Morgunblaðið - 14.02.2002, Side 42

Morgunblaðið - 14.02.2002, Side 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón BreiðfjörðÓlafsson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1945. Hann lést á heimili sínu 2. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ólaf- ur Breiðfjörð Finn- bogason, f. 16. des- ember 1918, og Kristjana Jónsdóttir, f. 28. febrúar 1920. Bræður Jóns eru: 1) Finnbogi Breiðfjörð, f. 1. febrúar 1949, kvæntur Þórleifu Drífu Jónsdóttur; synir þeirra Ólafur, unnusta Sig- rún Eyjólfsdóttir, Sindri Már og Þórir Jökull. 2) Björn, f. 28. októ- ber 1952, d. 14. desember 1987. 3) Ólafur Haukur, f. 1. júní 1956, kvæntur Ástu Sigríði Knútsdótt- ur; þeirra börn Jóhanna Lilja, Dagur, Guðrún Lilja og Jóhannes Axel. 4) Valdimar, f. 24. október 1958, sambýliskona Margrét Steinunn Bragadóttir, sonur þeirra Björn. Jón kvæntist 8. apríl 1973 Guð- rúnu H. Ingimundardóttur kenn- ara, f. 25. september 1949. For- eldrar hennar eru Ingimundur Pétursson, f. 30. júní 1928, og Svanhildur Magna Sigfúsdóttir, f. 16. júlí 1929. Börn Jóns og Guðrúnar eru: 1) Ingi Rafn, f. 12. maí 1970, kvæntur Hrund Magnúsdótt- ur, f. 15. september 1970, synir þeirra Daníel Þór, f. 15. nóvember 1995, og Daði Snær, f. 31. maí 1998. 2) Kristjana Ýr, f. 17. apríl 1976. Jón hóf nám í prentsmíði hjá Off- setprenti haustið 1962 og lauk sveins- prófi árið 1967. Hann starfaði þar til ársins 1970 og síðan í Lithoprenti í eitt ár. Jón hóf störf hjá Hilmi hf. 1971, síðar Frjálsri fjölmiðlun og vann hjá Ísafoldarprentsmiðju síðustu árin eftir að hún yfirtók prent- rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar. Jón gekk ungur til liðs við Knatt- spyrnufélagið Val og var einlægur stuðningsmaður þess. Hann lék handbolta með yngri flokkum fé- lagsins og síðan meistaraflokki til ársins 1978. Á þessum árum varð hin svokallaða Mulningsvél til og var Jón liðsmaður hennar. Hann lék í 1. flokki eða „old boys“ með félögum sínum í Mulningsvélinni til ársins 1991. Jón var meðlimur í fulltrúaráði Vals hin síðustu ár. Útför Jóns fer fram frá Háteigs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns Jóns Breiðfjörð eða Nonna eins og við köll- uðum hann alltaf. Það var fyrir tæp- um tólf árum að við Ingi fórum að vera saman og heimsóknir mínar í Bólstaðarhlíðina urðu tíðari. Frá fyrstu tíð var mér afskaplega vel tek- ið af þeim Nonna og Gunnu og fannst mér ég fljótlega vera orðin eins og ein af fjölskyldunni. Nonni og Gunna voru afskaplega samhent og heimakær hjón. Nonni hafði mikinn áhuga á bókum og allt lesefni sem hann komst yfir var lesið og hann mundi líka það sem hann las. Nonni var mikill vinnuþjarkur og hafði mikla ánægju af starfi sínu en þegar heim var komið kunni hann líka að slappa af. Hann var mikill húmoristi og hafði gaman af ýmsum grínþáttum og þá gullu hláturrokurn- ar um alla íbúð og maður gat nú ekki annað en hlegið með. Nonni var mikill Valsari og fylgdist með börnum sínum, þeim Inga og Krissu, í handboltanum. Það var nú ósjaldan að Nonni lét í sér heyra á vellinum ef eitthvað var hallað á Vals- menn og þá lá nú stundum við að maður færði sig fjær, því ekki voru þeim vandaðar kveðjurnar andstæð- ingunum og dómurunum þegar mikið lá við. Nonni var mikill sveitamaður í sér og undi sér vel í sumarbústað tengda- foreldra sinna við Efri-Reyki. Þar setti Nonni upp derhúfu og fór í gúmmískó og naut þess að slappa af í