Morgunblaðið - 19.02.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.02.2002, Qupperneq 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 17 HAGNAÐUR Búnaðarbanka Ís- lands hf. var 1.062 milljónir króna á síðasta ári, en var 202 milljónir króna árið áður. Fyrir skatta var hagnaðurinn 1.001 milljón króna, en 215 milljónir króna ári fyrr. Vaxtamunur bankans, sem er hlutfall hreinna vaxtatekna af meðalstöðu heildarfjármagns, hækkaði úr 3,23% í 3,48%. Í frétta- tilkynningu frá bankanum segir að þetta megi alfarið skýra með auknum vaxtatekjum vegna verð- bólguskots á árinu, en bankinn á verðtryggðar eignir umfram verð- tryggðar skuldir. Undir liðinn aðrar rekstrar- tekjur í meðfylgjandi töflu fellur gengishagnaður og gengistap af fjármálastarfsemi. Gengistap bankans af veltuskuldabréfum lækkaði úr 437 milljónum króna árið 2000 í 2 milljónir króna í fyrra. Gengistap af veltuhlutabréf- um lækkaði um svipaða fjárhæð, fór úr 977 milljónum króna í 549 milljónir króna. Árið 2000 var gengishagnaður af gjaldeyrisvið- skiptum að fjárhæð 295 milljónir króna, en í fyrra var 115 milljóna króna gengistap af þessum við- skiptum. Samanlagt minnkaði gengistap bankans um 452 millj- ónir króna, fór úr 1.119 milljónum króna í 667 milljónir króna. Önnur rekstrargjöld hækka um 22% á milli ára og nema 5.522 milljónum króna í fyrra og er um helmingur aukningarinnar vegna launa og launatengdra gjalda. Dótturfélög sem komu inn í rekst- urinn á síðasta ári skýra 450 millj- ónir króna af aukningunni milli ára og sé tekið tillit til þeirra er aukningin 12%. Kostnaðarhlutfall Búnaðarbank- ans, reiknað sem hlutfallið milli annarra rekstrargjalda og hreinna rekstrartekna, lækkaði úr 84,2% í 70,8% á milli ára. Sem hlutfall af meðalstöðu efnahagsreiknings lækkuðu rekstrargjöldin einnig, voru 3,45% árið 2000 en 3,20% í fyrra. Lagðar voru 1.276 milljónir króna á afskriftareikning, sem er 0,82% af útlánum í árslok. Bókuð endanlega töpuð útlán á árinu voru 349 milljónir króna, en bankinn á 3.420 milljónir króna í sjóði til að mæta mögulegum útlánatöpum. Þetta svarar til 1,98% af útlánum og veittum ábyrgðum. Mikill vöxtur Búnaðarbankinn hefur vaxið mikið á árinu, bæði vegna innri vaxtar og ytri vaxtar með samein- ingu við eignaleigufélagið Lýsingu og fjárfestingarfélagið Gildingu. Samruni Búnaðarbankans og Gild- ingar ehf. var samþykktur á hlut- hafafundum beggja félaga sem haldnir voru síðastliðinn laugar- dag. Gilding verður algerlega sam- einuð Búnaðarbankanum með yf- irtöku eigna og skulda. Efnahagsreikningur samstæðu Búnaðarbankans stækkaði um 55 milljarða króna, eða 38%, á árinu og er nú 200 milljarðar króna. Útlán bankans jukust um 46 milljarða króna og námu 156 millj- örðum króna í árslok. Stærstan hluta aukningarinnar má rekja annars vegar til sameiningar Bún- aðarbanka og Lýsingar og hins vegar til gengisfalls krónunnar, beint eða óbeint vegna aukinnar verðbólgu í kjölfarið, að því er fram kemur í frétt frá bankanum. Hlutafé hefur aukist með sam- einingunni við Lýsingu og Gild- ingu og er nú rúmir 5,4 milljarðar króna. Þessi stækkun bankans hef- ur orðið til þess að Búnaðarbank- inn er nú annar stærsti banki landsins að markaðsverði, en mið- að við lokagengi á Verðbréfaþingi í gær var markaðsverð Íslands- banka 44,3 milljarðar króna, Bún- aðarbankans 25,7 milljarðar króna og Landsbankans 23,3 milljarðar króna. „Við erum þokkalega ánægðir með afkomuna, sérstaklega miðað við hvernig þróunin var fram eftir ári,“ segir Árni Tómasson, banka- stjóri Búnaðarbankans. „Við náum að skila raunarðsemi upp á rúm 11% og finnst það ásættanlegt, en hugur okkar stefnir til að gera betur á þessu ári,“ bætir hann við. Samkvæmt áætlunum bankans er ætlunin að hagnaðurinn verði rúm- ir þrír milljarðar króna fyrir skatta og arðsemin liggi á bilinu 15%–20%, en áhersla er lögð á að þessi áætlun sé afar háð sveiflum á verðbréfamörkuðum. Spurður um vöxt bankans og aukið markaðsvirði segist Árni telja að aðstæður fyrir bankann á markaði séu gjörbreyttar og bank- inn hafi svigrúm og efnahagslegan styrk til frekari vaxtar og stefnt sé að hóflegum vexti. „Við höfum náð að eflast mjög verulega á skömm- um tíma og það stefnir í mjög góða afkomu hjá okkur á þessu ári. Auk þess erum við með möguleika til að grípa áhugaverð tækifæri sem eru að skapast á markaðnum,“ segir Árni. Gert ráð fyrir 400 milljóna króna