Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það var eins og blessuð skepnan skildi hvaða bræður hún bar. Ljós í myrkri Viðbrögð eru alveg frábær DAGANA 27. febr-úar til 3. marsverður haldin í Reykjavík hátíð sem ber yf- irskriftina Ljós í myrkri og verður fjölbreytt og viða- mikil dagskrá þar sem skipuleggjendur telja að allir muni finna eitthvað við sitt hæfi. Í heild sinni heitir hátíðin Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar Ljós í myrkri og framkvæmda- stjórinn heitir Lilja Hilm- arsdóttir. Hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins um uppá- komuna. Hver er tilurð Ljóss í myrkri? „Verkefnið ljósahátíðir var tekið inn á dagskrá menningarborgarársins ár- ið 2000. Hátíðir af þessum toga voru víða haldnar í öðrum menningarborgum. Ljósahátíðin sem haldin var hér í Reykjavík árið 2000 var samvinnu- verkefni þriggja norrænna borga, Helsinki, Bergen og Reykjavíkur, og haldin á svipuðum tíma í borg- unum þremur. Tilgangurinn var einkum sá að koma á norrænu samstarfi meðal listamanna í ýms- um greinum í gegnum ljósahátíðir í borgunum þremur samtímis. Há- tíðin í Reykjavík bar yfirskriftina Ljósin í norðri og var haldin í byrj- un nóvember árið 2000.“ Er um svipaða hátíð að ræða og menningarnótt? „Á ýmsan hátt er um svipaða há- tíð að ræða. Hátíðum sem Menn- ingarnótt og Ljós í myrkri er ætlað það markmið að borgarbúar geri sér daga mun og njóti skemmti- legrar og metnaðarfullrar dag- skrár og taki þátt í því sem boðið er upp á. Borgin tekur að sér að skipuleggja og hvetja aðra til að taka þátt og það hefur tekist mjög vel á Menningarnótt og viðbrögð við Ljósi í myrkri eru einnig alveg frábær. Menningarnótt er orðin ein vinsælasta hátíð ársins, haldin að sumri og hefur unnið sér ríkan sess í huga og menningarlífi borg- arbúa. Tilgangurinn með vetrarhá- tíð er auðvitað að ná svipuðu mark- miði og gera hana að árlegum viðburði. Stytta skammdegið með hátíðahöldum sem lífga upp á til- veruna á þessum tíma og veita birtu og yl inn í hjarta borgarbúa. Hátíð sem er fyrir alla aldurshópa og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Með þessum hátíðum er einn- ig verið að undirstrika áframhald- andi hlutverk Reykjavíkur sem menningarborgar.“ Hvar fer hátíðin fram og nefndu okkur dæmi um dagskrárliði. „Hátíðin fer fram í miðborginni, Laugardal og Elliðaárdal 27. febr- úar til 3. mars. Hún hefst með setn- ingu borgarstjóra á Lækjartorgi 27. febrúar. Dagskráin verður fjöl- breytt og viðamikil. Allir grunn- skólar borgarinnar taka þátt í há- tíðinni og hefur hver bekkjardeild fengið sitt verkefni tengt ljósi, myrkri, frosti og funa. Eins er farið með leik- skólana, sem einnig taka þátt með ýmsum uppákomum. Dagskrá verður líka í félagsmið- stöðvum víða um borgina. Í mið- borginni verða tónleikar í nokkrum kirkjum, bæði gospel, óhefðbundin kirkjutónlist og klassískir tón- leikar, jazz og ljós í Listasafni Ís- lands og sænski slagverksleikarinn Jonas Larsen verður með tónleika í Norræna húsinu. Fyrirlestrar verða í Ráðhúsinu um ýmis efni sem tengjast skammdeginu, eins og lækningarmátt ljóssins. Menn- ingarkvöld í Kaffileikhúsinu, rímur kveðnar, þjóðdansar, draugasögur, gjörningar á ýmsum stöðum í mið- borginni ásamt púkum og forynj- um sem verða á ferðinni. Verslanir og veitingahús miðborgarinnar munu koma að hátíðinni með ein- um hætti eða öðrum. Orkuveitan er samstarfsaðili borgarinnar að hátíðinni og þeir standa að sýningu í Rafheimum í Elliðaárdal þar sem ýmsar uppákomur verða. Einstakt samspil ljóss og vatns á Ingólfs- torgi, lýsingar á listaverkum borg- arinnar og margt annað fróðlegt og skemmtilegt. Landsvirkjun er annar stór samstarfsaðili og þeir taka þátt m.a. með sýningu í stjórnstöðinni við Bústaðaveg og standa fyrir fræðslu og skemmti- kvöldi í samstarfi við Þjóðminja- safnið. Í Laugardalnum verður dagskráin í Fjölskyldugarðinum, Laugardalslauginni og Skautahöll- inni, en þar verður m.a. boðið upp á fjölskylduskemmtanir, kertasund, tónlist, unglingadiskó og listdans svo eitthvað sé nefnt.