Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 4. febrúar 1992: „Árið 1992 verður fimmta samdrátt- arárið í röð í þjóðarbúskap Íslendinga. Spáð er 6% minni þjóðartekjum en í fyrra, m.a. vegna afla- samdráttar. Efnahagslægðin og hrikalegur ríkissjóðshalli hafa kallað á aðhald og hag- ræðingu, bæði í rík- isbúskapnum og hjá einka- fyrirtækjum, sem sum hver hafa runnið saman í stærri og sterkari heildir. Ljóst er að störfum fækkar, m.a. hjá ríkinu, yfirvinna dregst sam- an og tekjulíkur fólks skerð- ast meðan samfélagið er að rétta úr kútnum. Við slíkar aðstæður þykir það tíðindum sæta árið 1992 að tylft sveit- arfélaga seilist dýpra í vasa íbúa sinna eftir skattpen- ingum en næstliðið ár, hafa hækkað álagningarhlutfall útsvars í löglegt hámark, í 7,5%.“ . . . . . . . . . . 3. febrúar 1982: „Nálægt sex þúsund manns tóku þátt í prófkjöri sjálfstæðisfólks í Reykjavík og lögðu meg- inlínur um skipan framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins við komandi borgarstjórn- arkosningar. Niðurstaðan var það afgerandi, að skipan sex efstu sæta var bundin, þann veg, að hvorki full- trúaráð né aðrar valda- miðstöðvar í flokknum geta þar neinu um breytt. Það var hinn almenni flokksmaður, sem hafði hið endanlega vald í hendi sér – og nýtti það.“ . . . . . . . . . . 3. febrúar 1972: „Frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi 1944 hefur Sjálfstæðisflokk- urinn átt aðild að stjórn landsins nær samfleytt, að undanskildum tveimur og hálfu ári á tíma vinstri stjórnarinnar 1956–1958 og frá miðju ári 1971, er hin nýja vinstri stjórn var mynduð. Á þessu aldarfjórðungs tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst haft forystu um tvennt. Í fyrsta lagi átti flokkurinn og forystumenn hans meginþátt í að móta og berjast fyrir þeirri stefnu í utanríkis- og öryggismálum, sem fylgt hefur verið nær allt þetta tímaskeið. Í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft meginforystu á hendi um uppbyggingu atvinnulífs- ins og þess efnahagskerfis, sem leitt hefur til mikillar hagsældar fyrir meginþorra landsmanna.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VÍTISENGLAR Það er sérstök ástæða til aðfagna því hvað lögreglan áÍslandi hefur tekið þá hættu, sem stafar af hinum svo- nefndu Vítisenglum, föstum tök- um. Viðbrögð lögreglunnar og aðgerðir síðustu sólarhringa hafa vakið þjóðarathygli. Morgunblaðið hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum vakið athygli á því, að þessi sam- tök væru að gera tilraun til að teygja anga sína til Íslands. Dæmi um það er frétt hér í blaðinu fyrir nokkrum árum þess efnis, að umboðsskrifstofa í Kan- ada, sem nektardansstaðir hér áttu á þeim tíma viðskipti við, væru í eigu Vítisenglanna. Nú fer tæpast á milli mála, að tilraun töluverðs hóps þessara manna til að komast hér inn í landið hefur verið viðleitni til að ná hér fótfestu með starfsemi, sem við Íslendingar höfum ekki áhuga á að nái hingað. Afstaða íslenzkra stjórnvalda er skýr. Í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra m.a.: „Það er breið samstaða um það í íslenzka stjórnkerfinu að berjast með öllum tiltækum ráð- um gegn skiplagðri glæpastarf- semi, þ. á m. starfsemi, sem þrí- fst innan samtakanna Vítis- engla.