Morgunblaðið - 23.02.2002, Page 27

Morgunblaðið - 23.02.2002, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 27 STÓRSÖNGVARARNIR Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sig- mundsson, ásamt Jónasi Ingimund- arsyni, héldu tónleika í Salnum s.l. fimmtudagskvöld. Á efnisskránni voru dú- ettar og aríur úr fimm óperum og fyrst á efn- isskránni voru þrjú at- riði úr Töfraflautunni, eftir Mozart, Wie stark ist nicht dein Zauberton, aría Tam- ino út lokaatriði 1. þáttar, sem Gunnar söng af glæsibrag og þar eftir söng Kristinn einhverja frægustu ar- íuna úr óperusafni Mozarts, In diesen heil’gen Hallen, úr 2. þætti og gerði það mjög fallega og með innilegri túlkun og kórónaði söng sinn með því að „fara nið- ur“ á lokatóninum, nokkuð sem margir bassar veigra sér við að gera. Mozart-þætt- inum lauk með sam- söng þeirra félaga í samsöngsatriðinu á milli Sprecher og Tamino. Donizetti var annað viðfangsefnið og það voru nokkur atriði úr Ástardrykknum, fyrst Una furtiva la- grima, sem Gunnar söng að miklum ynd- isleika og þar eftir kom Kristinn og söng aríu Belcore, Come Paride vezzoso, þar sem hann raupar af kvenhylli sinni, er var leikrænt skemmtilega mótuð hjá Kristni. Samsöngur Ne- morino og lyfjabruggarans Dulcam- ara var kostulega framfærður af þeim félögum, þó ívið með meiri til- þrifum hjá Kristni en Gunnari. Úr Seldu brúðurinni eftir Smet- ana var sungið eitt atriði en það var samsöngur Jeniks og hjúskapar- miðlarans Kezal og aftur voru leik- ur og túlkun Kristins sérlega frjáls- leg og sannfærandi. Líklega er þetta atriði betur sett í umgerð leik- verksins en sem konsertnúmer, því það er svo margt í þessum dúett, sem beinlínis þarf að tengja hinni leikrænu framvindu verksins. Sama má segja um samsöng Fausts og Mefistófelesar úr Faust eftir Gounod þar sem þeir gera með sér samkomulag um að Faust endurheimti æsku sína. Þetta atriði er töluvert áhrifamikið í sínu rétta umhverfi. Cavatínan Salut! De- meure shaste et pure úr 3. þættinum var sér- lega fallega sungin og sömuleiðis var seren- aða Mefistófelesar mjög fallega sungin og hláturinn sem táknar hræsni sendiboðans var, eins og vera ber, sérlega kvikindislegur. Lokaviðfangsefnið var hinn fagri dúett perlukafaranna, Au fond du temple saint eftir Bizet og þar var söngur þeirra félaga glæsilegur. Það þarf ekki að tíunda neitt sérstakt um þessa tón- leika, því í heild, bæði söngur Gunnars og Kristins og píanóleikur Jónasar, voru þeir í einu orði sagt frábær- ir. Þó það sé ekki venja að fjalla um aukalög, voru sungin tvö lög eftir Jónas sem eru fallega samin, ein- föld að formi og tón- skipan, er féllu mjög vel að text- unum, sem voru eftir Stefán Hörð Grímsson og sem best gat að heyra, mun síðari textinn vera eftir Jón úr Vör. TÓNLIST Salurinn Gunnar Guðbjörnsson, Kristinn Sig- mundsson og Jónas Ingimundarson fluttu aríur og samsöngstriði úr óperum eftir Mozart, Donizetti, Smetana, Gounod og Bizet. Fimmtudagurinn 21. febrúar 2002. SAMSÖNGUR Stórsöngvarar Gunnar Guðbjörnsson Kristinn Sigmundsson Jón Ásgeirsson Ráðhús Reykjavíkur Þórey Ey- þórsdóttir opnar sína 12. einkasýn- ingu kl. 16 og nefnist hún Frá þræði til heildar. Sýninguna bygg- ir hún einkum á vefnaðar- og text- ílverkum sem hún hefur unnið að á undanförnum árum. Þórey er menntaður vefnaðarkennari en einnig talmeinafræðingur og hefur lokið embættisprófinu cand. paed. spec. Þá hefur hún sótt myndlist- arnámskeið í Noregi, Danmörku og Bandaríkjunum. Við opnunina syngur Ólöf Sigríður Valsdóttir nokkur lög við undirleik Zsuzs- anna Budai. Þórey sýnir einnig olíu- og vatns- litamyndir í Veitingahúsinu Horn- inu við Hafnarstræti og standa sýningarnar báðar til 10. mars. Lágafellsskóli, Mosfellsbæ Ála- fosskórinn og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar halda tónleika kl. 16. M.a. verða flutt lög úr söng- leikjum og kvikmyndum. Tónleikarnir hefjast með leik Skólahljómsveitarinnar, en síðan syngur Álafosskórinn nokkur lög við ljóð eftir Halldór Laxness, og eru tvö þeirra frumflutt af þessu tilefni. Tónleikunum lýkur með sameiginlegum flutningi kórs og hljómsveitar á blönduðu efni, allt frá þekktum söngleikjalögum til afrískra uppskerusöngva. Skólahljómsveitinni stjórnar Ragn- ar Árni Sigurðsson. Stjórnandi Álafosskórsins er Helgi R. Ein- arsson. Selfosskirkja Tónleikar Árnes- ingakórsins í Reykjavík, Samkórs Selfoss og Vörðukórsins verða kl. 16. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sýningarlok og leiðsögn Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Fyrsta hluta 30 ára afmælissýn- ingar Myndhöggvarafélgasins í Reykjavík lýkur á sunnudag. Þar sýna verk sín þau Níels Hafstein og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Mið- vikudaginn 28. febrúar hefst annar hluti sýningarinnar þar sem Hall- steinn Sigurðsson og Þór Vigfús- son sýna verk sín til 1. apríl. Á sunnudeginum verður hefð- bundin leiðsögn auk táknmálsleið- sagnar um sýningar Myndhöggv- arafélagsins og Hannesar Lárussonar, Hús í hús kl. 15. ♦ ♦ ♦ Námskeið um hjónin í Saurbæ LEIKMANNASKÓLI kirkjunnar gengst fyrir fjögurra kvölda nám- skeiði um hjónin í Saurbæ, Guðríði Símonardóttur og passíusálma- skáldið Hallgrím Pétursson og hefst kennsla nk. þriðjudagskvöld kl. 18 í aðalbyggingu Háskóla Ís- lands. Kennari er Steinunn Jóhann- esdóttir rithöfundur. Hún fjallar m.a. um heimildaleit sína og að- föngu Reisubókar, sem út kom nú fyrir jólin, en hún ferðaðist m.a. á allar söguslóðir Tyrkjaránsins í Norður Afríku, Evrópu og á Ís- landi. Einnig mun Steinunn fjalla um sambúð Guðríðar og Hallgríms sem stóð í 38 ár og ævilok þeirra beggja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.