Morgunblaðið - 23.02.2002, Side 10

Morgunblaðið - 23.02.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÓUN tengsla Íslands og Evrópu kom einu sinni sem oftar til umræðu á Alþingi Íslendinga í vikunni. Nú er ekki sérstaklega í frásögur færandi að Evrópumál séu rædd á Alþingi, það gerist iðulega og stundum eru af því tíðindi og stundum ekki. Það er heldur ekkert nýtt að greina megi áherslumun milli stjórnarflokkanna þegar að þessum málaflokki kemur; það er eins konar samkomulag um að vera ósammála um praktíska stöðu EES-samningsins, en algert sam- komulag um að aðild að Evrópusam- bandinu sem slík sé ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. En hitt var tíðinda, að á þriðjudag voru þessi mál rædd utan dagskrár á Alþingi og bæði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra og Davíð Oddsson for- sætisráðherra tóku til máls. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og því var ekki laust við að nokkurrar spennu hafi gætt í þinghúsinu. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, var málshefjandi í umræðunni og hann var greinilega staðráðinn í að benda á vík milli vina þegar kæmi að Evrópumálum og stjórnarsamstarfinu. Benti Stein- grímur m.a. á kafla um Evrópusam- starf í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar og nýlega skýrslu utanríkisráðherra þar sem kostir EES-samningsins hafi verið tíund- aðir. Nú færðist á hinn bóginn í vöxt að utanríkisráðherra lýsi í ræðu og riti áhyggjum sínum af þessum sama samningi; láti jafnvel að því liggja að á allra næstu vikum verði farið fram á formlegar umræður um hvorki meira né minna en framtíð EES. „Hvað hefur eiginlega breyst?“ spurði formaður VG og benti auk- inheldur á ummæli forsætisráðherra í fjölmiðlum nýverið þar sem hann kannist ekki við að neitt sé að EES- samningnum og bæti því við að að- spurður hafi utanríkisráðherra ekki getað nefnt nein dæmi þar um, lengst hefði henn gengið með því að tala um að þörf geti verið á smávægi- legum prófarkalestri. Hafi menn í framhaldi af þessum orðum formanns VG átt von á op- inskáum skoðanaskiptum stjórn- arforingjanna, er ljóst að þeim hin- um sömu varð ekki að ósk sinni. Því fór nefnilega fjarri að tækist að efna til óvinafagnaðar af nokkru tagi. Ekki einasta sýndist ofan úr fjöl- miðlastúkunni sem einkar vel færi á með þeim Davíð og Halldóri þar sem þeir sátu saman hlið við hlið undir umræðunni, heldur var og áberandi hversu mjög þeir nálguðust sjón- armið hvor annars í ræðustól; annars vegar utanríkisráðherra með því að undirstrika að samningurinn um EES væri ekki í hættu, enda þótt hafa mætti áhyggjur af framþróun hans og undirstöðum, og forsætis- ráðherra með því að segjast styðja utanríkisráðherra í viðleitni sinni til þess að gera á samningnum nauð- synlegar lagfæringar. Það sem setti hins vegar nokkurt mark á utandagskrárumræðuna, var hið knappa form sem henni var skap- að, eða aðeins hálftími. Af þeim sök- um höfðu ræðumenn mjög stuttan tíma fyrir sitt mál og lentu þess vegna flestir ef ekki allir í tímahraki. Sérstök ósk hafði komið fram um lengdan ræðutíma, en ekki var orðið við þeirri beiðni af einhverjum ástæðum. Hefðu örugglega flestir, ef ekki allir, ræðumenn kosið rýmri tíma og t.d. tókst utanríkisráðherra ekki að gera grein fyrir svörum sín- um við öllum þeim spurningum sem til hans var beint í þeim knappa ræðutíma sem honum var skammt- aður. Varð hann því að hverfa úr ræðustól undir glymjandi bjöllu for- seta og geta þess að hann væri reiðubúinn til þess að ræða þessi mál með ítarlegri hætti við fyrsta tæki- færi á fundi með utanríkismálanefnd. Sá fundur átti sér raunar stað sl. fimmtudag og fer ekki frekari sögum af hér á þessum vettvangi, enda ut- anríkismálanefnd bundin sérstökum ákvæðum um trúnað. Á hinn bóginn er í lokin rétt að geta þess ræðu- manns sem átti hvað eftirminnileg- ustu orð umræðunnar, Sverris Her- mannssonar, formanns Frjálslynda flokksins: „Enn á ný tökum við til við að ræða stórmál þar sem flestum ræðumönnum gefst rúmur tími til þess að standa upp og setjast.