“ Aðgerðir lögreglunnar hafa skapað öryggiskennd meðal þjóð- arinnar. Það er ljóst að íslenzka lögreglan býr yfir nauðsynlegri vitneskju. Jafnframt því að hafa kunnáttu og styrk til að takast á við vandamál af þessu tagi. Um þetta sagði Haraldur Jo- hannessen ríkislögreglustjóri á blaðamannafundi í fyrradag: „Við erum að reyna að koma í veg fyr- ir afbrot og koma í veg fyrir að afbrotamenn eða afbrotahópar skapi sér einhvers konar svigrúm hér á landi til þess að stunda af- brotastarfsemi. Við getum ekki beðið eftir því og horft á það að- gerðarlausir að þeir komi sér hér fyrir og byrji sína brotastarfsemi og reynt að grípa þá inn í. Reynslan sýnir að þá er það of seint.“ Við Íslendingar höfum hingað til verið að verulegu leyti lausir við þá alþjóðlegu glæpastarfsemi, sem einkennir önnur lönd. Þó er augljós hætta á því, að sú starf- semi nái hingað í kjölfar eitur- lyfjanna. Það skiptir miklu máli, að okk- ur takist að reisa hér öfluga varnargarða til þess að koma í veg fyrir víðtækari starfsemi hér en þegar er orðin. Það hjálpar okkur í þessum efnum að búa á eyju. Þar með verður auðveldara að hindra heimsóknir alþjóðlegra gæpamanna hingað. Samstarf íslenzku lögreglunnar við lögreglu annarra landa og al- þjóðastofnanir á borð við Inter- pol og Europol hefur gífurlega þýðingu. Án þeirra tengsla mundum við ekki ráða yfir vitn- eskju eða aðgangi að vitneskju um hverjir hér væru á ferð. Ljóst er að samband okkar við dönsk lögregluyfirvöld hefur haft lyk- ilþýðingu í sambandi við mál Vít- isenglanna nú. Það er alvarlegt umhugsunar- efni ef samtök á borð við Vít- isenglana hafa eignast einhvers konar samstarfsmenn hér á landi. Í Morgunblaðinu í gær lýsti Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, þeim mönnum, sem hingað komu með eftirfarandi orðum: „Þeir hafa verið dæmdir fyrir morð, manndrápstilraunir, mannrán, fíkniefnasmygl, slagsmál og ým- iss konar annað ofbeldi.“ Menn eiga ekki að leika sér að eldi. Þ AÐ fer varla á milli mála, að sala þriggja Íslendinga, þeirra Björgólfs Guð- mundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, á bjórverksmiðju í Péturs- borg í Rússlandi, er einn stærsti, ef ekki stærsti viðskiptasamningur af þessu tagi, sem gerður hefur verið í sögu ís- lenzks viðskiptalífs. Til þess að setja þessa sölu í skiljanlegt samhengi er fyrirtækið selt á upp- hæð, sem nálgast það að vera markaðsvirði Ís- landsbanka og meira en tvöfalt markaðsvirði Eimskipafélagssamsteypunnar.Samningurinn um sölu á verksmiðjunni til Heinecken-bjórfyr- irtækisins, sem undirritaður var í gær, föstu- dag, er endapunktur á ótrúlegu ævintýri, sem hófst með flutningi á gömlum tækjum frá gos- drykkjaverksmiðju Sanitas til Rússlands fyrir u.þ.b. áratug. Hann er líka persónulegur sigur fyrir Björgólf Guðmundsson, sem segja má að hafi horfið af vettvangi íslenzks viðskiptalífs með gjaldþroti Hafskips hf. á níunda áratugn- um en hefur snúið til baka á síðustu árum af miklum þunga. Forráðamenn íslenzka bjórfyrirtækisins í Pétursborg hafa lítið haft sig í frammi í fjöl- miðlum á Íslandi, þótt fréttir hafi borizt af upp- gangi fyrirtækisins og íslenzkir blaðamenn heimsótt það, m.a. blaðamenn Morgunblaðsins. Þeir sem skoðað hafa þetta fyrirtæki síðustu árin hafa lýst undrun sinni á því þrekvirki, sem þar hafi verið unnið en sennilega hafa fæstir gert sér grein fyrir því, að verðmæti þess væri orðið jafn mikið og sölusamningurinn við Hein- ecken er nú staðfesting á. Framan af lýðveldisárunum er óhætt að full- yrða, að Íslendinga hafi almennt skort kjark til að hasla sér völl í viðskiptalífi erlendis. Segja má, að stofnun Coldwater, dótturfyrirtækis SH undir forystu Jóns heitins Gunnarssonar, og starfsemi Loftleiða í byrjun undir forystu Al- freðs Elíassonar