Morgunblaðið - 23.02.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 23.02.2002, Síða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVONEFND Þúsaldarbrú yfir Thames-fljótið í London var aftur tekin í notkun í gær eftir end- urbætur sem staðið hafa yfir í tvö ár. Hún var upprunalega tekin í notkun í júní árið 2000 en lokað þrem dögum síðar vegna þess að hún sveiflaðist svo mikið að fólk þorði ekki að fara um hana. Þús- aldarbrúin er fyrsta brúin sem lögð hefur verið yfir ána í mið- borginni í meira en öld. Mann- virkið kostaði 18,2 milljónir punda, vel á þriðja milljarð króna. Reuters Þúsaldarbrúin tekin í notkun 58 féllu í átökum í Nepal Katmandú. AFP. FIMMTÍU og átta manns féllu í skærum í Nepal í gær en uppreisn- arhreyfing maóista stóð þá fyrir sprengjutilræðum á nokkrum stöð- um. Þannig féllu 38 þegar maóistar gerðu árás á lögreglustöð í Sitalpati, um 260 kílómetra vestur af höfuð- borginni Katmandú og fimm létust þegar sprengja sprakk í strætis- vagni í Suður-Nepal. Þá brunnu fimm til dauða þegar maóistar köst- uðu sprengju að sendiferðabíl í Mugling í Vestur-Nepal. 240 manns hafa nú fallið í átökum frá því um síðustu helgi, þ. á m. um 150 lögreglumenn og 51 uppreisnar- maður. Maóistar hófu uppreisn sína í febrúar 1996 með það að markmiði að afnema konungsveldið og stofna alþýðulýðveldi. Hafa átökin í heild- ina kostað um 2.500 manns lífið. Þing Nepal samþykkti nýverið að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Í PERSAFLÓASTRÍÐINU árið 1991 tókst bandaríska flughern- um aldrei að granda hreyfanleg- um skotpöllum Íraka fyrir Scud- eldflaugar þeirra, hvernig sem hann reyndi. Flugvélarnar fóru í um 2.400 ferðir til að leita að Scud-flaugunum en þeim tókst ekki að eyðileggja einn einasta skotpall. Auðvelt var fyrir Íraka að fela skotpallana sem voru á flutninga- bílum. Á þessum tíma leið allt að sólarhringur frá því að skot- mörkin fundust og þar til ráðist var á þau, að sögn sérfræðinga í varnarmálum. Yfirmenn hersins lofuðu þá að minnka þennan bið- tíma í tíu mínútur. Sérfræðingarnir segja að í loft- árásunum á Serbíu árið 1999 hafi aðeins liðið nokkrar klukku- stundir frá því að skotmörkin fundust og þar til ráðist var á þau. Serbar höfðu þó nægan tíma til að fela skotpalla og vopn sem fundust með hjálp bandarískra gervihnatta. Upplýsingatæknin jafnmikilvæg og vopnin Bandaríkjaher tókst loksins að minnka þennan biðtíma í rúmar tíu mínútur í loftárásunum á Afg- anistan, að sögn sérfræðinganna. Þeir segja að upplýsinga- og fjar- skiptatæknin hafi aldrei verið jafnþýðingarmikil í hernaði og nú og geri flugmönnum Bandaríkja- hers kleift að gera skjótari og nákvæmari árásir á skotmörkin en nokkru sinni fyrr. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið er svo ánægt með árang- urinn að það hefur óskað eftir fjárveitingu að andvirði 2.700 milljarða króna til kaupa á fleiri gervihnöttum og ýmsum há- tæknibúnaði, svo sem tölvum og fjarskipta- og njósnatækjum. Meðal þessara tækja eru skynj- arar sem notaðir eru á jörðu niðri til að leita að skriðdrekum og ómannaðar njósnaflugvélar sem geta sent út ljósmyndir, rat- sjármyndir og jafnvel rauntíma- sjónvarpsmyndir. Slík tæki eru nú orðin jafnmik- ilvæg í hernaði og vopnin, að sögn sérfræðinganna, sem segja að hátæknin hafi gerbreytt því hvernig bandaríski herinn heyr stríð. Framfarir í upplýsinga- tækninni sem orðið hafi á þeim áratug sem liðinn er frá Persa- flóastríðinu hafi meðal annars orðið til þess að