sveitasælunni. Þau eru ófá skiptin sem við höfum notið þess að vera í sveitinni með Gunnu, Nonna og fleiri fjölskyldumeðlimum, því gjarnan var stórfjölskyldan samankomin í þess- um notalega bústað. Hans verður því sárt saknað í fjölskylduferðum okkar í Tungurnar. Daníel Þór og Daði Snær, litlu afa- strákarnir, hafa nú misst mikið. Afi Nonni bar þá á höndum sér og sá ekki sólina fyrir þeim. Afi Nonni var alltaf til í að leika við þá og hafði líka gaman af að stríða þeim dálítið. Það var því oft svolítill ærslagangur þeg- ar við komum í heimsókn í Bólstað- arhlíðina. En þegar þeir fengu að sofa hjá ömmu Gunnu og afa Nonna var það nú yfirleitt afi Nonni sem var rekinn úr rúmi fyrir prinsana og það gerði hann ávallt með glöðu geði. Gunna og Nonni voru dugleg að bjóða strákunum með í sveitina þar sem þeir undu sér vel og skelltu sér þá gjarnan í gúmmískó eins og afi Nonni. Nonni greindist um miðjan nóvem- ber á liðnu ári með lungnakrabba- mein og fór þá strax í geislameðferð. Hann stundaði vinnu þrátt fyrir veik- indi sín fram í janúar og ætlaði sér stóra hluti. Hann ætlaði sér, meðal annars, ásamt Gunnu til Danmerkur að heimsækja Krissu í sumar og bjóða afastrákunum með í Legoland en skjótt skipast veður í lofti og 2. febrúar lést hann á heimili sínu. Nonni reyndist mér afskaplega vel og betri tengdapabba er varla hægt að hugsa sér og á þessari stundu vil ég þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með Nonna. Á þessari sorgarstund bið ég al- góðan Guð að styrkja Gunnu, Inga, Krissu, foreldra, tengdaforeldra og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. Megi minningin um góðan mann lifa. Hrund Magnúsdóttir. Elsku Nonni bróðir, þú ert farinn frá okkur, allt of fljótt. Ég gat ekki heimsótt þig á sjúkrahúsið þar sem ég var erlendis enda var ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur að svo stöddu, þar sem þú varst kominn heim til fjölskyldunnar. Ég kom til landsins seint á föstudagskvöld og við Þórleif ákváðum að fara á laugar- dagsmorguninn með rúnnstykki í morgunkaffi til ykkar Gunnu. En það fór á annan veg. Minningarnar hrannast upp og þá sérstaklega frá því þegar við vorum ungir í sveit saman í Vatnsdalnum. Þá var ekki slæmt að hafa eldri bróð- ur sér við hlið. Fjölskyldurnar áttu saman góðar stundir í sumarbústaðnum með mömmu og pabba við Þingvallavatn þegar strákarnir og Krissa voru lítil. Eftir því sem árin liðu og börnin stækkuðu styrktust böndin á milli fjölskyldna okkar. Við tókum saman þátt í öllum þeim gleðistundum sem upp komu hjá okkur og voru þær ekki fáar, s.s. fermingar, afmæli, út- skriftir úr skóla og ekki síst þegar Ingi Rafn og Hrund giftu sig og afa- strákarnir komu í heiminn. En við vorum ekki búnir að gera allt það sem við vildum og gátum gert saman. Það var nægur tími, það var enginn að fara, en önnur var raunin. Elsku Gunna, Krissa, Ingi Rafn, Hrund, Daníel og Daði, það er erfitt að sætta sig við orðinn hlut en við vonum að þið öðlist styrk til þess að láta allar góðu minningarnar hafa yf- irhöndina. Dagurinn kemur og dagurinn fer. Eins er hún ástin í öðrum og mér. Það sem að lifir og þráir í dag, á morgun er horfið sem hörpunnar slag. (Rúnar Hafdal Halldórsson.) Innilegar samúðarkveðjur. Finnbogi, Þórleif, Jökull, Sindri, Ólafur og Sigrún. Kæri vinur minn, hann Nonni, er farinn, svo ótrúlegt sem það nú er. Hann Nonni var albesti vinur sem hægt er að eiga. Það