Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 57

Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 57 Aðalverðlaun dómnefndar Besti leikari og leikkona í aðalhlutverki kvikmyndahátíðin í Cannes The Piano Teacher Sjúklegt ferðalag tilfinningalausrar konu sem haldin er bældum masókisma. ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ANNAÐ EINS!!! milli leikja sem stundum eru tveir á dag. Þeir mæta andúð hvert sem þeir koma og vita í raun aldrei hversu margir þeirra muni yfirgefa bæinn í lok leiks. Þeir verða að spila þannig að áhorf- endur hafi gaman af og leikirnir við heimaliðin verði spennandi. Það er í lagi að vinna en sigurinn má ekki vera of afgerandi svo að bæjarbúum sé ekki ógnað. Þeir lifa því í stans- lausu millibilsástandi ógnar og sigur- gleði en það virðist þó ekki hafa nein tiltöluleg áhrif á sögupersónurnar sem eru væntanlega orðnar löngu vanar ástandinu. Lífið gengur sinn vanagang. Þetta er meginstef sögunnar þótt margt annað komi til. Það er æðru- leysi persónanna sem gefur þeim líf. Teikningarnar eru mjög einfaldar en áhrifaríkar. Þær eru svart/hvítar með gráum tónum til skyggingar sem gefa sögunni gamaldags yfir- bragð sem stemmir vel við umfjöll- unarefnið. Þetta er hafnaboltasaga eins og svo margar sem gerðar hafa verið um ameríska leikinn, kreppu- saga í anda Steinbecks og saga af gyðingahatri í anda mannkynssög- unnar allrar. Í mínum augum er þetta þó ekki besta bók ársins. Til þess að svo mætti verða yrði ég að skilja þá djúp- stæðu menningarlegu tengingu sem hafnabolti hefur við rætur banda- rískrar þjóðarsálar. Hafnabolti er mjög staðbundið fyrirbæri ekki ólíkt því þegar við Íslendingar tölum um „strákana okkar“ með öllum þeim hugræna farangri sem þau orð inni- halda. Spurningu minni hér í upphafi var líka svarað við lestur bókarinnar. Ég held ég sé ekkert tiltölulega fávís í myndasögufræðunum eins og vanþekking mín á lista Time kann að hafa gefið til kynna. Myndasöguskríbent Time virðist hins vegar fara aðrar leiðir að myndasögunni en ég geri. Smekkur hans snýr meira að myndasögum sem gefnar eru út á jaðrinum, af minni útgefendum með færri lesendur. Ætli sé ekki best að smala uppáhaldsbókum hans undir hinn illskilgreinanlega „óháða“ stimpil sem oft er notaður um tónlist og kvikmyndir. Þótt að hér verði ekki farið út í neinn ,,minn árs- listi er betri en þinn árslisti“ hallær- isgang finnst mér dálkahöfundurinn líta fram hjá nokkuð öflugum verkum sem gefin eru út af stærri fyrirtækj- um og hljóta víðari dreifingu. Það er svolítill andi ,,myndasögur sem list“ gegn ,,myndasögur sem afþreying“ yfir þessu öllu. Myndasögur mega ekki við svona útúrdúrum innan eigin raða nú þegar þær eru loksins farnar að njóta sannmælis hjá hinum al- menna lesanda. Mér var því öllum lokið þegar ég rak augun í hreint ótrúlega setningu frá öðrum mynda- söguhöfundi innan á kápu bókarinn- ar. Sá var að mæra The Goleḿs mighty swing og gerði það með eft- irfarandi orðum; ,,James Sturm er einn þeirra fáu sem í viðleitni sinni til að sameina orð og myndir nær að færa myndasöguna upp á plan bók- mennta.