Morgunblaðið - 19.02.2002, Side 49

Morgunblaðið - 19.02.2002, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 49 Frá leikstjóra Enemy of the State og Crimson Tide. Íslandsvinurinn og töffarinn Brad Pitt sýnir magnaða takta í myndinni ásamt Óskarsverðlauna- hafanum, Robert Redford. Adrenalínhlaðin spenna út í gegn. Robert Readford Brad Pitt Ó.H.T Rás2 Það er ekki spurning hvernig þú spilar leikinn. Heldur hvernig leikurinn spilar með þig. tilnefningar til Óskarsverðlauna4 1/2 Kvikmyndir.is Frá leikstjóra Blue Streak Hasarstuð frá byrjun til enda Sýnd kl. 10. B.I. 14 ára. Vit 340 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 332 DV Rás 2 Sýnd kl. 3.40. Ísl. tal. Vit 320 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 12. Vit 341. Sýnd kl. 3.50, 5.55 og 8. Enskt tal. Vit 294 Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Vit 338 HK DV Byggt á sögu Stephen King Sýnd kl. 9. B.i. 12. Vit 339. 4 Sýnd kl. 7 og 9. B.i 16. Vit 339. 1/2 Kvikmyndir.is Frá leikstjóra Enemy of the State og Crimson Tide. Íslandsvinurinn og töff- arinn Brad Pitt sýnir magnaða takta í myndinni ásamt Óskarsverðlaunahaf- anum, Robert Redford. Adrenalínhlaðin spenna út í gegn. Robert Readford Brad Pitt Ó.H.T Rás2 Það er ekki spurning hvernig þú spilar leikinn. Heldur hvernig leikurinn spilar með þig. Sýnd kl. 6.40 og 9. B.i. 12 ára. Vit nr. 341. Sýnd kl. 7. Ísl. Vit 338. tilnefningar til Óskarsverðlauna HK DV 16. 02. 2002 12 5 0 9 2 8 5 7 2 1 3 21 27 28 37 33Einfaldur1. vinningur í næstu viku 13. 02. 2002 7 11 16 21 27 42 10 45 1. vinningur: Einn til Íslands, 2 til Danmerkur og 2 til Noregs. Hverfisgötu  551 9000 Spennutryllir ársins Dóttur hans er rænt! Hvað er til ráða? Spennutryllir ársins með Michael Douglas. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16. Drepfyndin mynd sem gerir miskunnarlaust grín af öllum uppáhalds unglingamyndunum þínum! Fílaðir þú „Scary Movie“...Hverjum er ekki skítsama! Fyndnasta mynd ársins og rúmlega það! Stórverslun á netinu www.skifan.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Stranglega bönnuð innan 16 ára.  DV Sýnd kl. 6.  Ó.H.T. Rás2 „Frábær og bráðskemleg“  DV  MBL  1/2 Radío-X  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14 ára. KYNNING Frábær viðbót í Bourjois litalínunni Við kynnum nýjan og betrumbættan farða fyrir allar húðgerðir og allan aldur Fluid Foundation • Compact powder • Stick Foundation • Concealer Kynning í dag, þriðjud., LYFJA LAUGAVEGI, miðvikudag LYFJA SMÁRATORGI, laugardag LYFJA LÁGMÚLA. Allar kynningar eru kl. 13-17. Gjöf fylgir kaupum. Skráning er í síma 565-9500 Síðustu hraðlestrarnámskeiðin.. Viltu margfalda afköst í námi? Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Síðustu hraðlestrarnámskeið vetrarins hefjast þriðjudaginn 5. mars og fimmtudaginn 7. mars. Skráðu þig strax. HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s ÍSLENDINGAR hafa löngum verið fljótir að tileinka sér nýjungar, ekki síst nýjungar á sviði tækni og af- þreyingar. Innreið DVD-mynd- diskana hefur þannig verið mjög hröð og kraftmikil og er nú svo komið að það þykir næstum orðið jafnsjálfsagt að eiga DVD-spilara og gamla „góða“ myndbandstækið. Kostirnir við þetta næsta skref í heimabíóvæðingunni – DVD-spilar- ann – eru líka fjölmargir framyfir myndbandstækið og má slá því föstu að þegar DVD-spilarar sem hægt er að taka upp efni á úr sjón- varpi hafa náð útbreiðslu sé upp- hafið að endalokum myndbands- tækisins hafið. Úrval DVD-mynddiska, til sölu og útleigu, er orðið dágott. Lengi vel allt erlent að uppruna og kvik- myndir í miklum meirihluta. Síðla síðasta