Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 33 BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að salur nýja Tónlistar- hússins verði þannig úr garði gerður að unnt verði að setja þar upp óperur og önnur sviðsverk. Þessi yfir- lýsing menntamála- ráðherra hlýtur að vera öllum óperuunn- endum mikið fagnað- arefni. Lifandi menningarhús Þegar fámenn ís- lensk þjóð ræðst loksins í það stór- virki að reisa tónlistarhús er mik- ilvægt að gera húsið þannig úr garði að það nýtist hvers konar tónlistar- starfsemi. Tryggja verður að þar verði ekki aðeins unnt að halda sin- fóníutónleika, heldur einnig sýna óperur, ballett, söngleiki og önnur sviðsverk. Tónlistarhúsið verður að vera lifandi hús og forsenda þess er að stöðug og fjölbreytt tónlistar- starfsemi verði þar í gangi. Ljóst er að vaxandi hljómgrunnur er fyrir því að hið nýja Tónlistarhús verði fjölnota og ber að fagna þeirri þró- un. Ummæli Ashkenazys Vladimir Ashkenazy tekur undir þetta sjónarmið í viðtali við Lesbók Mbl. laugardaginn 26. janúar sl. með eftirfarandi orðum: „Ég hef heyrt af því að nú séu uppi raddir um að salur Tónlistar- hússins verði fjölnota, það er, að bæði verði hægt að halda sinfóníska tónleika þar, en einnig að sýna óp- erur og fleira. Ég held að þetta sé alls ekki slæm hugmynd, en þá þyrfti eflaust að breyta þeim hug- myndum sem fyrir eru; ópera þarfn- ast til dæmis augljóslega annars konar aðstöðu. En hvað hljómburð- inn varðar er þetta auðvitað flókn- ara, en alveg mögulegt. Það er vandamál sem hægt er að leysa. … Það er engin ástæða til að hafna því að húsið geti verið vettvangur bæði hljómsveitarleiks og óperuflutn- ings, og það gæti reynst ódýrara fyrir þjóðina þegar upp er staðið. Gerið þetta bara vel.“ Ummæli Ashkenazys hafa að von- um vakið athygli, enda leggja menn vel við hlustir þegar fagmaður á borð við hann, sem jafnframt má segja að sé guðfaðir Tónlistarhúss- ins, tjáir sig um þetta mikilvæga mál. Óperan í bráð og lengd Björn Bjarnason menntamálaráð- herra hefur sýnt Íslensku óperunni stuðning sinn í verki á undanförnum árum og nýlega beitti hann sér fyrir því að fjárframlög ríkisins til Óp- erunnar tvöfaldist á tveimur árum. Með því er starfsgrundvöllur henn- ar tryggður í bráð og skilyrði sköp- uð til að fastráða íslenska söngvara við Óperuna í fyrsta skipti í rúmlega tuttugu ára sögu hennar. Þegar horft er til framtíðar má hins vegar ljóst vera að Gamla bíó er ófullnægjandi starfsvettvangur fyr- ir Íslensku óperuna. Kemur þar til í fyrsta lagi að salurinn þar rúmar svo fáa áhorfendur að umtalsvert tap er á hverri sýningu, jafnvel þótt aðsókn sé mjög góð eins og verið hefur á síðustu misserum. Það er óneitanlega öfugsnúið en stað- reyndin er sú að við núverandi að- stæður er því þannig farið að eftir því sem uppfærslur Óperunnar eru vinsælli þeim mun meira tap er af þeim. Fyrir liggur að Óperan verður að geta sýnt óperur í sal sem rúmar a.m.k. 700–800 manns til þess að sýningarkvöld standi undir sér. Í annan stað er sviðið í Gamla bíói svo lítið að ógjörningur er að setja þar upp stóran hluta af helstu perlum óperubókmenntanna. Framtíð óperuflutnings hér á landi í þeirri umgjörð, sem það list- form kallar á, er því best