Morgunblaðið - 14.02.2002, Side 40

Morgunblaðið - 14.02.2002, Side 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR rúmu ári skipaði bæjarráð Hafnarfjarðar vinnu- hóp, sem hafði það meginmarkmið að skil- greina stöðu húsnæð- is- og þjónustumála eldri borgara í bænum, að meta þörf á upp- byggingu og skoða með hvaða hætti megi mæta henni. Var hópn- um falið að gera tillög- ur til úrbóta, þar sem nálgast mætti mark- miðið, bæði með þekktum leiðum en ekki síst með óhefð- bundnum lausnum sem hugsanlega myndu opna nýjar dyr. Áhersla Talsverð eftirspurn hefur verið eftir lóðum nálægt miðbæ Hafnar- fjarðar bæði af hálfu verktaka sem og eldri borgara sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu íbúða fyrir þann aldurshóp í hinum gróna hluta bæjarins. Mikil eftirspurn var eftir íbúðum á almennum markaði þegar uppbygg- ingin í Áslandi hófst, en þar var stuðlað að því að mæta þörfum eldri borgara með áherslu á minni eignir í sérbýli, svo sem parhúsum og rað- húsum með litlum lóðum. Almenn gæði fjölbýlishúsa hafa aukist í þessu hverfi þar sem víða eru bílageymslur undir þriggja hæða húsum í tengslum við lyftu. Margir eldri borgarar gera þessar kröfur og því er markhópurinn augljós. Ör þróun atvinnulífs í bænum gerir það að verkum að iðnaðarlóðir nálægt mið- bænum henta ekki lengur fyrir iðnað og eru því kjörið tækifæri til íbúðar- uppbyggingar. Eitt af markmiðunum með nýju skipulagi á Völlum er að horfa sér- staklega til þarfa eldri borgara. Allt- af eru einhverjir einstaklingar á bið- lista eftir leiguhúsnæði hjá bænum og því þarf að sjálfsögðu að mæta. Stóra þörfin í náinni framtíð er hinsvegar breyttar áherslur fólks þegar það hugar að því að minnka við sig hús- næði, jafnvel strax eft- ir fimmtugt. Þá er gott aðgengi grundvallarat- riði en einnig sækja menn í meira öryggi. Frekari þróun Áðurnefndur vinnu- hópur skilaði nýlega skýrslu um málið. Haldinn var borgara- fundur í húsnæði félagsstarfs aldr- aðra á Reykjavíkurvegi 50 í maí á sl. ári og mættu þar tæplega 80 manns. Aðalfyrirlesari fundarins var Elli de Haus, forstöðukona hjá Humanitas- samtökunum í Hollandi. Samtökin reka tvær stórar íbúðasamsteypur með fjölbreyttri þjónustu fyrir eldri borgara þar í landi sem vakið hafa mikla athygli. Mjög líflegar umræð- ur urðu á fundinum og fram komu ýmsar óskir um frekari þróun í upp- byggingu íbúðarmála aldraðra. Í framhaldi af borgarafundinum leitaði vinnuhópurinn álits aðila sem eru tengdir þjónustu við aldraða á ólíkan hátt. Aðstæður í þjóðfélaginu hafa verið að breytast síðustu miss- eri og er nú t.d gert ráð fyrir að allir búi heima hjá sér eins lengi og kostur er, en fái nauðsynlega þjónustu heima. Öldrunarstofnanir verði þá einungis hjúkrunarstofnanir en ekki viststofnanir. Breytingar eru einnig að verða á eignarhaldi íbúða og er margskonar leigufyrirkomulag og sveigjanlegt eignarfyrirkomulag að ryðja sér til rúms. Þessu þarf að mæta. Virkt samráð Það er niðurstaða hópsins að bæj- arfélagið þurfi að skapa grundvöll fyrir því að byggðar verði íbúðir með mismunandi eignarformi. Bæjarbú- ar þurfa að geta valið á milli hefð- bundinna eignaríbúða, leiguíbúða og íbúða með búseturétti. Hafnarfjarð- arbær hefur verið í forystu með einkaframkvæmd á þjónustu við íbúana og skoða þarf hvernig einka- aðilar geta komið að uppbyggingu og rekstri á þessu sviði. Þegar slíkt samfélag ólíkra forma verður skipu- lagt er nauðsynlegt að skoða sérstak- lega hvaða eignarform á íbúðum fara best saman. Gera þarf ráð fyrir að byggja á Völlum, hinu nýja íbúðar- hverfi Hafnfirðinga, nýtt íbúðarsam- félag fyrir eldri borgara, þar sem bæði verður boðið upp á eignar- og leiguíbúðir. Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir allt að 120 íbúðum í þessu samfélagi sem byggja má í áföngum. Mikilvægt er að haldið verði áfram á þeirri braut sem vinnuhópurinn hef- ur unnið eftir þ.e. að virkt samráð sé við félagasamtök aldraðra og aðra hagsmunaaðila um alla þætti upp- byggingar íbúða og félagsþjónustu á þessu sviði. Þetta á einnig við um al- menna kynningu meðal bæjarbúa þar sem málefni eldri borgara eru málefni okkar allra. Húsnæðismál eldri borgara Sigurður Einarsson Hafnarfjörður Hafnarfjarðarbær, segir Sigurður Einarsson, hefur verið í forystu með einka- framkvæmd á þjónustu við íbúana. Höfundur er formaður Vinnuhóps um íbúðarmál aldraðra og skipulags- og umferðarnefndar Hafnarfjarðar. Höfundur stefnir á 2.–4. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. Prófkjör Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun- blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. ÞRIÐJUDAGINN 12. febrúar sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Ragnar Árnason þar sem hann svarar grein minni frá því laugardaginn 9. febr- úar. Í grein minni bendi ég á að líkan sem Ragnar notar í skýrslu sinni um áhrif auðlindaskatts á tekjur ríkisins sé ekki í samræmi við þær forsendur sem Ragn- ar gefur sér fyrr í skýrslunni og að af þeim sökum sé ekki unnt að taka mark á niðurstöðum skýrslunnar. Í svar- grein sinni segir Ragnar að þessi ábending mín sé byggð á „ein- hverjum misskilningi“. Eins og ég rakti í fyrri grein minni gefur Ragnar sér eftirfar- andi forsendu á bls. 4 í skýrslu sinni: „Auðlindagjald hefur ekki áhrif á framleiðslumagn eða hag- kvæmni í sjávarútvegi“. Þessa for- sendu rökstyður Ragnar á eftirfar- andi hátt í neðanmálsgrein: „Einn helsti kostur auðlindagjalds sem skattstofns hefur verið talinn sá, að það sé svokallaður rentuskattur og hafi ekki áhrif á hegðun sjávar- útvegsfyrirtækjanna. Hér er m.ö.o. gert ráð fyrir því að það gangi eftir.“ Í grein sinni á þriðju- daginn segir Ragnar síðan að í skýrslunni sé „staðfastlega haldið í þessa forsendu“. Fjárfesting sjávar- útvegsfyrirtækja Einn þáttur í hegðun sjávarút- vegsfyrirtækja er fjárfesting. Þeg- ar Ragnar gefur sér að rentuskatt- ar hafi engin áhrif á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja er hann meðal annars að gefa sér að slíkir skattar hafi engin áhrif á fjárfest- ingarhegðun slíkra fyrirtækja. All- ar niðurstöður Ragnars (bæði í Viðauka A og Viðauka C) byggjast hins vegar á því að auðlindagjald leiði til samdráttar í fjárfestingu. Í viðauka A útskýrir Ragnar reynd- ar ekki nákvæmlega hverjir það eru sem draga úr fjárfestingu sinni. En ef það eru ekki sjáv- arútvegsfyrirtækin þá veit ég svo sem ekki hverjir það ættu að vera. Í umfjöllun um líkanið sem sett er fram í Viðauka C segir Ragnar: „Í líkaninu er ekki sérstakt auð- lindagjald heldur eru allir skattar tekjutengdir. Álagning auðlinda- gjalds myndi því samsvara hækk- un tekjuskatta á fyrirtæki.