var ekki að ástæðulausu að ég valdi oftast að fara til Nonna ef ég þurfti pössun þegar ég var yngri. Það var alltaf frábært að koma til Nonna og Gunnu og borða með honum „nice djúsí steik“. Hann talaði alltaf við mann sem jafn- aldra þrátt fyrir að vera 39 árum eldri. Þegar ég var í pössun hjá Nonna var alltaf mjög gaman. Stund- um fórum við niður að tjörn í strætó til að gefa öndunum brauð og kannski að skoða skipin á höfninni. Ég hringdi líka oft í Nonna þegar það voru íþróttir í sjónvarpinu því að það var alltaf skemmtilegast að horfa með honum á enska boltann eða nba- körfuboltann, eða að fara með Nonna, Gunnu og Krissu að horfa á Inga Rafn spila handbolta með Val. Það var líka alltaf svo gaman að hafa Nonna í sumarbústaðnum hjá ömmu og afa. Við krakkarnir gátum yfirleitt platað hann til að leika við okkur í fótbolta eða einhverjum leikj- um áður en hann fór að grilla „nice djúsí steik“ með hinum köllunum. Það verður skrítið að hafa ekki Nonna þegar við förum í sveitina og verður hans sárt saknað. Ég kveð Nonna með söknuði og með þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Andri Þór. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val Jón Breiðfjörð Ólafsson lést 2. febrúar sl. og Knattspyrnufélagið Valur missti þar mjög traustan fé- lagsmann úr sínum röðum. Til margra ára stóð hann í framvarðar- sveit handknattleiksmanna félagsins, sem markvörður í liði sem færði fé- laginu marga sigra og titla. Jón lék yfir 300 leiki með meistaraflokki fé- lagsins á árunum 1962 til 1978 og síð- an hélt hann áfram keppni sem leik- maður með old boys fram undir 1990. Að auki lék hann fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var keppnismað- ur sem eftir var tekið og lét vel í sér heyra á leikvellinum ef honum þótti ekki ganga nógu vel eða ef honum fannst menn ekki leggja sig nægilega fram. Þó hann hætti sjálfur að keppa lét hann sig ekki vanta á leiki að Hlíð- arenda eða annars staðar þar sem Valur var að keppa og hann studdi starf handknattleiksdeildar félagsins vel. Jón og kona hans, Guðrún Ingi- mundardóttir sem einnig keppti í handknattleik, eiga tvö börn, Inga Rafn og Kristjönu Ýr, sem bæði fet- uðu í fótspor foreldranna og lögðu stund á handknattleik og urðu meist- arar með sínum flokkum. Þau hjón fylgdu börnum sínum vel eftir í leik og starfi og voru um margra ára skeið fastagestir á leikjum félagsins, fyrst í yngri flokkum og síðan í meist- araflokkum. Jóns verður saknað á áhorfendapöllunum á Hlíðarenda nú þegar keppni er aftur að hefjast eftir nokkurt hlé. Jón lærði prentiðn hjá Valsmann- inum Hrólfi Benediktssyni í Offset- prenti. Hann starfaði í greininni alla tíð, hin síðustu ár við litgreiningar og fleira hjá Ísafoldarprentsmiðju. Jón var hógvær maður og ekki mikið fyr- ir að trana sér fram en sinnti sínu starfi af alúð og var mjög flinkur. Það kom sér vel fyrir Val að eiga innan sinna vébanda mann með þá verk- kunnáttu, því hann vann oftar en ekki við útgáfu Valsblaðsins hin síðari ár. Með því vinnuframlagi bættist hann í hóp fjölmargra traustra og dyggra Valsmanna sem komið hafa að útgáfu blaðsins og tryggt þannig að saga fé- lagsins er sífellt skráð og varðveitt. Auk þess að fylgjast mjög vel með handknattleik innan Vals var Jón tíð- ur gestur á leiki hjá knattspyrnu- mönnum félagsins og hann mætti vel á ýmsa viðburði aðra hjá félaginu og sýndi því tryggð og ræktarsemi alla tíð. Fyrir hönd félagsmanna í Knatt- spyrnufélaginu Val viljum við flytja Guðrúnu eiginkonu hans, börnum þeirra og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Jóns Breiðfjörðs Ólafssonar er minnst á Hlíðarenda með þakklæti og virðingu. Reynir Vignir, Ragnar Ragnarsson. Laugardagsmorguninn 2. febrúar sl. barst okkur félögum Jóns Breið- fjörð Ólafssonar sú harmafregn, að hann væri allur. