Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 42
ÞAÐ stefnir í spennandi borg-arstjórnarkosningar í vor. Ég heldað það sé ágætt. Einn versti óvinurog skaðvaldur lýðræðisins er sá, aðstjórnarherrar hafi tögl og hagldir í valdastólum og gangi að sigrum vísum í hvert sinn sem kosið er. Aðhald er nauðsyn- legt. Það heldur stjórnendum vakandi, kallar á tillitssemi við kjósendur og heldur hverjum meirihluta, hvort heldur á þingi eða sveit- arstjórnum, við efnið og minnir alla á, að stjórnmálamenn eiga völd sín og umboð undir kjósendum, fólkinu í landinu. Ég hef reyndar haldið því fram í mörg ár, að kosningar með núverandi fyr- irkomulagi séu úreltar. Í stað flokkaframboða á að stilla upp ein- staklingum, sem eru tilbúnir til að gegna þeirri borgaralegu skyldu að þjóna og starfa í sveitarstjórn og kjósendur geta valið, án þess að eltast við hvort viðkomandi frambjóðandi sé flokksbundinn til hægri eða vinstri. Sveitarstjórnarmál eru að langmestu leyti praktísk úrlausnarefni sem hafa lítið með það að gera, hver pólitísk skoðun borgarfulltrú- ans kann að vera að öðru leyti. En þetta er nú önnur Ella, sem flokkast sjálfsagt undir sérvisku. Og er að minnsta kosti ekki á dagskrá á þessu vori. Nú, þegar fyrir liggur hverjir eru leiðtogar fylkinganna tveggja, þá er að bíða eftir mál- efnastefnu og áherslunum, sem slegist verður um. Ekki það að ég haldi, að atkvæðin ráðist að öllu leyti af málefnum. Auðvitað er stór hluti reykvískra kjósenda búinn að gera það upp við sig fyrir löngu, hvern þeir ætla að kjósa, án tillits til kosninga- stefnumála. Ég hef sagt, bæði í gamni og alvöru, að Sjálfstæð- isflokkurinn geti stillt upp síma- staur í fyrsta sæti og fengið samt allt upp í fjörutíu prósenta fylgi. Svo virð- ist líka að það sé sama hverjir skipi framboðslistann með Ingibjörgu Sólrúnu. Hún dregur til sín, ein og sér, nokkurn veginn fjörutíu prósent af hinum vængnum. Og svo er um það bil fimmtungur Reykvík- inga sem telst lausafylgi og lætur atkvæði sitt ráðast á síðustu stundu, af frammistöðu leið- toganna, rökfestu eða sjarma, ellegar ein- stökum og afmörkuðum málefnum. Það er þessi hópur sem tekist er á um í kosning- unum í vor og það er þessi hópur sem ræður úrslitum. Það er í þessu lausafylgi sem von annarra framboða liggur. Að þessu leyti og vitaskuld af mörgu öðru er innkoma Björns Bjarnasonar skemmtileg. Hann er ekki aðeins aðsópsmikill og traust- vekjandi frambjóðandi. Margt bendir til þess, strax í upphafi kosningabaráttunnar, að hann komi með nýja sýn, nýja vídd í umræðuna um borgarmálefnin. Hann er ekki fastur í þeim hanaslag, sem borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafa þurft að þreyja innan borg- arstjórnarinnar. Og er þá ekki verið að gera lítið úr þeirra framlagi. Hans sjóndeild- arhringur er sjóndeildarhringur áhorfand- ans, borgarans, stjórnmálamannsins, sem hefur staðið utan við hefðbundin átök og rifr- lækkuðu eitthvað á næstunni – og við það yrði staðið. En ég geri mér litlar vonir um það. Áhyggjur mínar af miðborgarmálum eru líka í lágmarki, sem og súlustöðum og sölu- búðum. Sem og byggð uppi í Kjós. Hver er sjálfum sér næstur. Ég mun hins vegar hlusta vel, hvernig menn ætla að leysa úr skólamálum og leikskólum, æskulýðsmálum og almennri þjónustu við borgarana. Ég skrifaði á sínum tíma bréf til borgarinnar með ósk um hraðahindrun í nágrenni heimilis míns. Það versta var ekki að ég fékk ekki beiðni minni framfylgt, heldur hitt, að það leið ár, þar til ég fékk svar. Borgaryfirvöld verða að muna að þau eru