Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 13

Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 13 Kringlan er skemmtilegri á sunnudögum Óvæntur gestur heilsar upp á börnin og frítt verður í klifursúlu Nanoq. Ævintýralandið í fullum gangi - frábær afþreying fyrir börn á aldrinum 3-9 ára. Öll börn fá gefins blöðru í dag. Þú færð tvo miða á verði eins á valda fjölskyldumynd í Sambíóum Kringlunni. Sjá nánar á bíósíðum Morgunblaðsins. Veitingastaðir í Kringlunni verða með girnileg fjölskyldutilboð í dag: Afgreiðslutími verslana er frá 13.00 til 17.00. www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 16 44 7 0 1/ 20 02 RÍKISSTJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að til standi að skilgreina fóstur sem börn og þá í þeim tilgangi, að ríkin geti aukið aðstoð og eftirlit með fá- tækum, þunguðum konum. Talsmenn ýmissa kvennasamtaka og stuðnings- menn fóstureyðinga eru hins vegar á öðru máli og segja, að hér sé aðeins um að ræða illa dulbúna tilraun til að þrengja enn að rétti kvenna til fóstur- eyðinga. Tommy G. Thompson heilbrigðis- ráðherra greindi frá þessari reglu- gerðarbreytingu en hún tekur eink- um til þeirra trygginga eða aðstoðar, sem alríkið býður fátækum fjölskyld- um. Sagði hann, að skilgreiningin á „barni“ myndi ná „frá getnaði til 19 ára aldurs“. Saka Bush um tvískinnung Talsmenn samtaka, sem berjast fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga, kváðust fagna auknu eftirliti á með- göngutíma en sögðu, að það væri í raun allt annað, sem vekti fyrir rík- isstjórninni. „Hér er fremur um að ræða pólitík en áhuga á heilsufari kvenna,“ sagði Kim Gandy, formaður bandarískra kvennasamtaka, og þingmaðurinn Henry Waxman, sem upphaflega beitti sér fyrir reglugerðinni um að- stoð við fátækar, þungaðar konur, sagði, að ríkisstjórn Bush væri nú að „þóknast öfgafyllstu andstæðingum fóstureyðinga, þeim, sem telja það ávallt vera morð að binda enda á þungun“. Síðastliðin 30 ár hafa stuðnings- menn fóstureyðinga barist fyrir rétti kvenna til að taka eigin ákvörðun um framhald þungunar en andstæðingar fóstureyðinga hafa hins vegar haldið fram rétti ófæddra barna. Í núgild- andi lögum stangast þessi sjónarmið á en á síðustu árum hefur lagalegur réttur fóstursins verið að aukast. Í nærri helmingi bandarísku ríkjanna hefur verið litið á það sem sérstakan lögaðila, til dæmis í glæpamálum þar sem konunni og fóstrinu hefur verið unninn einhver miski. Óljós áhrif Talsmenn ríkisstjórnarinnar segj- ast ekki skilja gagnrýnina á væntan- lega reglugerðarbreytingu þar sem hún miðist eingöngu að því að hjálpa fátækum konum og Douglas Johnson, einn af frammámönnum í samtökum fóstureyðingaandstæðinga, tók undir það. Fullyrti hann, að nýja reglugerð- in myndi ekki hafa nein áhrif á núver- andi rétt kvenna til fóstureyðinga. Á þessari stundu er vissulega mjög óljóst hvaða áhrif reglugerðarbreyt- ingin mun hafa. Með henni býðst al- ríkið til að kosta eftirlit með fátækum konum á meðgöngu en þeim ber hins vegar engin skylda til að nýta sér það. Waxman bendir aftur á móti á, að eftirlit af þessu tagi sé þegar í boði í mörgum ríkjum og ekki aðeins fyrir konur, sem eru við eða undir fátækt- armörkum, heldur líka fyrir þær, sem hafa hátt í tvöföld lágmarkslaun eða um 1,6 millj. ísl. kr. á ári. Þá segir hann og aðrir stuðningsmenn fóstur- eyðinga, að Bush hefði einfaldlega getað nýtt sér undanþáguákvæði í nú- gildandi lögum. Þess í stað hefði hann opinberað hvað fyrir sér vekti með því að endurskilgreina hugtakið „barn“. „Hér er um að ræða pólitíska yf- irlýsingu, ekki stefnumörkun í heil- brigðismálum,“ segir Waxman. Segja Bush vilja úti- loka fóstureyðingar Washington. Los Angeles Times. Reuters Fóstureyðingum mótmælt við byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.