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan hann greindist með þann illvíga sjúkdóm, er lagði hann að velli. Jón Breiðfjörð varð þannig fyrstur úr okkar stóra og samheldna hópi, Mulningsvélinni, til að kveðja þennan jarðneska heim. Þótt vitað væri að erfið barátta væri framundan kom andlát Jóns yfir okkur alla sem reiðarslag. Snemma á 7. áratug síðustu aldar hófust þau löngu kynni og einstaka vinátta, sem haldist hefur síðan. Á Hlíðarenda varð Mulningsvélin til og Jón var einn hinna traustu félaga, er áttu þátt í frama handboltaliðsins okkar og velgengni. Hann lék með meistaraflokki Vals í mörg ár sem markvörður og þar að auki allnokkra landsleiki fyrir Íslands hönd. Vals- heimilið var enda annað heimili okkar í mörg ár. Nonni Bí, eins við kölluðum hann til aðgreiningar frá öðrum Jónum í hópnum, var einstakt ljúfmenni og gæðasál. Hann var glaðsinna og gam- ansamur og lagði ávallt gott til mál- anna. Keppnisskap hafði hann mikið og í hita leiksins gat hann gosið ef honum rann í skap, eins og góðum íþróttamönnum hættir til. Hann var þó fyrstur manna til að sjá skoplegu hliðarnar á slíkum stundum og það var stutt í brosið og gálgahúmorinn að æfingu eða leik loknum. Nonni flíkaði hins vegar ekki skoðunum sín- um á mönnum og málefnum. Hann hafði þó ákveðnar skoðanir á hlutun- um ef hann var inntur álits og hafði ávallt eitthvað jákvætt til málanna að leggja. Jón sinnti starfi sínu sem prentari af áhuga og elju. Þótti okkur, fé- lögum hans, á stundum nóg um vinnuálagið. Hann fylgdist af áhuga með handboltanum í Val löngu eftir að hann hætti sjálfur, enda átti hann tvö börn, sem fetuðu í fótspor for- eldranna beggja, Jóns og Guðrúnar, sem framúrskarandi handboltamenn. Var Jón tíður gestur í Valsheimilinu á Hlíðarenda og annars staðar þar sem Valur atti kappi við önnur lið, bæði í kvenna- og karlaflokki. Jón var mikil aðdáandi tónlistar, einkum blús- og djasstónlistar. Þar var hann vel að sér. Aðeins viku fyrir andlátið var Jón hinn hressasti í góðra vina hópi. Þá komum við all- mörg saman í heimahúsi og blótuðum þorra. Skipt var í lið og farið í spurn- ingaleikinn „Gettu betur“. Þegar að spurningum kom um blús og djass var Nonni Bí snöggur til svars og hal- aði inn dýrmæt stig fyrir sitt lið. Síst grunaði okkur þá að við vær- um að sjá Jón og njóta samvista við hann í síðasta sinn. Nú er stórt skarð höggvið í vinahópinn, skarð sem ekki verður fyllt. Með miklum söknuði kveðjum við vin okkar Jón Breiðfjörð Ólafsson. Elsku Guðrún. Um leið og við kveðjum og þökkum þínum ástkæra eiginmanni fyrir allar gleði- og ánægjustundir, sem munu lifa í minn- ingunni, vottum við þér, börnum ykk- ar og ættingjum öðrum okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð veita ykkur styrk og minningarnar um góðan dreng ylja ykkur um alla framtíð. Megi Jón Breiðfjörð hvíla í friði. Mulningsvélin og makar. Okkur vinnufélögunum var mjög brugðið er við fengum þær fregnir að Jón Breiðfjörð Ólafsson hefði yfirgef- ið þennan heim að morgni 2. febrúar. Síðastliðið