Morgunblaðið - 23.02.2002, Side 18

Morgunblaðið - 23.02.2002, Side 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÓKNARPRESTURINN í Stykkishólmi, séra Gunnar Eirík- ur Hauksson, og organisti Stykk- ishólmskirkju, Sigrún Jónsdóttir, hafa verið að undirbúa fjölbreytt messuform sem söfnuðinum verður boðið upp á næstu sunnu- daga. Þau hafa kynnt sér ýmis messuform í þeim tilgangi að hafa fjölbreytni í messuhaldi. Sunnudaginn 23. febrúar kl. 17 verður svokölluð Þjóðlagamessa. Þar verða flutt lög og textar eftir Svíann Per Harling í íslenskri þýðingu Þórhalls Heimissonar. Sálmasöngvarnir eru í þjóðlaga- stíl og eins messuformið. Þá munu prestur og kór flytja þessa messu í Grundarfjarðarkirkju viku seinna og endurgjalda Grundfirðingum komu þeirra í haust með gospelmessu. Fjölskyldumessa verður í kirkjunni sunnudaginn 3. mars, sem nefnist Regnbogamessa. Það verður litrík messa sem höfðar til litanna. Í messu viku síðar verða eingöngu sungnir Taize-söngvar og sunnudaginn 17. mars verður messað í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi og þar verða sálm- ar Hallgríms Péturssonar ein- göngu sungnir. Til að geta boðið upp á svo fjöl- breytt messuform þarf góðan og öflugan kór sem getur tekist á við krefjandi verkefni. Í kór Stykk- ishólmskirkju er á fjórða tug virkra félaga og hefur kórfélög- um fjölgað eftir áramót. Fjölbreytt messuhald Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kór Stykkishólmskirkju á æfingu fyrir Þjóðlagamessuna. Kórnum til aðstoðar verða hljóðfæraleikarar frá Tónlistarskóla Stykkishólms. FIMLEIKAFÉLAG Akraness, FIMA, fagnar tíu ára afmæli sínu á þessu ári en félagið var stofnað árið 1992. Mikil aukning hefur verið í félag- inu á undanförnum árum en þar er starfræktur íþróttaskóli fyrir yngstu bæjarbúana. Börn úr Borg- arbyggð hafa einnig stundað íþróttaskólann á Akranesi þar sem um 100 nemendur eru skráðir og komast færri börn að en vilja. Það vekur athygli aðdrengir eru í meirihluta þeirra sem eru í íþrótta- skólanum sem ætlaður er fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm ára en 40% nemenda eru fimar stúlkur. Öðru máli gegnir þegar farið er í eldri hópa félagsins en þar eru stúlkurnar einráðar en drengirnir hafa ekki enn sem komið er haldið áfram að íþróttaskólanum loknum. Alls eru 170 iðkendur í félaginu og er keppt í almennum fimleikum sem er einstaklingskeppni og svoköll- uðum Trompfimleikum þar sem er liðakeppni í æfingum á gólfi, dýnu og trampólínstökki. Elstu liðsmenn FIMA eru nú á menntaskólaaldri og hefur það sýnt sig að keppnisfyrirkomulag Tromp- fimleikanna í liðakeppni virkar hvetjandi fyrir þá sem vilja stunda íþróttina lengur en tíðkast hefur í áhaldafimleikum. Á undanförnum árum hefur fé- lagið fjárfest í dýrum tækjabúnaði sem var ekki fyrir hendi í íþrótta- húsum Akurnesinga þegar félagið var stofnað og í dag er félagið ágætlega statt í þeim efnum en stefnt er að því að efla félagið enn frekar á þessu sviði. Iðkendur FIMA hafa náð góðum árangri á Íslandsmótum í almenn- um fimleikum sem og í Trompfim- leikum en á yfirstandandi keppn- istímabili hefur félagið landað 17 verðlaunum í keppni við önnur fé- lög. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Skagamennirnir Sveinn Þór Þorvaldsson, Stefán Teitur Þórðarson, Axel Fannar Elvarsson og Alexander Örn Kárason glímdu við þyngd- araflið í íþróttaskóla FIMA á dögunum. Orkumiklir krakkar í íþróttaskóla FIMA Akranes LANDIÐ SÍÐASTI dagur afmælisvikunnar í Myllubakkaskóla í Keflavík var í gær og það var mikil spenna í loft- inu þegar Morgunblaðið leit inn í morgunsárið. Kennarar skólans voru í óða önn að stilla upp nem- endum sínum og fylgja þeim í sína röð á skólalóðinni. Þangað söfn- uðust allir nemendur skólans til þess að syngja afmælissönginn og hrópa ferfalt húrra fyrir skólanum. Að söngnum loknum tengdust nemendur hönd í hönd, þjöppuðu sér saman og slepptu 400 blöðrum út í himinblámann, sem voru fljótar að berast burt með vindinum. Þó Myllubakkaskóli fagni 50 ára afmæli nú er skólasaga Keflavíkur mun lengri. Skipulagt skólahald í bænum hófst rétt undir 1890 og var kennt í litlu húsi við Íshússtíg í elsta bæjarhlutanum en þegar skóla- skyldu var komið á upp úr aldamót- um fjölgaði nemendum ört og því varð að hefja undirbúning að nýju og stærra skólahúsnæði. Gamli skólinn, sem svo er kallaður, við Skólaveg var vígður 1911 og allt fram til ársins 2000 fór kennsla í yngstu bekkjadeildunum þar fram. Skólasögu Keflavíkur til heiðurs gengur nemendur Myllubakkaskóla fylktu liði undir dynjandi trommu- slætti, fyrst að Íshússtíg, þaðan að Gamla skólahúsinu og loks aftur að Myllubakkaskóla þar sem þeirra biðu gómsætar kræsingar og skemmtidagskrá. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Skrúðganga nemenda, undir forystu Vilhjálms Ketilssonar skólastjóra, fór meðal annars um Íshússtíg þar sem Barnaskólinn var stofnaður. Nemendur slepptu 400 blöðrum Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Blöðrunum 400 sleppt við Myllubakkaskóla og þær liðast upp í himininn. Keflavík BÆJARSTJÓRI og félagsmálastjóri Reykjanesbæjar telja að almennt sé gott ástand í vistun barna hjá dag- mæðrum og skilyrðum fullnægt. Barnaverndarnefnd telur brýnt að auka eftirlitið. Vegna umræðna sem orðið hafa um eftirlit með vistun barna hjá dag- mæðrum í sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu, einkum í Kópavogi, óskuðu bæjarfulltrúar Samfylking- arinnar eftir svörum við nokkrum spurningum um stöðu mála í Reykja- nesbæ. Bæjarstjóri lagði fram svar Hjördísar Árnadóttur félagsmála- stjóra á bæjarstjórnarfundi í vik- unni. Þar kemur fram að um miðjan mánuðinn voru 30 dagmæður með starfsleyfi hjá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar og í byrjun mánað- arins voru 127 börn skráð í gæslu hjá þeim. Dagmæður sem hafa starfs- leyfi skemur en eitt ár mega hafa fjögur börn en þær sem hafa lengri leyfi hafa leyfi fyrir fimm börnum. Fram kemur í svarinu að strfsmenn Fjölskyldu- og félagsþjón- ustu Reykjanesbæjar hafa reglu- bundið eftirlit með dagmæðrum, fara á heimili þeirra, athuga aðstæður og kanna barnafjölda. Við athugun sem gerð var í desember að ósk félags- málaráðuneytisins kom í ljós að ein dagmóðir var með tvö börn fram yfir leyfi. Hefur hún nú fækkað börnun- um og er með leyfilegan fjölda. Fram kemur í svarinu að við þessa könnun hafi verið farið til allra dagmæðra í bæjarfélaginu en ekki gerð úrtaks- könnun eins og ráðuneytið hafði