Morgunblaðið - 10.02.2002, Page 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SENNILEGA er sanngjarnast
þegar metið er framlag Snúðs og
Snældu að vega hlutfall þeirrar
ánægju sem hópurinn sjálfur hefur
af flutningnum og hvernig áhorfend-
ur taka við honum. Líklega gæti ein-
hverjum þótt sem þessi mælikvarði
ætti alltaf við þegar fjallað er um
leiksýningar en svo þarf þó ekki að
vera. Þetta leitaði hins vegar óvenju
sterkt á huga undirritaðs á sýningu
Snúðs og Snældu þar sem ljóst var
að áhorfendur skemmtu sér hið
besta þrátt fyrir að tína mætti til
ýmsa hnökra á flutningnum, finna að
samsetningu leikþáttarins um síld-
arævintýrið og telja sönginn á köfl-
um tæplega frambærilegan nema í
heimahúsi. Allt þetta er sagt í slíkri
hreinskilni þar sem jafn fráleitt er að
klappa harðfullorðnu fólki á kollinn
sem börn væru og segja allt jafn gott
sem fram er borið. Það dregur þó á
engan hátt úr gildi þess starfs sem
þarna hefur verið unnið og ánægj-
unnar sem hafa má af því beggja
vegna sviðsins.
Í lífsins ólgusjó er leikþáttur með
söngvum þar sem tvær aldraðar vin-
konur hittast fyrir tilviljun eftir ára-
tuga viðskilnað og taka að rifja upp
sameiginlegar minningar frá síldar-
árunum á Siglufirði. Tvær vinkonur
bætast í hópinn og áður en lýkur hef-
ur þeim tekist að finna æskuástina
og barnsföður einnar þeirra sem
sigldi einn um ævivegu fyrir sakir
misskilnings og lélegra póstsam-
gangna á þeim tímum. Inn í þessa
hugljúfu sögu er fléttað alþekktum
dægurlögum frá miðbiki síðustu ald-
ar sem leikhópurinn syngur við
harmonikuundirspil eins úr hópnum.
Er skemmst frá því að segja að leik-
hópurinn komst vel frá þessu, efni
þáttarins skýrt og einfalt og persón-
ur sömuleiðis en hugsanlega hefði
mátt gefa meiri gaum að séreinkenn-
um hverrar og einnar.
Fugl í búri er annar handleggur,
raunsæislega skrifaður leikþáttur
um aldraða konu og börn hennar.
Útgangspunkturinn er 80 ára afmæli
móðurinnar og börnin vilja halda í
heiðri minningu föður þeirra sem
stjórnaði greinilega heimilishaldinu
af mikilli festu. Einn sonurinn spyr
þó systkini sín hvort verið sé að
halda upp á afmæli móður þeirra eða
föður þeirra sáluga. Var greinilegt af
viðbrögðum áhorfenda að hann átti
sér marga meðmælendur. Börnin
hafa einnig af því stórar áhyggjur að
geta ekki sinnt móður sinni sam-
kvæmt venju næsta sunnudag. Hún
verður þó hin fegnasta og sér fram á
skemmtilegan dag í félagsskap vina
sinna og kunningja á Sólsetri, vist-
heimilinu sem hún dvelur á.
Vandi leikhópsins fólst nokkuð í
því að leika börn sinnar eigin kyn-
slóðar þar sem enginn aldursmunur
var á leikendum í hlutverki
barnanna og hinnar áttræðu móður.
Hér höfðu leikendur úr nokkru
meira að moða í persónusköpun en í
fyrri þættinum og ýmis einkenni
persónanna komu skýrt fram; hé-
gómleiki bankastjórans, auðmýkt
móðurinnar, skapofsi bróðurins úr
Eyjum. Konurnar urðu þó ekki eins
minnisstæðar af einhverju sökum og
líklega vegna þess að höfundar hafa
ekki útdeilt þeim sömu séreinkenn-
um og körlunum.
Í heildina var þetta áferðarfalleg
sýning sem Snúður og Snælda geta
verið stolt af að hafa komið saman
því þrátt fyrir mikla reynslu þátttak-
enda úr lífsins ólgusjó þá er með-
alaldur hópsins óvenju hár eða um 75
ár að sögn leikstjórans. Það eitt og
sér skapar Snúði og Snældu verðuga
sérstöðu.