tryggð í hinu nýja Tónlistarhúsi enda má ljóst vera að annað tónlistarhús, sem hýst gæti óperustarfsemi, verð- ur ekki reist hérlendis í fyrirsjáan- legri framtíð. Mikill akkur verður í óperuflutningi í hinu nýja Tónlistar- húsi enda mun hann auðga verulega starfsemi hússins og bæta nýtingu þess. Óperan og Tónlistarhúsið þurfa hvort á öðru að halda. Óperan og Tónlistarhúsið Soffía Karlsdóttir Höfundar eru í stjórn Íslensku óperunnar. Tónlist Mikill akkur verður í óperuflutningi í hinu nýja Tónlistarhúsi, segja Tómas H. Heiðar og Soffía Karlsdóttir, enda mun hann auðga starfsemi hússins og bæta nýtingu þess. Oft er sá sem þetta ritarspurður að því hvorthitt eða þetta í málfarisé „réttara“ en annað; hvort ekki sé „rangt“ að komast svo að orði o.s.frv. Vefst ritara þá iðulega tunga um höfuð því að hugtökin „rétt“ og „rangt“ telur hann einhver hin vandmeðförn- ustu í málfarslegum efnum. Margt af því, sem telst „rétt“ í dag, hefði einhvern tíma talist „rangt“ á þá mælikvarða sem nú eru lagðir á tungumál – og öfugt. Í íslensku hafa í tímans rás orð- ið margar breytingar sem kallast „áhrifsbreytingar“, þ.e.a.s. breyt- ingar hljóða eða orðmynda fyrir áhrif annarra hliðstæðra. Dæmi um slíkt er sögnin vera sem ein- hvern tíma var vesa í nafnhætti en s-ið breyst í r vegna áhrifa frá öðrum myndum sem höfðu r. Annað dæmi er þolfall fleirtölu af orðinu köttur. Þetta orð er í þeim flokki nafnorða sem kallast u-stofnar og var þolfall þess í fleir- tölu köttu í öndverðu. Önnur al- geng orð, sem beygðust eins, eru t.d. þröstur og vöndur. Þolfallið hefur síðan orðið fyrir áhrifum frá öðrum beygingaflokkum og lagað sig að nefnifallinu, kettir. Ætli sá sem heyrði sagt nú á dögum: „Ég á tvo köttu sem vilja alltaf vesa að veiða þröstu,“ yrði ekki ærið lang- leitur jafnvel þótt hann hefði ekk- ert við atferli kattanna að athuga? Þó voru þetta einhvern tíma „rétt- ar“ orðmyndir. Ósjaldan verður þrautalend- ingin að kalla orðabækur til vitnis – það sem stendur á orðabókum er „rétt“ telja ýmsir. En er málið alveg svona einfalt? Tökum dæmi: Eitt fyrirbæri í tölvuheimi þeim, sem fjölmargir lifa og hrærast í nú um stundir, er Veraldarvef- urinn og svo smærri og stað- bundnari vefir um allar trissur. Tilhneiging er til að hafa eign- arfall eintölu þess orðs vefs. Er það í samræmi við ýmis orð af sama flokki, karlkyns i-stofnaorð svo sem drengur, þefur og væng- ur. Í eignarfalli eru þau drengs, þefs og vængs í máli flestra. Því mætti halda að eignarfallið vefs væri gott og gilt, sem sé „rétt“. Sá sem leitaði staðfestingar á því í Ís- lenskri orðabók Menningarsjóðs færi erindisleysu. Þar er einungis gefið eignarfallið vefjar en vefs er hvergi að finna. Ef orðinu drengur er flett upp finnst einungis eignarfallið drengs en gefinn kostur á tvenns konar eignarfalli orðanna þefur og vængur, þ.e. þefs/þefjar og vængs/ vængjar. Er þá hægt að segja með sanngirni að vefs sé „röng“ orðmynd? Varla. Hún er að minnsta kosti alveg rökrétt ef tek- ið er mið af öðrum orðum sama stofns. Undirrituðum þykir því einsýnt að eignarfallið vefs verði komið inn í orðabókina eftir næstu endurskoðun, svo algengt sem það er orðið í ræðu og riti þeirra sem fjalla um tölvur. Er þá orðið