Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 39 ✝ Magnús BlöndalBjarnason fædd- ist á Borg í Skriðdal 1. desember 1924. Hann andaðist á lungnadeild öldrun- arsjúklinga á Landa- koti 31. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru: Bjarni Björnsson, f. 16.5. 1889, d. 12.10. 1940, frá Vaði í Skriðdal, og Kristín Árnadóttir, f. 30.4. 1887, d. 18.10. 1969, frá Þvottá í Geithellnahreppi í Álftafirði. Þau bjuggu lengst af á Borg í Skriðdal. Hann átti sex bræður og var hann yngstur. Þrír eru á lífi. Bræður hans eru: Stefán Bjarnason frá Flögu í Skriðdal, f. 7.4. 1912, d. 25.11. 2001. Björn Bjarnason frá Birkihlíð í Skriðdal, f. 18.3. 1914. Árni Bjarnason, bjó lengi í Litla-Sandfelli í Skriðdal, f. 7.8. 1915. Bergþór Bjarnason frá Hjarðarhlíð í Skriðdal, f. 16.4. 1919, d. 12.9. 1993. Ingi Bjarnason, f. 6.8. 1922, d. 11.8. 1952. Ragnar Bjarnason frá Borg í Skriðdal, f. 31.7. 1923. Magnús kvæntist 9. september 1956 Brynhildi Jóhannesdóttur frá Hafnarfirði, f. 30.4. 1937, d. 11.1. 2000. Foreldrar hennar voru: Guð- björg Lilja Einarsdóttir, f. 25.4. 1912, frá Arngeirsstöðum í Fljóts- hlíð, og Jóhannes Eiðsson, f. 31.12. 1912, frá Klungurbrekku á Skóg- arströnd, síðar sjómaður í Hafnar- firði. Börn Magnúsar og Brynhild- ar eru: 1) Nikulás, f. 26.5. 1953, maki Hrönn Sveinbjörnsdóttir, f. 4.9. 1952, búsett í Kópavogi, og eru börn þeirra Sveinbjörn Breiðfjörð, Brynhildur Helga, Fjóla Kristín, Nikulás Helgi og Arnar Freyr. 2) Kristín Blöndal, f. 30.4. 1957, maki Birgir Skaptason, f. 7.4. 1955, bú- sett í Garðabæ, og eru börn þeirra Unn- ur María, Vala Dís, Lilja Kristín og Skapti Magnús. 3) Jó- hann Ingi Viktor, f. 7.9. 1958, maki Helga Stefánsdóttir, f. 7.4. 1966, búsett í Reykja- vík, og eru börn þeirra Rakel Ýr og Stefán Ingi. Fyrir átti hann soninn Magnús Blöndal. 4) Valgeir Blöndal, f. 24.7. 1966, maki Lilja Valdimarsdóttir, f. 16.7. 1970, búsett á Akureyri, og eru börn þeirra Valdís Lilja og Brynjar Valur. Magnús varð stúdent frá MR 1949. Hann lauk læknisfræði 1955 með 1. einkunn frá Háskóla Ís- lands. Hann fékk leyfi til að stunda almennar lækningar 1961 og sér- fræðingsleyfi í handlækningum 1962. Magnús starfaði í Reykjavík á Landspítalanum og á Seyðisfirði á árunum 1955–57. Hann dvaldist í Svíþjóð við störf og nám 1957– 1962, var héraðslæknir í Kópavogi í febrúar 1962 til mars 1963. Hann var starfandi læknir í Reykjavík 1962–1970 sem aðstoðarlæknir á Landspítalanum á handlækninga- deild, fæðingardeild og röntgen- deild. Magnús var læknir á Blöndu- ósi 1970–1973, aðstoðarlæknir í Motala í Svíþjóð við fæðingar- og kvensjúkdómadeild sumarið 1972, aðstoðarlæknir við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, röntgen- deild og kvensjúkdómadeild 1974– 1994. Hann var læknir við mæðra- eftirlitið á Akureyri 1974–1984. Útför Magnúsar fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánu- daginn 11. febrúar, og hefst at- höfnin klukkan 15. Pabbi ólst upp á Borg í Skriðdal sem var stórbú á þeim tíma. Þar sem hann var yngstur kom það mest í hlut eldri