“ Það er svona menningar- elítufasismi sem er myndasögunni hættulegastur og einmitt þess vegna gef ég lítið fyrir The Goleḿs mighty swing sem bestu bók ársins. Þetta er góð myndasaga en þrátt fyrir drama- tískt umfjöllunarefni, góða framsetn- ingu, litla dreifingu og fáa lesendur gerir það hana ekki að meiri bók- menntum en aðrar myndasögur. THE GOLEM’S mighty swing var valin besta myndasaga ársins 2001 í hinu víðlesna bandaríska vikuriti Time. Það kom mér nokkuð á óvart þar sem ég hafði aldrei heyrt bók- arinnar né höfundarins getið áður. Þetta hlyti þó að vera hreint fram- úrskarandi bók fyrst Time hafi gefið henni forustusætið á þessu góða myndasöguári. Undrun mín jókst þó til muna þegar ég renndi yfir hinar níu bækurnar sem tóku önnur sæti listans í Time. Ég hafði ekki lesið eina einustu þessara bóka og þekkti aðeins tvö þeirra höfundarnafna sem þar komu fram. Þessi uppgvötvun gaf tilefni til nokkurrar sjálfsrýni. Var ég virkilega svo illa að mér í myndasögumálum að ég þekki hvorki haus né sporð af myndasögujöfrum síðasta árs og þeirra gullvægu af- urða? Til að fá úr þessu skorið varð ég að lesa bókina og viti menn; hún er svo sannarlega góð. Söguefnið er hafnabolti, þjóðarí- þrótt Bandaríkjamanna. Söguper- sónurnar eru bandarískir gyðingar og sögusviðið eru bandarískir smábæir á kreppuárunum milli stríða. Gyðingaliðið Davíðsstjörnurn- ar ferðast á milli bæja í úr sér geng- inni rútu með hjólbarða úr gegnheilu gúmmíi þar sem það keppir við stolt hvers bæjar fyrir peninga út í hönd. Líf þessara íþróttamanna er langt frá þeirri hárgreiðslumóðursýki og ,,Beckhameringu“ sem við þekkjum af auglýsingaþrútnum íþróttavið- burðum í dag. Leikmenn Davíðs- stjörnurnar njóta engrar hvíldar nema í hastri rútunni sem ferjar þá MYNDASAGA VIKUNNAR TENGLAR ..................................................... www.time.com/time/columnist/ arnold/full heimirs@mbl.is Myndasaga vikunnar er The Golem’s Mighty Swing eftir James Sturm sem skrifar og teiknar. Bókin er gefin út af Drawn and Quarterly Publications. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nexus. Heimir Snorrason „Teikningarnar eru mjög einfaldar en áhrifaríkar ... gamaldags yfirbragð sem stemmir vel við efnið.“ Menning eða afþreying? ÞÁ er fyrrum söngspíra bresku sveitarinnar Verve, Richard As- hcroft, farinn að undirbúa næstu skífu sína. Og segir hann hana til muna einfaldari en síðasta verk, Alone With Everybody, en sú fékk talsverð ámæli fyrir að vera helst til flúruð. Platan, sem Ashcroft segir að muni innihalda „hreina geðveiki“, mun að öllum líkindum koma út seint á þessu ári. Hann segist eiga erfitt með að bera hana við frumburðinn. „Ég held að maður framþrói sig alltaf ögn með tím- anum. Lagasmíðarnar eru orðnar sterkari og þetta verður fínasta blanda.“ Um fyrstu plötu sína hafði hann þetta að segja. „Ég er aldr- ei ánægður með neitt sem ég geri, aldrei algerlega a.m.k. Um leið og það gerist þá held ég að tími sé kominn á að hætta.“ Hann þvertók fyrir ásakanir um að hann væri að gerast mjúk- ur og moðkenndur með aldrinum. „Augljóslega mýkist maður alltaf eitthvað með aldrinum þar sem þú sérð að fullt af hlutum sem þér fannst sjálfsagðir á unga aldri eru algert rugl. En að ég sé að mýkjast – nei! Þegar fólk sagði að ég væri heima við að baka brauð var ég á ferð og flugi um allan heim með fjögurra vikna gamalt barn á arminum. Þá upplifði ég ýmislegt sem þessir gagnrýnendur mínir hafa aldrei – og munu kannski aldrei – sjá. Skilurðu mig?“ Önnur plata Richard Ashcroft í bígerð Lífs- kraftur Ashcroft. „Ekki mjúkur!“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.