til að þjóna borgurunum, en ekki öfugt. Jæja, ég ætla ekki að fara að segja neinum fyrir verkum. Eitt vil ég þó nefna, sem ekki ætti að vera á stefnuskrá flokkanna, hverjar sem þær verða að öðru leyti. Það er þessi ár- átta að skammast yfir því eða hafa einhverja minnimáttarkennd út af því, þótt önnur sveit- arfélög stækki og vaxi í einhverjum sam- anburði við Reykjavík. Hvað er að því, þótt Kópavogur, Garðabær eða Mosfellssveit bæti við sig íbúum og at- vinnustarfsemi? Er þetta ekki allt eitt at- vinnusvæði og er það ekki í rauninni hálf- hlægilegt, að höfuðborgarsvæðið skiptist upp í mörg sveitarfélög? Er Reykjavík verr stjórnað þótt ein fjölskylda eða tvær flytji sig um set úr Norðurmýrinni í Reykjavík í Kárs- neshverfið í Kópavogi? Hvað með það? Er það eitthvert keppikefli fyrir okkur í gömlu hverfunum, að fólk flytji frekar upp undir Esju en í Hafnarfjörð? Eða eru það hags- munir fyrir fólk í Smáíbúðahverfinu að íbúð- arbyggð rísi á Eiðisgrandanum? Það má jafnvel halda því fram að útsvarið hækki á okkur sem fyrir erum, vegna stöð- ugra nýbygginga sem teygja sig næst upp í Hamrahlíð og Suðurhlíðar! Til að byggja fleiri skóla, fleiri götur og fleiri þjónustu- miðstöðvar. Borgin stækkar vonandi og vex. En það á að gerast án togstreitu um það hvort Jón eða Gudda búi hérna megin eða hinum megin við Kópavogslækinn. Það bíttar mig engu. ildi innan borgarstjórnar, og þessi staðreynd ætti líka að vera stímúlerandi fyrir Ingi- björgu Sólrúnu. Hún verður að takast á við annars konar röksemdir, ný viðhorf og lín- urnar kunna að skerpast milli fylkinga. Fólk hefur einmitt kvartað undan því, að það sjái engan eða sáralítinn mun á meirihluta og minnihluta, og fyrir vikið hefur þetta meira verið smagsag um persónur og þar hefur Ingibjörg Sólrún reynst sterk. Nú reynir á. En það er þetta með málefnin. Það er sosum gott og gilt að menn rífist og deili um fjárhagsstöðu borgarsjóðs. Ekki man ég þó betur en það hafi verið klassískt deiluefni, hvort heldur D eða R hafa verið í meirihluta, og einhvern veginn hefur þetta plumast og satt að segja hef ég ekki, kjósandi í Reykjavík, umtalsverðar áhyggjur af því að þetta bjargist ekki eins og jafnan áður. Það er helst að ég legði við hlustirnar, ef það kosn- ingaloforð væri gefið út, að útsvar og álögur HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram ebs@isholf.is Um hvað verður barist? 42 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Krist- jáni Theodórssyni, framkvæmda- stjóra framleiðslusviðs Myllunnar- Brauðs hf. (MB). „Í tilefni af þyngdarkönnun sem Neytendasamtökin gerðu hinn 15. janúar sl. viljum við koma eftirfar- andi á framfæri. Þyngdareftirlit MB er hluti af GÁMES-kerfi fyr- irtækisins. Fylgst er með þyngd allra vara MB og þyngdarmæling- ar skráðar ásamt ýmsu öðru. Ef um frávik er að ræða fær viðkom- andi vara sérstaka merkingu á eyðublaði og fer til meðhöndlunar hjá verkstjórum og gæðastjóra MB. Þá fylgjumst við sérstaklega vel með þyngd á þeim vörum sem mest sala er í, pylsubrauðum, ham- borgarabrauðum og samlokubrauð- um. Niðurstöður þyngdarmælinga eru settar upp í gröf og skoðaðar á vikulegum fundum framleiðslu- deildar MB og hefur slíkt verið gert um árabil. Dæmi um slíkt graf er hér, blá lína er meðalþyngd og rauðu línurnar leyfileg frávik Þá viljum einnig benda á að ef það væri einlægur ásetningur MB að vera með undirvigt á vörum (sem það vissulega er ekki) þá af- sannar könnun Neytendasamtak- anna það þar sem heildarþyngd „innkaupakerru“ Neytendasamtak- anna er 2,5% meiri en gefið er upp á umbúðum. Sjá töflu. Eftirfarandi er útlistun á þess- um vörum (sjá töflu): Ráðskonubrauð: Er í lagi Rúgbrauðskubbar: Eru skornir úr einni lengju eftir máta og geta þar af leiðandi sveiflast töluvert í þyngd enda skrifum við á umbúð- irnar u.