ekki þurfi að beita eins mörgum sprengjum og flugskeytum og áður. Nutu verndar á jörðu niðri Aðrir segja að stríðið í Afgan- istan gefi ekki rétta mynd af þýðingu hátækninnar í nútíma- hernaði því andstæðingarnir, tal- ibanar og hryðjuverkasamtökin al-Qaeda, hafi verið mjög veikir og ekki haft neinar loftvarnir. Hátæknin geti ekki haft jafnmik- il áhrif í stríði við nútímalegri her. Bandarísku hermennirnir í Afganistan gátu farið um landið nánast að vild til að leita að skot- mörkum þar sem þeir nutu verndar afganskra andstæðinga talibana. „Ég efast um að þetta væri hægt á stöðum eins og Írak,“ sagði Michael O’Hanlon, sérfræðingur í varnarmálum við Brookings-stofnunina. „Þetta væri ekki hægt ef þeir nytu ekki verndar á jörðu niðri.“ Upplýsingatæknin öflugasta vopnið New York. AP. AP Bandarískur herforingi situr við tölvu og skrifar skýrslu í herstöð bandarískra sérsveita nálægt borginni Kandahar í Afganistan. Sér- sveitarmennirnir skrifuðu skýrslur um leiðangra sína og sendu þær yfirmönnum sínum, oft með stafrænum myndum af skotmörkum í loftárásunum á Afganistan. Ráðist á skot- mörk aðeins tíu mínútum eftir að þau hafa verið uppgötvuð Styrjöldin gegn talibönum í Afganistan NORÐUR-Kóreumenn höfnuðu í gær tilboði Georges W. Bush Bandaríkjaforseta um að hefja við- ræður, og sögðu forsetann vera „pólitískt seinþroska barn“. Opin- ber fréttastofa N- Kóreu hafði eftir tals- manni utanríkisráðu- neytis landsins að Bush hefði „rægt“ stjórnmálakerfið í N- Kóreu og „æðstu bækistöðvar“ þess, þ.e. Kim Jong Il ein- ræðisherra. „Við höfum ekki áhuga á að ræða við Bush og hyski hans, sem er að reyna að breyta með vopna- valdi því kerfi sem kóreska þjóðin hefur kosið sér,“ sagði tals- maðurinn. „Slíkar við- ræður eru tilgangslausar, og fyr- irsláttur Bandaríkjamanna til innrásar.“ Bush ítrekaði í Suður-Kóreu á miðvikudaginn var tilboð sitt, sem hann lagði fyrst fram í júní, um að teknar yrðu upp viðræður við Norður-Kóreu á ný vegna gereyð- ingarvopna N-Kóreu, eldflauga og umfangsmikilla flutninga hefð- bundinna vopna að landamærum Kóreuríkjanna. Á fimmtudaginn fór Bush fram á hjálp Jiangs Zemins, forseta Kína, þar sem Bush var í heimsókn, við að telja Norður-Kóreumenn á að hefja aftur viðræður við Banda- ríkjamenn. En Bush ítrekaði efa- semdir sínar um Kim Jong Il og kallaði stjórn hans „harðstjórn“ sem smíðaði gereyðingarvopn á sama tíma og þjóðin sylti. Bush sagði m.a. í ávarpi til kín- verskra námsmanna í gær, að hann myndi ekki skorast undan ákvæðum laga um tengsl Bandaríkjanna og Taívan, „sem kveða á um að við munum koma Taívön- um til hjálpar ef á þá verður ráðist.“ For- setinn vék sér undan því að svara spurn- ingu um hvort fyrir- hugað eldflaugavarna- kerfi Bandaríkjamanna myndi ná til Taívans. „Múrinn er eins“ Bush hvatti Kínverja ennfremur til að leyfa trúfrelsi og pólitíska andstöðu. Á sameiginlegum frétta- fundi forsetanna sagði Jiang að kínverska þjóðin nyti trúfrelsis. En á sama tíma handtók kínverska lögreglan 47 meðlimi í kristnum söfnuði í þorpi skammt frá Peking. Flestir voru aftur látnir lausir í gær. Sex daga heimsókn Bush til Kína, Suður-Kóreu og Japan lauk í gær. Hann snæddi hádegisverð með Jiang og fór síðan í stutta ferð til Kínamúrsins, sem hann skoðaði 1975 sem ferðamaður. „Múrinn er eins,“ sagði hann í gær. „Landið er gerbreytt.“ Norður-Kórea segir viðræðu- tilboð Bush tilgangslaust Seoul, Peking. AP. George W. Bush

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.