Morgunblaðið - 10.02.2002, Page 22

Morgunblaðið - 10.02.2002, Page 22
22 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐGERT er að hefja al-menna bólusetningu hérá landi á börnum gegnmeningókokkasýkinguC, en sýking af völdum meningókokkabakteríu getur leitt til heilahimnubólgu og dauða. Hérlendis hafa gerðirnar B og C helst valdið sjúkdómnum. Einkenni sjúkdómsins eru einkum hiti, breyting á meðvit- undarástandi, hnakkastífni, útbrot, marblettir og blæðingar. Hingað til hefur verið brýnt að greina sjúkdóm- inn snemma ef einkenna hefur orðið vart svo hefja megi sýklalyfjagjöf, en oft hefur það ekki dugað til. Gera má ráð fyrir því að meningókokkasjúk- dómur af gerð C greinist árlega í um tíu tilfellum og valdi einu dauðsfalli. Einnig má gera ráð fyrir því að sjúk- dómurinn geti gengið í faröldrum með tugum og hundruðum tilfella og samsvarandi hækkun á dánartíðni. Ef bólusetning gegn meningókokkasjúk- dómi af gerð C verður hafin í almennu ungbarnabólusetningunni, mætti koma í veg fyrir slíkt, að sögn Har- aldar Briem sóttvarnalæknis. Á undanförnum árum hefur ný- gengi meningókokkasjúkdóms af gerð C farið vaxandi á Íslandi. Læknavísindin geta enn ekki svarað til um orsakir sjúkdómsins því bakt- erían er býsna útbreidd meðal manna án allra einkenna, en oft og tíðum virðist eins og hann sé tilviljunar- kenndur. Á Bretlandi og Írlandi þar sem nýgengi sjúkdómsins er svipað og hér á landi eru hafnar bólusetn- ingar gegn þessum sjúkdómi með nýju bóluefni og virðist árangur þeirra aðgerða lofa góðu. Þegar Bret- ar hófu almennar bólusetningar í árs- lok 1999 var ákveðið að bólusetja börn yngri en eins árs með þremur skömmtum, sem gefnir væru við tveggja, þriggja og fjögurra mánaða aldur. Börn, sem voru á aldrinum fjögurra til tólf mánaða, skyldu fá tvo skammta. Börn, sem voru þrettán mánaða til átján ára, skyldu fá einn skammt. Árangur þessara bólusetn- inga hefur verið mjög góður. Fyrstu sex mánuðina fækkaði meningó- kokkasjúkdómi af gerð C um 90% meðal barna undir eins árs aldri og 15-17 ára unglinga en þau voru fyrst að fá bóluefnið. Talið er að komið hafi verið í veg fyrir 500 sjúkdómstilfelli og 50 dauðsföll af völdum sjúkdóms- ina á þessu tímabili. Á fundi sínum fyrir tæpu ári eða 22. mars 2001 mæltist sóttvarnaráð til þess að sóttvarnalæknir hæfi undir- búning að áætlun um bólusetningar gegn meningókokkasjúkdómi af gerð C í samvinnu við sérstakan samráðs- hóp um bólusetningar þannig að ít- arlegar tillögur um framkvæmd og kostnað sem af hlytist lægju fyrir þegar heilbrigðisyfirvöldum yrði kynnt hvaða kostir væru fyrir hendi varðandi slíkar bólusetningar. Heil- brigðisyfirvöld hafa nú falið sótt- varnalækni að hefja undirbúning að bólusetningum, sem gert er ráð fyrir að geti hafist í lok þessa árs, en fyrsta skrefið verður að leita tilboða í bólu- efni. Gera má ráð fyrir að kostnaður við bólusetninguna hlaupi í byrjun á tugum milljóna, en nærri lætur að þessi hópur sé 50 þúsund manns í upphafi átaksins. Bólusetning í útboð Bóluefnin eru nú til í apótekum, en eru dýr og kosta tæplega fimm þús- und krónur skammturinn, segir Har- aldur. „Með því að fara í útboð, fáum við væntanlega hagstæðara verð því meiningin er að bólusetningarnar nái til allra barna landsins og ætlar hið