Morgunblaðið - 19.02.2002, Page 27

Morgunblaðið - 19.02.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 27 kjöri. „Margir eru í þannig aðstöðu eins og t.d. fjölmiðlamenn, að mega ekki hafa skoðanir á neinu og því gæti verið erfitt fyrir þá að taka þátt í prófkjöri. Þeir væru hins veg- ar frekar til í að vera með ef þeim væri stillt upp í öruggt sæti á lista.“ Viðmælendur Morgunblaðsins vildu þó þar með ekki afskrifa próf- kjörsleiðina. „Prófkjör eru ekki að syngja sitt síðasta. Stundum eiga þau við og stundum ekki. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni,“ sagði einn viðmælandi Morgunblaðsins sem benti þó jafnframt á að ákveð- inna tregðulögmála gætti í próf- kjörum vegna þess að erfitt væri fyrir nýtt fólk að ryðja því eldra úr vegi. Þar væru þó svo sannarlega undantekningar eins og dæmið um Júlíus Vífil Ingvarsson, borgarfull- trúa sjálfstæðismanna, gefur til kynna, en hann fékk kosningu í öruggt sæti í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Fjölmiðlar miskunnarlausir? Margir viðmælendur Morgun- blaðsins nefndu einnig nærgöngulli fjölmiðla sem ástæðu þess að færri gæfu kost á sér á vettvangi stjórn- málanna. „Fjölmiðlar eru á margan hátt nærgöngulli en áður, miskunn- arlausari. Áður voru að vísu harðar og óvægnar blaðadeilur, þar sem menn réðust hart á andstæðingana en studdu samherjana. Nú verða menn hins vegar að búa við að fimm eða sex fréttastofur og ritstjórnir vaki yfir öllum þeirra verkum, á öll- um tímum sólarhringsins, alla daga ársins. Menn njóta ekki sömu frið- helgi eða skjóls eins og áður var hjá ríkisfjölmiðlum og flokksblöðum. Þetta gerir starfsumhverfi stjórn- málamannsins erfiðara og hefur meiri áhrif á persónulegt líf hans, fjölskyldu og svo framvegis,“ segir einn viðmælandi Morgunblaðsins. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, tekur undir þetta. Hann segir að leiða megi líkur að því að „harðari“ fjölmiðlaumræða um persónurnar á bak við stjórn- málamennina og jafnvel fjölskyldur þeirra geti latt fólk til þátttöku í stjórnmálum. „Sumum er þetta þvert um geð en aðrir þola þetta betur,“ segir hann. Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylking- arinnar, segir að þátttaka í stjórn- málum eigi ekki endilega að vera ævistarf heldur væri betra að fá fólk; atgervisfólk úr hinum ýmsum stéttum og þáttum þjóðlífsins inn á vettvang stjórnmálanna um hríð, þar sem það gæti lagt sitt af mörk- um, en síðan myndi það hverfa til sinna fyrri eða annarra starfa. „Mér hefur hins vegar fundist eins og fólk veigri sér við að fara út á vettvang stjórnmálanna vegna þess að þar er svo mikill slagur. Og svo er fólk hrætt um að brenna inni í þessum heimi.“ Stefán Jón bendir einnig á að margt í þjóðfélaginu hafi breyst á síðustu tuttugu árum eða svo sem geri stjórnmál ekki eins spennandi vettvang og áður. „Nú stendur hæfileikaríku fólki svo margt til boða hvort sem er í atvinnulífinu í félagslífinu eða á öðrum sviðum,“ segir hann. Hæfileikaríkt fólk gæti því fengið útrás fyrir metnað sinn á fleiri sviðum en á sviði stjórnmál- anna. Að síðustu er vert að benda á að einstaka viðmælendur Morgun- blaðsins voru á því að þótt þeir teldu að það væri erfiðara nú að fá fólk til að gefa kost á sér í sveitarstjórnir væri það ekki endilega þróun sem ekki yrði snúið við. „Þetta getur verið spurning um árganga. Það getur vel verið að það verði auðveldara að fá fólk til að taka þátt í næstu sveitarstjórnar- kosningum,“ segir einn viðmælandi Morgunblaðsins. Þá segist Halldór Jónsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, ekki frá því að stjórnmálaþátttaka tengist því hvernig árar í þjóðfélag- inu. Á meðan góðæri ríkti hefðu færri áhuga á stjórnmálum en þeg- ar harðnaði á dalnum ykist áhuginn jafnt og þétt. sé erfitt að fá fulltrúa í sveitar- stjórnir í landfræðilega stórum sveitarfélögum. Með sameiningu og þar með stækkun sveitarfélaganna taka sveitarstjórnarmál miklu meiri tíma en áður, segir hún, og tekur sem dæmi að mun meiri tími fari í ferðalög en áður. Undir þetta tekur Ragna Ívarsdóttir, varafor- maður kjördæmisráðs framsóknar- manna í Norðvesturkjördæmi. „Ég hef reiknað það út að laun mín fyrir nefndarstörf í sveitarfélaginu duga ekki fyrir kostnaðinum við að sækja nefndarfundi vegna þess að ég þarf að keyra svo langar vegalengdir vegna fundanna.