haust greindist Jón með alvarlegan sjúkdóm en þrátt fyrir erfiða læknismeðferð lét hann ekki bugast og stundaði nánast fulla vinnu af sama kappi og sömu gleði er ein- kennt höfðu allan hans starfsferil. Starfsferill Jóns í prentgeiranum hófst árið 1962 er hann hóf nám hjá Offsetprenti. Hann hóf störf hjá prentsmiðjunni Hilmi árið 1971, sem meðal annars sá um forvinnslu á Dagblaðinu. Vinnudagurinn hjá Jóni hófst iðulega snemma, um klukkan sex á morgnana, og oftar en ekki fór hann síðastur heim á kvöldin. Í dag- blaðsvinnslu á þeim árum var oft unnið undir miklu álagi er fylgdi þessu starfi og þá naut Jón sín best, því hann var hamhleypa til allra verka. Þegar Dagblaðið og Vísir voru sameinuð tók Jón að sér verkstjórn í plötu- og filmugerð og fórst það vel úr hendi. Á þessum árum voru tölv- urnar að koma inn í prentgeirann og fagið tók stórstígum breytingum. Jón fylgdist vel með öllum breytingum og tileinkaði sér jafnan nýjustu tækni. Við sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar og Ísafoldarprentsmiðju sneri Jón sér meira að litgreiningu og tölvu- vinnslu er hann sinnti nánast fram á síðasta dag þrátt fyrir sín erfiðu veik- indi. Jón var mikill áhugamaður um íþróttir og markmaður í hinni frægu Mulningsvél í Val á sínum tíma. Oft voru fjörugar umræður í vinnunni um hinar ýmsu íþróttir og verður um- ræðan aldrei sú sama án Jóns vegna yfirburðaþekkingar hans á þeim. Við félagarnir munum sakna Jóns sárt og kveðjum góðan dreng sem ávallt var reiðubúinn til að hlaupa undir bagga, þegar á þurfti að halda. Kappsemi Jóns og létt lund var smitandi og við gerðum hvað við gátum til að fylgja honum eftir. Kvaddur er hinstu kveðju góður starfsfélagi og vinur. Innilegar sam- úðarkveðjur til fjölskyldu og ástvina og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Vinnufélagar í Ísafoldarprentsmiðju. Ef orð geta huggað á stundu sem þessari vil ég skrifa nokkur huggun- arorð í minningu Jóns, minnast þessa hægláta ljúfa manns, sem brosti í kampinn þegar við vinkonurnar mættum í saumaklúbbinn okkar á heimili þeirra Gunnu, háværar og glaðhlakkalegar að vanda. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma á heimili þeirra og njóta hlýju og myndarskapar sem einkenndi það, en nú ríkir sorg í brjósti og við erum daprar og hljóðar. Leikir æskunnar eru að baki, ungu hjónin með börnin sín tvö eru orðin örlítið eldri, með barnabörnin sín, drengina litlu, yndi afa og ömmu. Og nú er harmur kveðinn að fjölskyld- unni, við óvænt fráfall Jóns. Við hugsum um tilgang lífsins, ör- lög okkar allra og um það hvert stefn- ir við fráfall ástvina okkar og óvissa ríkir í huga okkar um stund. Þegar að er gáð er dauðinn ekki aðeins dauði og lífið ekki aðeins líf, heldur er því stundum öfugt farið, dauðinn aðeins áframhaldandi líf og lífið stundum harðara en hel. Af hverju er þetta svo? Ég á ekki eitt svar til við því, en hef samt skilið, að þeir sem við elskum eru alltaf hjá okkur, í einhverri mynd, og veita okkur styrk í sorginni. Á tímamótum sem þessum öðlast kærleikurinn auk- ið gildi. Sama er að segja um þá sem elska okkur. Þeir halda því áfram, hvert sem leið þeirra liggur, því ástin er sterkari en dauðinn og það sem lif- ir í minningunni eigum við áfram. Það verður aldrei frá okkur tekið. Minningin um ljúfan mann lifir. Anna S. Björnsdóttir. JÓN BREIÐFJÖRÐ ÓLAFSSON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.