bræðra hans að sinna búi. Hann hneigðist snemma til náms og flutti suður til Reykjavíkur til að læra org- elleik hjá Páli Ísólfssyni í Dómkirkj- unni því hann átti að verða orgelleik- ari í Þingmúlakirkju í Skriðdal en hann sneri ekki aftur austur til þeirra starfa. Hann tók stúdentsprófið frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og varð þar með fyrsti stúdent- inn úr Skriðdal. Hóf síðan nám við Háskóla Íslands í læknisfræði og út- skrifaðist með 1. einkunn 1955. Hann átti alltaf gott með að læra og var af- bragðs tungumálamaður. Sérstak- lega heillaði franskan og latínan. Hann kynntist Brynhildi móður okk- ar þegar hann starfaði um tíma sem læknir á Kleppsspítala, en þar starf- aði hún sem aðstoðarstúlka. Þau giftu sig 1956. Pabbi og mamma fluttu til Svíþjóðar 1957. Þau bjuggu á nokkr- um stöðum á meðan pabbi var í sér- fræðinámi. 1962 fluttum við heim og bjuggum næstu árin í Hlíðunum en pabbi starfaði á Landspítalanum. Mamma vann ekki úti svo við gátum alltaf gengið að henni vísri. Hann hafði gaman af útilegum. Við skrupp- um oft austur fyrir fjall eða norður í Borgarfjörð á Opel Kapitaninum sem hann kom með frá Svíþjóð. Alla tíð hélt hann dagbók. Hann skilur eftir sig bækur frá því að hann hóf nám í Svíþjóð, næstum 50 ár. Pabbi starfaði í þrjú ár sem læknir á Blönduósi og þar kynntist hann góðu fólki sem hélt tryggð við hann alla tíð. Pabbi ætlaði aðeins að vinna eitt sumar á Akureyri en svo fór að við fluttum öll norður 1974 á þennan fallega stað sem varð sá dvalarstaður þar sem foreldrar okkar bjuggu lengst af, samfellt í tutt- ugu og fjögur ár. Pabbi sótti lengi fundi í Gídeonfélaginu enda voru for- eldrar okkar mjög trúaðir. Þau kenndu okkur orð Guðs og fóru oft með bænirnar með okkur systkinun- um við rúmstokkinn. Pabbi var alltaf að sýsla eitthvað, allt var svo fínt og snyrtilegt, bíll, heimili og garður, sameiginlegt áhugamál foreldra okkar. Hann var ekki þessi einstaklingur sem situr í hægindastól í makindum og les Moggann. Fyrir norðan fékk hann mikinn áhuga á veiðiskap, tjaldútileg- an færðist nær einhverju vatni sem innihélt silung. Hann var léttur á fæti og snöggur að skutla 10–20 silungum á land. Þau höfðu líka ánægju af því að heimsækja bræður pabba austur í Skriðdal. Sumarið 1998 flytja foreldrar okk- ar suður í Kópavoginn til að vera nær ættingjum og barnabörnum. Örlögin háttuðu því reyndar svo að sá tími varð styttri en áætlað var. Því móðir okkar lést úr krabbameini í janúar 2000. Þegar móðir okkar andaðist tók hann það mjög nærri sér og hefur það kannski flýtt fyrir endalokunum. Á þessu tímabili hafði pabbi okkar gengið í gegnum mikil veikindi sjálfur og var hann orðinn langlegusjúkling- ur háður súrefni og oft mjög veikur. Þrátt fyrir það sýndi hann mikinn lífs- kraft og lífsvilja og reis upp úr hverju áfallinu á fætur öðru. Hann reyndi að koma í heimsóknir til okkar eins og heilsan leyfði og hafði hann ætíð áhuga á því sem við systkinin höfðum fyrir stafni. Elsku pabbi. Þrautagöngu þinni er lokið og við vitum að þér líður betur