“ Hún bætir því við að í launakjörum sveitarstjórnar- manna þyrfti að taka tilliti til bú- setu þeirra; t.d. þurfi að veita sum- um aksturspeninga vegna þess hve langt þeir búi frá fundarstað. „Fólk er ekki eins tilbúið og áður til að sinna stjórnmálum í sjálfboða- vinnu.“ Viðmælendur Morgunblaðsins eru þó ekki allir á því að erfiðara sé að fá fólk til að starfa að sveitar- stjórnarmálum. Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, er einn þeirra sem kveðst ekki hafa orðið var við að erfitt væri að kalla fólk til starfa ef eftir því væri leitað. „Ég hef ekki orðið var við að það væri vandamál að fá fólk til að starfa að sveitarstjórnarmálum. Margir gefa sig þvert á móti fram og eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum,“ segir hann. „Ástæðan er sú að fólk er orð- ið miklu áhugasamara um að hafa áhrif á sitt nánast umhverfi. Það lætur sig meira varða t.d. skipu- lagsmál, umhverfismál, skólamál og þessi mál sem eru í nánasta um- hverfi þess.“ Fæla prófkjörin frá? Viðmælendur Morgunblaðsins voru margir á hinn bóginn á því að prófkjörsbarátta gæti fælt marga frá því að gefa kost á sér til þátt- töku á vettvangi sveitar- stjórna. T.d. vegna þess að í prófkjöri þarf oft að heyja einvígi við félaga í sama flokki sem og vegna þess fjárhagslega kostnaðar sem próf- kjörsbarátta getur haft í för með sér. Einn viðmælenda Morgun- blaðsins sagði til að mynda að margir væru ekki spenntir fyrir því að fara í prófkjör vegna þess að þeir þyrftu kannski að eyða milljónum í auglýsingar og verða auk þess fyrir „miklu áreiti frá fjölmiðlum“. Annar viðmælandi Morgunblaðs- ins benti auk þess á að erfitt væri fyrir marga, t.d. opinberar persón- ur; s.s. embættismenn eða fjöl- miðlafólk, að taka þátt í prófkjöri upp á von og óvon um að þeir næðu nna skipi nverulegir eð ólíkan kírskotun sson, for- a sveitar- að sífellt il sveitar- segir að nn séu nú að sinna rnar, sem , á sama nna 100% Þá segir sýndu því u, jafnvel ur sinnti arfsmenn ráðum og eða borg- eim væri öðruvísi í klu meiri sinna og mandi er í Atvinnu- tarfsmað- og sinni u góð? mælendur að þessu tarstjórn- kjörinna i batnað í fsskyldur ðmælandi inn sami ði til þess vettvangi segir Vil- ið á störf í vers kon- rstjórnar- samræmi ið ekki sé “ hafi ver- ykjavíkur- viðhorfs- segir arfulltrúa að þúsund lltrúar fái að sitja í og ráðum. agreiðslur megi vera ð það hafi að hækka sem áður rstaklega á sér til n áður? velta lk til num . arna@mbl.is Meiri hætta á að einsleitur hópur atvinnu- stjórnmála- manna skipi framboðslista Teikning/Andrés ÞAÐ var engum öðrum tilað dreifa en ákærða,“sagði Sigríður Jósefsdótt-ir saksóknari í sóknar- ræðu sinni í máli ríkissaksóknara gegn manni sem er ákærður fyrir að hafa af gáleysi valdið dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann harkalega. Með þessum orðum vísaði hún til þess að krufningarskýrslu réttar- meinafræðings og álit allra þeirra lækna sem báru vitni í málinu, ber saman um að drengurinn hefði ekki getað sýnt eðlilega hegðun eftir að hafa hlotið þá áverka sem drógu hann til dauða að morgni 4. maí 2001. Hlyti drengurinn að hafa misst meðvitund nánast um leið og ákærði hafi verið búinn að hrista hann en eins og greint hefur verið frá lést drengurinn af völdum svo- nefnds „shaken-baby syndrome“. Enginn annar