Morgunblaðið/Golli
Í lífsins ólgusjó er byggt á minningum frá síldarárunum.
Síld og sólsetur
LEIKLIST
Leikfélag eldri borgara, Snúður
og Snælda
Í lífsins ólgusjó í samantekt Guðlaugar
Hróbjartsdóttur, Brynhildar Olgeirs-
dóttur, Bjarna Ingvarsnar og leikhópsins.
Fugl í búri eftir Iðunni og Kristínu Steins-
dætur. Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson.
Í lífsins ólgusjó og Fugl í búri
Hávar Sigurjónsson
LJÓTSSTAÐIR, sem þessi ætt
kennir sig til, er á Höfðaströnd í
Skagafirði, skammt ofan Hofsóss,
fyrir mynni Unadals.
Á þeirri jörð bjó sama ættin í 127
ár, frá árinu 1808 og til ársins 1935.
Ættforeldrar Ljótsstaðaættar voru
þau Sigmundur Pálsson bóndi og
verslunarstjóri á Hofsósi og kona
hans Margrét Þorláksdóttir. Þau
bjuggu á Ljótsstöðum frá 1851-
1890 að fjórum árum fráskildum.
Sigmundur á Ljótsstöðum var hinn
mesti merkismaður. Hann gekk á
Lærða skólann, en hvarf frá námi
rétt fyrir stúdentspróf vegna
„pereatsins“ margfræga og settist
að í heimasveit sinni. Þar gegndi
hann mörgum og mikilvægum
störfum og var alla tíð mikils met-
inn og vinsæll. Margrét kona hans
þótti mikil höfðingskona, búkona
góð og farsæll uppalandi. Hún var
af eyfirskum ættum. Afi hennar í
föðurætt var hinn góðkunni Þorlák-
ur Hallgrímsson bóndi í Skriðu í
Hörgárdal.
Sigmundur og Margrét eignuð-
ust átta börn, sex syni og tvær
dætur. Fimm þeirra eignuðust af-
komendur og nær niðjatal þeirra
frá ættforeldrum að telja yfir sex
ættliði.
Eins og að líkum lætur hafa niðj-
arnir, einkum af yngri kynslóðum,
dreifst víða um land og raunar víð-
ar. Margir eru þó enn í Skagafirði.
Önnur dóttirin, Sigríður, giftist
austur á land. Varð hennar maður
Guttormur Vigfússon, bóndi, skóla-
stjóri og alþingismaður. Bjuggu
þau lengstum í Geitagerði í Fljóts-
dal. Börn þeirra urðu einnig átta.
Árið 1919 tóku börnin upp ætt-
arnafnið Þormar. Er Sigríður frá
Ljótsstöðum því formóðir Þormars-
ættarinnar, sem er langfjölmenn-
asti ættleggur Ljótsstaðaættar.
Í Ljótsstaðaætt bregður fyrir
mörgum kunnuglegum nöfnum.
Hafa margir af ætt þessari getið
sér orð fyrir lærdóm, athafnir og
hagleik. Þó að líklega sé vafasamt
að tala mikið um kynfylgju í ætt-
um, virðist mér samt tvennt vera
algengt meðal Ljótsstaðaniðja.
Annað er kaupmennska og versl-
unarstörf og hitt hagleikur. Margt
er þar um smiði.
Eins og áður getur er niðjatal
þetta sex ættliðir og því með styttri
prentuðum niðjatölum. Það er með
nokkuð hefðbundnu sniði hvað upp-
lýsingar og ættliðamerkingar varð-
ar. Virðist mér það vera vandlega
og skipulega unnið. Mikill fjöldi
mynda af ættmennum fylgir, svo og
af umhverfi elstu ættliðanna.
Að loknu niðjatalinu eru ævi-
ágrip og ýmis annar fróðleikur um
ættforeldra og elstu ættliði. Hefur
það verið dregið saman úr prent-
uðum og óprentuðum heimildum.
Er að því góður fengur.
