Morgunblaðið - 23.02.2002, Qupperneq 14
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
14 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ
hefur gefið leyfi til þess að samið
verði við hönnuði að viðbyggingu
við Sjúkrahús Suðurlands á Sel-
fossi. Þetta leyfi þýðir að haldið
verður áfram að hanna viðbygg-
inguna til útboðs. Áður var búið að
vinna þarfagreiningu, frumvinnu
við hönnun og rýmisstærðir.
„Það er gert ráð fyrir að vinna
hönnuða til útboðs taki um hálft ár
en þá verður sótt um byggingar-
leyfi hjá sveitarfélaginu Árborg og
gerður framkvæmdasamningur við
heilbrigðisráðuneytið, fjármála-
ráðuneytið, framkvæmdasjóð aldr-
aðra og sveitarfélögin á Suðurlandi.
Eftir það er hægt að bjóða út verk-
ið og framkvæmdir ættu að geta
hafist í ársbyrjun 2003. Þá stendur
bara eftir sú spurning hversu hratt
framkvæmdir ganga, sem fer eftir
fjármögnun verksins,“ sagði Viðar
Helgason, framkvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunarinnar á Selfossi.
Hin nýja viðbygging verður um
3.300 fermetrar, tveggja hæða og
er staðsett vestan núverandi húss.
Á efstu hæð verða 26 hjúkrunar-
rými, tólf einbýli og sjö tvíbýli. Á
fyrstu hæð verður heilsugæsla en
umfang hennar hefur aukist til
mikilla muna í takt við íbúafjölda á
síðastliðnum tuttugu árum og má
nefna sem dæmi að á sl. tveimur ár-
um hefur heimahjúkrun tvöfaldast
hjá heilsugæslunni. Um er að ræða
um það bil 3.300 heimsóknir sjúkra-
liða eða hjúkrunarfræðings á ári.
Í núverandi húsi, þar sem heilsu-
gæslan er, verða skrifstofur lækna
og skrifstofa Heilbrigðisstofnunar-
innar. Nýbyggingin tengist núver-
andi húsi með tengibyggingu, í
henni verður nýr inngangur móti
suðri en núverandi inngangur verð-
ur eingöngu þjónustuinngangur. Í
kjallara nýbyggingarinnar verður
sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og að-
keyrsla sjúkrabíla. Þá verður þar
einnig kennsluaðstaða fyrir ljós-
mæður, hjúkrun og heimilislækn-
ingar en Heilbrigðistofnunin er
með samning um kennslu innan
stofnunarinnar í þessum greinum.
Þetta hjúkrunarrými nægir til að
leysa Ljósheima, hjúkrunarheimili
fyrir aldraða, af hólmi en hjúkrun-
arrýmum fjölgar ekki umfram það
sem þar er nú þegar. Aðstöðunni á
Ljósheimum var komið upp fyrir
um tuttugu árum þegar starfsemi
sjúkrahússins flutti þaðan í núver-
andi hús. Mikil þörf hefur komið
fram á undanförnum árum fyrir
hjúkrunarrými fyrir aldraða.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Viðar Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sel-
fossi, á byggingarstað viðbyggingar við Sjúkrahús Suðurlands.
Hönnun viðbyggingar
til útboðs haldið áfram
Selfoss
Sjúkrahús Suðurlands
FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurlands á
Selfossi fær mjög jákvæða dóma í út-
tekt sem menntamálaráðuneytið lét
gera á innra starfi skólans. Í skýrslu
úttektaraðila er fjallað um helstu
þætti skólastarfs í Fjölbrautaskóla
Suðurlands, s.s. stjórnun, samskipti,
kennara, nemendur, nám og kennslu
og þróunarstarf. Gefið er yfirlit um
helstu styrk- og veikleika stofnunar-
innar.
Í frétt frá ráðuneytinu segir m.a.:
„Almennt gefur úttektarskýrslan
mjög jákvæða mynd af starfsemi
skólans. Ljóst er að um er að ræða
metnaðarfulla skólastofnun í stöðugri
þróun.“ Helstu niðurstöður úttektar-
innar eru eftirfarandi: Fjölbrauta-
skóli Suðurlands er menntastofnun
með fjölbreytta, kraftmikla og metn-
aðarfulla starfsemi.