núna og ert hjá mömmu. Börnin þín. Elsku pabbi minn. Þrautagöngu þinni er lokið. Þú sýndir ótrúlegan viljastyrk þegar þú barðist í þessari töpuðu orustu. Svo oft vissum við systkinin ekki hvort þú yrðir með okkur að morgni næsta dags. Það hlýtur að vera erfitt að vera bundinn við súrefniskút allan sólarhringinn og vita að þú losnar aldrei við hann. Samt reyndir þú að lifa lífinu eins og aðrir, fylgdist með okkur og heimsóttir. Hvíl þú í friði. Nikulás. Elsku pabbi minn. Nú ertu kominn til mömmu sem dó fyrir tveimur árum svo miklu yngri en þú. En það er víst ekki hægt að miða kallið við einhvern aldur, við vitum að við deyjum en ekki hvenær. Heilsa þín var alls ekki góð síðustu 30 mánuði. Langlegusjúklingur með súrefniskút sem ekki er mjög með- færilegur að ferðast með. Og þessi langi biðlisti eftir öldrunarplássi. Það er ekki beint heimilislegt að deila her- bergi með einum eða fleiri sjúklingum í svona langan tíma, einungis með sjúkrarúm og náttborð. Þú varst bara svo heppinn að hafa gott og hjarta- hlýtt starfsfólk í kringum þig sem hugsaði svo vel um þig og stundum varstu svo veikur. Það sem hélt þér gangandi var þessi sterki lífsvilji og þrautseigja sem alltaf fylgdi þér. Þannig þekkti ég þig best, fjölhæfur og þrælskipulagður með tossalistann á hreinu, alltaf að sýsla eitthvað, t.d. snyrta garðinn eða mála. Að lesa gagnlegar bókmenntir eða tímarit og þá oft á frönsku eða ensku. Að spila á píanóið og þú faldaðir sjálfur buxurn- ar þínar. Geymslan þín var svo snyrti- leg að ég hefði getað haldið sauma- klúbb þar. Alltaf voruð þið mamma svo samhent í því sem þið gerðuð. En þú hefðir mátt fara betur með þig, sérstaklega síðustu 10–15 árin. Þú reyktir alltaf þrátt fyrir vaxandi lungnasjúkdóm og hjartveiki. Og loksins þegar þið mamma létuð verða af því að flytja suður, nær börnum ykkar og barnabörnum, veiktist mamma og dó og þér hrakaði svo hratt að varla náðist að venjast nýju heimili sunnan heiða. Maður veit víst ekki hvernig örlögum manns er hátt- að. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman, elsku pabbi, mér þótti svo vænt um þig. Þú hafðir svo mikla trú á mér og hvattir mig í öllu sem ég gerði og alltaf varstu tilbúinn að rétta hjálparhönd á meðan þú hafðir heilsu. Guð geymi þig, pabbi minn. Fylgstu með mér og fjölskyldu minni frá himnum. Þín dóttir, Kristín. Jæja, elsku pabbi minn, þá er þess- ari löngu og ströngu för lokið. Hún var búin að reynast þér erfið síðast- liðin tíu ár, þó sérstaklega hin þrjú síðustu. Ég veit vel að þú ert hvíldinni feg- inn og ert með mömmu á góðum stað. Mér þótti sárt að geta ekki verið með þér síðasta spölinn en ég veit vel að þú vissir að ég var alltaf hjá þér í huganum á þínum erfiðu stundum. Þú spurðir mig þegar ég hitti þig nú í janúar í hinsta sinn hvað tæki við þegar jarðlífi okkar lyki. Mér fannst þetta erfið spurning en ég sagði að við yrðum að trúa því að það væri til- gangur með þessari för okkar á jörðu. Ég held líka að þú hafir trúað því og þú vissir að það væri stutt eftir. Þetta er það sem bíður okkar allra