Morgunblaðið - 10.02.2002, Side 12

Morgunblaðið - 10.02.2002, Side 12
12 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAR sem valdamestu mennÍsraels og Palestínu, þeirAriel Sharon, forsætis-ráðherra Ísraels, og Yass- er Arafat, formaður heimastjórnar Palestínumanna, virðast líta á völd sín sem grundvöll eigin tilveru sýn- ist lítil von um að takast muni að koma á friði í Mið-Austurlöndum á meðan þeir ráða ríkjum. Arafat og Sharon eiga ýmislegt sameiginlegt og ber þar hæst að báðir eru teknir að reskjast, þeir eru ósveigjanlegir hvað friðarferlið varðar og hvorugur þeirra er tilbú- inn til að skuldbinda sig til að vinna að friði, segir Rosemary Hollis, yf- irmaður Mið-Austurlandadeildar Konunglegu alþjóðastofnunarinnar (Royal Institute for International Affairs) í Lundúnum. Þeir eru 72 og 73 ára gamlir og báðir því komnir af léttasta skeiði. En völdin eru enn í höndum þeirra og því ráða þessir menn mestu um framtíð mála í Mið- Austurlöndum; hvort friður kemst á eða átökum verður fram haldið. Hver yrðu áhrifin ef þeir Arafat og Sharon misstu völdin eða féllu frá? Vera kann að aðrir jafn þrjósk- ir leiðtogar kæmu fram á sjónar- sviðið. En ef til vill gæti brotthvarf þeirra tveggja aukið líkurnar á friði. Neitar að deila ábyrgð og völdum Arafat á við meiriháttar persónu- galla að stríða, segir Gerald Butt, sérfræðingur breska útvarpsins, BBC, um málefni Mið-Austur- landa. Honum lýsir Butt á þann veg að Arafat neiti gjörsam- lega og „með sjúkleg- um hætti að deila ábyrgð og völdum með öðrum“. Þessi brestur í per- sónuleikanum gæti reynst honum dýrkeyptur og jafnvel orðið til þess að hann nái aldrei að sjá það mark- mið sitt verða að veruleika að til verði sjálfstætt ríki Palestínu- manna eftir að hafa helgað líf sitt þeirri baráttu, segir Butt. „Arafat er mikill leiðtogi en hann er vonlaus samningamaður og skipulagshæfileika hefur hann enga. Þegar friðarferlið hófst neit- aði hann að fela öðrum að bera hluta ábyrgðarinnar af ótta við að annar samningamaður gæti náð ár- angri og þannig ógnað forustuhlut- verki hans,“ bætir Butt við. „Arafat stjórnar sem einvaldur væri og hann hefur tilhneigingu til að fela undirsátum sínum lítt skil- greind verkefni, sem rekast á önn- ur, er aðrir hafa með höndum. Eng- inn fær að starfa sjálfstætt að verkefnum sínum, ráðuneyti, ráð- herrar og pólitískir fulltrúar Frels- ishreyfingar Palestínu (PLO) fást iðulega við sömu verkefnin,“ segir Rosemary Hollis. Þessi skipan mála hefur í för með sér að allar ákvarð- anir lenda á einhverju stigi á borði Arafats. Hann virðist treysta á þetta fyrirkomulag til að tryggja óskoruð völd sín og hafa algjöra stjórn á þróun mála, segir hún. „Arafat er einnig vændur um að afla sér persónulegra upplýsinga um alla ráðherra sína og ráðgjafa og að þær nýti hann til að hafa á þeim tangarhald,“ segir Hollis. „Sumir ráðherra Arafats gegna embættum sín- um eingöngu launanna vegna auk þess sem þeim hugnast sá lífsstíll, sem stöðunum fylgir. Og sökum þessa hefur Arafat tök á þeim. Allir helstu stuðningsmenn hans innan sjálfstjórnarinnar eru því tengdir honum að þessu leyti. Þannig tekst Arafat að gera þeim ókleift að greina á milli eigin ferils og fram- tíðar hans,“ bætir Hollis við. Allt frá því að ráðist var um borð í skipið Karine A., sem flutti vopn frá Íran er ætluð voru Palestínu- mönnum, hafa stjórnvöld í Ísrael haldið því fram að palestínska sjálf- stjórnin hafi skipulagt vopnasmygl- ið og Arafat vitað af því. Arafat hef- ur þráfaldlega neitað þessu en þegar horft er til þess hversu mjög hann gín yfir öllum ákvörðunum sjálfstjórnarinnar eru yfirlýsingar hans ekki trúverðugar. Rosemary Hollis segir að tvær skoðanir séu einkum uppi um hverjar verði af- leiðingar tilraunarinnar til að smygla vopnum til Palestínu. „Ann- ars vegar líta margir svo á að eðli- legt megi teljast að þjóðfrelsissam- tök leiti leiða til að komast yfir vopn.“ Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa hins vegar af því þungar áhyggjur og óttast að tilraun þessi til vopnasmygls sé vísbending um að enn alvarlegri atburðir kunni að vera yfirvofandi í þessum heims- hluta. En hverjar verða afleiðingarnar geti Ísraelar staðið við fullyrðingar sínar og fært sönnur á að Arafat hafi borið ábyrgð á vopnasending- unni? Hvernig gætu Ísraelar brugðist við? „Fregnir herma að Ísraelar hafi heitið Bandaríkja- stjórn því að þeir muni ekki reyna að ráða Arafat af dögum,“ segir Rosemary Hollis. En með því að af- hjúpa meintar lygar Arafats um vopnasmyglið, sem tæpast kæmu á óvart, kunna þeir að vonast til þess að grafa undan trúverðugleika hans. Þar sem hugsunin virðist vera þessi leitast Ísraelar einfaldlega við að draga upp þá mynd af Arafat að hann skipti ekki lengur máli. En þessi afstaða felur aftur í sér tví- skinnung þar sem því er annars vegar haldið fram að Arafat hafi glatað öllu mikilvægi en á hinn bóg- inn fullyrt að hann beri ábyrgð á of- beldinu. Á meðan Arafat getur ekki lagt fram haldbæra skýringu á vopna- smyglinu mun Sharon vart fá annað gert en að herða enn öryggisráð- stafanir Ísraela, segir Roger Hardy, sérfræðingur BBC um mál- efni Mið-Austurlanda, í grein, sem hann ritaði nýlega. Á dögunum ákvað sendinefnd Bandaríkjaþings að hundsa Arafat með öllu er hún var á ferð í Mið-Austurlöndum. Sú ákvörðun kom til sökum þess að Arafat hafði ekki brugðist við ásök- unum um vopnasmyglið með traust- vekjandi hætti. Richard Gephardt, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, neitaði að eiga fund með Arafat og kaus þess í stað að hitta „einhverja aðra leiðtoga Palestínumanna“ að því er fram kom í dagblaðinu Jerusalem Post. Enginn samningsvilji Rosemary Hollis segir þessi við- brögð bandarísku þingmannanna til marks um að Ísraelum kunni að vera að takast að láta líta út sem Arafat skipti ekki lengur sköpum varðandi friðarferlið. Hann hefur nú um nokkurt skeið verið nánast í stofufangelsi í Ramallah en Ísrael- ar halda því fram að með því að hefta ferðafrelsi Arafats neyði þeir hann til að leita lausna á þeim vanda, sem þeir krefja hann um að takast á við. En þessa skipan mála „má einnig skýra á þann veg að þeir vilji auðmýkja hann,“ segir Hollis. „Mín skoðun er sú að Ariel Shar- on hafi engan áhuga á samningi við Palestínumenn, sem feli í sér mynd- un sjálfstæðs ríkis þeirra,“ segir Hollis. „Sharon sér ekki fyrir sér að hann komi til með að ná samkomu- lagi við Arafat,“ bætir hún við. Hún segir að séu ísraelsk dagblöð lesin megi greina tvenns konar skýring- ar á stefnu Ariels Sharons. „Annars vegar er að nefna það sjónarmið að hann [Sharon] hafi enga áætlun mótað nema þá að koma í veg fyrir að ríki Palestínumanna verði að veruleika. Hin skýringin er sú að áætlun hans gangi út á að niður- lægja og kúga Palestínumenn þar til þeir sættist loks á sjálfstjórn, sem lúta muni stjórn hóps leiðtoga á svæðinu og saman reynist mun veikara fyrirbrigði en Yasser Ara- fat.