Morgunblaðið - 10.02.2002, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 53
DAGBÓK
20% afsláttur af allri línunni
- alla þessa viku - í öllum verslunum Lyf & heilsu
Kynningar og ráðgjöf:
Lyf og heilsu Glæsibæ mánud. 11. feb. kl. 13-17
Lyf og heilsu Austurstræti þriðjud. 12. feb. kl. 13-17
Lyf og heilsu Fjarðarkaupum miðvikud. 13. feb. kl. 13-17
Lyf og heilsu Mjódd miðvikud. 13. feb. kl. 13-17
Lyf og heilsu Suðurströnd fimmtud. 14. feb. kl. 13-17
Lyf og heilsu Austurveri fimmtud. 14. feb. kl. 13-17
Lyf og heilsu Kringlunni föstud. 15. feb. kl. 13-17
Lyf og heilsu Hrísalundi, Ak. föstud. 15. feb. kl. 13-17
Lyf og heilsu Glerártorgi, Ak. laugard. 16. feb. kl. 13-17
Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.
Rýmum fyrir vörum - allt á að seljast
Húsgögn, pelsar, rúmteppi og dúkar - 50% afsláttur
Lampar og ljós - 30% afsláttur
Aðrar gjafavörur - 20% afsláttur
Sigurstjarnan - Stórútsala
Opið sunnudag frá kl. 13-16
Umsjónarmaður þessara
pistla er að vísu alger
landkrabbi, eins og sagt er
um þann, sem „vinnur í
landi og er lítið gefinn fyr-
ir (þekkir lítið) sjávar-
vinnu“, svo sem stendur í
orðabókum. Engu að síður
hef ég sem orðabókarmað-
ur lengstan hluta ævi
minnar velt fyrir mér ýms-
um orðum úr sjómanna-
máli. Ég hef t.d. þótzt taka
eftir því, að menn noti
ofangreind orð sem eins
konar samheiti, þ.e. að
nota megi þau hvort fyrir
annað, ef svo ber undir.
Máltilfinning mín segir
annað. Nokkuð virðist
þetta samt vera á reiki í
tali manna. Er þá talað
um, að mikið vatn sé komið
í lest skipsins, en ekki sjór.
Fyrir stuttu las ég frásögn
í blaði, þar sem sagði frá
sjómönnum í nauð í björg-
unarbáti suður í Biscaya-
flóa. Þar sagði m.a., að
„báturinn var illa búinn til
þess að sigla beitivind og
hann fylltist óðar af vatni,
ef honum var snúið upp í
vindinn“. Á öðrum stað
stóð þetta: „Báturinn var
svo lekur að menn sátu í
vatni upp fyrir ökla og oft
upp á miðja leggi.“ Loks
kom að því, að menn voru
ekki færir um að valda
austurtrogi „og eftir þetta
sátu menn í bátnum hálf-
um af sjó“. Hér eru orðin
vatn og sjór notuð til skipt-
is um sama fyrirbæri. Mér
finnst hins vegar einboðið
að nota hér no. sjór. Bát-
urinn fylltist óðar af sjó, ef
honum var snúið upp í
vindinn. Menn sátu í sjó
upp fyrir ökkla o.s.frv. Í
orðabókum er no. vatn
skýrt sem lögur (í hreinu
ástandi tær, litlaus og
lyktarlaus, efnasamband
af ildi og vetni). Hins veg-
ar er sjór blandaður salti
og ýmsum öðrum efnum
og því ekki hæfur til
drykkju. – J.A.J.
ORÐABÓKIN
Vatn – sjór
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert vingjarnlegur, við-
kvæmur og samúðarfullur
einstaklingur. Öðrum kann
að finnast þú of sjálfstæð(ur)
eða óhefðbundin(n)
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Viðræður við vin um vonir
þínar og drauma fyrir fram-
tíðina gætu borið óvæntan
ávöxt. Innlegg annarra gæti
veitt þér meiri innblástur en
þig hefur dreymt um.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ef þú ert óviss um hvert þú
stefnir í lífinu - óttastu ekki.