og við verðum að takast á við það eins og þú gerðir. Kæri pabbi, þakka þér fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið. Stuðninginn og jákvæðnina í minn garð. Þinn sonur, Valgeir. Elsku afi minn. Mikið er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, en ég reyni að láta mér líða betur með því að hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þær voru margar og eiga eftir að gleymast seint. Ég man eftir heim- sóknum mínum til þín og ömmu á Ak- ureyri. Þú varst svo handlaginn og duglegur að smíða og gera við hluti. Ég á ennþá skipin tvö sem þú smíð- aðir með mér og frænda mínum þegar við vorum lítil. Þú hjálpaðir mér líka að gera spýtukallinn sem við tálguðum út, svona eins og í sögunni um Emil í Kattholti. Það var alltaf sól í bakgarð- inum hjá ykkur á Akureyri og það var alveg upplagt að nota stækkunar- glerið, sem þið notuðuð við að lesa blaðið, til þess að kveikja í gömlum dagblöðum og sóta stéttina og svo komst þú og þreifst upp öskuna og lánaðir mér og frænda mínum aftur stækkkunarglerið daginn eftir. Það var líka mjög gott að nota það til þess að skoða skordýrin í garðinum og veiða í krukku. Ég man líka eftir stóra sykurkerinu í skápnum og hveitikerinu. Það var alveg rosalega spennandi að fá að leika sér með sykurinn. Alveg eins og innisandkassi. En svo kom það fyrir að það lentu hvítir hveiti- kögglar í kaffinu þínu. Þá höfðum við aðeins verið að blanda. Vaskurinn þinn var upplagður til þess að leika sér með playmobil-bátana og stiginn var langbestur til þess að búa til playmobil-borgir. Áður en þið amma fluttuð í íbúðina ykkar í Kópavoginum bjugguð þið lengi vel hjá okkur í Garðabænum. Þá fór ég að umgangast ykkur miklu meira og var gott að hafa ykkur hjá okkur. Afi, þú lést aldrei verk úr hendi falla og varst jákvæður og vildir ólmur hjálpa til að mála og snyrta til í garðinum okkar. Það var ánægjulegt að hafa þig hjá okkur um jólin og þú varst duglegur að reyna að koma og heimsækja okk- ur hingað heim þrátt fyrir veikindi þín. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allt, vonandi líður þér vel á himnum og ég veit að amma hefur tekið vel á móti þér. Takk fyrir að vera afi minn. Með söknuði. Vala Dís. Elsku afi minn. Það var ótrúlega sárt að missa þig, elsku engillinn minn. Mér þótti ofsalega vænt um þig, ég vona að þú hafir vitað það. Það eru ekki allir jafnlánsamir að hafa átt svona yndislegan og góðan afa, sem var svo ofsalega skýr og gáfaður mað- ur. Það að þið amma hafið átt heima hinum megin á landinu mestallan þann tíma sem ég þekkti þig breytti alls engu. Það var alltaf jafnmikið æv- intýri að koma að heimsækja ykkur til Akureyrar og þar af leiðandi alltaf jafnmikil barátta fyrir pabba og mömmu að draga okkur út í bíl þegar komið var að því að fara heim aftur. Við systkinin þekktum þig vel og ég vil bara þakka Guði fyrir hverja stund með ykkur ömmu og vona að hann taki reglulega vel á móti þér núna þegar þú ert farinn frá okkur. Guð geymi þig, elsku afi minn. Unnur María. MAGNÚS BLÖNDAL BJARNASON Veröldin grét