árs urðu þau tímamót hins- vegar að fyrstu íslensku DVD- mynddiskarnir komu út sem nú eru orðnir 5 talsins. Þrír þeirra eru al- íslenskir; sá allrafyrsti sem kom út inniheldur upptökur frá sögulegum órafmögnuðum tónleikum sem Sálin hans Jóns míns hélt 12. ágúst 1999. Geisladiskur með upptöku frá sömu tónleikum hefur selst í þúsundum eintaka og er því klárlega á ferð mynddiskur sem beðið hefur verið eftir. Jón Gnarr sagði nördasögur af sjálfum sér fyrir fullu húsi í Iðnó og Loftkastalanum kvöld eftir kvöld ekki alls fyrir löngu og nú er komin út á mynddiski upptaka frá þessari geysivinsælu sýningu sem nefndist Ég var einu sinni nörd. Mynddiska- útgáfan á Íslenska draumnum var síðan þriðja alíslenska útgáfan und- ir lok síðasta árs en hún var þar með fyrsta íslenska kvikmyndin til að koma út á mynddiski. Vafalítið og vonandi verður framtak það til þess að hér eftir verði íslenskar kvikmyndir gefnar út á mynddiski samhliða venjubundinni mynd- bandaútgáfu. Síðan er viðeigandi að geta tveggja mynddiska sem komu út síðla síðasta árs með Björk. Annar inniheldur tónleikaupptöku frá tón- leikum sem hún hélt árið 1997 í Shepherds Bush Empire í Lund- únum og hinn mynddiskurinn heitir Björk: Volume og er safn mynd- banda sem hún lét gera við 14 laga sinna af plötunum Debut, Post og Homogenic. Safaríkar rúsínur Sú skemmtilega hefð hefur skap- ast með DVD-mynddiskaútgáfu að jafnan er boðið upp á væna og safa- ríka rúsínu í pylsuendanum, vand- lega valið viðbótarefni ýmist áður ófáanlegt eða sem hefur sérstak- lega verið framleitt fyrir útgáfuna. Í tilfelli kvikmynda er t.a.m. orðinn góður siður að láta fylgja með heimildarmynd um gerð viðkom- andi myndar, viðtöl við leikstjóra og leikara, áheyrnarprufur eru af- hjúpaðar, tæknibrellur útskýrðar og þar frameftir götunum. Útgefendur íslensku DVD-mynd- diskana eru greinilega alveg með á nótunum því allar 3 útgáfurnar innihalda ríflegan skammt af rús- ínum. Sálardiskurinn inniheldur auk 12. ágúst tónleikanna viðtöl við liðs- menn sveitarinnar vegna tón- leikanna og 3 lög frá órafmögn- uðum tónleikum sveitarinnar á Tónlistarhátíðinni í Reykjavík 2000. Mynddiskútgáfan á sýningunni Ég var einu sinni nörd er lengri en myndbandaútgáfan því hún inni- heldur atriði sem klippt höfðu verið út. Annað aukaefni á mynddisknum er nýr heimildarþáttur um sýn- inguna þar sem rætt er við þátttak- endur að tjaldabaki, sagt frá tilurð hennar, sýnt frá upphitun Péturs Jóhanns og álits leitað á Jóni Gnarr hjá Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni, stöðumælaverði og öðr- um nákomnum einstaklingum. Ann- að aukaefni er m.a. viðtal við Jón Gnarr í menningarþættinum Krist- al á Stöð 2 og talsettar útgáfur á innanhúsfótboltabrandaranum á færeysku, þýsku, frönsku og sænsku. Mynddiskútgáfan á Íslenska draumnum inniheldur 70 mínútur af áður óútgefnu efni sem ekki var í endanlegri útgáfu myndarinnar. Alls er um að ræða 35 atriði sem flest eru viðtöl við persónur mynd- arinnar, einkum Tóta og Valla um ýmis hugðarefni þeirra á borð við fótbolta og íslenskar konur. Þar að auki eru atriði með tengdapabba Tóta Óla Popp (Gísli Rúnar) sem klippt voru út úr lokaútgáfunni. Til viðbótar eru síðan leikaraprufur, sýnt frá æfingum og upptökum á myndinni. Aðalvalmynd nýja mynddisks- ins með Sálinni hans Jóns míns. Jón Gnarr kemur við sögu í tveimur af DVD-mynd- diskunum íslensku sem fáanlegir eru, leikur stórt hlutverk í Íslenska draumnum og er auðvitað allt í öllu í Ég var eitt sinn nörd. Íslensk DVD-mynddiskaútgáfa hafin Draumurinn, Sálin, nördinn og Björk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.