en maðurinn hefði getað veitt drengnum þessa áverka. Aðalmeðferð málsins lauk í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær og er dóms að vænta 1. mars nk. Ekki er deilt um að drengurinn var við góða heilsu þegar komið var með hann í daggæsluna að morgni 2. maí. Hafði hann reyndar verið óvær um nóttina og var lystarlítill um morguninn og vildi ekki sofna að loknum morgunverði. Sigríður benti á að fólkið hefði haft 21 barn í gæslu umræddan dag og að þau hjónin hafi hvort um sig verið fjarverandi í rúmlega eina til tvær klukkustundir yfir daginn. Varla hafi þau haft tíma til að sinna hverju og einu barni í mjög langan tíma og að líkindum hafi maðurinn ekki getað gefið sér langan tíma til að svæfa drenginn um morguninn. Bæði maðurinn og kona hans bera að drengurinn hafi verið vak- andi í hádeginu en eftir það fór kon- an í mæðraskoðun og var fjarver- andi í rúmlega klukkustund. Áður en konan kom heim, eða um það leyti, fór maðurinn með drenginn út í upphitaðan bílskúr og hugðist leggja hann til svefns í barnavagn. Sigríður sagði að gera mætti ráð fyrir því drengurinn hafi verið ófús til að sofna þá eins og um morg- uninn. Aðstæður hefðu síðan valdið því að maðurinn missti stjórn á skapi sínu og hristi hann harkalega. Benti hún á að það væri þekkt er- lendis að börn yrðu fyrir harkaleg- um hristingi við svipaðar aðstæður, þ.e. mikið álag á þeim sem gætti þeirra. Honum hefði átt að vera full- ljóst hversu hættulegt hafi verið að hrista drenginn og mátti renna í grun um þær alvarlegu afleiðingar sem af hlutust. Maðurinn hefði eng- ar réttlætanlegar ástæður fyrir verknaðinum. Þá hefði hann tekið verulega áhættu með því að hafa miklu fleiri börn í gæslu en hann hafði leyfi fyrir. Rólegur þegar hann hringdi Sigríður sagði að ákæruvaldið hefði í höndunum eins sterk lækn- isfræðileg sönnunargögn og frekast væri unnt. Engar aðrar skýringar væru á áverkunum en að drengur- inn hafi verið hristur harkalega og enginn annar en hinn ákærði hefði getað framkvæmt þann verknað. Með því hefði hann gerst sekur um stórfellt gáleysi. Taldi Sigríður að maðurinn hefði jafnvel haft hugboð um þann skaða sem hann olli drengnum. Tekið hafi verið eftir því hversu rólegur maðurinn var þegar hann hringdi á Neyðarlínu en kona hans hafi þá verið gersamlega mið- ur sín. Þá hafi hann hjá lögreglu ítrekað sagst hafa séð að drengur- inn „andaði“ þegar hann leit til með honum en Sigríður spurði hvort ekki væri eðlilegra að ganga úr skugga um að börnin væru sofandi. Þá hefði framburður hans verið reikull í nokkrum atriðum og hann hafi orðið uppvís að því að ljúga vís- vitandi að réttinum um fjölda barna í gæslu. Krafðist hún þess að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar og yrði refsingin óskilorðsbundin. Fordæmi í slíkum málum eru fá hér á landi og raunar gat Sigríður aðeins bent á eitt mál sem væri á einhvern hátt sambærilegt. Árið 1964 var maður dæmdur fyrir að ráða syni sínum bana en hann var síðan dæmdur fyrir manndráp af gáleysi en maðurinn játaði að hafa fyrir slysni slegið honum utan í hurð. Ekki hægt að dæma á líkum Svo vill til að verjandi mannsins árið 1964 var Örn Clausen hrl. sem einnig er verjandi mannsins sem ákærður er nú. Örn krafðist í gær sýknudóms yfir skjólstæðingi sín- um og sagði ákæruvaldið á engan hátt hafa sýnt fram á að maðurinn hefði valdið þessum áverkum eða skaðað drenginn á nokkurn hátt. Hvorki í krufningarskýrslu né í framburði lækna mætti sjá annað en „helstar líkur“ væru á því að harkalegur hristingur hefði dregið drenginn til dauða. Eingöngu væri byggt á kenningum og útilokað væri að dæma menn fyrir svo alvarleg mál á líkindum á sekt. Örn minnti aftur á grein eftir bandarískan lækni sem telur að einkennum „shaken-baby syndrome“ sé ruglað saman við c-vítamínskort. Hefði þetta atriði ekki