og félaga hans hafi verið fyrstu skrefin, sem stigin voru á þeirri braut, þótt Íslendingar hafi vissulega verið umsvifa- miklir í fisksölu á fyrri hluta 20. aldarinnar, sérstaklega í Suður-Evrópu. Þegar Ragnar Kjartansson, stjórnarformað- ur Hafskips hf. á þeim árum, flutti ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokks fyrir tveimur ára- tugum um nauðsyn útrásar íslenzks viðskipta- lífs til annarra landa vöktu þær hugmyndir at- hygli og umræður en það má segja, að það hafi ekki verið fyrr en á tíunda áratugnum, að um- talsverð þróun hófst að þessu leyti. Sjálfsagt hafa flestir gert ráð fyrir, að útrás til annarra landa yrði ekki sízt í útgerð og fisk- vinnslu en frá stofnun Coldwater hafa smátt og smátt verið byggð upp öflug fisksölufyrirtæki í öðrum löndum. Rökin fyrir þessari hugsun hafa einfaldlega verið þau, að við kynnum svo vel til verka á sviði sjávarútvegs, að sú þekking ætti að draga langt í umsvifum á því sviði í öðr- um löndum. Fyrir nokkrum árum leituðu íslenzk sjáv- arútvegsfyrirtæki víða fanga og eignuðust slík fyrirtæki í Noregi, Þýzkalandi, Bretlandi, Frakklandi, á Spáni, í Mexíkó, Chile, á Falk- landseyjum og víðar. Það er nú orðið ljóst, að þessi umsvif hafa gengið misjafnlega og sums staðar hafa menn dregið í land. Það væri fróð- legt rannsóknarefni að fara ofan í saumana á því hvers vegna útrás íslenzkra sjávarútvegs- fyrirtækja hefur ekki gengið betur en raun hefur á orðið og er með því ekki gert lítið úr þeirri starfsemi sem til staðar er í dag í öðrum löndum í eigu Íslendinga. Útrás Kaupþings til annarra landa hefur líka vakið athygli á undanförnum árum. Augljós- lega hafa umsvifin verið mest í Lúxemborg en sennilega er of snemmt að meta árangurinn af starfsemi Kaupþings í öðrum löndum. Að ein- hverju leyti hefur hún byggzt á viðskiptum og þjónustu við Íslendinga en markmiðið hlýtur að vera að ná ekki síður til annarra. Þó fer ekki á milli mála, að Kaupþing hefur náð lengra á þessu sviði en önnur íslenzk fjármálafyrirtæki. Fleiri íslenzk fyrirtæki hafa náð að festa rætur með starfsemi í öðrum löndum. Nýlegt dæmi um það er Bakkavör og hið sama má segja um Marel og áreiðanlega fleiri fyrirtæki. Flest bendir þó til að þeir feðgar, Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson, og sam- starfsmenn þeirra hafi náð lengra á þessu sviði en flestir aðrir. Auk þess að byggja upp úr engu á örfáum árum fyrirtæki, sem nú hefur verið selt fyrir rúmlega 40 milljarða í Rúss- landi, hafa þeir fjárfest í lyfjafyrirtæki í Búlg- aríu og sameinað það lyfjafyrirtæki, sem starf- að hefur um langt skeið hér heima og er nú eitt af stærstu fyrirtækjum á Verðbréfaþingi Ís- lands. Að sumu leyti er það ævintýri, sem orðið hef- ur til í kringum atvinnustarfsemi þeirra, ekki ósvipað þeirri sögu um erfiðleika og uppgang, sem lesa má í sögu Valtýs Stefánssonar, rit- stjóra Morgunblaðsins, um Thor Jensen en sú saga gerðist fyrir 100 árum. Þegar horft er til íslenzks viðskiptalífs er ljóst að hér er nýtt afl komið til sögunnar, sem fróðlegt verður að fylgjast með á næstu árum. Baugur og Arcadia Á föstudag var frá því skýrt að brezka fyrirtækið Arcadia hefði slitið viðræðum við Baug hf. um yfirtöku íslenzka fyrirtækisins á því brezka. Þessi niðurstaða hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir þann hóp ungra Íslend- inga, sem unnið hafa að því að koma þessum viðskiptum á auk þess, sem kostnaður við þessa tilraun til yfirtöku á miklu stærra fyr- irtæki hlýtur að vera mikill. Hugsunin