opinbera að bjóða það þeim að kostn- aðarlausu. Það er mikið fyrirtæki að framleiða fyrir allan markaðinn, sem er stór fyrstu árin ef ná á til allra á aldrinum þriggja mánaða til átján ára og þurfa fyrirtæki, sem framleiða mikið magn bóluefna, að vera viss um að það sé markaður fyrir hendi. Í framtíðinni verða það svo börn á fyrsta aldursári sem fá bólusetningar að kostnaðarlausu og þá þarf vænt- anlega ekki að bólusetja eldri börnin aftur. Reynt verður að fella þessar bólusetningar að almennu ungbarna- bólusetningunni, en ég geri ráð fyrir að í fyrstu, þegar verið er að ná til allra barna á aldrinum eins til átján ára, verði bólusett í skólum og á heilsugæslustöðvum. Þetta hefur ekki verið útfært í smáatriðum, en mér finnst líklegt að byrjað verði fyrst á þeim aldurshópum, þar sem tíðni sjúkdómsins er hvað hæst, það er þriggja mánaða til fimm ára og svo fjórtán til átján ára.“ Aukaverkanir af völdum bóluefn- anna eru almennt vægar meðal barna. Bólga og eymsli eru minna áberandi en meðal hefðbundinna bóluefna. Sömuleiðis eru almenn ein- kenni, svo sem hiti, erting og breyting á matarvenjum, minna áberandi en eftir bólusetningu með eldra og lak- ara bóluefni gegn sjúkdómnum en önnur einkenni eru svipuð, svo sem útbrot, svefnhöfgi, grátur, uppköst og niðurgangur. Aukaverkanir eru einn- ig almennt vægar meðal eldri barna, unglinga og fullorðinna. Meningókokkasjúkdómur er alvar- legur og í sumum tilvikum banvænn sjúkdómur, sem oftast herjar á börn og unglinga. Tvær gerðir hans, B og C, hafa verið algengastar hér á landi. Ennþá hefur ekki tekist að þróa nægilega virkt bóluefni gegn men- ingókokkasjúkdómi af gerð B. Mik- ilvægt er að hafa í huga að þótt takist að bægja meningókokkasjúkdómi af gerð C frá íslensku samfélagi, mun meningókokkasjúkdómurinn ekki hverfa með öllu. Því þurfa heilbrigð- isstarfsmenn eftir sem áður að þekkja einkenni sjúkdómsins og bregðast skjótt við honum. Tilkynningar um þennan smitsjúkdóm, eins og aðra til- kynningaskylda sjúkdóma, verða að vera skilvirkar. Jafnframt er brýnt að bólusetningar séu skráðar og til- kynntar en unnið er að því að hanna slíkt skráningar- og tilkynningaferli. Ríkar siðferðislegar og heilsuhag- fræðilegar ástæður eru fyrir því að taka upp virka bólusetningu gegn sjúkdómi, sem hefur jafn alvarlegar afleiðingar í för með sér og meningó- kokkasjúkdómur, að sögn Haraldar. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að hér er um nýtt bóluefni að ræða og það er fyrst nú sem hægt er að nota það í almennum bólusetningum. Þegar Bretar fóru af stað með verk- efnið í árslok 1999 var um að ræða til- raun með fjöldabólusetningu gegn meningókokkum C, en reynslan hefur nú sýnt að bóluefnið hefur reynst vel. Þau bóluefni, sem við notum með þessum hætti, þurfa að vera skráð hér á landi. Það var ekki fyrr en á síðari hluta síðasta árs sem slík bóluefni voru skráð hér.