stutt í að lækur, enn einn i-stofninn, hljóti sömu örlög á forsendum áhrifsbreytingarinnar. – – – Úr því að farið er að fjalla um „rétt“ mál og „rangt“ í tengslum við orðabækur er ekki úr vegi að líta á nafnorðin víðsýni og þröng- sýni. Þessi orð eru andheiti, hafa andstæða merkingu sem byggist á fyrri samsetningarliðunum, víð- og þröng-. Rökrétt væri að ætla að seinni hluti orðanna, -sýni, væri í raun sama orðið í báðum til- vikum og víðsýni og þröngsýni væru því sama kyns. Hvað skyldi áðurnefnd Íslensk orðabók segja um það? Það kemur á óvart. Sam- kvæmt henni er víðsýni hvor- ugkyns en þröngsýni kvenkyns svo neyðarlegt sem það er nú á tímum „pólitískrar rétthugsunar“. Á þeim tíma sem 2. útgáfa orða- bókarinnar gilti – það er að segja áður en hún var endurskoðuð og 3. útgáfa kom út sem Tölvuorðabók Máls og menningar – hefði því verið rangt að segja t.d.: „Víðsýni hennar er rómuð.“ Hvorugkyn skyldi það vera, víðsýnið var því rómað. Þetta hefur verið endurskoðað í Tölvuorðabókinni og þar eru bæði orð talin geta staðið hvort sem er í hvorugkyni eða kvenkyni. (Að vísu er þröngsýni sagt vera karlkyns eða hvorugkyns en það er augljós prentvilla og undirstrikar einungis hversu varhugavert er að treysta bókum í blindni.) Með öðrum orð- um, það sem var „rangt“ fyrir árið 2000, útgáfuár 3. útgáfu orðabók- arinnar, er nú orðið „rétt“. – – – Sjónarmið - Það er sígild skoðun, enda mjög á loft haldið í skólum þeirra landa sem hafa siðmenn- íngu hæsta, einsog td bretar, að mál sé fegurst einsog það er talað af mentuðum mönnum og ritað af hinum bestu höfundum. Hjá okkur íslendingum hafa svipaðar skoð- anir legið til grundvallar sköp- unarstarfi hinna bestu málvitr- ínga, einsog Rasks, Sveinbjarnar Egilssonar, Konráðs Gíslasonar og Björns M. Ólsens. Með öðrum orðum: lokamælikvarðinn á gott og fagurt mál er ævinlega andlæg- ur. Reglur má síðan draga útaf máli hinna bestu manna. En það fæst aldrei gott mál með því að keyra það í viðjar skólastefnu. [Halldór Laxness, 1941.] ÍSLENSKT MÁL Eftir Karl Emil Gunnarsson Margt af því, sem telst „rétt“ í dag, hefði einhvern tíma talist „rangt“ keg@mbl.is SAMKOMULAG LÍÚ-forystunnar og sjómannasamtakanna um tillögur í sjávarút- vegsmálum eru at- hyglisverðar og ástæða til að skoða líklegar afleiðingar þeirra á einstök byggðarlög. Snæfells- bær er í þessari grein tekinn sem dæmi en svipað gildir um mörg önnur byggðarlög. Í Snæfellsbæ hafa íbúar séð jákvæða þróun í atvinnumálum og íbúaþróun að und- anförnu. Margir hafa talið að kvótastaðan þar hafi verið að batna. Það er þess vegna ástæða til að skoða hana með tilliti til var- anlegra veiðiheimilda en líka leigu- heimilda og velta fyrir sér hvaða áhrif umræddar hugmyndir gætu haft. Aukin umsvif Í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn frá mér koma fram upp- lýsingar um flutning veiðiheimilda milli byggðarlaga á síðustu fimm árum. Þar má sjá að Snæfellsbær hefur tapað frá sér 0,2% í verðmætaígildi allra aflamarkstegunda. Þetta jafngildir um það bil 800 þorsk- ígildistonnum. Þó er það jákvætt í þróuninni að þorskveiðiheimildir hafa aukist um 200 tonn í sveitar- félaginu. Samt sem áður er sveit- arfélagið að missa frá sér heimildir í heild og