“ Kostar þetta mikið? „Það er ljóst að hátíð af þessum meiði yrði mikill ef ekki kæmi til það óeigingjarna framlag þeirra sem styrkja hátíðina og gera hana mögulega með þátttöku sinni. Ákveðið fjárframlag kom frá borg- arráði og eins frá helstu styrktar- aðilum, Orkuveitunni og Landsvirkjun. Það er það ráðstöfunarfé sem við höfum og við það verður staðið.“ Það er risastórt raf- orkumastur á Arnarhóli, hvað er það að gera þar? „Háspennumastrið er framlag Landsvirkjunar til hátíðarinnar og ljós verður tendrað á því við setn- ingu hennar. Mastrið minnir okkur á þá orkuframleiðslu sem veitir ljósi og krafti inn í borgarlífið úr hinum náttúrulegu, ómenguðu orkulindum okkar, vatnsafli og jarðvarma..“ Lilja Hilmarsdóttir  Lilja Hilmarsdóttir er fædd í Hafnarfirði 1952. Útskr. úr Kvennaskólanum 1969 og lauk kennaraprófi v/ KHÍ 1973 og stúdentsprófi frá KHÍ 1974. B.A. í þýsku og sagnfræði frá HÍ 1981 og B.Ed. prófi frá KHÍ 1982. Próf frá Leiðsögumannaskóla Ísl. 1992. Kenndi v/Fjölbraut í Ármúla 1975–94 og frá 1989, stundað leiðsögn og fararstjórn erlendis. Kynningarstjóri m.m. hjá Samvinnuferðum Landsýn 1995–2001, en nú frkv.stjóri Vetrarhátíðar Reykjavík- urborgar, Ljós í myrkri. Lilja á tvær dætur, Ingibjörgu og Ragn- hildi. ...lýsingar á listaverkum borgarinnar unni og fyrirhuguðum framkvæmd- um er áætluð í marsmánuði, að því gefnu að Skipulagsstofnun úrskurði að skýrslan uppfylli tilskildar kröfur og þá ætti úrskurður Skipulags- stofnunar um hvort Norðlingaöldu- veita stenst mat á umhverfisáhrifum að falla í júnímánuði. Komi til kærumála vegna niður- stöðu Skipulagsstofnunar, gæti úr- skurður umhverfisráðherra legið fyrir í septembermánuði. LANDSVIRKJUN stefnir að því að skila skýrslu um mat á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðrar Norðlinga- ölduveitu í lok þessa mánaðar og gæti úrskurður Skipulagsstofnunar þá legið fyrir í sumar. Þetta er nokk- ur seinkun frá þeirri tímaáætlun sem kynnt var í tillögu að matsáætlun fyrir Norðlingaölduveitu í haust því þá var gert ráð fyrir því að úrskurð- ur Skipulagsstofnunar gæti legið fyrir í þessum mánuði. Þetta kemur fram á kynningar- síðu veitunnar. Þar eru þær skýring- ar gefndar að seinkunin skýrist eink- um af því að meiri tími hafi farið í vinnslu skýrslunnar og endanlegan frágang hennar en reiknað var með í haust þegar tillaga að matsáætlun var kynnt. Samkvæmt endurskoðaðri mats- áætlun er stefnt að því að skýrslan verði send Skipulagsstofnun fyrir mánaðamót, kynning á matsskýrsl- Matsskýrslu vegna Norð- lingaölduveitu seinkar ÍSLENSKA dans- og söngvamyndin Regína eftir Maríu Sigurðardóttur hefur verið valin til að keppa í flokknum „besta myndin“ á al- þjóðlegu barnamyndahátíðinni í Berlín í Þýskalandi. Barnamyn- dahátíðin er hluti af dagskrá kvik- myndahátíðinnar í Berlín. Regína keppir einnig um kristalbjörninn, en hann er veittur fyrir bestu myndina í flokknum „fyrsta mynd leikstjóra“. Berlínarhátíðin, sem haldin er í febrúar ár hvert, er svokölluð A- hátíð og það að vera tilnefnd í tveimur flokkum er mesta við- urkenning sem íslensk kvikmynd hefur nokkru sinni hlotið á svo virtri hátíð, segir í fréttatilkynn- ingu frá aðstandendum kvikmynd- arinnar. Kvikmyndaframleiðendur um allan heim senda valnefnd hátíð- arinnar myndir sínar, en aðeins lít- ill hluti þeirra er tekinn til sýninga. Úr þeim myndum sem sýndar eru á hátíðinni eru síðan valdar þær sem komast í keppnina. Regína á kvik- mynda- hátíðinni í Berlín ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.