Morgunblaðið - 14.02.2002, Side 45

Morgunblaðið - 14.02.2002, Side 45
Gústi og Beggi stofnuðu sín heimili. Það gleymist aldrei þegar þeir sem ungir menn gáfu okkur þær falleg- ustu og stærstu dúkkur sem við höfðum séð. Beggi fæddist gleðigjafi og hélt því til hinstu stundar. Hann og móðir mín Magnea voru hrókar alls fagnaðar á meðan hún lifði. Það var ekki óalgengt að fólk var ósjálf- bjarga af hlátri þar sem þau lögðu saman að gera passlegt grín að til- verunni. Eftir lát mömmu hélt Beggi sínu striki að hlæja að tilverunni. Beggi var mikil ævintýrapersóna í augum mínum. Hann vann á bíla- verkstæði Egils Vilhjálmssonar en þar var talið að væri mikill drauga- gangur um tíma. Okkur rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann sagði okkur með tilþrifum þessar draugasögur sem hann og fé- lagar hans upplifðu. Ungur maður gerðist hann svo bílstjóri og aðstoð- armaður enska sendiherrans. Þá var aðsetur sendiráðsins í Höfða. Þar komu líka margar sögur um drauga- gang, svo magnaðar að kalt vatn hríslaðist milli skinns og hörunds. Beggi fann gæfu sína í þessu starfi, því „enska rósin“ hans réðst til sendiráðsins. Rose konan hans hefur verið síðan hans tryggi lífsförunaut- ur. Það var mikill dýrðarljómi yfir veislunum sem þau héldu fyrir systkini hans og vini í sendiráðinu. Beggi hefur alls staðar verið elsk- aður, hvar sem hann hefur verið. Hann hefur gengið í gegnum mjög erfið veikindi til margra ára. Hann hefur fengið heilablæðingar nokkr- um sinnum. Það hefur verið ótrúlegt að horfa upp á hversu gleðin í skap- gerð hans hefur alltaf ráðið ferðinni. Allir starfsmenn sem hafa hjúkrað honum hafa verið englar í mannslíki. Ég sé hann í anda þegar hann fár- veikur brosti til stúlknanna sem hjúkruðu honum og sagði þeim hvað þær væru fallegar og frábærar í alla staði. Það skipti ekki máli hvort hann þekkti þær með nafni eða ekki. Rose, konan hans, hjúkraði honum síðustu árin. Við í fjölskyldunni tölum oft um hversu dásamlegt hefur verið að fylgjast með því ástríki og tryggð sem hún hefur sýnt manni sínum. Gústi var einnig mjög veikur síðustu ár sín. Hann var þá orðinn ekkju- maður. Rose hugsaði einnig um hann eftir bestu getu. Einu sinni í viku kom Gústi í mat til bróður síns og mágkonu. Það var reynt að slá á létt- ari strengina þegar Rose var að sinna þeim bæði heima og einnig þegar hún fór með þá eitthvað þeim til glaðningar. Síðustu árin voru þeir ekki alltaf með á nótunum en Rose lét það ekki á sig fá. Rose hefur kall- að á okkur systkinabörnin og haldið okkur ótrúlegar veislur má segja fram á síðasta dag. Beggi var hættur að þekkja okkur með nafni, en það skipti engu. Hann hélt sínu góða veisluskapi. Brandarar voru á sínum stað og glaða brosið. Síðustu árin sem Gústi lifði var Rose svo dugleg að koma með þá til allra systkina- barnanna til skiptis. Ég veit að það ríkir mikið þakklæti í huga okkar allra fyrir þennan dugnað því minn- ingarnar eru ljúfar að hafa fengið að njóta þeirra bræðra má segja fram á síðasta tíma þeirra. Mér varð að orði þegar ég stóð við banabeð Begga frænda míns og horfði á þann kærleika sem Rose veitti honum. „Það er ótrúlegt að nokkur maður sem hefur lifað í 84 ár hafi fengið þá náð að fæðast í ástríki, lifa alla sína ævi við mikinn kærleika og gleði og fá að deyja umvafinn ást.“ Ég er sannfærð um að Beggi hefur aldrei átt óvildarmann. Guðs- gjöf hans var dásamleg skapgerð. Ég veit að ég tala fyrir hönd allrar fjölskyldunnar þegar ég þakka inni- lega fyrir þá gæfu að hafa fengið að njóta þess að ganga við hlið hans þessi mörgu dásamlegu ár. Ég bið Guð um að blessa Rose og fjölskyldu þeirra um ókomna tíð. Selma Júlíusdóttir frá Sólheimatungu. Mig langar að minnast Begga frænda míns, eins og hann var alltaf kallaður, með nokkrum orðum. Hann var yngstur í sínum stóra systkinahópi og er síðastur til að kveðja þennan heim. Fyrstu minn- ingarnar um hann eru frá því þegar hann var bílstjóri í breska sendi- ráðinu í Reykjavík. Þá bjó hann í litlu húsi bak við sendiherrabústað- inn. Þegar ég man fyrst eftir að ég kom þangað í