“ Þessi meðhöndlun á auðlindagjaldi brýt- ur augljóslega í bága við forsend- una um að auðlindagjald sé rentu- skattur sem ekki hafi áhrif á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Til þess að fyrirbyggja misskiln- ing vil ég að svo stöddu taka fram að hér er ég ekki að halda því fram að forsenda Ragnars um að auðlindagjald hafi ekki áhrif á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja sé góð forsenda. Því síður er ég að halda því fram að auðlindagjald muni ekki hafa nein þjóðhagsleg áhrif. Ég er einfaldlega að benda á að meðhöndlun Ragnars á þeim líkönum sem hann setur fram í skýrslu sinni stangist á við þær forsendur sem hann gefur sér. Ástæðan er sú að Ragnar hefur ekki gefið sér neinar for- sendur sem leiða til þess að auðlindagjöld hafi þjóðhagsleg áhrif. Og á meðan svo er hafa þau engin þjóð- hagsleg áhrif í líkön- um hans. Það er raunar lítill vandi að byggja líkan þar sem auðlindagjöld hafa þjóðhagsleg áhrif. Ragnar gæti til dæmis gefið sér að ytri fjámögnun fyrirtækja sé dýrari en innri fjármögnun þeirra, e.t.v. vegna þess að fjár- málamarkaðir eru ófullkomnir. Þá væri raunar sanngjarnt að gefa sér einnig að heimili eigi erfitt með að taka lán gegn veði í fram- tíðartekjum. Líkan á þessum nót- um gæti Ragnar hæglega túlkað LÍÚ í hag ef það er það sem hann hefur áhuga á. Málið er að Ragnar setur ekki fram líkan á þessum nótum né neinum öðrum nótum sem skýrt gætu áhrif rentuskatta á þjóðhagsstærðir. Gagnrýni Lúcasar En víkjum að annars konar gagnrýni. Líkönin sem Ragnar setur fram eru keynesísk þjóð- hagfræðilíkön sem mikið voru not- uð á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í einni frægustu rit- gerð hagfræðibókmenntanna benti Robert Lucas á að líkön af þessu tagi væru algerlega gagnslaus þegar kemur að því að spá fyrir um áhrif breytinga á stefnu stjórn- valda. Raunar var eitt þeirra dæma sem Lucas tók í ritgerð sinni mjög svipað þeirri æfingu sem Ragnar framkvæmir í viðauk- um sínum. Árið 1995 fékk Lucas Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir þessa mikilvægu ábendingu sem því miður hefur farið fram hjá Ragnari. En jafnvel áður en hagfræðing- ar öðluðust skilning á „gagnrýni Lúcasar“ þá hefði fáum dottið í hug að meðhöndla rentuskatt með þeim hætti sem Ragnar gerir í skýrslunni. Breytan sem Rangar segir að megi túlka sem auðlinda- gjald var notuð yfir skekkjandi skatta svo sem tekjuskatta og virðisaukaskatta. Þegar öllu er á botninn hvolft má segja að Ragnar hafi misstigið sig a.m.k. í þrígang við vinnslu skýrslunnar. Í fyrsta lagi notaði hann líkan sem er gagnslaust þeg- ar athuga á áhrif breytinga á stefnu stjórnvalda. Ef litið er framhjá því kemur í ljós að hann gefur sér að auðlindagjald hafi ekki áhrif á hegðun sjávarútvegs- fyrirtækja í byrjun skýrslunnar en brýtur síðan í bága við þessa for- sendu síðar í skýrslunni með því að láta fjárfestingu slíkra fyrir- tækja dragast saman þegar auð- lindagjald er lagt á. Ef einnig er litið framhjá þessari óheppilegu forsendu þá stendur eftir að Ragn- ar meðhöndlar