Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 55

Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 55 KRISTÍN Rós Hákonardóttir sund- kona var valin íþróttamaður Reykjavíkur 2001 af Íþrótta- bandalagi Reykjavíkur á dögunum. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem veitti Kristínu við- urkenningu í verðlaunahófi í Höfða. Auk Kristínar Rósar, sem stundar íþrótt sína með Íþróttafélagi fatl- aðra, voru átta afreksmenn í íþrótt- um tilnefndir til nafnbótarinnar og fengu þeir einnig viðurkenningar fyrir frábæran árangur sinn. Þetta voru þau Einar Karl Hjartarson úr Íþróttafélagi Reykjavíkur fyrir góð- an árangur í hástökki, Gísli Krist- jánsson úr Glímufélaginu Ármanni fyrir góðan árangur í lyftingum, Guðrún Jóhannsdóttir úr Skylm- ingafélag Reykjavíkur fyrir góðan árangur í skylmingum, Halldór B. Jóhannsson úr Glímufélaginu Ár- manni fyrir góðan árangur í þolfimi, Jakob Jóhann Sveinsson úr Sund- félaginu Ægi fyrir góðan árangur í sundi, Magnús Magnússon úr Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur fyrir góð- an árangur í keilu, Trausti Már Gunnarsson úr Ungmennafélaginu Fjölni fyrir góðan árangur í taek- wondo og Vignir Jónasson úr Hesta- mannafélaginu Fáki fyrir góðan ár- angur í hestaíþróttum. Við sama tækifæri veitti Afreks- og styrktarsjóður Reykjavíkur 29 íþróttafélögum styrki úr sjóðnum en tvö félög höfðu áður hlotið styrk sem veittur var í október síðastliðnum. Kristín Rós íþrótta- maður Reykjavíkur Kristín Rós Hákonardóttir, íþróttamaður Reykjavíkur, tekur við viðurkenningu sinni í Höfða úr hendi borgarstjóra. Sjö kærustur Seven Girlfriends Gamanmynd Bandaríkin 1999. Góðar stundir VHS. Öll- um leyfð. (100 mín.) Leikstjórn og hand- rit Paul Lazarus. Aðalhlutverk Timothy Daly, Olivia d’Abo, Jami Getz. HÉR ER á ferð óvenju blátt áfram og raunsönn rómantísk gam- anmynd sögð frá sjónarhorni karl- mannsins – hins mjúka karlmanns. Jesse (Daly) er hálffertugur og hreint skíthræddur um að finna aldrei hina einu réttu. Hann afræð- ur því að leita uppi allar sínar fyrr- verandi og fá uppúr þeim hvað hafi farið úrskeiðis, komast að því hvers vegna hann á svo erfitt með að vera í sambandi. Auðvitað kemst hann að ýmsu, oft á tíðum spaugi- legu, miður skemmtilegu í fari sínu en jafnframt rennur upp fyrir honum að sumt það sem hitt kynið setti út á reynd- ist ósanngjarnt. En að rannsókn lokinni áttar hann sig á því að hann er litlu nær. Eru kannski ekki fleiri fiskar í sjónum? Þrátt fyrir slatta af klisjum, netta væmni á köflum og greinilegt ráð- leysi leikstjóra hversu langt hann á að teygja gamanið yfir í dramað þá rís þessi nokkuð uppfyrir alltof al- gengt miðjumoð rómantískra gam- anmynda. Daly býr yfir hæfilegri blöndu af sjarma, farsakenndum aulaskap og trega til að bera hana uppi og mótleikkonurnar komast klakklaust frá sínu. Ágætis afþrey- ing.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Fleiri fiskar í sjónum? Eiginmaður minn, morðinginn (My Husband, My Killer) Sakamálamynd Ástralía, 2001. Skífan, VHS. (99 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Peter Andrikidis. Aðalhlutverk: Colin Friels, Martin Sacks og Geoff Morrell. Í ÞESSARI árströlsku sjónvarps- mynd er reynt að varpa ljósi á saka- mál sem skók áströlsku þjóðina á of- anverðum níunda áratugnum. Er hugsanlegt að Andrew, efnaður og virtur hóteleigandi, hafi myrt eigin- konu sína án þess að hafa af því nokk- urn greinilegan ávinning? Þetta er spurningin sem liggur myndinni til grundvallar, og verður það fljót- lega ljóst að að- standendur hafa fyrirfram ákveðna skoðun á málalyktum. Þannig geng- ur myndin út á það að rökstyðja ákveðna niðurstöðu, fremur en brjóta til mergjar flókið sakamál. Þetta hlýtur að teljast löstur á kvik- mynd sem gefur sig út fyrir að vera hlutlaus en því verður hins vegar ekki neitað að myndin sem dregin er upp af kringumstæðum morðsins og rannsókninni sem fylgdi í kjölfarið er afar grípandi og vel sögð. En þar sem myndin leggur upp með það að varpa ljósi á raunverulegt sakamál, verður nálgunin að teljast aðfinnslu- verð. Heiða Jóhannsdóttir Sönn sakamál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.