Morgunblaðið - 14.02.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 14.02.2002, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 51 Velkomin á LANCÔME kynningu. Snyrtifræðingur aðstoðar þig við val á snyrtivörum og litum. Notaðu tækifærið og fáðu faglegar ráðleggingar Allir sem koma fá sýnishorn af AMPLICILS augnháralitnum* Glæsilegir kaupaukar Mikilfengleg augnhár, þétt, aðskilin og fallega sveigð AMPLICILS NÝTT Einstök formúlan, Ampliflex®, og sérstakur burstinn gefa augnhár- unum nýja vídd með aukinni fyllingu. TRÚÐU Á FEGURÐ *Á meðan birgðir endast. heimsækið www.lancome.com Kynning í dag og á morgun Kynning á morgun Hamraborg 20a, sími 564 2011 SNYRTIMIÐSTÖÐIN Kringlunni 7, sími 588 1990 BANDALAG íslenskra skáta hef- ur í ellefu ár fært öllum sex ára börnum á landinu endurskins- borða að gjöf í samvinnu við ýmsa aðila. Landsátak þetta hef- ur gengið undir nafninu: Látum ljós okkar skína. Nú í ár er stærsti stuðningsaðilinn Hekla hf. og færir Bandalag íslenskra skáta fyrirtækinu viðurkenningu til staðfestingar á því. Til styrktar þessu átaki var farið af stað með bílnúmerahapp- drætti og dróst út í ár m.a stór- glæsileg Audi A3-fólksbifreið sem Guðni Bergsson hlaut og var bif- reiðin afhent um leið og Heklu hf. var afhent viðurkenning- arskjal fyrir þátttöku í landsátak- inu, segir í fréttatilkynningu. Sverrir Sigfússon, framkvæmdastjóri Heklu, Guðrún Birna Jörgensen, markaðsstjóri Heklu, Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, Guðni Bergsson vinningshafi og Elín Birta. Vann Audi A3 í skáta- happdrætti FRAMBOÐSLISTI Samfylkingar- innar í Árborg var samþykktur með lófataki á fjölmennum félagsfundi í Tryggvaskála, Selfossi, á mánudags- kvöldið. Listann skipa eftirfarandi einstak- lingar: 1. Ásmundur Sverrir Pálsson, ráðgjafi/svæðisvinnum., 2. G. Torfi Áskelsson, verksmiðjustjóri, 3. Ragheiður Hergeirsdóttir, framkvæmdastjóri, 4. Gylfi Þorkelsson, framhaldsskólakennari, 5. Sandra Gunnarsdóttir, sviðsstjóri/svæðisskrifst., 6. Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, hjúkrunarfr./ljósmóðir, 7. Guðjón Ægir Sigurjónsson, lögmaður, 8. Þórunn Elva Bjarkadóttir, stjórnmálafræðingur, 9. Ragnheiður Þórarinsdóttir, vaktmaður, 10. Sandra Guðmundsdóttir, háskólanemi, 11. Þórhallur Reynir Stefánsson, iðnnemi, 12. Heiður Eysteinsdóttir, grunnskólakennari, 13. Már Ingólfur Másson, framhaldsskólanemi, 14. Sigurjón Bergsson, þjónustustjóri/símvirki, 15. Kristinn Hermannsson, rafvirki, 16. Kristjana Bárðardóttir, háskólanemi, 17. Steingrímur Ingvarsson, verkfræðingur, 18. Sigríður Ólafsdóttir, skrifstofumaður, Listi Samfylkingar í Árborg samþykktur VÖKVATÆKI ehf. hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu á slóðinni www.vokvataeki.is „Á vefnum er hægt að nálgast allar upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess. Einnig hefur verið opnuð spjallrás, en með henni gefst viðskiptavinum Vökvatækja og öðrum sem hafa áhuga á há- þrýstum vökvakerfum og búnaði þeim tengdum kostur á að bera saman bækur sínar og miðla reynslu sinni varðandi hin ýmsu vandamál sem kunna að koma upp. Á vefnum er einnig hægt að nálgast bæklinga á pdf-formi yfir ýmsar vörutegundir, s.s. rafmót- ora, gíra