þ.b. 600 gr. þar sem við getum ekki staðið við 2% frávik á þessarri vöru. Rabarbaraterta: Er lagterta sem er unnin á handvirkan veg þar sem sultu er smurt á milli laga. Mjög erfitt er að stjórna nákvæmri þyngd á þessari vöru. Heimilisbrauð: Ein af okkar að- alvörum og er í lagi. Fjökornasaml. br. 1/1: Er örlítið í undirvigt. Fjökornasaml. br.1/2: Er í lagi. Hamborgarabrauð: Er í lagi. Kleinur: Eru í lagi. Vínarterta: Er í lagi, en er vara sem sveiflast töluvert eins og rab- arbaratertan. Marsipanrúlla: Er í lagi, en eins og rabarbaratertan að sveiflast svolítið í þyngd. Samsölubrauð: Er í lagi, umtals- verð yfirvigt því verið er að þyngja brauðið án þess að hækka verðið.“ Þyngdareftirlit Myllunnar-Brauðs GHI GHC GBI GBC GGI GGC G #    B J # &  B C C G 8       N$  D )K                                           !K !K !K !K !K !K !K !K !K !K !K !K !K &!   &!  &! &! &! &! &! &! &! &! '  1    =!1     !1 ! 3   3  33   33    (3  =&  ( =&  ( (3  3  "   '   ) 8     * ( 3  '%1J%(' )    Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar FASTEIGNIR mbl.isBorgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 OPIN HÚS Í DAG Hjarðarhagi 36 - Glæsieign - Ásamt bílskúr Vorum að fá í sölu óvenju glæsilega 101 fm íbúð á 4. hæð í suðurenda ásamt 24 fm bílskúr. Íbúðin var öll tekin í gegn ný- lega og endurnýjuð og endurhönnuð af innanhúsarkitekt á mjög vandaðan hátt, þ.e. allar innréttingar, gólfefni, lagnir, öll tæki, lýsing og fl. Íbúðin skiptist í hol með flís- um, stóra stofu með parketi og suðursvölum, glæsilegt baðherbergi og eldhús, tvö rúmgóð herbergi og eitt risherbergi. Glæsilegt útsýni er úr allri íbúðinni til suðurs og vesturs. Húsið var tekið í gegn að utan fyrir fáum árum síðan. Íbúðin var sýnd í Inn- lit/útlit nýlega. Áhv. 6,3 millj. Verð 14,4 millj. Afhending er í s.l. 1. ágúst nk. Rut og Kristinn taka á móti þér og þínum í dag kl. 16-18. Mánagata 20 - 2ja m/bílskúr Vorum að fá í sölu mjög góða 2ja herb. 54 fm efri hæð í þríbýli ásamt mjög góðum bílskúr með sérbílastæði fyrir framan. Íbúðin er mjög vel skipulögð, ný- legt parket á hluta, suðursvalir og mjög plássmikið geymsluris yfir íbúð. Frábær staðsetning og mjög fallegur garður. Íbúðin er laus strax. Verð 9,3 millj. Hjördís tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16. Funalind 7 - 4ra herb. Vorum að fá í sölu glæsilega, 4ra herb. íbúð á 4. hæð í vönduðu lyftuhúsi. Húsið er byggt árið 1998 og eru allar innrétting- ar því nýlegar og vandaðar. Rúmgott baðherbergi með kari og sturtuklefa. Skemmtilegt eldhús með frábærum borðkrók. Rúmgóðar svalir til suðausturs. 3 svefnherbergi. Útsýni úr íbúðinni er gott. Parket á gólfum. Þvottahús innan íbúðar. Örstutt í leikskóla, skóla og alla þjónustu. Áhv. 6,7 millj. Verð 14,9 millj. Matthías og Jóhanna sýna í dag milli kl. 14 og 17. Bjalla merkt 401. Stórglæsiliegt einbýlishús á Kolbeinsgötu 60, 690 Vopnafirði. Húsið stendur við að- algötu bæjarins með fallegu útsýni yfir fjörðinn. Íbúðarhúsið sjálft er ca 190 fm og tvöfaldur bílskúr ca 70 fm. Lítil stúdióí- búð er á jarðhæð með sérinngangi. Verðtilboð óskast. Hafið samband við Ólafíu um- boðsmann okkar á Austur- landi í síma 471 1600 eða 863 1345. Kolbeinsgata 60 - 690 Vopnafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.