hagnaði Lýsingar á árinu Eignaleigufyrirtækið Lýsing hf. er dótturfélag Búnaðarbankans, en þar til seint á síðasta ári átti bankinn 40% í forvera félagsins, sem hét sama nafni og hafði með höndum sömu starfsemi. Þeir sem seldu Búnaðarbankanum félagið voru Landsbanki Íslands hf., sem átti 40%, Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf., sem áttu 10%, og Vá- tryggingafélag Íslands hf., sem átti 10%. Lýsing skilaði ársuppgjöri sínu í gær, en þar sem félagið var stofn- að 1. október 2001 eiga afkomutöl- urnar aðeins við um þrjá síðustu mánuði ársins. Hagnaður Lýsingar þessa þrjá mánuði nam 50 millj- ónum króna, en fyrir skatta var hagnaður félagsins 67 milljónir króna. Heildareignir Lýsingar voru tæpir 20 milljarðar króna um síð- ustu áramót og eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum var 12,25%, en það má lægst vera 8%. Áætlanir gera ráð fyrir að hagn- aður Lýsingar á þessu ári verði 400 milljónir króna fyrir skatta. Hagnaður Búnaðarbank- ans 1.062 milljónir króna Markaðsvirði bankans orðið hærra en mark- aðsvirði Lands- bankans &     '       (.  (.   #$         /     0    1     &       &  ' %     234%  234%0$  '  ! 5678      &  0 $ '(-%' +--%#  +*($ ##'' +',%  %+   "%$ +*%%'- +'&#&   $(%& ---* +(.#/ +'.(/ ,&# * *+ %  * % *+   #   * *  *+ *                            ! "  ! "  ! "        $++' $++'           BÍLANAUST hf. hefur keypt bif- reiðavarahlutadeild Bræðranna Ormsson ehf. og tekið við umboði þýska vörumerkisins BOSCH á Ís- landi, sem Bræðurnir Ormsson höfðu haft í átta áratugi. Sérstök BOSCH-deild hefur verið stofnuð innan Bílanausts með fimm starfs- mönnum. Fjórir þeirra störfuðu áður hjá Bræðrunum Ormsson og búa yfir mikilli reynslu og þekk- ingu á BOSCH-vörum. Þá hefur Bílanaust tekið við FÖRCH-umboðinu, sem þekktast er á Íslandi fyrir efnavöru, og danska merkinu TRIDON, sem framleiðir varahluti í bifreiðar, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Bræðurnir Ormsson hafa ákveð- ið að hætta sölu varahluta í bif- reiðar og þjónustu sem tengist bíl- um og skipum. Aðaláhersla fyrirtækisins í véla- og vara- hlutadeild verður í framtíðinni á tæki, snjósleða og hjólbarða. Bílanaust tekur við BOSCH- umboðinu EKKERT verður af samruna sjávar- útvegsrisanna Fishery Products Int- ernational (FPI) á Nýfundnalandi og Clearwater Fine Foods í Nova Scotia. Clearwater ákvað að draga sig út úr samrunaviðræðum eftir að stjórnvöld í Nýfundnalandi hófu afskipti að starfsemi FPI vegna fyrirhugaðra uppsagna 580 starfsmanna. Fyrir nærri einu ári gerði John Risley, forstjóri Clearwater, hallar- byltingu í FPI, m.a. með stuðningi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sem nú á um 15% hlutfjár í FPI, og skipaði nýja stjórn og varð sjálfur for- maður stjórnar. Í kjölfarið, eða í sept- ember sl., var tilkynnt um samruna- ráætlun fyrirtækjanna tveggja. Ennfremur var ítrekað haft eftir Ris- ley að engum starfsmanni FPI yrði sagt upp störfum vegna þessa. Þegar FPI tilkynnti hinsvegar í síðasta mánuði um uppsagnir um 580 manns, eða um helmings starfsmanna í þrem- ur verksmiðjum á Nýfundnalandi, mætti það hörðum viðbrögðum stjórnvalda og verkalýðsfélaga á svæðinu. Stjórnendur FPI sögðu nauðsynlegt að grípa til þessara að- gerða til að nútímavæða í starfsem- inni og hagræða í rekstri. Stjórnvöld hótuðu engu að síður að setja lög sem hefðu gert fyrirhugaðan samruna nánast ómögulegan. FPI starfar eftir sérstökum lögum sem banna að ein- stakir hluthafar geti átt meira en 15% atkvæðisbæran hlut í félaginu en stjórnvöld hugðust takmarka eignar- hlut við 15%, gefa stjórvöldum heim- ild til að koma í veg fyrir uppsagnir og tryggja stjórnvöldum sæti í stjórn fé- lagsins. Fyrirhugaður samruni hefði tryggt Risley 60% hlut í FPI en þó ekki yfir 15% atkvæðisbæran hlut. Í tilkynningu frá FPI segir að fé- laginu hafi borið skylda til að verja sig gegn hótunum um slíkar lagabreyt- ingar. Frá því að stjórnvöld hófu af- skipti af málinu í janúar hafa hluta- bréf í FPI lækkað í verði um 25% í kauphöllinni í Toronto. John Risley hefur látið af stjórnarformennsku í FPI en situr áfram í stjórn. Haft er eftir Derrick Rowe, forstjóra FPI, að hið pólítíska moldviðri sem varð eftir að tilkynnt var um uppsagnirnar, hafi ekki verið rétta umhverfið fyrir sam- runann. Ekkert verður af samruna FPI og Clearwater

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.