Kafli er um Ljótsstaði á sjö blað-
síðum. Þá eru raktar framættir
beggja ættforeldra langt aftur.
Í bókarlok er síðan nafnaskrá
eins og vera ber í riti sem þessu.
Lokaniðurstaða mín er sú, að
Ljótsstaðaætt sé hið prýðilegasta
rit og vel frá því gengið í alla staði.
Niðjatal af
Höfðaströnd
Sigurjón Björnsson
BÆKUR
Niðjatal
Niðjatal hjónanna Sigmundar Pálssonar
og Margrétar Þorláksdóttur. Guttormur
Þormar annaðist heimildaöflun og bjó til
prentunar. Útg.: Ritnefnd Ljótsstaða-
ættar. Reykjavík, 2001, 274 bls.
LJÓTSSTAÐAÆTT
ÚTFLUTNINGUR hesta kom
jafnan upp í hugann þegar hlýtt var
á hið fagra en átakanlega ljóð
Stjörnufákur eftir Jóhannes úr Kötl-
um. Ort á þeim tímum er þessar
glæsilegu skepnur voru eingöngu
seldar til þrældóms í breskum kola-
námum og blindaðar áður en þær
fóru niður í myrkravítið og kolasagg-
ann.
Til allrar lukku bíður fákanna sem
fluttir eru út til Bandaríkjanna í dag
betri og ákjósanlegri heimur. Það
kemur m.a. fram í heimildarmynd
Hinriks Ólafsssonar (leikari m.m.)
að aðstæður eru hinar ákjósanleg-
ustu fyrir íslenska hestinn í Vestur-
álfu. Loftslag víða heitt og þurrt,
engin fluga og ekkert exem, svo
nokkuð sé nefnt. Það kemur einnig
greinilega í ljós að það er ekki á færi
annarra en útvalinna að eiga slíka
kjörgripi. Enda eigendurnir aðeins á
þriðja hundraðið og hestar af stofn-
inum í kringum 1.400.
Hinrik og hans fólk ræða við ýmsa
einstaklinga tengda hestamennsk-
unni vestra. Kaupendur, seljendur,
knapa og ekki síst eigendur á öllum
aldri. Mikið er rætt við meðlimi Co-
vert-fjölskyldunnar, sem hefur verið
viðriðin innflutning á íslenskum
stólpagripum á annan áratug. Son-
urinn m.a. lagt á sig að læra það ill-
skiljanlega mál íslenskuna. Við
sjáum Rauð, Bleik, Mósa og Skjóna í
Arísóna. Dálítið absúrd að líta þessa
ferfættu, íslensku heiðurskonsúla
með knapa á baki með Stetson-hatta
og drynjandi bandaríska kántrítón-
list og kaktusa í bakgrunninum. En
svona er heimurinn í dag.
Þeir fáu Bandaríkjamenn sem
komist hafa í kynni við hina einstöku
hæfileika og geðslag íslenska hests-
ins eru undantekningarlaust uppi í
skýjunum. Mikið bar á lýsingarorð-
um eins og „lovely, smooth, beauti-
ful“, en útflytjendur hafa lagt mesta
áherslu á að bjóða þægilega reið-
hesta á þessum markaði. Ljúft geð
þeirra, yfirferðin, fjórgangur, fimm-
gangur; brokk, tölt, skeið, – allt
framúrskarandi eiginleikar. Og
óþarft að brjóta dýrið niður til að ná
þeim fram. Þá stendur Könum
hreint ekki á sama um litinn, sumir
þeirra a.m.k. velja sér hesta líkt og
bíla; eftir litnum.
Það er forvitnilegt að berja þessa
vini okkar augum í jafn fjarlægu um-
hverfi og Kaliforníu og Arísóna, og
ekki annað að sjá en vel sé staðið að
málum í hvívetna og gott til þess að
vita íslenski hesturinn á ekki lengur
á hættu að lenda í slaveríi, hans bíða
iðagrænar gresjur og höfðingleg
umhirða. Líkt og þessi glæsilega
skepna og framúrskarandi land-
kynning á fyllilega skilið.