Einkennandi fyrir skólastarfið er
að stjórnendur taka frumkvæði að
stöðugri þróun og eru vakandi fyrir
nýjum tækifærum. Starfsandi er
mjög góður og er það þakkað stjórn-
unarstíl stjórnenda og vilja til að ná
árangri.
Aðstaða til kennslu og annars
skólastarfs er yfirleitt góð, en miðað
við nemendafjölda er húsnæðið að
verða of lítið.
Skólinn hefur mjög gott upplýs-
ingakerfi sem stuðlar að aukinni hag-
nýtingu upplýsingatækni í kennslu.
Erfitt er að meta hvernig skólinn
stendur í samanburði við aðra skóla
en vísbendingar eru um að námsár-
angur hafi batnað síðustu ár. Í lok
skýrslunnar er að finna tillögur um
úrbætur á starfsemi og aðstöðu í skól-
anum. Má þar m.a. nefna að mikil-
vægt er talið að skólinn ljúki stefnu-
mótunarvinnu og gerð
skólanámskrár, skilgreini lykilmæli-
kvarða á árangur skólans, vinni að því
að draga úr brottfalli og auki áherslu
á forvarnarstarf. Úttektarskýrsluna
unnu Stefanía Arnórsdóttir og Har-
aldur Á. Hjaltason. Skýrslan hefur
verið sett á heimasíðu menntamála-
ráðuneytisins. Slóðin er:
www.menntamalaraduneyti.is.
Starfsandinn er eins og fjöregg
„Við erum auðvitað afskaplega
ánægð með þessa niðurstöðu. Þetta
er hvatning fyrir starfið og styrkjandi
fyrir starfsfólkið sem er að leggja sig
fram og það gerir fólk hér svo sann-
arlega. Starfsandinn er eins og fjör-
egg sem þarf að passa vel, bæði af
stjórnendum og starfsmönnum. Það
þarf alltaf góðan vilja til að leysa mál
og slíkur vilji er almennt hér meðal
starfsmanna. Menn ganga hér í verk-
in og vinna þau,“ sagði Sigurður Sig-
ursveinsson skólameistari Fjöl-
brautaskóla Suðurlands og undir þau
orð hans tók Örlygur Karlsson að-
stoðarskólameistari.
„Við höfum stokkið á nokkrar gæs-
ir og náð þeim svo sem á fartölvuvæð-
inguna og ýmis önnur þróunarverk-
efni. Það hefur kallað á breytingar
sem hafa gengið vel en breytingar
geta verið brothættur tími ef viðhorf
fólks passa ekki við það sem verið er
að gera,“ sagði Sigurður.
Skólameistari, aðstoðarskólameist-
ari og áfangastjóri eru í fullu starfi við
stjórnun en auk þeirra er Ragnheiður
Ísaksdóttir skrifstofustjóri í hálfu
starfi við skipulag umsjónar, náms-
vals og prófa, og Kristín Þórarins-
dóttir í fullu starfi sem fjármálastjóri.
Önnur stjórnunarstörf eru á hendi
kennara og er þar um að ræða 4 sviðs-
stjóra, 12 fagstjóra og þrjá í stjórnun
og þjónustu í tölvumálum skólans, þar
af tveir í fullu starfi. Þá eru allmargir
verkefnisstjórar er sinna ýmsum
málaflokkum.
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi
Starfsemin fjölbreytt,
kraftmikil og metnaðarfull
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Fjórir stjórnendur Fjölbrautaskóla Suðurlands, Sigurður Sigursveins-
son skólameistari, Ása Mikkelsen áfangastjóri, Ragnheiður Ísaksdóttir
skrifstofustjóri, og Örlygur Karlsson aðstoðarskólameistari.
Selfoss
RISIÐ er af grunni nýtt hús
Byggðasafns Árnesinga við Hafn-
arbrú 3 á Eyrarbakka. Húsið er
hannað af Sigurði Hallgrímssyni,
arkitekt hjá Arkþingi, og er á einni
hæð með lofti yfir skrifstofuhluta
þess, sem verður í austurendanum.