“ Vék Sverrir sér því næst að for- seta Alþingis, Halldóri Blöndal, og spurði hvort ekki mætti fara bil beggja við umræður utan dagskrár þannig að mikilsmetin mál fengju meiri tíma og gæfist þá þingmönnum tækifæri til þess að „segja eitthvað af viti“.      Rúmur tími til þess að standa upp og setjast niður EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is VAKA, félag lýðræð- issinnaðra stúdenda við Háskóla Íslands, sigraði íStúdent- aráðskosningum Há- skóla Íslands með fjórum atkvæðum. Vaka hlaut samtals 1.617 atkvæði en Röskva, félag fé- lagshyggjufólks við HÍ, hlaut samtals 1.613 atkvæði. Úrslit kosninganna þýða að Vaka fær fimm menn kjörna í Stúdentaráð en Röskva fjóra, jafn- framt féll fimmti maður Röskvu frá því í fyrra út úr Stúd- entaráði en í stað hans kemur inn fimmti maður Vöku frá því í fyrra. Þar með sitja tíu stúdentaráðsliðar Vöku í SHÍ en átta stúdentaráðsl- iðar Röskvu. Röskva sigraði hins vegar Há- skólaráðskosningarnar með tíu at- kvæða mun. Röskva hlaut samtals 1.609 atkvæði í Háskólaráðskosn- ingunum en Vaka samtals 1.599 at- kvæði. Fær hvor fylkingin um sig einn mann kjörinn í Háskólaráð. Þeir fulltrúar sita jafnframt í Stúd- entaráði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var kjörsókn svip- uð og í fyrra eða í kringum 47%. Fyrsti sigurinn í 12 ár Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem Vaka vinnur Stúdentaráðskosning- arnar en hún vann síðast árið 1990. Árið á eftir tapaði hún kosning- unum með sex atkvæða mun. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, oddviti Vöku, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vera í skýj- unum yfir úrslitunum. „Þetta er langþráður sigur,“ segir hún. „Okkur var farið að gruna á síðustu dögum að þetta gæti farið svona en engu að síður er þetta ótrúlega gaman, sérstaklega í ljósi þess hve munurinn er lítill.“ Þorbjörg segir að þar sem svo litlu hafi munað hafi kjörstjórn fjórtalið atkvæðin og lágu úrslitin því ekki fyrir fyrr en rúmlega þrjú í fyrrinótt. „Þegar úrslitin voru til- kynnt á kosningavöku okkar var okkur fyrst sagt að Vaka hefði tap- að í Háskólaráðskosningunum með tíu atkvæðum. Síðan var okkur sagt að því miður hefð munurinn verið enn minni í Stúdentaráði. Við það heyrðist angistarstuna í salnum. En síðan kom á daginn að við hefðum unnið í Stúdentaráði með fjórum at- kvæðum.“ Að sögn Þorbjargar þýð- ir sigur Vöku það að Vaka fær for- mann Stúdentaráð og framkvæmdastjóra þess. Segir hún að Vaka muni taka við stjórn- artaumunum hinn 15. mars nk. Lýsandi fyrir ástand síðustu ára Þorvarður Tjörvi Ólason, for- maður Stúdentaráðs og oddviti Röskvu, segir um úrslit kosning- anna að þau séu náttúrlega mjög tæp. „Ég held að þau séu mjög lýs- andi fyrir það ástand sem hefur verið síðustu árin, þ.e. fylkingarnar hafa verið mjög svipaðar að stærð. Í fyrra vann Röskva með 57 at- kvæða mun en nú féll þetta á hinn veginn,“ segir hann. „Þetta hlaut að snúast við á endanum. Röskva hefur unnið kosningarnar til Stúd- entaráðs ellefu ár í röð og segir það sig sjálft að það verður alltaf erf- iðara og erfiðara að vinna aftur. En við hljótum að vera ánægð með að fylkingarnar eru jafnstórar; við vinnum Háskólaráð og Vaka Stúd- entaráð.“ Þorvarður Tjörvi segist að lokum óska Vöku til hamingju með sigurinn og óskar þeim sömu- leiðis góðs gengis í því að stýra Stúdentaráði næsta starfsár. Kosningar til Stúdentaráðs HÍ Vaka vann með fjögurra atkvæða mun Þorbjörg S. Gunn- laugsdóttir, oddviti Vöku. Þorvarður Tjörvi Ólason, oddviti Röskvu. ÞEGAR ráðgjöf er seld út í nafni einkahlutafélags færast tekjur vegna ráðgjafarinnar sem tekjur hjá félag- inu. Viðkomandi sérfræðingi ber síð- an að reikna sér launatekjur hjá fé- laginu og hefur embætti ríkisskattstjóra sett ákveðnar við- miðunarreglur hvað varðar lágmark launatekna sem sérfræðingum til dæmis ber að reikna sér, en þær eru á bilinu 375 upp í 500 þúsund krónur á mánuði. Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri sagði að ef aðili seldi út ráðgjöf og ynni hjá hlutafélagi sem væri selj- andinn færðist það sem tekjur hjá fé- laginu. Síðan hlyti viðkomandi að vera á launum hjá félaginu og eðli- legt væri að reikna með að þau laun sem hann fengi fyrir þá vinnu væru sá grunnur sem lægi til grundvallar kostnaðinum af útseldu vinnunni, þannig að þetta ætti að skila sér sem laun til viðkomandi starfsmanns. Indriði sagði aðspurður að vænt- anlega legðust síðan ofan á útseldu vinnuna launatengd gjöld og slíkt og væntanlega einnig einhver kostnað- ur vegna starfsaðstöðu og annars þess háttar. Samkvæmt viðmiðunarreglum ríkiskattastjóra ber sérfræðingum að reikna sér tekjur sem að lágmarki eru á bilinu 375 og upp í 500 þúsund kr. á mánuði. Segir í leiðbeiningun- um að fjárhæðirnar séu lágmarksvið- miðun fyrir reiknað endurgjald manna sem vinna við eigin atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi eða starfa í hvers kyns almennum störf- um og/eða stjórnunarstörfum hjá einkahlutafélagi, hlutafélagi eða sameignarfélagi eða tengdum fé- lögum sem þeir, makar þeirra, venslamenn eða aðrir nátengdir eða þeir ásamt samstarfsmönnum hafa ráðandi stöðu í vegna eignar- eða stjórnaraðildar. Í flokki A er sérfræðiþjónusta, en til þess flokks teljast sérmenntaðir menn vegna starfa í sérgrein sinni og eða stjórnunarstarfa á þeim vett- vangi, svo sem lyfjafræðingar, læknar, tannlæknar, lögfræðingar, löggiltir endurskoðendur, verkfræð- ingar, ráðgjafar og aðrir sérfræðing- ar, m.a. á tölvusviði, í fjármálaráð- gjöf og verðbréfaviðskiptum. Fjórir undirflokkar Flokknum er skipt í fjóra eftirfar- andi undirflokka: Í flokki A1 er sér- fræðingur sem jafnframt stýrir rekstri þar sem starfa einn eða fleiri sérfræðingar og greidd eru laun sem samsvara árslaunum tíu manna eða fleiri eða samsvarandi greiðslur sam- kvæmt reikningum frá sérfræðing- um. Þá eru mánaðarlaunin sem ber að reikna sér 500.000 kr. og árslaun 6 milljónir kr. Í flokki A2 er sérfræðingur sem jafnframt stýrir rekstri þar sem starfa einn eða fleiri sérfræðingar og greidd eru laun sem samsvara árs- launum allt að tíu manna eða sam- svarandi greiðslur samkvæmt reikn- ingum frá sérfræðingum. Mánaðarlaun eru þá 475 þúsund kr. og árslaun 5,7 milljónir kr. Í flokki A3 er sérfræðingur sem hefur einungis ósérfróða starfsmenn í þjónustu sinni sem hann greiðir laun eða samsvarandi greiðslur sam- kvæmt reikningum fyrir aðkeypta þjónustu. Mánaðarlaun eru þá 425 þúsund kr. og árslaun 5,1 milljón kr. Í flokki A4 er sérfræðingur sem hefur ekki starfsmann í þjónustu sinni og kaupir ekki aðstoðarþjón- ustu samkvæmt reikningi. Mánaðar- laun sem ber að reikna sér eru þá 375 þúsund kr. og árslaun 4.500.000 kr. Sá munur er einnig á þessu tvennu, þ.e.a.s. á því að reka ráðgjöf- ina í nafni einkahlutafélags eða í eig- in nafni að hagnaður sem verður eftir af starfseminni hjá einstaklingnum er skattlagður eins og um launa- tekjur sé að ræða, þ.e. með stað- greiðsluskattprósentunni sem er 38,54% í ár. Af hagnaði sem verður eftir í einkahlutafélaginu er hins veg- ar greiddur 18% tekjuskattur frá og með síðustu áramótum, en þá lækk- aði skatthlutfall félaga úr 30% í 18% eins og kunnugt er. Af útgreiðslum úr félaginu er síðan greiddur 10% fjármagnstekjuskattur af því sem þá er eftir og skatthlutfall einkahluta- félaga því samanlagt 26,2%. Þess má geta að það sem af er þessu ári hafa skráningar nýrra einkahlutafélaga nærfellt tvöfaldast frá því sem var á sama tíma á síðasta ári. Fram til síðastliðins þriðjudags höfðu 570 ný hlutafélög og einka- hlutafélög verið skráð frá áramótum hjá fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands, en á sama tíma í fyrra höfðu 294 ný félög verið skráð. Sérfræðingi ber að lág- marki að reikna 375 þús. í mánaðarlaun Tekjuskattur einkahlutafélaga er 18% frá síð- ustu áramótum ÞAÐ SNJÓAÐI töluvert í höf- uðborginni á miðvikudag og skóla- börnin fögnuðu „snjóboltasnjónum“ sem þau höfðu beðið með óþreyju. Einangraður inni í hlýrri úlpu staldraði þessi gangandi vegfar- andi við í dagsins önn, rétt eins og hann væri búinn að fá nóg af snjón- um og ætlaði nú að bíða vorsins á götuhorninu. En allt hefur sinn tíma og senn fer að vora þó að útlit- ið virðist á allt annan veg þessa dagana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Beðið eft- ir vorinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.