“ Þrír stórir faraldrar „Ástæða er til þess að vekja athygli á því að enginn faraldur af völdum meningókokkasjúkdóms hefur brotist út hér á landi á nýliðnum árum, en tíðni sjúkdómsins á Íslandi er tiltölu- lega há og svo hefur verið áratugum saman,“ segir Haraldur. Skráning meningókokkasjúkdóms hófst hér á landi árið 1940. Frá því að skráning hófst hafa gengið yfir landið þrír stórir faraldrar. Sá fyrsti hófst árið 1941 og gekk yfir á næstu fimm árum. Annar faraldurinn hófst 1954 og gekk yfir á næstu sjö árum. Sá þriðji hófst árið 1975, náði hámarki 1976 og hjaðnaði síðan árið 1978. Þrátt fyrir að hið nýja bóluefni hafi ekki verið til fyrr en nú, segir Har- aldur að gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að fyrirbyggja út- breiðslu meningókokkasjúkdóms. Til að mynda hafi allir þeir, sem verið hafi í nábýli við sjúkdómstilfelli, feng- ið fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð. Ef líkur hafi verið á staðbundnum far- aldri af völdum meningókokkasjúk- dóms C, hafi verið fjöldabólusett með gamla bóluefninu, sem er skamm- vinnt og endist ekki nema í tvö til þrjú ár, en ekki hafi verið hægt að nota það á börn undir tveggja ára aldri. „Þetta gerðist síðast á Sauðárkróki árið 1997 þegar þrjú tilfelli komu upp með stuttu millibili og hætta þótti á far- aldri, en þá voru allir einstaklingar á Sauðárkróki á aldrinum tveggja til átján ára bólusettir og sem betur fer varð enginn faraldurinn,“ segir Har- aldur Briem. Sprautað gegn smitsjúkdómi Morgunblaðið/Sigurður Jökull Bólusetning gegn meningókokkum hefur gefið góða raun. Meningókokkasjúkdómur af gerð C, sem valdið getur heilahimnubólgu og leggst oftast á börn, greinist árlega í um tíu tilfellum og veldur einu dauðsfalli á ári á Ís- landi. Nýtt bóluefni gefur tilefni til bjartsýni. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði Harald Briem sóttvarnalækni út í nýja bóluefnið, reynslu Breta og tilhögun bólusetn- ingar hér á landi sem að öllu óbreyttu mun hefjast í lok þessa árs. Morgunblaðið/Bjarni Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Þessi börn eru mjög veik og eina leið- in til að halda þeim lifandi er að tengja þau við nýrnavélar eða svokölluð gervinýru. Ef tekst að halda þeim lif- andi nógu lengi eykst möguleiki á að þau geti fengið nýtt nýra. Foreldrar þessara barna ganga með barninu í gegnum mjög mikla erfiðleika og þjáningar og þjást þar af leiðandi mikið sjálfir. Flestir þeirra geta því ekki hugsað sér að eiga aftur barn sem fæðist með þennan sjúk- dóm. Það er hægt að bjóða þessu fólki upp á fósturrannsóknir og síðan fóst- ureyðingu ef í ljós kemur að fóstrið er með þennan galla.“ – En vakna þá ekki ýmsar siðfræði- legar spurningar? „Ég verð að segja að ég vísa þeim frá mér. Það er ekki á mínu sviði að fjalla um þær. Það er auðvelt að velta slíkum siðfræðilegum spurningum fyrir sér ef þær snerta ekki mann sjálfan. En fólk sem hefur átt barn sem þjáist af þessum sjúkdómi eða öðrum mjög alvarlegum og þjáning- arfullum sjúkdómum er afar þakklátt fyrir að hafa tækifæri til að vita hvort barnið sem er á leiðinni er heilbrigt eða ekki og taka ákvarðanir í kjölfar þess. Þannig fær þetta fólk jafnframt tækifæri til að eignast heilbrigt barn. Ég hef fundið fyrir miklu þakklæti frá fólki út um allan heim sem hefur átt kost á þessum rannsóknum.