fengið fullnægjandi rannsókn. Þessari skýringu hafði Þóra Stef- fenssen réttarmeinafræðingur al- farið hafnað við aðalmeðferð máls- ins í gær en hún framkvæmdi krufningu á drengnum. Það gerðu einnig þeir læknar sem tjáðu sig um málið. Þóra sagði að ekkert benti til c-vítamínsskorts hjá drengnum en allar rannsóknir bentu eindregið til þess að drengurinn hafi verið hrist- ur harkalega og þannig hlotið alvar- lega áverka á heila. Við c-vítamín- skort yrðu blæðingar við bein og tennur og engin ummerki fundust um slíkt. Áverkarnir leiddu til bólgu í heila sem varð til þess að verulega dró úr blóðflæði með tilheyrandi heila- skemmdum sem drógu drenginn til dauða. Við þetta hlyti drengurinn að hafa misst meðvitund. Hann hefði hvorki getað hjalað, grátið né borðað eftir að hafa orðið fyrir þeim. Slíkir áverkar kynnu hugsan- lega að hafa orðið við umferðarslys eða hefði barnið fallið meira en þrjá metra. Ekkert hefði komið fram sem bendir til slyss. Þóra minnti á að börn sem væru yngri en ársgömul væru í meiri hættu á að hljóta „shaken-baby syndrome“ en eldri börn. Höfuð þeirra og heili væru ekki jafnþrosk- uð. Heilinn væri vatnsmeir og mýkri og höfuðkúpan héldi ekki eins vel við hann. Því þyrfti minna til að aflaga heilann. Þá væri höf- uðið hlutfallslega þyngra hjá yngri börnum en hálsvöðvar að sama skapi veikari. Aðspurð hversu kraftmikill hristingurinn hefði þurft að vera til að valda áverkunum, sagði hún að það væri ekki vitað með vissu. Höfuðið þyrfti þó að sveiflast nokkrum sinnum fram og til baka. Frjálsleg framkvæmd á reglugerð Maðurinn og kona hans eru einn- ig ákærð fyrir að hafa mun fleiri börn í gæslu en þau höfðu leyfi fyrir á fyrri hluta árs 2001. Sveinn Andri Sveinsson hrl., verjandi konunnar, sagði að bæði hefðu þau viðurkennt að hafa haft of mörg börn í gæslu, 15–16 að jafnaði, en á því væru skýringar. Mikill skortur hefði ver- ið á dagvistun í Kópavogi á upp- byggingartíma í bæjarfélaginu og hefðu foreldrar og daggæslufulltrúi bæjarins beitt þau þrýstingi til að taka við fleiri börnum. Þá hefði komið í ljós að félagsmálayfirvöld hefðu farið ákaflega frjálslega með framkvæmd reglugerðar um dag- gæslu í heimahúsum. Reglurnar hefðu verið sveigðar til og t.d. hefði manninum verið veitt tímabundin heimild til að gæta níu barna en í reglugerð væri kveðið á um fimm börn að hámarki. Sveinn sagði að framburður Emilíu Ástu Júl- íussdóttur daggæslufulltrúa væri ekki trúverðugur og bæri dómnum að meta hann með hliðsjón af hags- munum hennar sjálfrar í huga. Sýnt hefði verið fram á að framburður hennar fyrir dómi var rangur varð- andi leyfi fyrir fjölda barna árið 2000. Í ljósi samskipta fólksins við Emilíu hefði ekki verið óeðlilegt af þeim að líta svo á að þau hefðu leyfi til að gæta fleiri barna en þau höfðu leyfi fyrir. Þá hefði eftirlitið ekki verið nægjanlegt og spurði Sveinn hvernig þessi mikli umframfjöldi hefði getað farið framhjá daggæslu- fulltrúanum. Sveinn sagði að ann- aðhvort væru ákæruatriðin röng, þ.e. börnin hefðu ekki verið of mörg, eða að félagsmálayfirvöld í Kópa- vogi hefðu ákveðið að horfa á þetta með „blinda auganu.“ Erfitt væri að refsa fyrir verknaðinn þar sem það væri alls ekki ljóst hvaða reglur hafi gilt í Kópavogi varðandi leyfilegan fjölda barna hjá dagmæðrum. Þessu hafnaði Sigíður Jósefsdótt- ir og sagði óhugsandi að líta svo á að þau hefðu haft leyfi fyrir 15-18 börnum. Leyfi fyrir fleiri börnum hefði verið gefið vegna sérstakra aðstæðna og það hefði fólkinu verið ljóst. Krafist er óskilorðsbundins fangelsis yfir manni sem sakaður er um að valda dauða barns. Enginn annar kemur til greina Morgunblaðið/Sverrir Mál ríkissaksóknara gegn ákærðum manni var dómtekið í Héraðs- dómi Reykjaness í gær og er dóms að vænta hinn 1. mars nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.