Morgunblaðið - 19.02.2002, Síða 12
Vistvænt heimilishald kynnt í áhaldahúsinu í gærkvöldi
FJÖLSKYLDUM í Garðabæ gefst
nú kostur á að taka upp umhverf-
isvænni heimilishætti en áður þar
sem Garðabær gerðist nýlega aðili
að verkefninu „Vistvernd í verki“
sem er á vegum Landverndar.
Verkefnið var kynnt á fundi í
Áhaldahúsi Garðabæjar í gær.
„Við erum að fá fjölskyldur í
Garðabæ til þess að taka upp vist-
vænna heimilishald sem vonandi
leiðir til þess að sorp heimilanna
minnki svo eitthvað sé nefnt,“ segir
Sigurður Hafliðason, sem stjórnar
verkefninu í Garðabæ. „Garðabær
er tíunda sveitarfélagið sem tekur
þátt í verkefninu og við vonumst
auðvitað til að Garðbæingar taki vel
í þetta.“
Verkefnið gengur út á að þátt-
tökufjölskyldur gera breytingar á
heimilishaldi sínu sem að sögn Sig-
urðar taka sérstaklega til fimm
þátta. Fjölskyldurnar eru hvattar
til að flokka sorp meira en áður,
minnka rafmagns- og vatnsnotkun
með einföldum aðgerðum, huga að
samgöngumáta með sparnað á elds-
neyti í huga og haga innkaupum á
sem umhverfisvænstan hátt. „Auk
þess veldur þetta því að fólkið er
meðvitaðra um hvað er hægt að
gera betur,“ segir Sigurður. „Lítil
skref til að byrja með sem verða
kannski að einhverju stóru seinna
meir.“
Neysla skoðuð í byrjun
og lok verkefnisins
Í lok verkefnisins er árangurinn
skoðaður hjá þeim fjölskyldum sem
taka þátt. Í upphafi, áður en heim-
ilisvenjum er breytt, athuga fjöl-
skyldurnar hvernig heimilishald
þeirra kemur út á einni viku varð-
andi þá fimm flokka sem áhersla er
lögð á í verkefninu. Meðal annars
Lítil skref sem verða
að einhverju stóru
Morgunblaðið/Ásdís
Umhverfisvænt heimilishald var kynnt á fundi í áhaldahúsi bæjarins.
er sorpið vigtað, lesið er á raf-
magns- og hitamæla og notkunin
könnuð, farið er yfir bensíneyðslu
og innkaup. Síðan innleiða fjöl-
skyldurnar breytingar á heimilis-
haldinu og í lok tímabilsins, eftir 8–
10, vikur er þetta endurtekið og
niðurstöður bornar saman við byrj-
un tímabilsins.
Sigurður segir fimm til átta fjöl-
skyldur mynda hóp sem hittist
vikulega á því tímabili sem verk-
efnið stendur yfir. Hópurinn og
fjölskyldurnar njóta síðan leiðsagn-
ar leiðbeinanda. „Leiðbeinandinn
er með hópnum þegar hann kemur
fyrst saman og þegar hann hættir
en annars er hann í símasambandi
við fjölskyldurnar. Hann er eins
konar stuðningsaðili þar sem hug-
myndin er að hópurinn sé eins sjálf-
stæður og mögulegt er. Fjölskyld-
urnar hittist heima hjá hver
annarri og fara í gegn um þetta
saman. Þannig kemur stuðningur
frá hópnum auk þess sem það koma
fram hugmyndir um hvar hægt er
að spara.“
„Svolítið eins og trúboðastarf“
Verkefninu er fyrst og fremst
beint að fólki sem hefur áhuga á að
taka þátt í því. „Þetta er svolítið
eins og trúboðastarf,“ segir Sigurð-
ur og hlær. „Við erum ekki að
neyða neinn í þetta heldur spinnst
þetta vonandi hægt og rólega í
kringum þær fjölskyldur sem byrja
þannig að fleiri og fleiri verði með.“
Þær fjölskyldur sem taka þátt fá
kynningarefni þar sem farið er í
gegnum hverju má áorka með um-
hverfisvænu heimilishaldi, hvernig
menn setja sér raunhæf markmið,
hvernig flokkun á sorpi fer fram og
svo mætti lengi telja. Sigurður seg-
ir að þegar hafi fjórar fjölskyldur
skráð sig til þátttöku í verkefninu
fyrir kynningarfundinn í gærkvöldi
en áhugasamar fjölskyldur geta
snúið sér til bæjarskrifstofa Garða-
bæjar.
Garðabær
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
REKTOR Menntaskólans í Reykja-
vík segir fyrsta skrefið hafa verið
tekið í átt að framkvæmdum við upp-
byggingu skólahúsnæðisins með um-
mælum borgarstjóra um að borgin
hygðist taka þátt í kostnaði við upp-
bygginguna. Rektor segir ekkert
standa í vegi fyrir því að hefja fram-
kvæmdir um leið og fjármagn berst.
Á fundi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð í síðustu viku sagði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri að hún væri tilbúin að beita sér
fyrir því að borgin legði fram fé til
endurbóta á Menntaskólanum í
Reykjavík.
Yngi Pétursson, rektor MR, fagn-
ar þessum ummælum borgarstjóra.
„Þetta er í rauninni fyrsta skrefið.
Það hefur staðið á því að finna
grundvöll fyrir samningum milli rík-
is og Reykjavíkurborgar um að
borgin kæmi að þessum bygginga-
framkvæmdum skólans. Afstaða rík-
isins hefur verið sú að það verði ekki
farið í framkvæmdir fyrr en Reykja-
víkurborg kæmi að þessu þannig að
þetta er í rauninni fyrsti vísirinn að
því.“
Ný aðalbygging skólans
Hann segir að endurbæturnar fel-
ist í almennri uppbyggingu á skóla-
reitnum. „Það fór fram hugmynda-
samkeppni um nýtingu á reitnum
vorið 1995 og þar unnu þau Helgi
Hjálmarsson og Lena Helgadóttir
fyrstu verðlaun. Það er unnið út frá
þeirra hugmyndum og nú er vinna
við deiliskipulag fyrir þennan reit í
fullum gangi.“
Meðal þess sem tillögurnar gera
ráð fyrir er að gamla hús KFUM og
K víki og í staðinn rísi upp ný að-
albygging skólans. „Þegar Davíð S.
Jónsson gaf okkur Þingholtsstræti
18 var farið í framkvæmdir við þetta
nýja raungreinahús sem nú er risið
en síðan voru allar framkvæmdir
stoppaðar,“ segir Yngvi. „En um leið
og samkomulagið er komið milli
Reykjavíkurborgar og ríkisins og
fjármagnið berst þá held ég að það
standi ekkert í vegi fyrir því að hefj-
ast handa á ný.“
Borgarstjóri lýsir yfir vilja til að borgin
taki þátt í kostnaði við uppbyggingu MR
Framkvæmdir hefjist um
leið og fjármagn berst
Morgunblaðið/Ásdís
Nú hillir undir að hægt verði að hefja uppbyggingu við Menntaskólann í
Reykjavík þar sem borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til þess að borgin
taki þátt í kostnaði við framkvæmdirnar.
Miðborg