og fleira. Svokallað ,,Tæknihorn“ er einn- ig á heimasíðunni, en þar er hægt að nálgast ýmsar töflur yfir t.d. gengjur, sýnidæmi yfir tengingar og annan fróðleik, en stöðugt er bætt við nýju efni. Einnig verða innan tíðar settar upp reiknitöflur þar sem hægt verður að reikna t.d. út straum- hraða í rörum, snúningsvægi mót- ora, aflþörf og margt fleira. Forsvarsmenn Vökvatækja stefna að því að byggja upp mjög öflugan vef þar sem hægt verður að nálgast ýmsar fróðlegar upplýs- ingar, þó aðallega sem snúa að há- þrýstum vökvakerfum, vélbúnaði og vélhlutaútreikningum,“ segir í fréttatilkynningu frá Vökvatækj- um. Vökvatæki ehf. opnar nýja heimasíðu „HUGTAKIÐ einkaframkvæmd hefur rutt sér til rúms á síðari árum hérlendis og þá sérstaklega á á sviði byggingaframkvæmda og rekstri húsnæðis. Á ráðstefnu sem haldin verður 19. febrúar kl. 13.00–17.10 á Grand hótel í Reykjavík á vegum Arkitektafélags Íslands, Tæknifræð- ingafélags Íslands og Verkfræðinga- félags Íslands. Verður leitast við að svara spurningum varðandi hugtak- ið einkaframkvæmd. Hvað er einka- framkvæmd? Hvaða verkefni henta til einkaframkvæmdar? Ávinningur- inn? Áhrif á byggingalist og gæði mannvirkja? Þá verður sérstaklega fjallað um TRH-verkefnið (Tónlist- arhús – ráðstefnu- hótelbygging) í miðborg Reykjavíkur þar sem öll undirbúningsvinna verkefnisins ger- ir ráð fyrir að um einkaframkvæmd verði að ræða. Auk innlendra fyrirlesara mun John Ferguson frá HLM architects segja frá reynslu fyritækisins af út- boðum og rekstri mannvirkja í Bret- landi , en fyrirtækið hefur sérhæft sig á þessu sviði og unnið til fjölda verðlauna. Ráðstefna er öllum opin og fer skráning fram á skrifstofu félag- anna,“ segir í fréttatilkynningu. Ráðstefna um einkaframkvæmd DR. MAGNÚS Þorkell Bernharðs- son sagnfræðingur og sérfræðingur í nútímasögu Miðausturlanda kennir á námskeiðinu Íslam og nútíminn sem hefst hjá Endurmenntunar- stofnun HÍ mánudaginn 18. febrúar. Dr. Michelle Hartmann sérfræðing- ur um stöðu kvenna í Miðausturlönd- um heldur einnig fyrirlestur. Á nám- skeiðinu verður greint frá því hvernig trúin mótar viðbrögð músl- ima, sérstaklega í Miðausturlöndum, við mörgum meginmálum nútímans, svo sem jafnrétti kynja, hnattvæð- ingu og efnahags- og hernaðarveldi Bandaríkjanna. Fjallað verður sér- staklega um róttækar trúarhreyf- ingar og pólitísk markmið þeirra, svo sem al-Kaeda, samtök Osama bin Ladens. Kennt verður fjögur kvöld á Dunhaga 7; 18., 19., 21. og 25. feb. kl. 20.15–22.15. Frekari upplýsingar um námskeiðið er á vefsíðunni www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig. Íslam og nútíminn ÞRIÐJUDAGINN 19. febrúar nk. verður haldinn stofnfundur Afríka 20:20 – félags áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara. Markmið fé- lagsins eru m.a. að skapa vettvang fyrir umræðu og stuðning við mál- efni sem varða Afríku sunnan Sah- ara og stuðla að auknum menningar- legum samskiptum. Allir sem styðja markmið félagsins eru velkomnir að sækja fundinn og gerast stofnfélag- ar. Stofnfundurinn verður haldinn í Alþjóðahúsinu á Hverfisgötu 18, 3. hæð, í Reykjavík og hefst kl. 19:30. Afríka 20:20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.