Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ skiptir mestu fyrirframtíð Reykjavíkur-borgar að hún, og raunarhöfuðborgarsvæðið allt,sé þróuð með það að leið- arljósi að borgin sé samkeppnisfær í alþjóðlegu samhengi. Þróunin hér á landi hefur lengi verið sú að fólk flytur úr sveit til borgar og bæja, en sú þróun hefur haldið áfram og nú leitar fólk út fyrir landsteinana í ríkari mæli. Við verðum að hafa metnað til að skapa sambærilegar aðstæður hér og bestar gerast er- lendis,“ segir Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Björn segir að hann hafi haft þessa þróun í huga í starfi sínu sem menntamálaráðherra. „Við erum að keppa í alþjóðlegu þekkingarsam- félagi, þar sem menntun og menn- ing skiptir miklu. Borgarsamfélagið þarf að vera samkeppnisfært og við verðum að leggja alla áherslu á að skapa þær forsendur fyrir mannlífi í borginni að fólk kjósi að búa hér fjölskyldunum líði vel.“ Björn segir að einn liður í slíkri uppbyggingu borgarinnar sé að byggja tónlistarhús, enda hafi hann beitt sér fyrir því máli í mennta- málaráðherratíð sinni. „Ég bendi líka á væntanlega uppbyggingu þekkingarþorps í næsta nágrenni Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni sem menntamálaráðuneyti og sam- gönguráðuneyti hafa átt frumkvæði að. Með slíkum framkvæmdum eru treystar forsendur fyrir því, að efla íslenskt samfélag, það sé sam- keppnisfært á sviði þekkingar og menningar. Við verðum að gera okkur grein fyrir eftir hverju við sækjumst við uppbyggingu kjarna borgarinnar. Fólk er alveg örugg- lega ekki að sækjast eftir að búa í borg þar sem miðborgin er að drabbast niður. Það hefur hins veg- ar gerst. Það ber að setja ákveðin markmið og skapa skýra heildar- sýn, þar sem Reykjavík verður ið- andi af mannlífi og öflugri atvinnu- starfsemi á skömmum tíma.“ Finnst þér koma til greina að sam- eina sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu? Myndi slík sameining ýta undir að borgin yrði samkeppnisfær? „Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að velta fyrir sér stöðu Reykjavíkur Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, segist vilja aðgerðir í stað athafnaleysis Björn Bjarnason vill að Reykjavík verði sam- keppnisfær í alþjóðlegu samhengi. Í viðtali við Ragnhildi Sverrisdóttur kemur m.a. fram að hann vill efla miðborgina, bæta aðgengi borgarbúa að borgaryfirvöldum, taka á leikskólamálum, leysa vanda húsnæð- islausra, taka á fjár- málum borgarinnar af ábyrgð og auka svigrúm borgaranna. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Stöðnun í Reykjavík undir stjórn R-listans gagnvart öðrum sveitarfélögum, hvort sem rætt er um sameiningu, aukið samstarf eða skipulag sem miðar að því að sameina kraftana sem best í þessu skyni. Markmiðið er auðvitað að búa til umhverfi sem kallar á fólk; umhverfi þar sem það vill búa sér og fjölskyldu sinni heimili. Fyrir Reykvíkinga er áhyggjuefni í þessu tilliti, að borgin þeirra hefur undir stjórn vinstri- sinna að ýmsu leyti orðið undir í samkeppni við nágrannasveitar- félögin, þegar litið er til íbúaþróun- ar, atvinnulífs og dagvistarmála.“ Lítur þú frekar til samstarfs en sameiningar? „Sameining er auðvitað ekkert nema staðfesting á samstarfi, ef menn vilja ganga svo langt. Reykja- vík á ekki að hafa það markmið að leggja undir sig nágrannasveitar- félög, heldur stuðla að samstarfi. Eftir því sem samstarfið verður nánara verður eðlilegra, þegar fram líða stundir, að sameina ákveðna þætti í starfseminni.