“ Hlustuðum ekki á úrtölur og treystum á nýjar aðferðir Rannsóknarvinna sem þessi krefst mikillar þolinmæði því oft tekur lang- an tíma að fá niðurstöður. „Við fundum fyrsta erfðatengda sjúkdóminn í nýrum, Alport-sjúk- dóminn, árið 1990. Hvað hinn sjúk- dóminn varðar uppgötvuðum við erfðavísinn sem stjórnar honum árið 1998. Þá voru liðin níu ár frá því að við byrjuðum að safna sýnum. Á þeim tíma voru aðferðirnar gamaldags og lélegar en eftir að nútímaaðferðir fóru að ryðja sér til rúms og við tókum þær strax upp tók ekki langan tíma að finna á hvaða litningi erfðavísirinn var. Þá var leiðin greið að finna sjálf- an erfðavísinn. Allt þetta byggðist auðvitað á því að við byggjum okkar vinnu á því að vera alltaf tilbúin að taka við öllum rannsóknaraðferðum. Þegar við byrjuðum á verkefninu árið 1989 sögðu sérfræðingar í erfða- fræði okkur að þetta mundi aldrei takast vegna þess að upplýsingar sem við höfðum voru frá svo fáum fjöl- skyldum og litlum. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að þegar fólk eign- aðist barn með þennan sjúkdóm vildi það ekki taka áhættu á að það gerðist aftur svo flestir hættu barneignum. Efniviðurinn var því mjög takmark- aður. Við hlustuðum sem betur fer ekki á þessi varnaðarorð og treystum því að aðferðirnar bötnuðu. Því héld- um við áfram að safna sýnum og þeg- ar upp er staðið byggist rannsóknin á sýnum frá sautján fjölskyldum. Í þessu starfi erum við alltaf að taka áhættu og verðum að gera það ef ein- hver árangur á að nást.“ Margar spennandi rannsóknir í gangi – Áhuginn hlýtur þá að þurfa að vera mikill til þess að gefast ekki upp? „Það er alveg rétt. Maður verður að trúa því að starfið leiði til spennandi uppgötvana. Starfið er því verulega spennandi og þessi spenna heldur manni gangandi. Verkefnin framund- an eru líka mörg og spennandi. Þar ber hæst að við erum að þróa gena- lækningar sem vonandi eiga eftir að gagnast gegn þessum erfiða sjúk- dómi. Tilraunirnar beinast þó að Al- port-sjúkdómnum til að byrja með. Honum veldur sködduð grunnhimna. Þegar grunnhimnan er skemmd fara heilar blóðflögur í gegn og blóð lekur út í þvagið. Þetta er þó ekki eins al- varlegur sjúkdómur og hinn. Genameðferðin byggist á því að upplausn sem inniheldur umræddan erfðavísi, eða gen, er dælt inn í nýrað svo það fari inn í frumurnar og fram- leiði eggjahvítuefnið sem vantar til að grunnhimnan virki rétt. Við höfum prófað þessa aðferð á grísum en erum byrjuð að gera tilraunir á sérstakri hundategund í Texas sem ber þennan sjúkdóm. Tilraunirnar eru farnar að ganga vel og við vonum að þær beri árangur. Eftir eitt til tvö ár kemur í ljós hvort þessi aðferð skilar árangri og þá kemur að því að hún verði reynd á mönnum. Að vísu þarf fyrst að svara ýmsum vísindalegum og siðfræðileg- um spurningum, en þegar hefur fólk boðið sig fram til að taka þátt í til- raununum. Þetta er fólk sem annað- hvort þjáist sjálft af sjúkdómnum eða á börn sem gera það. Það er yfirleitt duglegt að leita sér upplýsinga á Net- inu og þannig finnur það okkur í flest- um tilfellum. Það góða við þessa með- ferð er að hún er mjög hrein því lausnin er sett beint inn í nýrað í gegnum slagæðina og er fjarlægð aft- ur þegar hún kemur út um bláæðina. Upplausnin fer því ekki víðar um lík- amann og að þessu leyti henta nýrun ákaflega vel til genameðferðar. Einnig er verið að leita að erfðavísi sem orsakar það að þeir sem fá syk- ursýki fá nýrnasjúkdóma, en 30% þeirra sem fá barnasykursýki þjást af þeim. Þeir sem fá sykursýki á fullorð- insárum fá einnig nýrnasjúkdóma en ekki í eins miklum mæli. Síðastliðin fimm ár hefur sýnum verið safnað, að- allega í Finnlandi, til að geta gert þessar rannsóknir. Einnig hefur verið safnað sýnum frá Íslandi sem eru not- uð til að styrkja það sem finnst í finnsku sýnunum. Hluti af verkefninu er unninn í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og lækna á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi.“ Með góðu fólki í góðu umhverfi Karl hefur búið erlendis í um 35 ár. Hann stundaði framhaldsnám í Finn- landi og síðan við National Institute of Health í Bethesda í Maryland í Bandaríkjunum. Hann bjó síðan í Finnlandi lengst af. Konan hans er finnsk og eiga þau þrjá syni. Karl flutti frá Finnlandi til Svíþjóðar fyrir sex árum. Hann stjórnar nú rann- sóknarhópi við Karolinsku stofnunina sem samanstendur af þrjátíu manns frá tíu löndum. Fimmtán þeirra komu með honum frá Finnlandi. Karl segist ákaflega ánægður með alla aðstöðu til rannsókna hjá Karolinska sjúkrahús- inu og þar sé margt gott fólk sem hægt er að leita til um ýmis mál. „Þetta er góður staður og umhverfið allt mjög rólegt og gott.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi haft mikil tengsl við Ísland og ís- lenska vísindamenn segir hann svo ekki hafa verið. Það vekur athygli hvað hann talar góða íslensku eftir allan þennan tíma. Hann segist þó alls ekki oft hafa tækifæri til að tala ís- lensku og gerir ekki mikið af því að lesa íslenskar bækur. Hann sagðist meira að segja mjög lítið hafa komið til Íslands áður en hann flutti til Sví- þjóðar vegna þess að samgöngur voru erfiðari frá Finnlandi. Fjölskyldan talar saman á finnsku, en Karl segir að synirnir sýni nú áhuga á að koma til Íslands til að vinna, en eldri syn- irnir hafa valið svipuð störf og hann. Hann segir að tengslin við fjölskyld- una á Íslandi hafi aukist mikið eftir að þau fluttu til Svíþjóðar. Honum þykir ekki ólíklegt að heið- ursdoktorsnafnbótin við læknadeild Háskóla Íslands og störf hans í fagr- áði Krabbameinsmiðstöðvarinnar eigi eftir að tengja hann meira við Ísland en áður, en þess beri þó að geta að hann hafi verið í vísindasamstarfi við fólk hér á landi og nú er einn íslensk- ur nemi að vinna með honum. Lyf gegn fylgikvillum sykursýki í þróun Karl stofnaði fyrirtæki í Bandaríkj- unum fyrir nokkrum árum sem vinn- ur að því að þróa lyf sem eru á sama sviði og rannsóknarhópurinn vinnur við. Fyrirtækið er nú með eitt lyf í prófunum sem á að minnka fylgikvilla sykursýki. Þróun lyfja tekur að með- altali um þrettán ár. „Fljótlega má vænta þess að vitn- eskja fáist um hvort þetta lyf kemst raunverulega á markað eða ekki,“ segir hann. „Ef svo verður mun það hafa mikið að segja fyrir sykursýk- issjúklinga. Sykursýki er hræðilegur sjúkdómur og afleiðingarnar alvar- legar. Fólk getur misst útlimi, orðið blint og nýrun hætt að virka. Við reynum því að finna genin sem orsaka þessa fylgikvilla og síðan finna lyf til að koma í veg fyrir þá. Eins og er er ekki möguleiki á að vita hverjir fá fylgikvilla og hverjir ekki.“ TENGLAR ..................................................... Rannsóknarstofan sem dr. Karl veitir forstöðu er með heimasíðu á Netinu og þar er hægt að skoða hvaða við- fangsefni hún er að fást við. Slóðin er www.mbb.ki.se/matrix/index.html. asdish@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.