Morgunblaðið - 14.02.2002, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ó.H.T Rás2
Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 334. Bi. 14.
Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.20, 8 og 10.35. B.i. 16.
Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.10. E. tal. Vit 294
Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Íslenskt tal. Vit 338
Sýnd kl. 4 íslenskt tal. Vit 325
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Vit 319Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. B.i. 12. Vit 339.
Sýnd kl. 3.45. Vit 328
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 320
1/2
Kvikmyndir.com
Byggt á sögu Stephen King
HK DV
Strik.is ½
RAdioX
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Vit nr. 341.
Það er ekki
spurning hvernig
þú spilar leikinn.
Heldur hvernig
leikurinn spilar
með þig.
Frá leikstjóra Enemy of the State
og Crimson Tide. Íslandsvinurinn
og töffarinn Brad Pitt sýnir
magnaða takta í myndinni ásamt
Óskarsverðlaunahafanum, Robert
Redford. Adrenalínhlaðin spenna út
í gegn.
Frumsýning tilnefningar til Óskarsverðlauna4
Edduverðlaun6
Sýnd kl. 7. B.i 14.
Ó.H.T Rás2
Strik.is
Strik.is
HK DV
SG. DV
RAdioX
Sýnd kl. 5.
Ó.H.T Rás2
Tilnefningar til frönsku
Cesar - verðlaunanna
il i il
- l
HJ MBL
ÓHT Rás 2
DV
Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 10.30.
Sýnd kl. 7 og 9.B.i. 14.Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. B.i. 14.
Sjóðheitasta mynd ársins er komin.
Tom Cruise + Penelope Cruz=Heitasta parið í dag.
Ásamt ofurskutlunni, Cameron Diaz.
Myndin er hlaðin frábærri tónlist en Sigur Rós á þrjú lög í myndinni.
Frá leikstjóra Jerry Maguire
ÓHT Rás 2
HL Mbl
SG DV
Sýnd kl. 7.
ÞÞ Strik.is
„sprengir salinn úr hlátri hvað
eftir annað með hrikalegum
sögum“ AE, DV
„Þetta er frábær mynd sem
allir foreldrar ættu að sjá“
MH, Kvikmyndir.is
13
Sýnd kl. 9.
Síð
ust
u
sýn
ing
ar
útnefningar til
Óskarsverðlauna5
tilnefningar til Óskarsverðlauna4
Sýnd kl. 5. með íslensku tali.
TINNA Tómas er ung kona með
skoðanir, enda umhverfi hennar
stráð hetjudáðum, átökum og sálar-
tónlist í hæsta gæðaflokki. Þrátt
fyrir að vera hægrisinnuð og taka
öllu sem frá Ameríku kemur fegins
hendi verður hún ástfangin af
manni af allt öðru sauðahúsi. Verð-
ur það ástin eða hugsjónirnar sem
hún velur?
Enginn er betur til þess fallinn að
svara þessari spurningu en María
Þórðardóttir Verslunarskólanemi,
dansari og nú söngvari og leikari
líka. Hún fer með hlutverk Tinnu í
söngleik Verslunarskólans, Slapp-
aðu af, sem frumsýndur verður í
Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er í
fjórða og því síðasta sinn sem María
tekur þátt í söngleik skólans því
hún tekur stúdentspróf í vor.
Stjórnmálaskotinn
söngleikur
„Ég fór ekki í Versló með það í
huga að taka þátt í söngleikjunum,“
segir María hin brosmilda, „heldur
af því að þarna er nám sem ég hef
áhuga á. Þátttakan í söngleikjunum
var bara algjör bónus!“
Söngleikurinn Slappaðu af er að
sögn Maríu stjórnmálaskotinn.
Hann á að gerast á Íslandi á sjö-
unda áratugnum og koma stór-
viðburðir á borð við fyrstu skref
mannsins á tunglinu og fyrstu út-
sendingu Ríkissjónvarpsins við
sögu.
En snúum okkur aftur að Tinnu
Tómas og ástamálum hennar. „Hún
á kærasta úr hægra-liðinu en verð-
ur svo ástfangin af manni úr því
vinstra. Á endanum gerir hún upp-
reisn gegn karlmönnum eins og
þeir leggja sig og úreltum við-
horfum og stofnar kvenrétt-
indahreyfingu,“ útskýrir María.
Í söngleiknum, sem gerður er eft-
ir handriti Felix Bergssonar og er í
leikstjórn félaga hans Gunnars
Helgasonar, mæðir mikið á Maríu,
en alls taka um áttatíu nemendur
Verslunarskólans þátt í sýningunni.
Tinna á það nefnilega til að bresta í
söng eins og gengur og gerist í
söngleikjum og svo finnst henni
gaman að dansa. María æfði líka
dans í Jazzballettskóla Báru í mörg
ár og kann því ófá danssporin. En
hún og aðrir dansarar sýning-
arinnar njóta leiðsagnar Guðfinnu
Björnsdóttur danshöfundar.
Kemur ekki niður
á náminu
María og félagar hennar í Versló
hafa æft nánast sleitulaust síðan í
nóvember. Æfingarnar hafa síðan
orðið þéttari eftir að hópurinn fór
að æfa í Borgarleikhúsinu í janúar.
María hefur þó ekki miklar áhyggj-
ur af að æfingar og sýningar komi
niður á náminu. „Maður verður
bara að skipuleggja sig vel. Þetta
er í fjórða sinn sem ég er með og ég
er búin að læra inn á hvernig best
er að gera þetta. Mikilvægast er að
mæta í tíma og fylgjast vel með, það
skiptir ótrúlega miklu máli. Ég
ætla sko ekki að láta stúdentsprófið
verða fyrir neinu raski,“ segir
María harðákveðin. Hún segist ekki
tilbúin til að leggja leiklistina al-
gjörlega á hilluna þó að dagar
hennar í Versló séu brátt taldir.
„Já, ég er komin með smáleiklist-
arbakteríu,“ viðurkennir hún bros-
andi. „Mér líður mjög vel á sviðinu
og hef rosalega gaman af þessu.“
María segir stemmninguna í
kringum sýninguna hafa verið frá-
bæra og ekki spilli fyrir að hafa
menn á borð við Gunnar Helgason
leikstjóra og Felix Bergsson hand-
ritshöfund sér til halds og trausts
og lýsir hún þeim sem snillingum.
„Hópurinn er góður og andinn frá-
bær. Ég hlakka bara mjög til að
byrja að sýna.“
Söngleikurinn Slappaðu af frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld
Átök,
ástir og
sálar-
tónlist
Morgunblaðið/Þorkell
Gunnar Helgason leikstjóri segir leikurunum að slappa af.
Morgunblaðið/Golli
María Þórðardóttir leikur Tinnu kvenréttindakonu með meiru.
Morgunblaðið/Þorkell
Sálartónlistin er þema sýningar
Verslinga þetta árið.