Myndin Fljúgandi fákar segir
þetta án mikilla tilþrifa, framvindan
stöðluð og klippingar á milli ís-
lenskra og bandarískra aðstæðna
áhrifalitlar og ómarkvissar. Kemur
innihaldinu til skila á mjög hefð-
bundinn hátt.
Heiðurskonsúlar á hófum
SJÓNVARPSMYND
RÚV
Umsjón og handrit: Hinrik Ólafsson. Kvik-
myndataka og hljóð: Hreiðar Þór Björns-
son. Klipping: Jóhann Sigfússon. Tónlist:
Steppenwolf, Guðmundur Ingólfsson,
o.fl. Samsetning: Örn Sveinsson. Fram-
leiðandi: Jón Þór Hannesson. Saga Film
2001. Sunnudaginn 3. febrúar.
FLJÚGANDI FÁKAR
Sæbjörn Valdimarsson
HJÁ Hugleik standa nú yfir æf-
ingar á nýjum íslenskum söng-
leik, Kolrössu, sem byggist á
þjóðsögunni um þær systur Ásu,
Signýju og Helgu. Söngleikurinn
er eftir dr. Þórunni Guðmunds-
dóttur söngkonu sem fer jafn-
framt með hlutverk hefnigjörnu
álfkonunnar Unu. Alls taka
sautján leikarar þátt í sýning-
unni, þar af tíu í burðarhlut-
verkum, og leikstýrir Jón Stefán
Kristjánsson hópnum.
Auk Þórunnar má nefna
Ágústu Sigrúnu Ágústsdóttur
sópran sem fer með hlutverk
Ásu, Eyjólf Eyjólfsson tenór í
hlutverki hundsins Spaks og Ár-
nýju Ingvarsdóttur sópran sem
fer með hlutverk yngstu syst-
urinnar, Helgu.
Frumsamin tónlist tekur um 45
mínútur í flutningi og eru lögin í
nokkuð þjóðlegum stíl. Átta
hljóðfæraleikarar skipa hljóm-
sveitina, strengjaleikarar, blás-
arar, píanóleikari, gítarleikari og
slagverksleikari. Verkið er gam-
anleikur með spennuívafi þar sem
fram fer barátta milli flónsku og
speki, góðs og ills. Hugleikur
ráðgerir að frumsýna Kolrössu
hinn 9. mars næstkomandi í
Tjarnarbíói og vænta Hugleik-
arar þess að sýningin verði einn-
ig við hæfi barna.
Hugleikur er elsta áhugaleik-
félag Reykjavíkur og hefur sýnt
37 verk á þessum tíma sem öll
voru skrifuð af Hugleikurum og
hafa mörg þeirra verið sýnd hjá
öðrum leikfélögum.
Hugleikarar æfa nýja söngleikinn, Kolrössu.
Hugleikur æfir nýjan söngleik
Tekjuskipting á
Íslandi. Þróun og
ákvörðunarvaldar
nefnist önnur árs-
skýrsla Hag-
fræðistofnunar
Háskóla Íslands
fyrir árið 2001.
Fjallað er um
helstu kenningar
hagfræðinnar um orsakir tekjuójöfn-
uðar og reynt að festa fingur á þró-
un þeirra mála hérlendis.
Í kynningu segir m.a.: „Í þessari
skýrslu er ýmsum spurningum velt
upp um ástæður og stefnu ójöfn-
uðar og leitast er við að svara þeim
í ljósi nýjustu hagfræðikenninga,
svo sem í tengslum við alþjóðavæð-
ingu og tækniframfarir. Lögð er sér-
stök áhersla á að tengja umfjöll-
unina íslenskum aðstæðum.
Sérstaða landsins er dregin fram,
en einnig er reynt að meta áhrif al-
þjóðlegra þátta um tekjujöfnuð hér-
lendis. Þá eru einnig birtar nið-
urstöður af tölfræðilegum
rannsóknum á ójöfnuði sem gerðar
voru í tengslum við verkefnið. Fjallað
er sérstaklega um tengsl búsetu,
kynferðis, atvinnulífs, hagsveiflna og
tekjuskiptingar. Einnig er efnahags-
legur hreyfanleiki meðal Íslendinga
skoðaður.
Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók-
in er 151 bls,, kilja. Verð: 3.500 kr.
Hagfræði