Morgunblaðið - 10.02.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.02.2002, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 33 sem og erlend, aldrei eyrum almennings nema hún sé flutt reglulega eða gerð aðgengileg á ann- an hátt með upptökum á geisladiska eða í út- varpsflutningi. Þótt íslensk verk séu vissulega stundum á efnisskránni er það ekki nógu oft til að áheyrendur eigi þess kost að taka við þau ást- fóstri á sama hátt og verk sígildra erlendra meistara sem stöðugt eru flutt. Íslensk tónskáld sem taka sig alvarlega og vilja helga sig tón- smíðum búa við afar erfiðar aðstæður hvað þetta varðar. Eðli málsins samkvæmt eru verk þeirra engum nema sérhæfðum hópi tónmenntaðs fólks aðgengileg nema þau augnablik sem þau lifa í flutningi – og það er oftar en ekki aðeins einu sinni. Tæpast er hægt að ímynda sér að almenn- ingur haldi þeim lifandi í minningunni einni sam- an um aldur og ævi og því liggja enn mikil auðævi ónýtt í frjóu starfi íslenskra tónskálda sem án efa væru vel til þess fallin að undirbúa jarðveginn fyrir frekari framfarir í íslenskri tónlistarsögu. Ekki má heldur gleyma því í þessari umræðu að þekktustu perlur tónlistarinnar eru öllum að- gengilegar í dag, öfugt við það sem áður var, þar sem langt er síðan hljómflutningstæki komu inn á hvert heimili. Flestir eiga hægt um vik með að nálgast hljómdiska að eigin vali – og jafnvel þótt ekki sé hægt að jafna slíkri hlustun saman við þá upplifun að sjá hljómsveit spila verk á sviði virð- ast vera gild rök fyrir því að nýta þann mikilvæga farveg sem Sinfóníuhljómsveitin er til þess að víkka sjóndeildarhring fólks með markvissum hætti og gefa unnendum tónlistar meðal almenn- ings tækifæri til að njóta þess sem þeir hefðu annars engan eða afar takmarkaðan aðgang að. Íslenska óperan Margt af því sem að ofan greinir varðandi stöðu tónlistarinnar hér á landi á að sjálfsögðu einnig við um Íslensku óperuna. Þar hefur fórnfúst starf margra þeirra sem þar hafa staðið í fremstu víglínu á undan- förnum tveimur áratugum verið á líkum nótum og starf frumkvöðla á sviði tónlistar á fyrstu ára- tugum tuttugustu aldar. Nú hafa staðið yfir mikl- ar breytingar hjá óperunni og mikill vilji virðist vera fyrir hendi til að finna henni viðunandi sess í íslensku samfélagi, t.d. með fastráðningum söngvara sem auðvitað er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að byggja upp öflugt starf. Það má þó velta því fyrir sér hvort óperan eigi að eyða ómældri orku og fjármunum í að flytja fyrst og fremst klassísk verk í hefðbundnum uppsetn- ingum sem tæpast – af margvíslegum ástæðum og oftar en ekki praktískum fremur en listræn- um – eiga möguleika á að nálgast það sem best gerist erlendis. Að sjálfsögðu er ætíð gaman að glíma við hefðina, en í því litla húsi sem óperan starfar í hér á landi og miðað við þau takmörkuðu fjárráð sem hún þarf að búa við mætti ef til vill fremur marka sígildum verkum sérstöðu með því að vinna þau út frá nýju sjónarhorni; með fram- sæknum hætti er færði áhorfendum nýja og ferska sýn á kunnugleg þemu. Fyrst og fremst væri þó áhugavert fyrir íslenska áhorfendur að verða vitni að fæðingu íslenskrar óperuhefðar, þar sem blað væri brotið í okkar eigin menning- ararfleifð. Þetta tókst Finnum að gera í sinni þjóðaróperu sem frá árinu 1974 helgaði sig inn- lendri listsköpun umfram annað. Nú er svo kom- ið að óperuhefð þeirra nýtur mikillar virðingar sem ein sú merkilegasta í nútímanum, en það hlýtur auðvitað að hafa mikla þýðingu fyrir finnsk tónskáld og söngvara sem og sjálfsímynd Finna sem menningarþjóðar sem er virk í sköp- un sinni. Leikhúslífið í landinu Ef vikið er að þeim leikhúsum sem al- menningur gerir mestar kröfur til hér á landi, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, er erfitt að merkja markvissa stefnu sem myndað gæti grundvöll séríslenskrar leikhúshefðar. Það þýðir þó að