Morgunblaðið - 19.02.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 19.02.2002, Síða 1
AP MEÐLIMIR í launþega- samtökum kommúnista (CGT) í Frakklandi eyðilögðu í fyrri- nótt fimmtíu þúsund eintök af Marseilles-útgáfu dagblaðsins Metro, sem var eitt þriggja dagblaða sem byrjað var að dreifa ókeypis í Frakklandi í gær. Metro er gefið út víðs vegar í heiminum, en útgefandi þess er sænska fyrirtækið Metro International. Félagar í CGT réðust inn í prentsmiðju í Vitrolles í Suður-Frakklandi og lögðu hald á nýprentað upplag blaðsins, að sögn lögreglu. Þeir hótuðu síðan að skemma tæki í prentsmiðjunni og komu í veg fyrir að hægt væri að hefja prentun blaðsins á ný. Laun- þegasamtök í Frakklandi eru andvíg útgáfu blaðsins, sem er að mestu prentað og dreift af fólki sem stendur utan laun- þegasamtaka. Um 200 þúsund eintökum af Metro var dreift í París í gær, en það upplag var prentað í Lúxemborg í fyrri- nótt. Blöð eyðilögð 41. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. FEBRÚAR 2002 GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í Tókýó í gær að öllum möguleikum væri haldið opnum að því er varðaði hugsanlegar aðgerðir gegn Írak, Íran og Norður-Kóreu, ríkjunum sem Bush hefur kallað „öxul hins illa“. Bush átti í gær fund með Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, og lýsti hann stuðn- ingi við stefnu hans í efnahags- málum en mjög hefur kreppt að í Japan undanfarin misseri. Bush fer til Seoul í Suður-Kóreu í dag og til Peking í Kína síðar í vikunni. Reuters Öllum möguleik- um haldið opnum  Kveðst styðja/20 UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild- arríkja Evrópusambandsins, ESB, náðu í gær samkomulagi um refsiað- gerðir gegn stjórnvöldum í Afríku- ríkinu Zimbabwe vegna mannrétt- indabrota stjórnar Roberts Mugabe forseta. Honum og ráðherrum hans verður bannað að koma til ESB- landa og eigi þeir eignir í löndunum verða þær frystar. Þá verða um 30 liðsmenn eftirlits- nefndar á vegum sambandsins, sem áttu að fylgjast með forsetakosning- um 9.–10. mars, kallaðir á brott. Yf- irmaður nefndarinnar, Svíinn Pierre Schori, var rekinn frá Zimbabwe á laugardag. Ákvörðun ESB kom sama dag og stuðningsmenn Mugabe gengu ber- serksgang í miðborg Harare. Grýttu þeir aðalstöðvar helsta stjórnarand- stöðuflokksins og hrópuðu ókvæðis- orð að leiðtogum hans. Er stjórnar- andstæðingar yfirgáfu höfuðstöðvar sínar handtók lögreglan þá og barði auk þess nokkra vegfarendur á staðnum með kylfum sínum. Talið að Tsvangirai geti fellt Mugabe Stjórn Mugabe hefur með ýmsum hætti þrengt að tjáningarfrelsi stjórnarandstæðinga en talið er að forsetaefni þeirra, Morgan Tsvang- irai, geti fellt Mugabe. Meðal annars hefur Mugabe krafist þess að í eft- irlitsnefndinni verði ekki fólk frá Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Sví- þjóð, Finnlandi eða Danmörku og fullyrðir að þessar þjóðir styðji Tsvangirai. Mugabe hefur verið for- seti í 22 ár og efnahagur landsins er á heljarþröm, atvinnuleysi yfir 50% og spáð hungursneyð á næstu árum. Refsiað- gerðir gegn Mugabe Brussel, Harare. AFP. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fundaði í gærkvöldi með yf- irmönnum ísraelska hersins en á dagskrá var að ræða hvernig bregð- ast ætti við ítrekuðum sjálfsmorðs- árásum palestínskra öfgamanna gegn ísraelskum borgurum. Mikill þrýstingur er nú á Sharon heima fyr- ir en dagblöð í Ísrael gagnrýndu for- sætisráðherrann í gær fyrir úrræða- leysi og sögðu að honum hefði ekki tekist að standa við gefin loforð um að beita Palestínumenn hörðu til að tryggja öryggi ísraelskra borgara. Bárust af því fréttir seint í gær- kvöld að Ísraelar hefðu hafið loft- árásir á skotmörk á Gazasvæðinu og á Vesturbakkanum. Fyrr í gær hafði Shimon Peres, ut- anríkisráðherra Ísraels, látið hafa eftir sér að Evrópumenn yrðu að fylkja liði með Bandaríkjunum í bar- áttunni gegn hryðjuverkum og að þeir þyrftu að varast að taka afstöðu í deilu Ísraela og Palestínumanna. „Ég bið vini mína í Evrópulönd- unum að vera ekki hlynntir Ísraelum annars vegar eða Palestínumönnum hins vegar, heldur að vera hlynntir friði,“ sagði Peres. Bætti hann því við að það myndi hafa slæm áhrif á friðarumleitanir í Mið-Austurlönd- um ef Evrópumenn og Bandaríkin væru á öndverðum meiði í afstöðu til þess hvernig stuðla skyldi að sáttum. Sex féllu í gær Peres átti á sunnudag leynifund með Ahmed Qorei, forseta heima- stjórnarþings Palestínumanna, en ekki var ljóst hvort nokkur árangur hefði náðst á fundinum. Áfram var róstusamt á heima- stjórnarsvæðum Palestínumanna í gær og létust þrír Palestínumenn og fjórir Ísraelar í skærum. Fórust þrír Ísraelsmenn í sjálfsmorðsárás pal- estínsks liðsmanns Al Aqsa-hreyf- ingarinnar í Gaza og fjórir særðust. Fyrr um daginn hafði ísraelska lög- reglan stöðvað bifreið á þjóðveginum til Jerúsalem og sprengdi palest- ínskur ökumaður hennar sig í loft upp í kjölfarið. Lést ísraelskur lög- reglumaður í sprengingunni. Loks var palestínskur byssumað- ur skotinn til bana seint í gær í ísr- aelska landnámsbænum Morag, sunnarlega á Gaza-svæðinu, eftir að hann hafði sýnt tilburði til að gera árás á íbúa bæjarins. Sharon gagnrýndur fyrir úrræðaleysi Jerúsalem. AFP, AP. SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, kenndi í gær Vesturveldunum um þau blóðugu átök sem geisuðu á Balkanskaganum á síðasta áratug síðustu aldar. Sagði hann að leiðtogar þeirra hefðu kynt undir spennu í samskiptum þjóðar- brotanna í fyrrum Júgóslavíu í því skyni að seilast til áhrifa í þessum hluta Evrópu. Milosevic lauk þriggja daga langri upphafsræðu sinni í gær en réttar- höld hófust yfir honum vegna ásak- ana um stríðsglæpi fyrir stríðs- glæpadómstólnum í Haag í Hollandi í síðustu viku. Lýsti Milosevic sjálfum sér sem ötulum liðsmanni friðar og hann neitaði algerlega að bera nokkra ábyrgð á fjöldamorðunum í Srebre- nica í Bosníu 1995. Vitnaleiðslur hófust að lokinni varnarræðu Milosevics og kölluðu saksóknarar fyrst fyrir Kosovo-Alb- anann Mehmet Bakali, sem áður var leiðtogi Kommúnistaflokksins í Kos- ovo. Sakaði Bakali Milosevic um að hafa innleitt „aðskilnaðarstefnu“ í Kosovo og fullyrti að forsetinn hefði haft vitneskju um glæpi sem örygg- issveitir Serba frömdu gegn Albön- um í Kosovo. Á sama tíma sagði Wolfgang Pet- ritsch, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Bosníu-Hersegóvínu, að það væri „skammarlegt“ að þeir Radovan Karadzic og Ratko Mladic, sem eftirlýstir eru fyrir stríðsglæpi í Bosníustríðinu 1992–1995, skyldu enn ganga lausir. Hvatti hann til þess að þeir yrðu handsamaðir og færðir þegar til Haag. Sakaður um aðskiln- aðarstefnu í Kosovo Haag, Brussel. AFP. Vitnaleiðslur hafnar í réttarhöldum yfir Slobodan Milosevic

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.