Morgunblaðið - 14.02.2002, Side 19

Morgunblaðið - 14.02.2002, Side 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 19 FLESTIR nemendur Grunnskóla Grindavíkur mættu í furðufötum í skólann í gær í tilefni öskudagsins. Yngstu krakkarnir og kennarar þeirra mættu flest í náttfötum og eldri krakkarnir létu sitt ekki eftir liggja og mættu í alls konar bún- ingum. Eins og sjá má á fingrum drengjanna í fremstu röð átti að minnsta kosti einn sjónvarpsmaður á Skjá einum tvífara þennan dag. Hingað til hafa öskudagarnir verið venjulegir dagar í skólanum en miðað við hvernig til tókst nú er ljóst að krakkarnir mæta enn flott- ari að ári. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Mættu í furðufötum í skólann Grindavík ÖSKUDAGUR, öskudagur, allir skemmta sér… Þessa setningu mátti heyra um allan Reykjanesbæ í tilefni dagsins og greinilegt að börnin létu ekki rokið og rigninguna aftra sér frá því að arka milli verslana og fyr- irtækja, syngja og fá verðlaun eins og siður er á þessum degi. Í Reykjaneshöllinni stóðu léttsveit og lúðrasveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar fyrir öskudagsskemmtun fyrir ynstu árganga grunnskólanna. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og ýmislegt til gamans gert eins og tilheyrir á þessum degi. Leikskólakennararnir á Holti í Innri-Njarðvík voru sumir hverjir ófrýnilegir á að líta en börnin tóku þátt í ævintýrinu eins og sést á myndum sem þar voru teknar. Á Bókasafni Reykjanesbæjar gátu börnin tekið þátt í getraun. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Vonda nornin klófesti Mjallhvíti í leikskólanum á Holti.Lárus hermaður tilbúinn í ærslin. Allir skemmta sér á öskudag Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.