sjálfsögðu ekki að starfið í leikhús- unum blómstri ekki með margvíslegum hætti og margt sé þar framúrskarandi vel gert. Bæði Þjóðleikhús og Borgarleikhús hafa t.d. unnið með klassískar erlendar leikbókmenntir á afar skemmtilegan máta á undanförnum árum og þannig hafa t.d. sígild verk Shakespeares og Tsjekovs öðlast nýtt gildi með sammannlegri vís- un í samtíma íslenskra áhorfenda. Það má þó velta því fyrir sér hvort því leikhúsi sem þjóðin öll hefur sameinast um að reka, þ.e.a.s. Þjóðleikhúsinu, beri ekki öðrum fremur skylda til að skapa vettvang fyrir tilraunir á sviði leiklistar, ekki síst á sviði íslenskra leikbók- mennta, svo þeim vaxi fiskur um hrygg. Þjóðleik- húsið hefur yfir mörgum sviðum að ráða og er í raun það leikhús á landinu sem best getur leyft sér að hlúa að þeirri leiklist sem ekki er fyrst og fremst miðuð við að höfða til sem flestra áhorf- enda – þótt vissulega sé alltaf skemmtilegast að sýna fyrir fullu húsi – og bera áhættuna af því að vinna með íslenskum leikskáldum á grundvelli atvinnumennsku. Það má ekki gleyma því að öll þau verk sem nú tilheyra hefðinni og njóta vinsælda sem slík voru einhvern tímann ný og þurftu kynningar við, hvort sem um er að ræða dansverk, tónlistarverk eða leikverk. Enn mikilvægara er að muna að mörg þessara verka nutu ekki náðar síns sam- tíma þótt þau teljist í dag – og svona eftir á að hyggja – hafa markað tímamót er fleyttu list- greininni inn í áður óþekktan og heillandi heim. Hér verður ekki farið grannt út í umræðu um íslenskan bókmenntaheim eða bókaútgáfu sem þó stendur með miklum blóma. En í ljósi þess að bókmenntirnar eru sú listgrein hér á landi sem einna mest er háð hreinum markaðsöflum, þ.e.a.s. bókaforlögunum sjálfum, má telja það stórmerkilegt hversu vel íslenskum útgefendum hefur tekist að „markaðssetja“ íslenska höfunda og viðhalda áhuga almennings á bóklestri og bók- menntaumræðu. Ekki væri sanngjarnt að ætla að þetta hafi orðið fyrir tilviljun eina og spyrja má hvort ekki sé með sama hætti og samskonar atorku hægt að vekja áhuga á verkum íslenskra tónskálda og leikskálda og skapa þeim jafn- gróskumikla hefð til að vinna útfrá og finnst í bókmenntunum. Þegar sjónarmið af því tagi sem hér hafa verið reifuð eru til umræðu heyrist oft spurt af hverju ekki megi sýna fólki það sem það vill helst sjá og leyfa því að hlusta á það sem það vill helst heyra. Yfirleitt er þá verið að vísa til þess að allt sem telst „framsækið“ eða „nútímalegt“ sé leiðinlegt og við- leitni til að „troða því upp á“ almenning beri vott um hroka einhverra fáeinna útvaldra. Eflaust hafa slíkar gagnrýnisraddir nokkuð til síns máls í af- mörkuðum tilfellum, en það er með menningu eins og aðra hluti að vogun vinnur og vogun tapar. Að sjálfsögðu á að leyfa fólki að sjá og heyra það sem því finnst skemmtilegast og engin ástæða er til að hætta að bera vinsæl verk í nokkurri listgrein á borð fyrir þá sem þeirra vilja njóta á heimavelli. Jafnframt verður að hafa í huga að það hlýtur að vera veigamesta hlutverk þeirra opinberu menn- ingarstofnana sem Íslendingar hafa sameinast um að byggja upp af miklum myndarskap fyrir al- mannafé, að þjóna framþróun menningarinnar í landinu til langframa. Það hlýtur að vera hlutverk þeirra að rækta þjóðararfinn, þá hæfileika og þá sköpunargleði sem hér er að finna með þeim hætti að í hverjum samtíma fyrir sig myndist virk gras- rót, byggð á íslenskri hefð er skilar hugmynda- auðgi og nýju lífi inn í listir framtíðarinnar. Morgunblaðið/RAX Mótorhjól á ísilagðri leirtjörn. Saga Íslenska dans- flokksins er einkar athyglisverð frá þessu sjónarhorni, en á undanförnum árum hefur flokk- urinn vakið verð- skuldaða athygli hér heima sem og er- lendis með því að sníða sér stakk eftir vexti og marka sér sérstöðu innan þess ramma sem honum er kleift að vinna. Laugardagur 9. febrúar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.