það er áhyggjuefni. Af svarinu má sjá að aukin umsvif í útgerð í Snæfellsbæ er öll til komin vegna leigu veiðiheimilda. Í svari sjávarút- vegsráðherra kemur fram að á síðustu fimm árum hafa út- gerðir í Snæfellsbæ leigt til sín 9.546 þorskígildistonn fram yfir það sem þau leigðu frá sér. Þessi viðskipti hafa aukist hraðfara á tímabilinu og til marks um það er að á síðasta ári leigðu útgerðir í Snæfellsbæ til sín 5.033 þorskígildistonn fram yfir það sem þær leigðu frá sér. Þetta þýðir að útgerðirnar á svæðinu veiða nálega helmingi meira en þær eiga í var- anlegum heimildum. Fyrir þessar veiðiheimildir hafa fyrirtæki í Snæfellsbæ trúlega greitt 500–600 m.kr. til handhafa kvótans. Ekki fer á milli mála að þessar auknu veiðar hafa haft gífurleg áhrif til eflingar atvinnulífsins í bænum. Neikvæð áhrif Það hlýtur að vera mikið um- hugsunarefni fyrir Snæfellinga hvaða áhrif það hafi, verði settar hömlur á viðskipti með aflaheim- ildir án þess að breyta kvótakerf- inu að öðru leyti í grundvallarat- riðum. Augljóst virðist að verulega dragi úr útgerð frá svæðinu vegna þeirra útgerða sem leggjast af vegna lágrar kvótastöðu en líka vegna takmarkana á hinar sem eft- ir verða. Heildarframboð veiði- heimilda mun einnig minnka veru- lega vegna kröfu um að skip veiði 75% kvóta síns. Af öllu samanlögðu má ráða að mjög mikið dragi úr út- gerð á þeim stöðum sem bátar hafa verið að leigja til sín veiðirétt. Það er augljóst að þó útgerðarmenn í Snæfellsbæ hafi verið að greiða stórfé fyrir þessar veiðiheimildir verða afar neikvæð heildaráhrif af því að koma í veg fyrir þessi við- skipti. Auka verulega vanda Það þykir máske einhverjum skrítið að sjá varnaðarorð frá mér vegna þessara hugmynda LÍÚ og sjómannasamtakanna en ég vísa til þess að allar tillögur okkar Sam- fylkingarmanna miða að því að opna kerfið og koma á jafnræði til að nýta auðlindina. Hugmyndir eins og þessar sem ganga út á að loka kerfinu enn frekar ganga í þveröfuga átt og munu enn auka á einokunaráhrif kerfisins. Nú er þegar ljóst að ríkisstjórn- arflokkarnir ætla að svíkja kosn- ingaloforðin um að leita sátta um þessi mál. Sjávarútvegsráðherra fullyrðir að frumvarp um málið sé á næsta leiti og hefur haft um það jákvæð orð að taka tillit til hug- mynda LÍÚ og sjónmannasamtak- anna. Það er því nokkurnveginn fyrirséð hvaða innihald verður í frumvarpi ráðherrans, þ.e. óbreytt kerfi með málamyndaauðlinda- gjaldi og tilbrigði við stefin frá LÍÚ. Fyrrnefndar hugmyndir þeirra og sjómannasamtakanna um að loka enn frekar fyrir aðganginn að kerfinu auka einungis á vanda þeirra byggðarlaga sem skortir veiðiheimildir. Það er því verk að vinna. Stefnu ríkisstjórnarflokkanna þarf að brjóta á bak aftur með samstilltu átaki. Ég hvet íbúa Snæfellsbæjar og alla þá sem láta sig þessi mál varða til að fylgjast grannt með því sem er á seyði í herbúðum stjórn- arflokkanna og vinna af fullri ein- urð gegn einkaeinokun fiskimið- anna við Ísland. Áhrif tillagna LÍÚ og samtaka sjómanna Jóhann Ársælsson Kvótinn Stefnu ríkisstjórn- arflokkanna, segir Jóhann Ársælsson, þarf að brjóta á bak aftur með samstilltu átaki. Höfundur er alþingismaður. Tómas H. Heiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.