölmargar þeirra rokksveita sem hljóma hvað ferskastar í dag séu að leita aftur í tímann eftir inn- blæstri, White Stripes aftur í Miss- issippiblús, Von Bondies í Suð- urríkjarokk, Strokes í New York síðpönksnýbylgjuna og svo má telja. Þannig eru menn ytra gjarnir á að líkja Black Rebel Motorcycle Club, sem almennt kallast BRMC, við prýðissveitina The Jesus and the Mary Chain, sem var upp á sitt besta um miðjan níunda áratuginn. BRMC, sem hefur nafn sitt frá mótorhjólagenginu ægilega í Brando-myndinni The Wild One, hefur verið að í fimm ár eða svo. Framan af var sveitin tvíeyki þeirra Peter Hayes og Robert Turner, en þeir leika báðir á gítara og bassa og syngja, en eftir að hafa gutlað í hljóðveri leituðu þeir til Nick Jago sem tók að sér trommuleik. 1998 gáfu þeir félagar út disk í takmörk- uðu upplagi og með hann í fartesk- inu og miklu tónleikahaldi tókst sveitinni að komast á samning hjá Virgin hálfu ári síðar. Fyrsta stóra platan, B.R.M.C., kom út um mitt síðasta ár vestan hafs en er að rata hingað til lands um þetta leyti. Fimm laganna á plötunni eru af disknum sem þeir félagar gáfu út á sínum tíma, en hljómur á skífunni er þó áþekkur; ekki er annað að heyra en þeir BRMC-menn hafi lagt áherslu á að hafa hljóminn sem grófastan. Tónlist- in er þrungin bjög- un og klifun, eins og Jesus & Mary Chain var siður, en samlíkingin nær eiginlega ekki lengra, því þeir fé- lagar hafa náð að skapa sér sér- stakan stíl. Gleymið öllu nema rokkinu! Andrew W.K. var mjög hampað í kjölfar Strokes- látanna í bresku popppressunni á síðasta ári og því almennt spáð að hann ætti eftir að leggja rokkheim- inn að fótum sér. Hann hefur ekki síst vakið athygli fyrir yfirlýsingar sínar sem ganga út á að allir eigi að leggja samviskunni og félagslegum og menningarlegum höftum og skemmta sér sem mest þeir mega, gleyma öllu nema dynjandi rokkinu. Á vefsetri Andrew W.K. er að finna frumlegar skýringar á nafni hans, aukinheldur sem þar er óskilj- anleg æfisaga hans. Rétt er víst aft- ur á móti sagan af dreng sem fædd- ur er í Kaliforníu, elst upp Michigan og byrjar snemma að glamra á pí- anó. Píanóið hentaði ekki til að spila pönk og því sneri Andrew sér að trommuleik og var í ýmsum sveit- um. Sautján ára gamall var hann farinn að taka upp eigin lög og flutt- ist til New York til að koma þeim og sér á framfæri og hélt sólótónleika með hljómborð, geislaspilara og hljóðnema. Fyrsti diskurinn kom út 1999, kallaðist Girls Own Juice, og annar 2000, Party Til You Puke, en diskana gaf smáfyrirtæki út. Alblóðugur á umslagi Tónleikahald Andrews og útgáf- urnar urðu til þess að honum var boðið að hita upp fyrir Foo Fighters og í framhaldi af því komst hann á samning hjá Island. Það kallaði síð- an á hljómsveit sem varð til 2000 og í framhaldinu fluttist Andrew með sveitina til Flórída. Fyrsta breið- skífan, I Get Wet, kom út á síðasta ári, með Andrew alblóðugan á um- slagi, og fékk vægast sagt misjafnar móttökur. Flestir lofsungu þó plöt- una og mörg tímarit völdu hana með helstu skífum ársins, en þeir voru líka til sem kunnu alls ekki að meta tónlistina og ímyndina. Helst fer það í taugarnar á mönnum að Andrew er að hvetja ungmenni til að vera heimsk, hella sér út í nautnahyggjuna gagnrýnislaust, en þeir eru líka til sem segja allt saman tilbúning, markaðsvarning á við Linkin Park, Spice Girls nu- metalsins. Tónlist Andrew W.K. er rokk af einföldustu og þyngstu gerð. Liðs- menn hans eru þeir Jimmy Coup gítarleikari, sem áður lék með Coup de Grace, Donald „D.T.“ Tardy trommuleikari, áður í Obituary, Gregg R. bassaleikari og gítarleik- aranir E. Payne og Sergeant Frank og mannaskipanin segir óneitanlega sitt um tónlistina. Þeir sem þekkja þungarokk, að ekki sé talað um harðkjarna, myndu aftur á móti lík- astil ekki kalla Andrew W.K. rokk- sveit, þó hún sé hávær, en álit manna fer annars helst eftir því hversu mikinn húmor þeir hafa fyr- ir hamaganginum, því búið er að hreinsa út alla tilgerð og allt skraut, söngur er hrópaðir frasar og mörg laganna viðlag út í gegn. Ýmist hafa menn gaman af og brosa í kampinn eða þeir fórna höndum – man ein- hver eftir Slade? Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Spilagleðin er málið Allt fjörið í rokkinu virðist vera vestan hafs; þaðan koma þær hljómsveitir sem mesta athygli vekja í dag og eru að leika forvitnilegustu tónlistina. Nefndar eru til sögunnar tvær nýjar sveitir, Black Rebel Motorcycle Club og Andrew W.K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.