auðlindagjald eins og um tekjuskatt væri að ræða án þess að færa nokkur rök fyrir að það sé viðeigandi. Þannig gefur hann sér í rauninni þá niðurstöðu sem hann vill áður en hann hefst handa og án þess að færa fyrir henni nokkur rök. Slík vinnubrögð eru vitaskuld ekki til þess fallin að greiða fyrir málefnalegri umræðu. Áhrif auðlinda- skatts á tekjur ríkisins Jón Steinsson Höfundur er doktorsnemi í hagfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkj- unum. Skýrsla Þegar öllu er á botninn hvolft, segir Jón Steins- son, má segja að Ragnar hafi misstigið sig a.m.k. í þrígang við vinnslu skýrslunnar. EINU sinni var kóngur í ríki sínu. Hann var alltaf glaður því allt gekk svo vel og gullkistur ríkisins voru stöðugt fullar. En hverju var þessi velsæld að þakka? Kóngurinn hafði í mörg ár stjórnað ríki sínu eins og góðu fyr- irtæki, boðið út hina ýmsu þætti þjónustu við þegnana og ávallt fengið góð tilboð. Jafnframt þessu tryggðu eftirlitsmenn hans með öruggu gæðaeftirliti að þjón- ustan væri sú besta sem völ var á. Gæðin voru tryggð, allir þegnarnir lifðu góðu lífi en gull safnaðist í kistur þessa smáríkis. Þá fór kóngurinn að velta fyrir sér hverjir ættu fyrst og fremst skilið að njóta auðæfanna. Þar sem þetta var réttsýnn og góður kóngur komst hann að þeirri niðurstöðu að eldri borgararnir í ríki hans, sem höfðu unnið hörðum höndum að því að skapa það góða þjóðfélag sem nú var til, ættu skilið sérstaka umbun. Því hefur hann nú í mörg ár gefið öllum borgurum sínum eldri en 67 ára frímiða til sólarlanda á hverjum vetri, þegar kalt er og dimmt í þeirra eigin ríki. Þessar ferðir hafa hlotið nafnið ,,velsæld- arferðir“ og eldra fólkið kemur svo ánægt og endurnært heim frá hverri ferð að miklir fjármunir spar- ast í hjúkrun og heilsugæslu. Því hækkar enn í gullkist- um ríkisins. Þetta er ekki ævin- týri heldur sönn saga. Þetta er ekki smáríki heldur rúmlega 30 þúsund manna bæjarfélag í Danmörku, þ.e. Farum, rétt norðan við Kaup- mannahöfn. Þar er auðvitað bæj- arstjóri en ekki kóngur. Ég hef kynnst þessum bæ prýðilega af eig- in raun þar sem ég var starfandi kennari þar í 5 ár og á ennþá góða vini þar í bæ. Hvaða bæjarfélag á Íslandi skyldi verða fyrst til að feta í fót- spor frænda okkar í bænum Farum í Danmörku? Það gæti vel orðið Hafnarfjörður. Meirihluti bæjar- stjórnar hefur áður sýnt dirfsku í rekstri bæjarins og óttast ekki að fela einkaaðilum ákveðna þætti í þjónustu við bæjarbúa enda fylgir því nauðsynlegt eftirlit. Fulltrúar meirihlutans hafa jafnvel farið í heimsókn til Farum og kynnt sér óvenjulegan rekstur bæjarfélags- ins. Ég hvet alla bæjarbúa og sér- staklega eldri borgara í Hafnarfirði til að láta skoðun sína í ljós í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafn- arfirði laugardaginn 16. febrúar. Kjósið sjálf svo aðrir ráði ekki fyrir ykkur. Æintýrin geta vissulega gerst hjá okkur. Eldri borgarar frítt til sólarlanda? Sigurlín Sveinbjarnardóttir Hafnarfjörður Í bænum Farum í Danmörku hafa 67 ára borgarar og eldri, segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, fengið frímiða til sólar- landa á hverjum vetri. Höfundur sækist eftir einu af efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.