“ Arafat er 72 ára og hann sem aðr- ir á þessum aldri gerir sér ljóst að endalokin kunna að vera skammt undan. Því mætti spyrja hver eða hverjir taka myndu við störfum hans félli hann frá. Fyrir liggur lagafrumvarp, sem kveður á um að forseti þings Palestínumanna skuli tímabundið gegna skyldum for- manns heimastjórnarinnar falli hann frá. Gert er ráð fyrir að svo skuli vera þar til nýr forseti hafi verið kjörinn í kosningum. Þessi lög hefur Arafat neitað að undirrita. Rosemary Hollis segir ferlið, sem lögin gera ráð fyrir, gallað. Sharon gæti í þessu tilfelli neitað að fallast á kosningar í Palestínu með þeim rökum að þar „ríkti stríðsástand“. Hins vegar yrði staða Palestínu- manna „traust í siðferðislegu tilliti“ yrði raunin þessi þar sem Evrópu- sambandið hafði eftirlit með fram- kvæmd kosninganna þegar Arafat var kjörinn forseti sjálfstjórnarinn- ar. En Arafat er ekki einn um að eiga við vanda að glíma á heimavelli. Í nýlegri grein segir Gerald Butt að Ariel Sharon – „maðurinn sem kær- ir sig kollóttan um hverjir elska hann eða hata“ – þurfi að takast á við fjölmarga óvini. Binyamin Ben- Eliezer kemur fyrst upp í hugann þegar horft er til þeirra, sem gætu hugsað sér að leysa Sharon af sem forsætisráðherra Ísraels. Ben-El- iezer var nýverið kjörinn formaður Verkamannaflokksins í Ísrael og ráðherrar flokksins hafa gagnrýnt stefnu Sharons harðlega að undan- förnu. En raunar hafnaði miðstjórn Verkamannaflokksins nýverið til- lögu þess efnis að flokkurinn færi úr ríkisstjórninni. Harkan forsenda valda Sharons Sharon er ekki heldur laus við samkeppni í sínum flokki. „Hann óttast mjög að missa völdin og að Benjamin Nethanyahu taki á ný við Likud-bandalaginu. Nethanyahu bíður tækfæris til að snúa aftur með þeim rökum að hann sé enn harðari en Sharon og að honum sé betur treystandi til að tryggja öryggi Ísr- aela,“ segir Rosemary Hollis. Svo virðist sem skilningur á stöðu Shar- ons innan flokksins sé lykillinn að því að fá botn í stefnu hans og ákvarðanir. Komi fram aðrir menn, sem halda því fram að þeir geti sýnt enn meiri hörku en hann og tryggt betur öryggi þjóðarinnar, mun Sharon neyðast til þess að sýna enn meiri óbilgirni til að herða tök sín á flokknum. Er von til þess að vítahringurinn verði rofinn og þá með friðsamleg- um hætti? Shlomo Ben-Ami, fyrr- verandi utanríkisráðherra Ísraels í stjórn Ehuds Baraks, sagði í ræðu, sem hann flutti við Konunglegu al- þjóðastofnunina síðla árs í fyrra, að átökunum myndi ekki linna fyrr en ísraelska þjóðin væri tilbúin að greiða þeim atkvæði, sem reiðubún- ir væru að færa fórnir fyrir friðinn. Þessi greining felur í sér að ólíklegt má telja að Sharon muni nokkurn tíma semja um frið við Palestínu- menn. Og það á raunar við um hvern þann, sem gegnir embætti forsætisráðherra Ísraels allt þar til almenningsálitið breytist og friðarvilj- inn eykst. „Þeir, sem vilja vinna að friði, geta ekki vænst þess að hægri menn og hin pólitíska miðja í Ísrael fagni slíku frumkvæði,“ sagði Ben-Ami. „Ísr- aelar og Palestínumenn þurfa að uppfylla ákveðnar þarfir en jafn- framt að vera tilbúnir til að slaka á öðrum kröfum sínum.“ Óbilgirni og valda- fíkn í vegi friðar Yasser Arafat og Ariel Sharon eiga ýmis- legt sameiginlegt þegar að er gáð og ber þar trúlega hæst óbilgirnina og valdafíkn- ina. Brjánn Jónasson ræddi við sérfræðinga um málefni Mið-Austurlanda. Höfundur stundar MA-nám í alþjóða- blaðamennsku við City University í Lundúnum. Arafat er mikill leiðtogi en hann er vonlaus samn- ingamaður Sharon kærir sig kollóttan um hverjir elska hann eða hata

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.