“ Björn telur ýmsa kosti vænlega, ef til einhverrar sameiningar sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu kæmi, en ákvarðanir um þetta ráð- ist að sjálfsögðu af vilja íbúanna og því umboði, sem þeir veita. „Hvert sveitarfélag hefur sinn svip og það er hollt, að þau keppi sín á milli, þótt í ýmsum málum eins og skipu- lagsmálum sé litið á allt svæðið, en ekki afmörkuð hverfi eða sveitar- félög. Ég held að íbúar á þessu svæði kæri sig ekki um að boðleiðir verði of langar. Stjórnvöld sveitar- félaganna verða að vera nærri íbú- unum.“ Þú nefndir væntanlegt þekkingar- þorp í Vatnsmýrinni. Hver er afstaða þín til flugvallarins þar? „Spurningunni um hvort flugvöll- urinn á að fara eða vera á að svara á þann hátt að við náum að sameina hagsmuni þeirra sem treysta á greiðar samgöngur til og frá höf- uðborginni, hagsmuni þeirra sem búa í borginni og þeirra sem sækja hana heim. Það er auðvitað kapps- mál fyrir borgina að halda bestu kostunum í þessu efni opnum og það verður að vera leiðarljósið í umræðum um flugvöllinn í Reykja- vík. Við verðum að ná sátt um sjón- armið borgarbúa og annarra lands- manna. Ef það verður ekki gert á hagkvæman hátt nema með því að hafa flugvöll í Vatnsmýrinni þá verðum við að miða við að hann verði þar áfram. Jafnframt þurfum við að leita leiða til að þróa byggð í nágrenni flugvallarins. Ég skil ekki hvernig unnt er að flytja flugvöll „í áföngum“ eins og er stefna R- listans.“ Björn segir ef til vill ekki fullrætt hvort hægt sé að byggja upp flug- völl annars staðar. „Mér sýnist þó sem við stöndum frammi fyrir tveimur kostum, að annaðhvort verði flugvöllur fyrir innanlands- flugið hér eða í Keflavík. Markmið- ið hlýtur að vera að tryggja sem bestar samgöngur við borgina.“ Verður flugvallarmálið kosninga- mál í vor? „Ég hef ekki trú á því. Núna liggja ákveðnar forsendur ljósar fyrir í því máli, en kjósendur geta ekki gengið að því sem vísu að kjósi þeir einn lista fari flugvöllurinn, en kjósi þeir annan verði flugvöllurinn í Vatnsmýrinni um ókomna tíð. Inn- an R-listans eru skoðanir til dæmis skiptar, þar er Framsóknarflokk- urinn á móti því að hróflað verði við vellinum.“ Hverjar eru helstu hugmyndir þín- ar um hvernig blása megi lífi í mið- borgina á ný? „Við getum myndað ramma um miðborgina, þar sem tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel verður við hafnarsvæðið í norðri, þekking- arþorpið í Vatnsmýrinni í suðri og öll starfsemi Landspítala – Há- skólasjúkrahúss við Hringbraut í suðaustri, en nú hefur verið lagt til að öll framtíðarstarfsemi sjúkra- hússins verði byggð upp þar. Allri þessari starfsemi hefur verið beint inn á miðborgarsvæðið að frum- kvæði ríkisins, ekki borgaryfir- valda. Svo þurfum við að efla annað atvinnulíf í miðborginni, um leið og við hugum að samgönguleiðum. Það er til dæmis mjög brýnt að hefja framkvæmdir við flutning Hring- brautarinnar.“ Spurður um skoðanir Péturs Ár- mannsonar arkitekts, sem segir verðlaunahugmynd um tónlistarhús ekki skapa flæði frá húsinu inn í miðborgina segir Björn að hann sé eindregið þeirrar skoðunar að tón- listarhúsið og nágrenni þess eigi að vera samofið miðborgarlífinu og því þurfi að huga að því að hafa þetta flæði sem best. „Hvað varðar önnur úrræði í miðborginni, má benda á að núver- andi meirihluti í borgarstjórn hefur ekki viljað ljá máls á ýmsu því sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.