Ákveðin stjarnfræðileg af-
staða er ruglingsleg og varp-
ar þoku á þetta hjá þér núna.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Samband þitt við tengdafólk
þitt eða einhvern þér eldri
gæti verið sérstaklega hlý-
legt í dag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þetta er ekki góður dagur til
að lána öðrum peninga og
ekki heldur til að fá peninga
að láni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú finnur til venju fremur
mikillar samúðar með ástvin-
um þínum í dag og þú ert fús
til að gefa þeim síðustu eigur
þínar. Þetta kann að virðast
aðdáunarvert en það er hægt
að vera kjánalega samúðar-
full(ur).
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Vertu opin(n) fyrir óvenjuleg-
um uppástungum sem gætu
bætt heilsu þína. Þær gætu
verið um óhefðbundnar lækn-
ingar eða frá vettvangi sem
þú hefur hingað til litið horn-
auga.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hæfni þín til að meta fegurð,
ævintýri, rómantík og gáska-
fullan leik með börnum er
mikil í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hugsanlega verður ætlast til
þess að þú gerir meira en þér
ber til að hjálpa einhverjum
heima fyrir í dag.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þó svo að nauðsynlegt sé
beita vitsmununum fyrir sig
þá munu ímyndunarafl þitt og
innsæi geyma lykilinn að vel-
gengni þinni í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú freistast til að kaupa þér
munaðarvöru í dag sem hugs-
anlega er dýrari en þú hefur
ráð á.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þurfir þú á hjálp að halda í
dag muntu auðveldlega fá
samúð annarra. Einhverra
hluta vegna eru aðrir einkar
vinveittir þér í dag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Dagurinn í dag er kjörinn
fyrir dagdrauma og óra eða
til að horfa á kvikmyndir. Þig
langar að flýja veruleikann
með huganum og skynjun-
inni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
60 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag-
inn 11. febrúar, verður sex-
tug Rósa Skarphéðinsdótt-
ir, Hulduhlíð 24,
Mosfellsbæ (áður Neskaup-
stað). Hún tekur á móti vin-
um og vandamönnum í dag,
sunnudaginn 10. febrúar, kl.
16–19 í Höfðagrilli, Bílds-
höfða 12.
50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 10.
febrúar, er fimmtug Erla
Kristbjörg Sigurgeirsdótt-
ir, Öldugranda 1, Reykja-
vík.
50ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 11.
febrúar, er fimmtug Ingi-
björg Guðnadóttir. Eigin-
maður hennar er Gunnar
Þorsteinsson, forstöðumað-
ur Krossins. Þau fögnuðu
einnig 30 ára hjúskaparaf-
mæli hinn 25. desember sl.
Þau bjóða ættingja og vini
velkomna á samkomu í
Krossinum hinn 10. febrúar
kl. 16:30 og að lokinni sam-
komu verður opið hús í mat-
sal áfangaheimilisins, Hlíða-
smára 5–7, til kl. 22.
AUSTUR er höfundur sagna
og vekur á fjórum hjörtum:
Norður
♠ 43
♥ DG6
♦ 1097
♣ÁK852
Vestur Austur
♠ 852 ♠ 9
♥ 109 ♥ ÁK875432
♦ G85432 ♦ 6
♣93 ♣DG10
Suður
♠ ÁKDG1076
♥ –
♦ ÁKD
♣764
Síðan taka NS við og feta
sig af vísindalegri nákvæmi
upp í sjö spaða:
Vestur Norður Austur Suður
– – 4 hjörtu 6 spaðar!