upp- haflega óskað eftir. Segir félagsmála- stjórinn að athugunin hafi leitt í ljós að almennt væri ástand hjá dag- mæðrum á svæðinu gott og öllum skilyrðum fullnægt enda hafi ávallt verið gengið mjög fast eftir slíku. Ellert Eiríksson bæjarstjóri vakti athygli á því þegar hann lagði svörin fram að á tímabili hefði verið mikil ásókn í það að fá heimild til að hafa fleiri börn hjá einstaka dagmæðrum en reglugerð leyfði. Slíkum beiðnum hefði ávallt verið synjað af Fjöl- skyldu- og félagsþjónustunni og af bæjarstjóra þegar slík mál hefðu ver- ið tekin upp á þeim vettvangi. „Það er skoðun bæjarstjóra að mjög vel og faglega sé staðið að þessum mála- flokki hjá Reykjanesbæ, jafnt af hálfu fagnefndar, starfsmanna bæj- arins svo og foreldrum og dagmæðr- um sjálfum. Ljóst er að í þessum málaflokki jafnt og öðrum má alltaf gera betur þótt vel sé staðið að hlut- um og er sífellt verið að vinna að því,“ segir bæjarstjóri í svari sínu. Eftirlit verði aukið Barnaverndarnefnd Reykjanes- bæjar hefur verið að fjalla um mál- efni dagmæðra enda verið að endur- skoða reglugerð um vistun barna í heimahúsum. Á fundi nefndarinnar í vikunni var það samþykkt, vegna undangenginna umræðna um eftirlit með daggæslu barna í heimahúsum, að brýnt væri að auka eftirlit með dagmæðrum. Lagði nefndin til að stofnað yrði hálft stöðugildi dag- gæslufulltrúa við Fjölskyldu- og fé- lagsþjónustuna. Talið að almennt sé gott ástand hjá dagmæðrum Barnaverndarnefnd vill auka eftirlit Reykjanesbær BYRJAÐ verður að telja atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í dag áður en kjör- stað verður lokað. Búist er við fyrstu tölum um klukkan tíu og að endanleg úrslit liggi fyrir á tólfta tímanum í kvöld. Ellefu þátttakendur eru í próf- kjörinu. Kjörstaður er í Hólmgarði í Keflavík og er hann opinn frá klukkan 9 til 21 í dag. Kosningarétt hafa allir íbúar Reykjanesbæjar sem eru 18 ára og eldri ásamt þeim félögum í Samfylkingunni í bæj- arfélaginu sem eru á aldrinum 16 til 18 ára. Talið í prófkjöri í kvöld Reykjanesbær FORELDRAFÉLAG Myllubakka- skóla í Keflavík hefur vakið athygli bæjaryfirvalda á slysahættu á leið barna um Kirkjuveg og Tjarnar- götu á leið í skólann. Bæjarráð hef- ur óskað eftir umsögn umhverfis- og tæknisviðs bæjarins um erindið. Í bréfi sem foreldrafélagið hefur sent bæjarstjórn er vakin athygli á slysahættu sem steðjar að börnum sem ganga Kirkjuveg á leið í skól- ann. Fram kemur að gangstéttir eru með öllu óviðunandi og mikil hætta vegna byggingarframkvæmda sem ná út í götu. Börnin þurfi að fara margoft yfir götuna ef þau ætli sér að nýta gangstéttar sem til staðar eru og að hluta sé gangandi vegfar- endum ætlað að ganga um bílastæði eða eftir götunni. „Foreldrafélagið óskar hér með eftir tillögu frá bæj- arstjórn að „öruggri leið“ fyrir gangandi vegfarendur um Kirkju- veg, frá Vesturgötu að Tjarnargötu, leið sem við getum mælt með og kennt börnum okkar að nota.“ Jafnframt óskar Foreldrafélagið eftir því að hámarkshraði á Tjarn- argötu verði lækkaður. Um götuna sé mikil og hröð umferð og lítið þurfi til að slys verði því fjöldi barna þurfi að fara yfir hana á leið í skóla. Telja slysa- hættu á Kirkjuvegi Keflavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.