heimsókn og öll skiptin eftir það, sem var nú ekki svo sjaldan með foreldrum mínum, þá var alltaf sest inn í stofu og þar var mjög flott- ur skápur sem ég man sérstaklega eftir og maður starði alltaf á og beið eftir að frændi opnaði því þar inni var alltaf til nóg af útlendu nammi, sem var nú ekki á hvers manns borði á þeim tíma, fyrir rúmun fimmtíu ár- um. Þessi sami skápur er ennþá í stof- unni heima hjá þeim hjónum og hann vekur skemmtilegar minningar í hvert sinn sem maður sér hann. Beggi frændi var hrókur alls fagn- aðar hvar sem hann kom, hvort sem það var á vinnustað eða innan fjöl- skyldunnar. Hann var grínisti alveg fram í fingurgóma. Hann tók meðal annars þátt í að setja upp nokkrar revíur í sjálfstæðishúsinu á sjötta áratugnum. Þegar maður talar um fingurgóma má ekki gleyma því að hann var al- veg einstaklega laginn í höndunum. Hann smíðaði einu sinni frambretti á gamlan bíl og til þess notaði hann bara einn hamar. Einu sinni sem oftar var farið í úti- legu. Þegar komið var á staðinn og farið að tjalda varð maður nú hissa. Minn maður tók tjaldið úr pokanum og breiddi úr því. Síðan var bara tek- in lítil pumpa og tjaldið pumpað upp. Það voru engar súlur notaðar í þetta tjald. Þetta hafði ekki nokkur maður séð áður. Þetta tjald hafði hann feng- ið hjá vinum sínum í sendiráðinu. Þegar maður talar um hversu lag- inn hann var má geta þess að hann gerði við brotnar veiðistangir. Þegar hann var að sýna manni brotna stöng og sagðist ætla gera við þetta hélt maður að hann væri að grínast. Svo kom maður seinna og fékk að sjá stöngina aftur. Þá var hún eins og ný út úr búð. Ég gæti endalaust talið upp skemmtileg atvik og fyllt nokkra Mogga en læt þetta duga í bili. Beggi frændi fékk stærsta vinning sem nokkur maður getur fengið þegar hann var að vinna í sendiráðinu, því einn góðan veðurdag byrjaði að vinna þar ung stúlka sem varð síðar eiginkona hans. Þar fer ekki nein venjuleg kona, það er sama hvar hann hefði leitað, hann hefði aldrei fengið betri eiginkonu en hana Rós. Það er oft sagt að eiginkonurnar standi eins og klettur við hlið eig- inmanna sinna en ég segi og stend við það að hún var eins og fjall við hlið hans. Það kom ekki síst fram þegar fór að halla undan fæti hjá honum. Þá vék hún ekki frá honum. Þó að hann væri kominn á spítala og ætti ekki afturkvæmt gaf hún sig ekki og reyndi að taka hann heim aftur en hún varð að gefa eftir og í staðinn fór hún upp á spítala alla daga og var hjá honum lungann úr deginum. Síðustu mánuðina var hann á Sól- vangi og þar lést hann 19. janúar. Beggi minn, „gamli skútukall“, vertu sæll að sinni. Við hittumst síð- ar. Elsku Rós mín, Andrew, Margrét, Grétar og aðrir aðstandendur. Við Didda sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Vilberg Ágústsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 45                +.   /(% 0(* 2  9#      /         ,     "0 "1%% "#$  ) && < &)(8# %** 7(/9" ) &&  )&( %** 9)#" ) &%** "3 ) && &*) !&3-&%** "( "" ) && /#" "2&%** 3-%)&! ) &%**   -    -!        . <  9, ($ )2            "# "$$% +    *    2    3)    &2 "#$"%&& &  ( 9&%** . "#'"#$"%&%** "#$"%"(&& &*$"%""#$"%&& (-  &%** 3-"#$"%&& 3- */)$&%** -#""#$"%&&  0/#"!&%**   93-(&27(%"! +2 # .      5   (     *     "1    6789!3':;&6<3;97.=&99>8=3 '              >   23"/AB >/&*$  /73"$   7 ?'4 #              " "$$% !       4     4       *      )    .   0/%  &%** 3 "*' %** "/ &2 ' & 9/(%  # #&* %/%"!                  . 3 ((  "*BB 9 9#    9    2       "/       !      "1 "$$% !        4   4    *   !       %""@ A0 "0"0 #@##00 & >(03,($&%** .%/C"#/&&  (/%/7 < =*./"#/&%** //%2*&& =* D(( $"#/&&   -     ! '          (          .+EE 4 &2&*3  -*"66 *722&0($   @        9) *     "0 "1%% +    *      9) *   2      + "9/7 "# %** &*) !&%** )/(&!&& (& !<22 /(&%** '&*&& 7%)&3  %**  0(%"&%** "#"" && "#"&& ' F &%** . 4(&/  90(%"!0 /&%** 93-(&27(%"! '       . 2*/G /9( )2 ,#"*(0/$(& & /  *      "" 6     B () &%**$  >H/*.!( 9)#" &%** I,($"#$"%&&! '            .  !4  4  "A   )#"!0&   93-(&27(% !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.