Morgunblaðið - 19.02.2002, Síða 15
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 15
Dæmi um
hvað vítamín
og steinefni
gera fyrir þig
SÚ nýbreytni var tekin upp í
Hvammstangasókn, að einungis
karlar sungu og þjónuðu við al-
menna guðsþjónustu fyrsta sunnu-
dag í þorra. Karlakór, samsettur
úr söngmönnum úr kirkjukórnum
með aðstoð dyggra félaga söng
undir stjórn Helga S. Ólafssonar
organista. Lesarar og hringjari
voru karlar úr kirkjustarfinu og
sr. Sigurður Grétar Sigurðsson
þjónaði fyrir altari. Mæltist þetta
vel fyrir hjá kirkjugestum.
Í upphafi góu mun kvennakór
annast söng við messu, ásamt
kvenlesurum. Karlmenn munu
hinsvegar annast stjórnun kórs og
þjónustu fyrir altari. Óvíst er enn
um kyn hringjarans.
Kórfélagar ásamt stjórnanda, presti, lesurum og hringjara í kór Hvammstangakirkju.
Karlamessa
á þorra
Hvammstangi
ÞEGAR kleinugerð er
framundan hafa mynd-
arlegar húsmæður mik-
ið við og að þessu sinni
voru tengdamæðgur á
Þórshöfn saman við
baksturinn en tengda-
móðirin var komin úr
öðrum hreppi um lang-
an veg til að hafa yfir-
umsjón með kleinugerð-
inni.
Þeim brá illa í brún
þegar þær losuðu úr hveitipoka í
hveitibaukinn og ætluðu að vigta í
kleinudeigið því úr pokanum kom
einnig hvít lirfa, tæplega tveggja
sentimetra löng.
Skorkvikindi eru
ekki velkomin hjá
sómakærum hús-
mæðrum og hveitipok-
inn fór beint í ruslið;
Kornax-hveiti sem
keypt var í stórmark-
aði á Akureyri. Næsti
poki reyndist í lagi en
hver hveitibolli var
vandlega sigtaður svo
öruggt væri að engin
boðflenna kæmist í
kleinurnar.
Þrátt fyrir byrjun-
arerfiðleikana urðu kleinurnar sér-
lega ljúffengar og mjúkar en þær
eru eggjalausar og uppskriftina þró-
aði tengdamóðirin vegna barnabarns
síns sem hefur ofnæmi fyrir eggjum.
Boðflenna í hveitinu
Þórshöfn
Óvelkominn gestur
var í hveitinu.
KEILA bættist við fjölbreytta
íþróttaflóru Akurnesinga í lok sl. árs
þegar tekinn var í notkun keilusalur
sem Keilufélag Akraness hafði stað-
ið í ströngu við að koma í lag allt sl.
ár.
Keyptar voru þrjár brautir sem
áður voru í Reykjanesbæ og var
þeim komið fyrir í kjallara íþrótta-
hússins við Vesturgötu og gerður
var rekstrarsamningur við Akra-
nesbæ til ársins 2005 og mun Keilu-
félagið sjá um daglegan rekstur
staðarins.
Að sögn Guðmundar Sigurðsson-
ar, formanns félagsins, hefur að-
sóknin að keilusalnum verið framar
vonum og mikil gróska í starfinu.
Áhugi eldri borgara hefur vaknað á
greininni sem og hjá yngri kynslóð-
inni og hafa nú þegar einhverjir titl-
ar unnist hjá yngri spilurum.
Opið er alla daga í keilusalnum
sem enn hefur ekki hlotið formlegt
nafn og er hægt að komast í keilu frá
miðjum degi og fram undir miðnætti
virka daga sem um helgar.
Að sögn Guðmundar er greinilegt
að Akurnesingar sýna keilunni mik-
inn áhuga en keppnislið félagsins hóf
keppni árið 1997 og hefur unnnið sig
upp um deild á hverju ári og leikur
nú í efstu deild. Guðmundur sagði þó
að liðið reri lífróður þessa dagana við
að halda sæti sínu á meðal þeirra
bestu.
Keilusalurinn er í aðstöðu þeirri
sem Leikfélag Akraness hafði áður
til afnota og er svæðið um 500 fer-
metrar að stærð. Auk keilubraut-
anna er knattborð í nýju aðstöðunni
og boðið er uppá veitingar af ýmsum
toga. Guðmundur sagði að Keilu-
félagið ætlaði sér að fara hægt í sak-
irnar með fleiri breytingar enda væri
nóg um að vera í húsinu eins og væri.
Keilu vel tekið í knattspyrnubænum
Akranes
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Halldór Sigurðsson, leikmaður Keilufélags Akraness, reynir að ná fellu
í deildarleik með félaginu og tókst honum ætlunarverkið.