og við héldum að Guð hefði gleymt okkur þessa nótt sem þið kvödduð. Gleymt okkur því við gátum ekki komið ykkur til hjálp- ar. Ykkur sem alltaf voruð boðin og búin að hjálpa öllum. Hvernig getur svona gerst? Elsku Hreiðar, Ingi- björg og Leon Örn, Guð ætlaði ykk- ur betri heim, heim þar sem ham- ingjan, fjölskyldan og lífsgleðin ráða ríkjum, því þið vissuð hvað mestu máli skiptir í lífinu og lifðuð sam- kvæmt því, ung, ástfangin og heil- brigð. Minningarnar renna fram og ein- hvern veginn finnst mér þær ekki vera minningar, svo ljóslifandi standa þær í hugskoti mínu. Þið vor- ✝ Hjónin Ingibjörg Edda Guð-mundsdóttir, f. 11. desember 1981, og Hreiðar Snær Línason, f. 29. júní 1979, og litli sonur þeirra Leon Örn, f. 27. maí 2000, létust af slysförum föstudaginn 4. janúar síðastliðinn og fór útför þeirra fram frá Þingeyrarkirkju 12. jan- úar. uð yndisleg, alltaf glöð og jákvæð og full af lífshamingju. Þið voruð svo heppin að finna hvort annað, og við vorum svo hepp- in að fá að njóta þess að þekkja ykk- ur. Fyrir það verð ég ævinlega þakk- lát. Á ykkar stuttu ævi bjugguð þið yf- ir meiri kærleik, öryggi og lífsgleði en flestir aðrir kynnast allt sitt líf. Ég hefði ekki trúað því, elsku Ingibjörg mín, að ferðin þín yrði svona löng þegar við vorum að skipu- leggja utanlandsferðina ykkar í sum- ar, en ég veit að þú áttir eftir að skoða margt og Hreiðar hefði fylgt þér hvert sem er, sem hann svo og gerði. Því hvar sem maður er og hvert sem maður fer vill maður hafa þá sem maður elskar mest hjá sér. Elsku Hreiðar, hugrekki þitt og hetjulund munu lifa. Þú varst ein- stakur og verður það alltaf í hug mínum. En ég vildi að þetta hefði farið öðruvísi, að við hefðum fengið að njóta ykkar lengur. En það er ef- laust eigingirni, þið eruð örugglega hlæjandi fyrir einhverja aðra í þess- um skrifuðum orðum, í svona fallegri sundlaug eins og okkar, og Leon Örn syndandi hjá ykkur. Þessi duglegi angi með stóru augun sín og fallegu bumbuna. Brottför ykkar skilur eftir sig stórt skarð í þessari fjölskyldu, hér á Þingeyri og í hjörtum allra sem þekktu ykkur, skarð sem aldrei verður fyllt, en sú jákvæðni og atorka sem þið bjugguð yfir er okkur styrkur í glímunni við grátinn. Elsku Gunnhildur mín, Guð hefur gefið þér ótrúlegan styrk til að kom- ast í gegnum þessa erfiðu tíma, og elsku Anton Líni, mikið var gott að heyra þig hlæja aftur. Elsku Líni, Elli, Svanfríð, Gunnar Jakob og El- ísa, megi Guð einnig standa við hlið ykkar í þessum mikla missi. Kæra Kristrún, Guðmundur og fjölskyldur, þakka ykkur fyrir þessa yndislegu stelpu sem var fjöreggið okkar svo margra. Minning hennar mun lifa sem og minning þeirra allra, þeirra sem voru okkur fyrirmynd í þessum hverfula heimi. Megi Guð vera með ykkur öllum. Elsku Hreiðar, Ingibjörg og Leon Örn, tilveran mun aldrei verða söm eftir fráfall ykkar. Þið voruð yndis- leg. Ég kveð ykkur með ólýsanlegri sorg og trega. Hrafnhildur. INGIBJÖRG EDDA GUÐ- MUNDSDÓTTIR, HREIÐAR SNÆR LÍNASON OG LEON ÖRN HREIÐARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.