Burðargrind hússins er úr límtré
og vegg og þakklæðning er frá
Yleiningum. Skrifstofa og önnur
vinnuaðstaða verður í fimmtungi
hússins en annar hluti þess verður
notaður sem varðveislurými. Alls er
húsið 375 fermetrar að grunnfleti.
Bygging hússins hófst er Helgi
Ívarsson, bóndi í Hólum í Stokks-
eyrarhreppi, tók fyrstu skóflustung-
una 5. október á liðnu ári, en fullbú-
ið á það að afhendast 15. apríl nk.
Smíðina hefur annast Smíðandi
ehf.
Með þessu nýja húsi verður öll að-
staða safnanna á Eyrarbakka, Sjó-
minjasafns og Byggðasafns, færð til
betri vegar. Með stærra húsnæði
verður hægt að bæta við sýning-
arrými Byggðasafnsins í Húsinu og
jafnframt opna sýningar í
útihúsunum þar hjá. Fram að
þessu hafa söfnin verið á hálfgerð-
um hrakhólum með varðveislu
þeirra gripa sem þeim hafa áskotn-
ast, en nú verður einnig hægt að
taka við munum sem gefnir hafa
verið en enn eru í varðveislu gef-
enda.
Í vörslu safnsins eru um 3.000
munir.
Forstöðumaður safnsins er Lýður
Pálsson.
Bætt aðstaða Byggða-
safns Árnesinga
Eyrarbakki
Morgunblaðið/Óskar
VILDFRED er tímarit sem gefið er út í Danmörku og
er fyrir börn og unglinga. Umfjöllunarefnin eru marg-
vísleg en þó er aðallega fengist við umhverfið og nátt-
úruna. Ritstjóri Vildfred, Kim Gladstone Herlev, var á
Íslandi á dögunum og kom við í Hveragerði. Tilgangur
ferðarinnar til landsins var að safna efni í næsta blað,
sem á að koma út í apríl. Hugmyndin er sú að danskir
nemendur skipuleggi ferð til Íslands og kom Kim hing-
að til að hitta íslenska krakka og fá upplýsingar hjá
þeim um hvað væri áhugavert á þeirra heimaslóðum,
hvað þeir myndu sýna erlendum gestum og hvernig
þeir tækju á móti þeim í sinni heimabyggð. Kim valdi
Hveragerði því hér höfum við hverina og einnig hafði
hann frétt að við skólann tækju nemendur þátt í að
vernda náttúruna með ýmsum hætti.
Í framhaldi af þessari vinnu ætlar Kim að virkja
danska krakka til að skipuleggja ferðir til Danmerkur
fyrir t.d. íslenska krakka. Það verður fróðlegt að sjá
hvað kemur í aprílblaði Vildfred um Ísland, en vefsíða
blaðsins er http://www.vildfred.dk
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Ása, Sunna, Þórður og Kim.
Heimsókn að utan
Hveragerði
ÆGIR E. Hafberg, forseti Kiwanis-
klúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn, af-
henti á síðasta fundi klúbbsins Hall-
dóri Sigurðssyni skólastjóra kr.
100.000 til kaupa á hljómflutnings-
tækjum í skólann og Þorvaldi Garð-
arssyni, formanni knattspyrnufélags-
ins Ægis, kr. 50.000 til styrktar
knattspyrnuiðkun í Þorlákshöfn.
Einnig voru Íþróttafélagi fatlaðra
og SOS-barnaþorpi færðir styrkir að
þessu sinni.
Þessir styrkir eru hluti af tekjum
vegna fjáraflana klúbbsins, en aðal-
fjáraflanirnar eru jólatrjáa- og flug-
eldasala.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Ægir E. Hafberg, forseti Kiwanisklúbbsins Ölvers, afhendir Halldóri
Sigurðssyni skólastjóra og Þorvaldi Garðarssyni, formanni Knatt-
spyrnufélagsins Ægis, styrki frá klúbbnum.
Kiwanisklúbburinn
Ölver afhendir styrki
Þorlákshöfn