á bak við þessa tilraun er vafa- laust sú sama og að baki umsvifum íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum löndum, þ.e. að innan Baugs hafi orðið til mikil þekking í ákveðnum greinum smásölu, sem ekki væri síð- ur hægt að nota í rekstri stærri fyrirtækja í öðrum löndum, þar sem markaðurinn er marg- falt stærri en hér. Í forystugrein, sem birtist hér í Morgun- blaðinu hinn 28. október sl., sagði m.a. um þessa tilraun Baugs til yfirtöku á Arcadia: „Margir líta svo á, að það hljóti einfaldlega að vera fásinna að lítið fyrirtæki á alþjóðlegan mælikvarða, sem Baugur hf. er, reyni að kaupa margfalt stærra fyrirtæki og að Baugur hf. hafi einfaldlega ekki efni á slíkum kaupum. Slíkar efasemdir komu m.a. fram í brezkum fjölmiðlum í gær, en þó er þessu framtaki Baugs sýnd sú virðing, að um það er fjallað í dálki Lex í Financial Times og þarf töluvert til að fá umfjöllun í þeim dálki, sem nýtur einna mestrar virðingar í alþjóðlegu viðskiptalífi. Í þessu sambandi er á það að líta, að seint á níunda áratugnum fór ný tegund slíkra við- skipta að ryðja sér til rúms, sérstaklega í Bandaríkjunum. Fjármálasérfræðingar, sem höfðu á sínu valdi háþróaða fjármálatækni, tóku gríðarlegar upphæðir að láni til þess að kaupa upp hlutafé í fyrirtækjum. Það gerðu þeir m.a. á þeirri forsendu, að í þessum fyr- irtækjum væru duldar eignir, sem hægt væri að selja til þess að minnka skuldabyrðina og hagræða að öðru leyti í rekstrinum á þann veg, að fyrirtæki með verulegt peningastreymi gætu staðið undir greiðslu afborgana og vaxta af þeim lánaskuldbindingum, sem eftir væru. Í sumum tilvikum rústuðu þeir fyrirtækin, skildu starfsmenn eftir atvinnulausa en hurfu sjálfir á braut með mikla fjármuni. Í öðrum tilfellum leiddu þessar aðgerðir til heilbrigðari rekstrar. Enn önnur dæmi eru svo um það, að heims- þekktir viðskiptajöfrar tóku svo mikla áhættu í slíkum viðskiptum að við lá að viðskiptaveldi þeirra hryndu til grunna. Það átti t.d. við snemma á tíunda áratugnum, þegar við lá, að fjölmiðlaveldi Ruperts Murdochs yrði gjald- þrota vegna mikillar áhættu, sem hann tók með skuldsetningu í kaupum á öðrum fjölmiðlafyr- irtækjum.“ Ljóst er að hugmynd Baugs-manna með yf- irtöku Arcadia hefur einmitt verið sú, að selja verulegan hluta eigna fyrirtækisins en standa eftir með sterka, rekstrarhæfa einingu, sem gæti skilað eigendum sínum meiri arði en Arc- adia gerir nú. Það er hvorki einsdæmi né óvenjulegt, að til- raun eins fyrirtækis til yfirtöku á öðru mistak- ist. Tvö nýleg dæmi eru um það í Bandaríkj- unum. Annað sneri að Jack Welch, fyrrverandi forstjóra General Electric, sem mistókst yf- irtaka á fyrirtæki, sem átti að verða hápunktur starfsferils hans, og hitt að Rupert Murdoch, sem mistókst að ná í sínar hendur gervihnatta- fyrirtæki, sem hefði gert honum kleift að ná um allan heim með sjónvarpssendingum. En stundum leiða slíkar misheppnaðar yfirtökutil- raunir til þess að útþensla fyrirtækja, sem hafa verið í mikilli sókn, stöðvast endanlega. Á þessu stigi er ómögulegt að segja til um hvaða áhrif það hefur í viðskiptalífinu hér, að tilraun Baugs til yfirtöku á Arcadia tókst ekki. Ljóst er, að í núverandi eign Baugs í Arcadia er verulegur óinnleystur hagnaður, þótt það fari að sjálfsögðu eftir verðþróun hlutabréfa í Arcadia á næstu vikum og mánuðum hversu mikill hann er í raun. Ekki er ósennilegt, að meðan á þessari yf- irtökutilraun stóð hafi orðið til umtalsverð ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.