Pass 7 spaðar Allir pass
Vestur kemur út með hjarta-
tíuna og nú fær lesandinn
tvær spurningar að glíma
við: (1) Hvernig á að ná í
þrettánda slaginn? (2) Skipt-
ir máli hvaða spil fer úr
blindum í fyrsta slag?
Eina von sagnhafa er
þvingun á austur í hjarta og
laufi. Austur verður þar með
að eiga a.m.k. þrjú lauf til
hliðar við ÁK í hjarta. Sagn-
hafi tekur öll trompin nema
eitt og nær upp þessari
stöðu:
Norður
♠ –
♥ DG
♦ –
♣ÁK
Vestur Austur
♠ – ♠ –
♥ 9 ♥ ÁK
♦ G ♦ –
♣93 ♣DG10
Suður
♠ 6
♥ –
♦ –
♣764
Austur á enn eftir að
henda í næstsíðasta trompið.
Ef hann lætur frá sér lauf
tekur sagnhafi ÁK og kemst
heim á tromp til að taka frí-
laufið. Og hendi austur
hjarta er einfalt mál að fría
slag á litinn með trompun.
(2) En þá er það síðari
spurningin. Hér hefur sagn-
hafi greinilega látið smátt
hjarta í fyrsta slaginn og það
réttilega, því ef drottningu
eða gosa er stungið upp þarf
að „lesa“ hjartalengd aust-
urs í lokastöðunni. Austur
gæti allt eins verið með
skiptinguna 1-7-1-4. Þá
hendir hann laufi, en sagn-
hafi veit ekki hvort það er frá
þrílit eða fjórlit.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
LJÓÐABROT
ÚR MÆÐGNASENNU
Við skulum ekki hafa hátt;
hér er margt að ugga.
Í allt kvöld hefi eg andardrátt
úti heyrt á glugga.
Þórður Magnússon á Strjúgi.
1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Rf3
Bg4 4. h3 Bxf3 5. Dxf3 Rf6
6. g3 e6 7. Bg2 Rbd7 8. d4
Bb4 9. e5 Re4 10. O-O
Rxc3 11. bxc3 Be7 12. Dg4
g6 13. a4 Da5 14. Bd2 Rb6
15. Hfb1 Rc4 16. Be1 Hb8
17. Bf1 O-O 18. Bd3 Dc7
19. De2 b5 20. f4 a5 21. g4
bxa4 22. f5 Hxb1 23. Hxb1
Ra3 24. Ha1 Hb8 25. Kg2
Hb1 26. Ha2 Rc4 27. f6
Bf8 28. Bxc4 dxc4 29. Hxa4
c5 30. Kg3 cxd4 31. cxd4 c3
32. De3 Hb4 33. Ha3 Hxd4
34. Hxc3 Dd8 35. Hc6 a4
Staðan kom upp í Rilton
Cup sem lauk fyrir
skömmu í Stokkhólmi.
Jonny Hector (2528) hafði
hvítt gegn ensku skákkon-
unni Harriet Hunt (2406).
36. Ba5!? Dxa5? Svartur
stæði síst lakar eftir
36...Dd5 37. Hc8 Hc4. Eftir
textaleikinn tapar svartur
skiptamun án nægra bóta.
37. Dxd4 De1+ 38. Kg2
De2+ 39. Df2 Dxe5 40.
Hc8 a3 41. Df3 Dd6 42.
Dd3 Db4 43. Ha8 h6 44. c3
Dc5 45. Dd7 a2 46. Ha7
Dd5+ 47. Dxd5 exd5 48.
Hxa2 Bd6 49. Ha6 Be5 50.
Hc6 g5 51. Kf3 Kh7 52.
Ke3 Kg6 53. Kd3 h5 54.
Ha6 hxg4 55. hxg4 Bxf6
56. Hd6 Kg7 57. Hxd5 og
svartur gafst upp. Players
hraðskákmótið fer fram í
dag á samnefndum bar.
Taflið hefst kl. 19.00 og eru
áhorfendur velkomnir.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.